Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.04.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. apríl 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUIS: Að elska . . • ... og deyja 101. dagut ákva'ö aö fara og hitta Alfons. Hann vantaði líka ein- hverjar vistir fyrir kvöldiö. A'öeins þetta eina hús haf'öi oröiö fyrir sprengju. Gar'öarnir friösælir í morgunbirtunni, birkitrén sveig'ö- ust til í golunni, páskaliljurnar vögguðu fagurgulum krónum, fyrstu trén yoru farin að blómstra eins og fjöl- mörg hvít og bleik fiðrildi hefðu setzt á þau — aðeins hús Bindings var ólögulegt hrúgald á brún gígs þar sem gruggugt vatn endurspegla'ði himininn. Gráber stó'ð um stund og starði fram fyrir sig eins og hann try'ði ekki sínum eigin augum. Hann vissi ekki hvers vegna, en hann hafði aldrei gert ráð fyrir að neitt gæti komiö' fyrir Alfons. Hann gekk hægt nær. Fugla- baðið var mölbrotið. Útidyrnar lágu yfir runnabeðinu. Dádýrshorn stó'ðu upp úr grasinu eins og dýr væru grafin undir því. Gólfteppi hékk efst 1 trjánum.eins og litskrúöugur fáni. Konjaksflaska stóð upprétt í blóma- beði eins og hún hefði sprottið upp um nóttina, Gráber tók hana upp, virti hana fyrir sér og stakk henni í vas- ann. Sennilega hefur kjallarinn haldið, hugsaði hann og Alfons hefur veriö grafinn út. Hann gekk bakviö húsiö. Eldhúsdyrnar stóðu enn. Hann opnaði dyrnar. Inni fyrir heyrðist hreyfing. „Frú Kleinert?" sagöi hann. Hávært kjökur barst að eyrum hans. Konan reis á fætur og kom fram úr hálfhrundu herberginu og út undir bert loft. „Veslings húsbóndinn! Hann var svo góöur“. „Hva'ð kom fyrir? Meiddist hann?“ „Hann er dáinn. Dáinn, herra Gráber! Og hann naut þess svo a'ö lifa! “ „Dáinn?“ „Já. Það er óskiljanlegt, finnst y'ður ekki?“ Gráber kinkaöi kolli. Þa'ð var aldrei hægt aö átta sig á dau'ðanum, jafnvel ekki þótt hann væri oröinn daglegt brauð. „Hvernig vildi þa'ö til?“ spur'öi hann. „Hann var í kjallaranum. En kjallarinn hélt ekki“. „Kjallarinn var of veikbyggöur til aö standast þungar sprengjur. Hvers vegna fór hann ekki yfir í byrgiö við Seideltorg? Þaö er hérna rétt hjá“. „Hann hélt að ekkert kæmi fyrir. Og auk þess —“ Frú Kleinert hikaði. „Þaö var kona hjá honum“. „Nú jæja? Um hádegi?“ „Hún var hérna ennþá, skiljið þér. Frá því kvöldið áöur. Stór, ljóshærö stúlka. Húsbóndinn var hrifinn af stóru, ljóshærðu kvenfólki. Ég var nýbúin að bera fram kjúklinga, þegar loftárásin var gerö“. „Fórst stúlkan líka?“ „Já. Þau voru ekki einu sinni búin að klæ'öa sig. Herra Binding var í náttfötum og stúlkan í þunnum silki- slopp. Þannig fundust þau. Ég gat ekkert aðhafzt. Aö hann skyldi þurfa a'ö finnast þannig! En ekki í einkenn- isbúningnum sínum!“ „Þa'ö skiptir engu máli. Og sennilega hefði hann ekki geta'ð fengiö betri dau'ödaga, fyrst svona átti að fara“, sagði Gráber. „Var hann búinn aö borða hádegisverö?" ,,Já. Ríkulegan. Me'ö víni og eftirlætisábætinum. Epla- köku með þeyttum rjóma“. ,,Þarna sjái'ö þér, frú Kleinert. Þá hefur þetta veri'ð góður dauðdagi. Þannig vildi ég sjálfur fá aö deyja, þeg- ar rö'ðin kemur að mér. Þér ættuð því ekki a'ð gráta svona, frú Kleinert". „En það er of fljótt“. ,,Þa'ö er alltaf of fljótt. Jafnvel þótt menn séu orðnir níræðir. Hvenær á að jarða hann?“ „Ekki á morgun, heldur hinn, klukkan níu. Þa'ö er búiö a'ö kistuleggja hann. Langar yöur a'ð sjá hann?“ „Hvar er hann?“ „Niöri í geymslukjallaranum. Þar er kalt. Þa'ö er búið aö loka kistunni. Þessi hluti hússins skemmdist ekki mjög mikiö. Aðeins framhliöin eyðilagöist alg;erlega“. Þau gengu gegnum eldhúsið og niður í kjallarann. Hrúgu af glerbrotum haföi veri'ö sópa'ö út í eitt horniö. Þa'ö var þefur af víni og vistum. Á gólfinu í miðju her- berginu var líkkista úr hnotutré. Á hillunum allt í kring voru flöskúf og niðúrsúðúglöS 'ög* dósir á 'fffigúlreið. „Hvemig var hægt að ná i líkkistu svona fljótt?“ spur'ði Gráber. „Flokkurinn sá um þa'ð“. „Verður hann jar'öa'ður héðan?“ „Já. Ekki á morgun, heldur hinn, klukkan níu“. „Ég ætla a'ð koma“. „Húsbóndinn mun fagna því“. Gráber staröi á frú Kleinert. „Hinum megin“, sagöi hún. „Honum þótti alltaf svo vænt um yður“. „Já. Ég skil satt að segja ekki hvers vegna“. „Hann sagði a'ð þér væruð sá eini sem aldrei ætlaöist til neins af honum. Og einnig vegna þess að þér voruö alltaf á vígvellinum“. Gráber stó'ö um stund fyrir framan líkkistuna. Hann fann votta fyrir eftirsjá en engu öðru, og hann skamm- aðist sín líti'ð eitt í návist þessarar grátbólgnu konu. „Hvað ætlið þér nú a'ð gera viö allt þetta?“ spur'öi hann og horfði á birg'ðirnar. Frú Kleinert tók sig á. „Taki'ð eins miki'ð af þessu og þér getið notað herra Gráber. Annars fer þetta í hendur ókunnugra“, sag'öi hún. „Notið það sjálf. Þér hafið komið þessu öllu fyrir sjálf“. Ég er búin að taka frá handa sjálfri mér. Ég þarf ekki mikið. Takið þa'ð sem þér þurfi'ð, herra Gráber. Flokksfélagar sem hingað þbmu Jýftú brúAúni ^ýj^r birgöunum. Þa'ð er betra a'Ö ekki sé of mikiö. Annars minnir það um of á hamsturi'. „Þaö er satt“. - „Þaö er næg. ástæöa. og þegar hinir koma aftur fer þetta allt í hendur ókunnugra. Og þér voruö sannur vinur herra Bindings. Hann hefði fremur viljaö aö þér fengjuð það en hinir“. „Átti hann enga ættingja?“ „Faðir hans er enn á lífi. En þér vitið hvernig sam- komulagiö var milli þeirra. Og auk þess er nóg eftir. í hinum kjallaranum er enn mikiö af. óbrotnum flöskum. Takið allt sem þér getið notaö“. Konan gekk meöfram hillunum, tók niöur dósir og krukkur og lagði þær frá sér. Hún setti þær á líkkist- una og var í þann veginn aö sækja meira þegar hún áttaði sig á hvaö hún haföi gert, tók þær af kistunni og fór með þær inn í eldhúsið. „Bíðið andartak, frú Kleinert“, sagði Gráber. „Ef ég á eimilisþáttur Sýnið höndunum umhyggju Nauðgunarmálið Framhald af 4. síðu. stjóra Þjóðviljans vegna áður- nefndra skrifa um sig og tel ég því ástæðulaust að orð- lengja þetta frekar. Rvík, 13. apríl 1955. Guðlaugur Einarsson. Athugasemd Þjóðyiljinn sér ekki ástæðii til að gera miklar atliugasemd- ir við þessa vörn Guðlaugé Einarssonar fyrir skjólstæð^ ing sinn. Þar eru fullkomlegá staðfestir málavextir þeir sem Þjóðviljinn greindi frá, en lögi- fræðingurinn reynir auðvitað að draga fram allt það serri verða má skjólstæðingi hané til nokkurrar afsökunar og heimfæra glæp hans á þær lagagreinar sem fela í sér vægi- asta refsingu, eins og þegaþ hann er að verja mál fyrir rétti. Þetta er atvinna lögf- fræðingsins. Af sömú ástæðpm fellir hann niðúr í endiirsögn sinrii- allt það sern verða má Guðmundi Guðjónssyni til þyngsta dómsáfellis. Þjóðvilj- anum er fullkunnugt um það að öll þau atriði sem frá hefur verið greint í blaðinu hafa ver- ið^staðfest fyrir rétti af lög- regluþjónum og öðrum vitn- um, og samkvæmt því mun ó- þokkinn verða dæmdur á sín- um. tíma. Vert er að vekja athygli á því að Guðlaugur Einarsson telur frásögn Þjóðviljans vera ódrengskaparbragð ,,og ekki öðrum trúandi til að frernja slíkt nema þeim sem liafa af litlum manndómsbrunni að ausa.“ Lögfræðingurinn telur sem sé ekkert athugavert við athæfi óþokkans— það er að- eins ámælisvert að skýra fr,á, því opinberlega! Ber það vott um næsta sérstæða siðgæðis- kennd og þá tegund af mann- dómi sem aðstandendur Þjóð- viljans hafa sizt hug á að til- einka sér’. Kuldi', frost, heitt vatn, sápa, sódi, nýju þvottaefnin og ýmis- legt annað þurrkar húðina á höndunum, gerir þær hrjúfar og hörundið springur. Óhrein- indi festast fremur í hrjúfum höndum en mjúkum og velhirt- um, þessvegna þarf oft að þvo þær og þvotturinn gerir þær enn þurrari og hrjúfari. Þá er hin ömurlega hringrás komin á og áður en langt líður líta hendurnar á manni svo illa út að mann langar mest til að fela þær, þegar maður er utan eld- hússins. En eru áðurnefnd vandamál ekki aðeins merki þess að maður sé önnum kafin húsmóð- ir og þurfi því ekki að skamm- ast sín fyrir neitt. Því miður er það ekki gild afsökun, því margar konur sem eru önnum kafnar allan liðlangan daginn geta vel haft velhirtar hendur ef þær sýna þeim dálitla um- hyggj^ í tíma. Til góðrar handsnyrtingar þarf maður góða, milda og feita sápu, naglabursta, sítrónubörk, pimpstein, bórax og góðan handáburð. Þegar hendurnar eru þvegnar er ögn af bóraxi sett í vatnið (það fæst í lyfja- búðum og er ódýrt). Nagla- bursta skyldi maður nota við hvem þvott og gæta þess að þurrka hendurnar alltaf mjög vandlega og ýta naglakjötinu niður með handklæðinu. Pimp- steinn, sem einnig má dýfa niður í olíu, er ágætur til að fjarlægja dauða húð og halda húðinni sléttri. I hvert skipti sem hendurnar koma i snert- ingu við vatn þarf að nota handáburðinn og hendurnar á að núa upp úr sítrónuberkin- um. Líka er hægt að nota hreint glycerin í staðinn fyrir handáburð, það er borið á hend- urnar meðan þær eru blautar — en þó getur gljæerin ert húðina og það er því ekki heppi legt til daglegrar notkunar. Ef maður þvær sér hendurnar ým- ist við eldhúsvaskinn og annan vask, ætti maður að gera sér að reglu að hafa handáburð til taks á báðum stöðunurn. Á kvöldin er sérstaklega vel borið á hendurnar og hægt er að sofa með bómullarhanzka til að hlífa rúmfötunum. Sumir mæla með því að nota gúmmíhanzka og segjast hafa af því góða reynslu, en aðrar konur eiga erfitt með að nota þá og einnig er dálítið umstang við að halda þeim við, helzt þurfa þeir að þorna útspenntir og talkúmstráðir. Og ef hend- urnar fá umhyggju og nægilega hirðu ættu gúmmíhanzkar að vera óþarfir. Ddlííið eldhússkot Húsmóðir þarf oft að setjast niður í eldhúsinu sínu. Oft hímir maður standandi upp við eldhúsborð og bíður Jress að suðan komi upp i einhverjum pottinum. Þann tíma væri hægt að nýta betur ef maður hefði stað í eldhúsinu til að setjast niður og hvíla sig og gera eitthvað skynsamlegt um leið. í mörgum gömlum eldhúsum er rúmið ekki notað til hlítar, og ef eitthvert skot er í eld- húsiriu sem ekkert er notað, er ágæt hugmynd að útbúa sér þar dálítinn borðkrók. Þar er hægt að færa búreikninga, fletta matreiðslubókunum eða annast sokkaviðgerðir um leið ög’maðúr'éldár riiatirin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.