Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 12
Heimdallarskríll gerir aðsúg að lögreglustöðinni og brýtur rúður hfó f>ióðviljanum Heimdallarskríllinn hélt í gær sýningu á listum sínum: kastaöi skít, grjóti og eggjum, braut rúður og baulaði. Gerði, hann fyrst aösúg að lögreglustöðinni, þvínæst aö Þórsgötu 1 og Skólavöröustíg 19 og þá aftur að lögreglu- stöðinni. Auðstétt Reykjavíkur, sem stendur rökþrota gegn réttmæt- um kröfum verkalýðsins og ein- ingu hans, sendi syni sína á útifundinn í gær og rak þessi lýður þar upp nokkur eymdar- 3eg baul Gerðu aðsúg að lög- reglusföðiani. Að útifundinum loknum hélt Heimdallarskríllinn að lögreglu- stöðinni og gerði aðsúg að henni með ópum og óhljóðum, en hélt þvínæst upp að Þórsgötu 1 og baulaði þar í kór eins og brjál- aðir nautkálfar. Fyrirliðarnir voru auðmannasynir nálægt tvítugu. Unnu þeir m.a. það af- rek að brjóta rúðu á Kaffistof- unni Miðgarði. Heimdallarskríllinn og heildsalablaðið. Vakti það athygli hve náin tengsl voru milli heildsalablaðs- ins og skrílsiris því aftast í hópnum gnæfði blaðamaður Vís- is, Thorolf Smith, yfir skítkasts- liðið — til að fylgjast með hvernig atlagan tækist!! Táknræn sýning á menn- ingu auðstéttarbarnanna. Eftir að hafa sýnt allt sem þeir kunnu í skítkasti og bauli fyrir utan Þórsgötu 1 — en þar var herópið: Meiri skít! — hélt skríllinn að Skólavörðustíg 19 og braut þar rúðurnar í sýn- ingarkössum Þjóðviljans. Lögreglan tók þá þrjá af fyr- irliðunum í sína vörzlu og elti þá skríllinn niður að lögreglu- stöð, henti þar skít, grjóti og eggjum. Verður ekki annað sagt en að þessi sýning auðstéttarinnar á því hvernig-hún e'lur upp börn sín hafi tekizt með ágætum. ÞlÓÐIIILJINN Fimmtudagur 14. apríl 1955 — 20. árgangur — 83. töiublað FIugslYS á Kínahafi saglaf mannavöldum Bandaríska leyniþjónustan sökuð um að feafa grandað fulltrúum frá Kína og Viet Nam Áður en indverska flugvélin sem fórst á Kínahafi lagði af stað frá Hongkong hafði brezku yfirvöldunum þar ver- iö gert viðvart að leyniþjónusta Bandaríkjanna og Sjang Kaisék sæktist eftir lífi farþeganna. Ríkisábyrgð ti! togara kaupa fyrir Neskau Stjórnarírumvarp lagt fram í gær Ríkisstjómin lagöi í gær fyrir Alþingi frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til aö ábyrgjast lán til- tog- arakaupa fyrir NeskaupstaÖ. Farþegarnir voru allir á leið á ráðstefnu Asíu- og Afríku- ríkjanna, sem hefst í Bandung í Indónesíu 18. þ.m. Flestir þeirra voru úr sendinefndum Kína og stjórnarinnar í norður- hluta Viet Nam á ráðstefnunni en einnig voru nokkrir blaða- menn. Kinastjórn varaði við. Kínverska ríkisstjórnin til- kynnti í gær, að hún teldi brezku nýlendustjórnina í Hong- Landnemlnn efnir til bókmenntakeppni Verðlaun verða ókeypis för á 5. heimsmót æskunnar í Varsjá í nýútkomnu hefti LANDNEMANS er boðaö tíl verð- launasamkeppni um bezta bókmenntaverk íslenzks höf- undar innan 35 ára aldurs. Sá, sem hlutskarpastur veröur fær í verðlaun ókeypis för á 5. heimsmót æskunnar í Varsjá í sumar. Þessi bókmenntakeppni Land- nemans er jafnframt undirbún- ingskeppni alþjóðlegu list- keppninnar, sem tímaritið ,,World Youth“ efnir til í til- efni 'heimsmótsins. ÍNær sú keppni til bókmennta, tónlistar, myndlistar, kvikmynda, listiðn- aðar og ljósmynda, en keppni Landnemans nær hinsvegar til þeirra 6 greina sem falla undir liðinn bókmenntir í alþjóðlegu keppninni: 1) ljóð; 2) smásög- ur (eigi lengri en 6 vélritaðar síður, tvöf. línubil); 3) Leikrit (einþáttungur: 30 mínútur há- markstími); 4) útvarpsleikrit (15 mín. flutningstími); 5) kvikmyndahandrit (20 mín. sýningartími) og 6) menningar- og listgagnrýni (lengst 10 vélr. síður, tvöf. línubil). öllum liststefnum verður gert jafri hátt' undir höfði. Við- fangsefni má vera hvað sem er, en þess er vænzt að verkin beri svipmót þjóðmenningar og þjóðlífs í heimalandi höfundar. Handrit skulu vera á íslenzku, en höfundar þeirra verka, sem dæmd verða hæf til úrslita- keppninnar, verða síðar að láta þýða þau á eitthvert þeirra mála, sem tiltekin eru í reglu- um alþjóðlegu listkeppninnar. Þeir höfundar, sem ætla að taka þátt í bókmenntakeppni Landnemans þurfa að senda í handrit sín í ábyrgðarpósti til timaritsins, Þórsgötu 1 fyrir 15. maí n.k. og þeir listamenn sem hafa hug á þátttöku í öðr- um greinum alþjóðlegu list- keppninnar skulu hafa sent listaverk sín til Alþjóðasam- vinnunefndar íslenzkrar æsku, Þingholtsstræti 27, í síðasta lagi 15. maí n.k. Af öðru efni Landnemans, sem er hið fjölbreyttasta, má nefna m. a.: Á verkfallsverði, | Stefnir í rétta átt, Bjarni Benediktsson á greinarnar 30. marz og Hugleiðingar um kalt! stríð í íslenzkum listum. Þá er | sögukafli eftir Dag Sigurðsson, Ijóð eftir Ragnhildi Helgadótt- ^ ur og Sæmund E. Andersen og sagan Hvers vegna? eftir Jó- hann Hjálmarsson. Ennfremur Úr minningum Maó Tse-Tung, Hrói Höttur skrifar um myndina Ótelló og Guðmundur J. Gíslason um í Þjóðleikhúsinu. Fleira er í heftinu. kong'bera ábyrgð á því að tek- izt hefði að granda flugvélinni. Yfirvöldin í Hongkong hefðu verið látin vita að þar yrði reynt að koma tímasprengju í vélina eða skemma hana svo að hún kæmist aldrei á leiðarenda. Flakið fundið, rannsókn hafin. Stjórn Hongkong lýsti yfir þegar tilkynning Kínastjórnar hafði verið birt að brezki sendi- fulltrúinn í Peking hefði komið aðvörun Kínverja á framfæri. Telur nýlendustjórnin sig hafa gert viðeigandi ráðstafanir og segist ekki hafa getað gert bet- ur vegna þess að Kínverjar hafi ekki tekið nákvæmlega fram, hvernig reynt myndi verða að koma flugvélinni fyrir kattar- nef. Bretarnir fortaka ekki að skemmdarverk hafi valdið flug- slysinu og segja að rannsókn muni leiða í ljós hvort svo hafi verið. Skýrt var frá því í út- varpi frá Peking í gærkvöldi, að flak vélarinnar væri fundið og tveir embættismenn indversku flugmálastjórnarinnar komnir á vettvang til að rannsaka það. Framhald á 5. síðu. Er frumvarpið þannig: „Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast lán til kaupa á nýjum dieseltogara fyrir bæjar- sjóð Neskaupstaðar eða félag, sem stofnað verður í kaup- staðnum um rekstur togarans. Ábyrgð má veita fyrir allt að 85% af kostnaðarverði skips- ins, þó eigi fyrir meiri fjárhæð en 8,5 milljónum króna. Ef bæjarsjóður verður eigi kaupandi, heldur sérstakt félag, er áskilið, að bæjarsjóður sé í sjálfskuldarábyrgð gagnvart ríkissjóði fyrir skuldbindingum þeim, er ríkissjóður tekst á hendur fyrir félagið. Auk þess, sem að framan greinir, er ábyrgðin háð því, að fullnægt sé þeim skilyrðum, sem ríkisstjórnin setur, þar á meðal um tryggingar, láns- tíma og lánskjör." I athugasemdum við laga- frumvarp þetta segir: ,,Eins og kunnugt er, strand- aði togarinn Egill rauði frá Neskaupstað snemma á þessu ári og eyðilagðist gersamlega. Var þetta mikið áfall fyrir at- vinnulíf allt í Neskaupstað, þar sem allur þorri manna á afkomu sína undir útgerð þeirri Sem þaðan er rekin. Er augljóst að ráðstafanir verður að gera til úrbóta, ef afkoma manna í Iðjufélagar karlar og konur eru alvar- lega minntir á að mæta til verkfallsvörzlu. Skriístoía Iðju, Alþýðuhúsinu kaupstaðnum á ekki að bíða. varanlegan hnekki. Ríkisstjórnin hefur því, aö athuguðu máli, talið náuðsyn- legt að hlaupa undir bagga, og fer því með þessu frumvarpi fram á heimild Alþingis til að veita ríkisábyrgð á láni til kaupa á nýjum togara, sem gerður verði út frá Neskaup- stað.“ Þingsályktun um rannsákn Kötlu- svæðis Á fundi sameinaðs þings i gær var afgreidd sem ályktun til Alþingis tillaga frá Jóni Kjartanssyni um rannsókn Kötlusvæðis. Lagði fjárveitingarnefnd til að orðalagi tillögunnar væri breytt og var hún samþykkt þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að leita samninga við J öklarannsóknaf élag Is- lands um, að það taki að sér að rannsaka Kötlusvæðið, fylgj- ast með breytingum á Mýrdals- jökli og Mýrdalssandi, er stað- ið gætu í sambandi við Kötlu- gos, og framkvæma aðrar þær rannsóknir, sem nauðsynlegar þykja til þess, ef unnt er, að geta sagt eitthvað fyrir um, hvenær ætla megi að Katla gjósi og hvaða svæði séu þá helzt í hættu af jökulhlaupi, ef takast mætti að gera í tíma ráðstafanir til varnar gegn slysum af völdum hlaupsins. Er ríkisstjórninni heimilt, ef samningar takast að greiða kostnað við rannsóknir þess- ar.“ ienzítismyglarar B.S.R. brutust Inn i SviffSugféla Stjórn Svifflugfélagsins hefur kært innbrotiS Benzínsmyglarai og verkíallsbijótar B.S.R. og Þróttar brntust inn í flugskýli Svifflugfélags fslands á Sandskeiði. Var stjórn Svifflugfélagsins ókunnugt með öllu um verknað þeirra þar til í gærmorgun er Þjóðviljinn kom út. Sendi Svifflugfélagið þá menn á vetfvang og komu þeir að þremur smyglurum við benzínafgreiðslu inni í skýlinu. — Svifflugfélagið hefur kært innbrotið til lögreglunnar. Þjóðviljinn skýrði frá því í gærmorgun að á annan dag kvik- í náska hefði einn af smyglbílum B.S.R, verið geymdur inni í nokkur leikrit flugskýli Svifflugfélagsins á margt Sandskeiði. Formaður Svifflug- félagsins, Ásbjörn Magnússon, tjáði Þjóðviljanum í gær að stjóm félagsins hefði verið með öllu ókunnugt um framferði B.S.R.-irianna þar til hún las um það í Þjóðviljanum. Voru þá sendir menn upp á Sandskeið og komu þar að þremur smyglurum inni í flug- skýlinu. Kærði stjórn Svifflug- félagsins þá tafarlaust innbrot- ið. Formaður Svifflugfélagsins kvað inngang í matskálann lok- aðan með smekklás en flugskýl- ið sjálft hefði verið lokað að innanverðu með vír, væri því mn hreint innbrot í skýlið að ræða. Aðgang að flugskýlinu hefðu engir nema félagsmenn og þá með leyfi sérstaks manns og hefði stjórn Svifflugfélagsins alls ekki leyft B.S.R.-mörinum né öðrum benzínsmyglurum neinn aðgang eða afnot af flug- skýlinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.