Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 1
Reykvískt verka- fólk mætið til verkfallsvörzlu. Hafið samband við skrif- stofurnar í Alþýðuliúsinu og Hverfisgötu 21. ■ ■ Hluti af þúsundunum á Lœkjartorgi í gœr. Auk fjöldans á torginu stóö fólk þétt ug'p eftir Bankastrœti. Alþýða Reykjavíkur kreíst samn inga við verkalýðsfélögin Verkðallsmenn munu halda stillingu sinni og æðru- leysi og gera allt til að vinna varanlegan sigur Á annan tug þúsunda sótti útifund verkalýðsfélag- anna í gær og fylkti sér um kröfu reykvískrar alþýðu: Samninga um bætt kjör verkalýðsins. Fundur þessi var fjölmennari en útifundirnir 1. maí og sýnir það alvöruþungann að baki kröíum verkfallsmanna, sýnir að málstaður verkfallsmanna er málstaður reykvískrar alþýðu. Ekki mannsæmandi líf. Snorri Jónsson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna setti fundinn. Fyrstur talaði Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar. Minnti hann á að liðinn væri nú mánuður frá þvi þetta verkfall, eitt víðtækasta verkfall í sögu landsins, hófst. Réttlátari skiptingu. Hann rakti í stuttu máli hvernig kjörum verkalýðsins hef- ur hrakað allt frá 1947 og hvern- ig þjóðartekjurnar og gróði auð- stéttarinnar, þ. e. arðránið á vinnandi fólki hefur aukizt, Gegn þessari þróun er bar- áttan háð. Hún er háð fyrir rétt- látari hlutdeild verkalýðsins í arðinum af eigin vinnu. SainipUur í nótt Samningafundur verkamanna, atvinnurekenda og sáttanefnd- ar hófst klukkan 9 í gærkvöldi. Þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við samninganefnd verk- lýðsfélaganna um miðnættið sat allt við það sama og fyrr, ekk- ert hafði gerzt. Búizt var við að fundurinn héldi eitthvað á- fram eftir nóttu. Það er augljóst að ekki er hægt að lifa mannsæmandi lífi af 2000—3000 kr. tekjum. Gegn því að kaup þessa fólks hækki hefur nú öll atvinnurekenda- fylkingin snúið sér með stjórn Vinnuveitendasambandsins í broddi fylkingar. Þessir menn, sem sjálfir segjast vera blá- snauðir hafa nú lagt í hinn stór- kostlega herkostnað til að halda launum verkafólksins niðri, til þess hafa þeir nóga peninga. Nóg fé í herkostnað gegn verkalýðnum. Olíufélögin hafa efni á því að borga 60 þús. kr. biðpeninga á dag í erlendu skipin. Hinir blá- snauðu útgerðarmenn hafa efni á því að leggja togurum yfir mesta aflatímann. Eimskip, sem eingöngu hefur verkamenn á lægstu launum getur látið skip sín liggja aðgerð- arlaus í höfninni. — Hvað v^æri hægt að lækka flutningsgjöldin mikið fyrir það fé sem Eim- skip sóar í herkostnað gegn verkamönnum? Atvinnurekendur skortir ekki fé í herkostiiað gegn verkalýðn- um, þótt þeir þykist ekki geta hækkað kaup verkamanna. Það á að taka af þeim söluumboðið. Ríkisstjórnin hefur í mánuð horft aðgerðarlaus á að atvinnu- lifið sé stöðvað. Aðgerðarlaus með atvinnurekendum. Hennar framlag hafa verið útreikningar til að reyna að hræða fólk. Ríkisstjórnin og olíufélögin hafa storkað verkalýðssamtök- unuin með verkfallsbrotum. Rík- isstjórnin er aðili að innflutningi olíunnar. l>að er lágmarkskrafa verkaiýðsins í dag að ríkisstjórn- in hætti að styðja þessi auðfélög í árásum þeirra á vcrkalýðs- hreyfinguna, — og að hún geri það með því að taka af þehn söluuinboðið á olíunni. Eitt öruggt ráð. Auðstéttin ætlar að svelta verkalýðinn til hlýðni. Það er mjög sennilegt að næsta spor hennar verði smánarboð, í formi sáttatillögu. Verkalýðurinn mun standa saman og hafna öllum smánartilboðum. Allar tilraun- ir auðstéttarinnar til sundrung- ar, pólitískrar og stéttarlegrar hafa mistekizt. Morgunblaðið flutti i gær hót- anir auðstéttarinnar. Það hótaði að allar bætur sem ynnust skyldu teknar af verkalýðnum aftur. Það er eitt öruggt ráð við því —: að kjósa aldrei aftur þá menn sem nú fara með völd. Framhald á 3. síðu. Sósíalistafélag Reykjavíkur: Deildarfundir verða í ölluni deildum í kvöld klukkan 8.30 á venjulegum stöðum. — Áríðandi mál á dagskrá. Stjórnin. ¥ erhfallss) óðurinn 330 þúsund krónur í gærbættust í verkfallssjóðinn 30 þúsund krónur. Þessi verkalýðsfélög sendu framlög: Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga kr. 1000,00, Stéttarfélag- ið „Fóstra" kr. 2.500,00, Verkalýðsfélagið „Súg- andi", Súgandafirði kr. 3000,00. Frá verkalýðsfé- lögunum í Keflavík barst söfnun kr. 6.640,00 og frá Neskaupstað barst söfnun kr. 10.400,00. Auk þessa var skilað af söfnunarlistum nærri sjö þúsund krón- um.Höldum þannig áfram. Þá verður söfnunin okk- ur til sóma. Alþýðusambandið hefur suúið sér til brezku og norrænu verkl vðssamband- ™ •/ anna og til Alþjóðasambandsins Hannibal Valdiínarsson, for- seti Alþýðusambands tslands, skýrði frá því á útifundinum á Lækjartorgi í gær að Al- þýðusambandið hefði snúið sér tiil verkalýðssambanda í Bretlandi og á Norðurlöndum og tii Alþýðusambandsins í Briissel og skýrt frá verkföll- um þeim sem nú hafa staðið hér í heilan mánuð. Hefði AI- þýðusambandið farið þess á leit að þessi sambönd veittu verkfallsmönnum allan þann stuðning sem þau megnuðu til þess að stuðla að skjótum og miklum sigri íslcnzku verka- lýðssamtakaniia.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.