Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 6
€> — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 14. apríl 1055 dlÓÐVIUINN Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. Rltatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmimdsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustig 19 — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl I Reykjavík og nágrenni; kx. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. éintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. k____________________________________________________J ' j andstöðu við þjéðarhagsmuni Eftir því sem yfirstandandi verkfall stendur lengur verð- ur almenningi af eðlilegum ástseðum tíðræddai’a um það fáheyrða ábyrgðarleysi sem ríkisstjórn landsins hefur sýnt í sambandi við deiluna. Hvarvetna annarsstaðar þykir það ein sjálfsagðasta skylda starfandi ríkisstjómar að greiða á allan hátt fyrir samningum í vinnudeilum og leitast við að koma í veg fyrir það framleiðslutjón sem langvarandi vinnustööv- un hefur óhjákvæmilega í för með sér. Hér á íslandi er þessu á annan veg farið. Hér virðist ríkisstjórn landsins það alveg sérstakt keppikefli að tor- velda samninga um ágreiningsatriöin og þegar henni hefur með dyggilegri aðstoð atvinnurekenda tekizt að stofna til víðtækra vinnustöðvunar halda ráðherrarnir skemmdarverkunum áfram með því að torvelda starf hinnar ríkisskipuðu sáttanefndar og stappa stálinu í þá ‘ósvífnu atvinnurekendaklíku sem verkalýðshreyfingin á í höggi við. Ríkisstjórn sem þannig hagar störfum sínum í örlaga- ríkri vinnudeilu er ekki aðeins gjörsamlega óhæf til aö fara með stjórn landsins, afstaða hennar og störf em í al- gjörri andstöðu við hagsmuni almennings í landinu og þjóðarheildarinnar og henni væri sæmst að segja af sér störfum. Ætli ríkisstjórnin að halda áfram uppteknum hætti, og vissulega virðist ekkert til annars benda, hlýtur kraf- an um afsögn ráðherranna og myndun nýrrar ríkisstjóm- ar sem alþýða landsins og yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar getur treyst til að vinna að almenningsheill og þjóðarhag að fá svo stóraukinn hljómgrunn meðal allra ábyrgra manna að ekki verði lengur gegn henni staðið. Dýr þjónusta en lærdómsrík Frammistaða bæjarstjórnaríhaldsins í Reykjavík er sízt burð- ugri en ríkisstjórnarinnar. Á þremur bæjarstjórnarfundum hefur íhaldið vísað á bug tillögum sósíalista og annarra íhaldsandstæð- inga um að bærinn semdi við verkalýðsfélögin en gerðist ekki taglhnýtingur atvinnurekendavaldsins í andstöðu þess við rétt- lætiskröfur verkamanna. Þessi heimskulega afstaða íhaldsins í bæjarstjóminni hefur svo haft þær afleiðingar að allar framkvæmdir bæjarins liggja niðri og mátti þó sízt við auknum seinagangi og nýjum töfum á bæjarframkvæmdum. Kemur þetta óhjákvæmilega niður á marg- háttuðum störfum sem vinna átti í sumar og byggjast á undir- búningsvinnu síðari hluta vetrar og í byrjun vors. En íhaldið stöðvar ekki aðeins bæjarvinnuna og undirbúning byggingarsvæða. Þjónustusemi þess við stórlaxana í Vinnuveit- endasambandi íslands hefur nú stöðvað flesta togara bæjarút- gerðarinnar og allan atvinnurekstur í sambandi við hana. Með því háttarlagi sviftir íhaldið sjómenn og landverkafólk atvinnu sinni og kemur í veg fyrir áframhaldandi veiðar skipanna einmitt þegar aflabrögð eru með ágætum og verð framleiðslunnar hækk- andi á erlendum mörkuðum. Þetta búskaparlag þykir bæjar- stjórnaríhaldi Reykjavíkur til sérstakrar fyrirmyndar og ætlast til viðurkenningar og þakklætis frá borgurunum. Nýjasta afleiðing íhaldsstjórnvizkunnar er svo brottför fær- eysku sjómannanna, sem hafa gert útgerð bæjartogaranna mögu- lega á vetrarvertíðinni. Og þótt sú staðreynd blasti við í fyrra- dag yrði ekki breytt um stefnu af hálfu bæjarins hikuðu íhalds- fulltrúarnir í Útgerðarráði Reykjavíkurbæjar, undir forustu Kjartans Thors, ekki við að fella tillögu Guðmundar Vigfússonar um að bæjarútgerðin gengi til sérsamninga við verkalýðsfélögin. Með því skrefi hefur íhaldið raunverulega lýst þvi yfir að fremur skuli þvi sem eftir er vertíðar fórnað og jafnvel sumrinu einnig beldur en bærinn bregðist samstöðunni með þeirri gróðaklíku thorsara og annarra milliliða sem standa í vegi fyrir samningum um réttlætiskröfur verkamanna. Það eru þannig allar horfur á að þjónusta íhaldsins við at- vinnurekendaklíkuna verði bæjarfélaginu og bæjarbúum ærið dýr ,}áður en lýkur. En hún ætti einnig að geta orðið Reykvíkingum lærdómsrík. „Hér eftir vitum við hvaða flokki við eigum að greiða atkvæði á kjördegi11 itœtt við þrjár rerhamannahonur Nú, þegar verkfallið er búið að standa hálfa fjórðu viku og við sem utan við það stöndum erum orðin kaffilaus, smjörlík- islaus og yfirleitt að byrja að finna að það er verkfall, væri ekki úr vegi að heyra eitthvað frá þeim heimilum sem harðast verða fyrir barðinu á því, — verkamannaheimilunum. • 9 barna móðir Fyrst er það verkamanns- kona sem á 9 börn: „Hvað heldurðu um þetta verkfall, heldurðu ekki að því fari að ljúka?“ „Nei, það finnst mér ekkert útlit á, betur gæti ég trúað að það stæði fram í maí“. ,Þá verður nú farið að þrengjast fyrir dyrum hjá fólki“. „Já, vissulega, það er víst líkt ástatt hjá öllum með það að launin hrökkva skammt þar sem margt er í heimili, kannski' 7—8 manns eða jafnvel enn fleira. Þar má halda vel á hverri krónu til þess að hafa til brýnustu nauðsynjar þó að unnið sé alla daga að maður ekki tali um þegar löng vinnu- stöðvun dynur yfir.“ „Finnst þér fólk þá ekki vera orðið svartsýnt á þetta?“ „Nei, ekki svartsýnt, og ekk- ert heyrist mér fólk tala um að slaka á kröfum sinum, enda munu allir sammála um að ekki veiti af að bera eitthvað veru- lega úr býtum eftir svo langa vinnustöðvun. Það eina sem mér finnst verkafólk það er ég þekki óánaégt með er, að verk- fallið skuli ekki vera miklu víðtækara en það er og færri undanþágur veittar. Þó ekki þannig að t. d. mjólkin og aðr- ar brýnustu lífsnauðsynjar séu stöðvaðar, heldur að fleiri fé- lög taki þátt í því, t. d. finnst öllum sem ég hefi heyrt tala um þessi mál anzi hart af verkalýðsfélögunum á Suður- nesjum að skerast úr leik. Það er annars mikið böl að verkamenn skuli alltaf þurfa að gera verkfall til þess að halda launum sínum í því horfi að hægt sé að lifa af þeim mannsæmandi lífi.“ „Er það ekki eitthvað fleira sem þú vilt segja um verkfall- ið?“ „Ekki beint um það, en ég vildi gjarnan minnast nokkuð á kjör verzlunarfólks í þessu sambandi, því veitti ekki af að gera verkfall. Eg veit ofurlftið um þetta af því að dóttir mín vinnur í kjötbúð. Hún fær 2000 kr. um mánuðinn. Hún þarf að bera kjötskrokka til og frá um búðina og saga þá niður, vinnu- tíminn er frá 8 á morgnana til kl. 8 á kvöldin og á laugardags- morgnana þarf hún að mæta kl. 6,30 og vinnur þá til kl. 3,30—4 á daginn án þess að fá nokkurn matartíma. Þetta finnst mér langt frá því að vera kjör sem fólk getur verið ánægt með til frambúðar. Eg vil taka það fram að fyrir þessa yfirvinnu er ekkert borg- að og' tnvn þáð ‘ véra" efes ðierfíi að nokkur atvinnustétt í land- inu vinni milli 10. og 20 tíma yfirvinnu vikulega allan ársins hring án þess að fá það borg- að.“ • Eiginkona „eins af vondu mönnunum" Næst er það ung kona með þrjú börn. „Eg ætla aðeins að heyra álit þitt á þessu verkfalli, af þvi að þú ert nú gift einum af þessum vondu mönnum“. „Hvað meinar þú með því?“ „Auðvitað iðnaðarmennina, sem eru að byggja fyrir sárfá- tækt fólk og selja vinnu sína svo dýrt að þeir hafa að sögn upp undir 40 kr. um tímann. Af hverju eru þeir að fara í verkfall, okkur er sagt að það væri búið að semja við verka- mennina ef þeir væru einir í verkfalli”. „Já, það var gott að þú komst til að spyrja mig um þetta, mér hefur oft í þessu verkfalli dottið í hug að skrifa grein um þetta efni eri ekki. komið því í verk. Laun þau er iðnsveinar hafa núna eru rúm- ar 18 kr. um tímann og held ég að allir geti verið sammála um það að slíkt eru engin geypilaun. Annað mál er það að á þessum tímum, þegar eft- irspurn er eftir vinnuafli, vinna iðnaðarmenn stundum ákvæðis- vinnu og þá geta duglegir menn jafnvel komizt upp í það að hafa tvöfaldan vinnutaxta. Þannig hefir t. d. maður minn haft góðar tekjur s. 1. ár. Hins- vegar er mér kunnugt um það að menn sem farnir eru að eld- ast hafa ekki mikið yfir tíma- kaup upp úr ákvæðisvinnu, menn sem komnir eru t. d. ná- lægt 50 ára aldri eða þar yfir, Afmællssamsöngur Afmælissamsöngur Söngfé- lags verklýðssamtakanna fór fram í Austurbæjarbíói fyrir skemmstu. — Sigursveinn D. Kristinsson stjómaði kórnum að vanda og Skúli Halldórsson lék röggsamlega undir á pí- anó, en einsöngvarar til að- stoðar voru Guðmundur Jóns- son og svo kórfélagamir Sess- elja Einarsdóttir og Jónas Magnússon. Söngskráin var sérstæð að þvi leyti, að flest lögin munu hafa verið öllum þorra áheyr- enda ókunn. Þó að það sé góðra gjalda vert að kynna ný íslenzk lög, getur verið varhugavert að hafa heila söngskrá nær eingöngu skip- aða slíkum lögum, því að hætta er á, að slíkt reyni of mjög á athygli margm hlust- enda, og eins hinu, að þá fljóti ýmislegt léttmeti með fremur en ella myndi, ef úr meiru væri að velja. Samt urðu minni brögð að þessu en vænta hefði mátt. Samsöngurinn hófst með hátíðlegum inngangi, þar sem var Alþjóðasöngur verkalýðs- ins í raddsetningu söngstjór- ans, sunginn við texta þann, sem Magnús Ásgeirsson hefur þýtt. Þýðing Magnúsar er að vísu vönduð, eins og vænta mátti, en helzt til þung og bókmenntaleg til þess að líkur séu til, að henni takist að út- rýma gömlu þýðingunni, sem lengst af hefur verið sungin og er vissulega allt of léleg til að hæfa þessum söng. Vill ekki eitthvert góðskálda okk- ar taka sig til og gera vand- aða, en þó jafnframt a-lþýð- lega þýðingu Alþjóðasöngs- ins ? — Gaman var að gömlu lagi í raddsetningu Jóns Ás- geirssonar og þá ekki síður kvæðinu við það, sem nefnist „Gestirnir" og er eftir Sig- urð Breiðf jörð, svo og meðferð kórsins á hvorutveggja. Lag Áskels Snorrasonar, í hafti“, var skörulega sungið. Sesselja Einarsdóttir fór vel með einsöngshlutverk sitt í lagi Sigursveins „Hvenær?“ Hún hefur mikla og skæra sópranrödd og góða sönggáfu. Jónasi Magnússyni tókst mið- ur í sínu einsöngshlutverki, enda mun hann hafa verið illa fyrir kallaður. Af öðrum lög- um, sem kórinn flutti á minn- isstæðan hátt, má nefna hið svipmikla lag Skúla Halldórs- sonar „Gjör hugans djúp að Ijóssins lind", laglega „Vor- visu“ eftir Oddgeir Kristjáns- son, hið fallega lag „I morg- unblæ“ eftir Þorstein Valdi- marsson við kvæði hans sjálfs, „Elegie" eftir Hallgrim Jakobs- son, gott lag raddsett af Sig- ursveini, og svo hið geysi- tilþrifamikla lag Sigursveins, „Tveir bræður“, við kvæði Jóhannesar úr Kötlum, þar sem Guðmundur Jónsson fór með einsöngshlutverkið af prýði. Söngfélag verklýðssamtak- anna er ekki nema fimm ára og því enn á gelgjuskeiði, eins og vænta mátti, en það er á greinilegri framfarabraut. Það er líka á góðri leið að verða eitt af stórveldunum i sönglífi höfuðstaðarins og jafnvel orð- ið þess megnugt að tvífylla stóran hljómleikasal eins og hinir gömlu og grónu karla- kórar. Það sýnir, að hér er að ræða um fyrirtæki, senx hefur hlutverki að gegna, og á það þó væntanlega eftir að koma'enn betur í ljós. Nú, er kórinn er kominn svo vel á rekspöl, liggur næst fyrir að bæta raddþjálfun kórfélaga til þess að geta lagt aukna á- herzlu á listmætan söng. Kórnum og stjórnanda hans, hinum frábæra hugsjónamanni og eldhuga Sigursveini D. Kristinssyni, skal óskað hjart- anlega til hamingju með fimm .Hestar a£mæli$.-.n*xS;F< :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.