Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 % ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl. FRtMANN HELGASON 250 þúsund fimleikcnttenn sýna m. a. á þjóðhátíð Tékka í sumar Þjóðviljinn hefur áður minnzt á þá stórkostlegu íþróttahátíð, sem haldin verður í Tékkóslóvakíu í lok júní n.k., en í henni munu m.a. taka þátt um 250 þúsund itékkneskir fimleikamenn. Hátíð þessi er lialdin til þess að minnast þess að liðin eru 10 ár síðan Tékkóslóvakía var frelsuð undan oki nazismans. Nú hefur verið gengið frá fyrirkomulagi þessara miklu liátíðahalda. Þrjá fyrstu daga hátíðarinn- ar munu rúmlega 100 þús. ung- lingar sýna fimleika á Strahov- leikvanginum í Praha, en síðan taka við jafn margir fullorðnir fimleikamenn. Þá munn 60 þús. íþróttamenn taka þátt í boðhlaupi, sem lýk- ur í höfuðborginni, Praha. Sérstakur dagur verður helg- aður hestaíþróttum og reið- mennsku, siglingum, róðri o.s.frv. Hundruð báta munu safnast saman til keppni á Moldá og þar fara einnig flest- ar sundkeppnirnar fram. Fljóts- bakkarnir verð skreyttir neon- ljósum og á hverju kvöldi lýk- ur hátíðahöldunum með stór- kostlegum flugeldasýningum. Menningarhátíð Á liátíðinni munu mæta marg- ir af snjöllustu íþróttamönnum Sovétríkjanna, in.a. rúmlega 1000 fimleikamenn. Finnig koma stórir hópar íþróttamanna frá hinum alþýðuríkjnnum. En á hátíð þessari verður margt annað til skemmtunar en íþróttir. Frá Sovétríkjunum koma þannig söng- og dans- flokkar hersins og mikill fjöldi listamanna kemur frá öðrum al- þýðuríkjum. 600 tékkneskir hljómlistarflokkar koma til há- tíðarinnar, og eitt atriði dag- skrárinnar verður danssýning yfir 6000 æskumanna í þjóðbún- ingum. Þó að hátíðin sé haldin á venjulegum leyfistíma tékk- neskra leikhúsa munu þau öll efna til leiksýninga, og leik- 'ur, sem samdar hafa verið síð- ustu 200 árin. Allt landið á öðrum endanum Sagt er að Tékkóslóvakía sé öll komin á annan endann vegna undirbúnings þessara liátíðahalda. Tónskáld vinna að verkum sem flutt verða á há- tíðinni og tékkneska útvarpið er þegar farið að leika lög, sem send liafa verið til samkeppni um bezta Iag hátíðarinnar og útvarpshlustendur velja. Fataverksmiðjurnar framleiða sérstakar hátíðaskyrtur, blúss- ur og æfingabúninga, póstþjón- ustan gefur út hátíðafrímerki, Hátídarmerkið stæðureiknings og geta menn lagt fé í hann í hvaða spari- sjóðsstofnun í Tékkóslóvakíu sem er en aðeins tekið það út í Praha á meðan hátíðahöldin Stúlkurnar eru að búa sig undir fimleikasýningu á pjóðhátíðinni. i /l I UÍAÉ 55 ÍEIOSTÁTNl SPARIÁKÍADA Frímerki sem tékkneska 'póststjórnin gefur út í til- efni pjóðhátíðarinnar flokkar frá öllum landshlutum munu koma til Praha. Kvik- myndahúsin ráðgera öll 5 sýn- ingar dag hvern. Hljómlistar- menn og söngvarar munu flytja tékkneskar og slóvakískar óper- sígarettuverksmiðjurnar senda sérstakar tegundir á markað- inn. Tékkneski ríkisbankinn hefur stofnað til sérstaks inn- Enska deildakeppnin I. deild Chelsea 39 19 11 9 77-55 49 Wolves 37 17 10 10 80-57 44 Portsm. 37 17 9 11 74-53 43 Manch.C. 38 17 9 12 78-60 43 Arsenal 38 17 8 13 64-54 42 Sunderl. 39 12 18 9 58-53 42 Manch.U. 37 17 6 14 75-68 40 Everton 37 16 8 13 58-58 40 Burnley 39 15 9 15 46-47 39 W.B.A. 38 15 8 15 73-85 38 Cliarlton 37 15 7 15 71-66 37 Preston 38 15 7 16 75-58 37 Newcast. 35 15 6 14 79-73 36 Aston V. 36 15 6 15 57-68 36 Sheff. U. 37 15 6 16 60-77 36 Tottenh. 36 13 8 15 66-64 34 Bolton 37 11 12 14 59-64 34 Blackp. 38 13 8 17 52-60 34 Hudd.f. 36 10 13 13 54-64 33 Cardiff 37 12 9 16 58-68 33 Leicester 37 10 10 17 65-80 30 Sheff. W. 38 8 6 24 63-83 22 standa yfir, dagana 24. júní til 1. júlí. Frægir hoðsgestir Loks má geta þess, að tékk- neska blaðið Svobodne Slova hefur skýrt frá því að ýmsum kunnum erlendum íþróttamönn- um verði boðið til hátíðarinnar. Má þar til nefna Gunder Hágg, Bob Mathias, Gaston Keiff, Chris Chataway, Vladimir Kuts, Jesse Owens, Paavo Nurmi, Sverre Strandli, Ferenc Puskas, Sandor Iíocsis, Botvinnik, Fanny Blankers Koen o.fl. II. deild Blackb. 39 22 Leeds 39 21 Ipswich 37 10 Derby 39 6 4 13 113-76 48 6 12 63-51 48 4 23 52-86 24 9 24 49-77 21 Frakkland vanix Svíþjóð 2:0 Um síðustu mánaðamót kepptu Frakkar og Svíar í knattspyrnu og fór keppnin fram í París. Frakkar unnu með miklum yfirburðum. Þó settu þeir ekki nema eitt mark í fyrri hálfleik en í þeim síðari höfðu þeir leik- inn alveg í hendi sinni. Hvor- ugt liðið sýndi verulega góða knattspymu. Frakkar áttu mörg tækifæri sem þeir notuðu illa. Gunnar M. Magnúss: Börnin frá Víðigerði með tvær siglur og háan reykháf, rjúkandi og sótugan. Farangurinn var fluttur á stórum róðrarbátum fram að skipshliðinni, þar var dótið dregið á kaðli upp á þilfarið, kassar og koppar, borð og skápar, rúm og áhöld ýmiskonar. Sumt var látið í lest skipsins, en öðru var staflað á þilfarið 'til bráða- birgða. Fólkið fylgdi farangri sínum og hafði gát á því, að ekkert færi í rugling. Sumstaðar var fólkið í smáhópum á þilfarinu að tala saman, annað tyllti sér á farangurinn, poka, kassa eða kistur, og starði til lands. Störðu sumir í áttina til sveitar sinnar, fjallanna sinna eða bæjar síns, eftir því, hvaðan þeir voru komn- ir. — Það leit út fýrir, að fróun og hvíld væri í því fólginað stara og mæna 'til átthaganna. Sum- ir sáust strjúka tár af kinnunum eða augnhvörm- unum, en enginn vildi láta mikið á því bera. Kannske tárin hafi komið af því að stara svona lengi á sama staðinn? Kannske að þau hafi kom- ið af söknuði eða hugsuninni um burtförina? Þegar Víðigerðisfólkið kom um borð var fjöldi fólks til og frá um þilfarið. Farangur sinn varð það að setja á þilfarið fyrst um sinn. Karlmenn- irnir stöfluðu dótinu og konurnar gættu að því, að allt kæmi til skila. Víðigerðisfólkinu varð á, eins og mörgum öðrum, að renna augum til fjallanna heima. Hnúkarnir sáusj nú aðeins í bláma, Bæjarhyrnán og Víðisfjallið. En það var svo undarlega seiðandi, að stara nú í síðasta sinni á þessa góðkunningja. Krakkarnir vildu nú sízt vera kyrrir. Allt var nýstárlegt, sem fyrir augun bar. Fjörugt starí Taílfélags s/f Hreyfils Taflfélag s/f Hreyfils hefur nú lokið innanfélagskeppni sinni. Þátttakendur voru 54 og keppt í þrem flokkum. 1 fyrsta flokki voru 13 þátt- takendur. Hæstur að vinnings- tölu varð Óskar Sigurðsson, hlaut hann 10 vinninga og varð þar með skákmeistari Taflfé- lags s/f Hreyfils í annað sinn. Annar varð Zóphanías Márus- son, hlaut hann 9 vinninga. Þriðji varð Vagn Kristjánsson með 8 vinninga. í öðrum flokki voru kepp- endur 13. Nr 1 Grímur Run- ólfsson hlaut hann llýó vinn- ing. 2. Gunnar Guðmundsson með 8i/2 vinning. 3. Þorvaldur Magnússon með 8% vinning. Grímur gekk upp í 1. flokk. í þriðja flokki voru keppend- ur 28. Keppt var í tveim riðl- um, 14 í hvorum. Úrslit urðu þessi: 1. Vilhjálmur Guðmunds- son. 2. Aðalsteinn Grímsson. 3. Getrannaspá Aston V.—Sheff. U. 1 (x) Blackpool — Cai'diff 1 Bölton — Everton 1 (x) Charlton — Manch. C. 2 Huddersf. — Neweastle x Manch. Utd. — W.B.A. x (2) Portsmouth — Chelsea 1 (2) Sheff. Wedn. — Leicester x Sunderland — Preston 1 Tottenham — Burnley 2 Wolves — Arsenal 1 (x) Blackburn — Luton 1 Kerfi 32 raðir. Guðbjartur Guðmundsson. Allir þessir þrír gengu upp í annan flokk. Hraðskákmót fór einnig fram á árinu. Keppendur voru 39, og keppt var í þrem riðlum í und- anrás. Þrír efstu menn í hverj- um riðli kepptu síðan til úr- slita. Fyrstur varð Grímur Run-" ólfsson, og hlaut hann nafn- bótina „Hraðskákmeistari Tafl- félags s/f Hreyfils“. Kappskák fór einnig fram við Vífilsstaði og Reykjalund. Teflt var á 15 borðum. Úrslit urðu þessi; Hreyfill K>y2 vinningur. Vífilsstaðir og Reykjalundur 4y2 vinningui'. Vörubílstjórafélagið Þróttur keppti einnig við Hreyfil. Teflt var á 15 borðum. Úrslit: Hreyf- ill hlaut liy2 vinning. Þróttur 3y2 vinning. Nú síðast var teflt við Tafl- félag Hafnarfjarðar. Teflt var á 20 borðum. Úrslit: Hreyfill hlaut 11 vinninga. Taflfélag Hafnarfjarðar 9 vinninga. Taflfundir s/f Hi'eyfils hófust 1. okt. síðastliðinn. Voru þeir haldnir á hverjum þriðjudegi í allan vetur og hinn síðasti nú fyrir skömmu. Öll starfsemi fé- lagsins fór fram í Skátaheim- ilinu við Snorrabraut. Stjórn félagsins skipa þessir menn: Formaður Magnús Norð- dal, ritari Þórður Þórðarsoq, gjaldkeri Vagn Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.