Þjóðviljinn - 17.04.1955, Blaðsíða 9
& ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON
Hafa húsbyggingamál íþróttafélaganna
í Reykjavík þróazt í rétta átt?
Af því sem áður hefur verið
sagt verður dregið í efa, hvað
Reykjavík snertir að þessi mál
hafi verið rædd í heild þegar
í upphafi. Það virðist sem þetta
hafi aðeins verið mál hvers
einstaks félags og framvindan'
yrði ‘að ráðast, en um þetta
átti IBR að hafa forustu og
það kemur ábyggilega til þeirra
kasta að leysa þetta mál fyrr
eða síðar, þannig að ekki verði
úr því sá hnútur sem skaðar
starfsemina á bandalagssvæð-
inu, þannig að of mikilli orku
og fé verið eytt í byggingarn-
ar sem svo stæðu ónotaðar.
Hin síðari árin hefur mjög
verið kvartað undan því að hús
ÍBR við Hálogaland væri orð-|
ið of lítið, vissar íþróttagreinar t
gætu ekki þroskazt meira fyrr
en stærra hús væri komið, sem
sagt húsnæðisvandræðin stæðu
í vegi fyrir eðlilegum vexti og
viðgangi margra íþróttagreina. I
Er þetta rétt og allir sammála
um það. Við hér á Islandi bú-|
um við langan kaldan, dimman
og umhleypingasaman vetur.
Þess vegna er víst að þróuniri
verður sú að við verðum meira
og meira að færa okkur inn
riieð íþróttaæfingar bæði keppn-
ina og undirbúningsþjálfun
undir hið stutta sumar. Vegna
þessarar erfiðu aðstöðu okkar
hér sem aðrar þjóðir eiga ekki
við að stríða, hljótum við að
vanda sem völ er á til að-
stöðunnar inni, og hyggja með
tilliti til þeirrar þróunar sem
hefur verið síðustu árin og
ekkert bendir til að breytist eða
stöðvist, síður en svo. Stefnan
sem tekin er i því máli er sú
að félögunum eru leyfðar
Úrslit handknatt-
leiksmótanna
í kvöld
byggingar á húsum sern eru ör-
lítið stærri en húsið að Háloga-
landi sem allir viðurkenna að
sé of lítið eins og að framan
hefur verið lýst. I þessum hús-
um fara æfingarnar fram, þar
venjast leikmenn að fram-
kvæma iþróttina við þau skil-
yrði, en koma svo í allt önnur
til keppni. Að sjálfsögðu er
það bót í máli að hafa stærra
keppnishús, en framtiðin mun
leiða i ljós að menn verði ekki
ánægðir með þáð. Kunnugur
maður hefur sagt þeim er þetta
ritar að sænsk félög hafi fyrir
nokkuð löngu tekið að býggja
hús af þéirri stærð sém hér
er gert nú. En þau lögðu það
fljótt niður þar eð stærðin
samrýmdist ekki þróuninni.
Þeir tóku því að byggja stærri
hús.
Stjórn ÍBR er ekki þessarar
skoðunar, hún hefur lýst yfir
að hún líti svo á að ástæðu
laust sé fyrir iþróttafélögin að
byggja íþróttasvæði sem eru
stærri en 5Q0 fermetrar eða
um 32x15 m.
Áætlanir og samstarf.
Það virðist sem sú stefna
hefði verið eðlilegri að ÍBR eða
íþróttafulltrúi ríkisins með
milligöngu ÍBR hefði haft svip-
aðar vinnuaðferðir hér í Rvik
og hafðar eru úti á landi og
eru eðlilegar og sjálfsagðar, þ.
e. að gerðar séu áætlanir um
samstarf til að koma mann-
virkjum upp, ennfremur stærð
þeirra og gerð og fyrirkomulag.
Það breytir engu hvort hér
eru um að ræða 10-15 félög
eða þó þau séu ekki nema 3-5.
1 þessum umræðum hefði stjórn
IBR átt að beina áhrifum sín-
um í þá átt að byggt yrði þó
þannig að hægt væri að stækka
húöin síðar. Ennfremur hefði
átt að gera áætlun um þörfina
eins og hún er í dag og áætla
eftir því sem hægt er um næstu
1-2 áratugina. 1 slíkum um-
ræðum er ekki útilokáð að til
meira samstarfs hefði komið
milli aðilanna, en nú er; en
það er nú ekkert, því að hver
otar sínum tota án samráðs
við þá aðila sém eiga að sjá
um heildar samræmingu þéss-
ara mála.
Því má skjóta hér inn sem
dæmi um það að hér þarf
á fleiri sviðum sarriræmingar
við til þéss að sólunda ekki því
fé sem í starfsemina er lagt.
Það mun fullvíst að fjögur
frjálsíþróttafélög séu búin eða
undirbúi að byggja sér sína
hlaupabrautina hvert og full-
Framhald á 10. síðu.
Sundmeistara-
móti íslands
Sundmeistarámót Islands
verður háð í SundhöHinni ann-
að kvöld og þriðjudagskvöld
og liefst kl. 8.30 hvort kvöldið.
Keppt verður í þessum grein-
um: Karlar: 100, 400 og 1500
m skriðsund, 200 og 400 m
bringusund, 100 m baksund,
100 m flugsund og 4x200 m
skriðsund (boðsund). Konur:
100 m skriðsund, 200 m bringu-
sund og 100 m baksund. Auk
þess verður keppt í nokkrum
unglingagreinuria.
Mikil þátttaka er í mótinu og
keppa þar allir beztu súndmenn
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar,
Keflavíkur og Akrariess.
íslandsmeistarar í badminton
I kvöld er síðasti keppnisdag-
ur handknattleiksmótanna. Eru
þegar komin úrslit í sumum
flokkanria, t.d. í I. fl. karla, þar
sém FH hefur borið sigur úr
býtum. Eins er KR búið að
tryggja sér sigur í meistara-
flokki kvénna. I kvöld keppa
Fram:lR í III. fl. og er það úr-
slitaleikur. IR hefur sýnt góð-
an leik í þessum flokki og
Fram raunár líka. I II. fl.
kvenna keppa Ármann A og
KR. I meistarafl. kvenna eru
tveir leikir: Fram:FH og Val-
ur:Þróttur. Er leikur Þróttar
og Vals baráttan um neðstu
sætin.
I öðrum flokki fóru leikar
svo að KR og Valur unnu
hvorit sinn riðil og eru þar því
hrein úrslit. Bæði liðin eru
sterk og má búast við harð-
skeyttum leik og snörpum. —
Munu verðlaun verða afhent
éftir leikina og framkvæmir
forseti ÍSÍ það.
Frá vinstri: Einar Jónsson, Ragna Hansen, Ebba Lárus-
dóttir, Ellen Mogensen og Wagner Valbom.
— Ljósm. Rafn Viggósson.
----- Sunnudagur 17. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Gunnar M. Magnúss: j
Börnin frá Víðigerði
tækifærið. Nú skal ég fara alveg upp að fánan-
um.“
„Eg kalla á pabba“, sögðu sum börnin. Þau
voru orðin dauðhrædd um að Stjáni kæmist í
klípu fyrir þetta eða hann myndi hrapa niður á
þilfar eða detta í sjóinn.
,,Hægan, hægan“, sagði Stjáni um leið og hann
stökk upp á borðstokkinn og greip í reiðann og
byrjaðj að feta sig upp.
„Stjáni, Stjáni“, heyrðist í krökkunum, sem
þjöppuðu sér saman af hræðslu.
Stjáni nam staðar, hvíldi sig og kallaði til
þeirra, glottandi:
„Það er ykkur að kenna ef illa fer. Þið hafið
aldrei trúað mér. Kannske að þið viljið heldur,
að ég standi á höfði hérna úti á borðstokknum”.
„Nei, nei, komdu bara“, kölluðu krakkarnir.
„Eg get það alveg eins vel. Eg hefi staðið á
höfðinu á þóttu í smábát á hraðsiglingu.“
Stjáni hélt áfram. Krakkarnir urðu hræddari
og hræddari
„Gerðu það, Stjáni, komdu. Gerðu það, Stjáni“,
sögðu þau einum rómi.
En Stjáni veifaði til þeirra hendinni, sleppti
öðrum fætinum og réri til í reiðanum. Krakkarnir
ætluðu að kikna í hnjáliðunum.
Svo hélt^ Stjáni áfram, hægt og hægí og smá
kallandi til krakkanna:'
„Viljið þið þá trúa á mig eða viljið þið ekki "',
Börnin voru nú hætt að anza, en litu með skelf-
ingu til Stjána, hissa yfir þessari fífldirfsku hans.
„Hann hefur nú gert þetta áður,“ sagði »itt-
hvert barnið, „ég hugsa, að öllu sé óhætt“.
„En hvað heldurðu, að Englendingarpir segí,
ef þeir sjá hann“, sagði annað.
Nú var Stjáni kominn upp í efsta þrep reiðans
og nam staðar. Svo hóaði hann til krakkanna, tii
þess að vekja eftirtekt á sér, síðan smeygði hann
sér undir stögin og set'ti fæturna yfir efsta þrepið
og steppti svo handtökunum, en hékk á hnésbót-
unum einum með höfuðið niður. Krakkarnir lögð-
ust niður af hræðslu. *
Samþykkir belg-
íska þingið baim
viðhnelaleikum?
I febrúarmánuði sl. lagði eirin
af þingmönnum Kristilega
jafnaðarmannaflokksins í Belg-
iu fram tillögu þess efnis að
hnefaleikar yrðu bannaðir með
lögum þar í laridi. Laganefnd
þingsins leggur einróma til að
tillagan verði samþykkt. 1 til-
lögu þessari er m.a. gert ráð
fyrir að hver sá sem efni til
hnefaleikamóta fái fangelsis-
dóm og gildir það einnig fyrir
þá sern þátt taka í slíku móti.
I tillögunni er einnig ákvæði
um bann á frjálsum fangbrögð-
um.
Svar skipaskoðunarstjóra
Framhald af 4. siðu.
gerð bátsins framkvæmda
meðan á verkfallinu stendur.
Áð lokum er spurt, hvort
rétt sé að annar stýrimaður á
Þyrli sé sonur formanns
Slysavarnafélags Islands.
Ekki er mér kunnugt um
ætterni annars stýrimanns,
enda mun það tæpast heyra
undir slcipáskoðunarstjóra að
svara þeirri fyrirspurn.
Með þökk fyrir birtinguna.
Skipaskoðunar st jó ri.
Aðalfundur Félags
veggfóðrara
Framhald af 3. síðu.
son, meðstjórnandi Friðrik S:g-
urðsson. Varastjórn: Jens Vig-
fússon og Gunnlaugur Jónsson.
Endurskoðendur Sveinbjörn Kr.
Stefánsson og Guðmundur Krist-
jánsson.
Ólafur Guðmundsson sem ver-
ið hefur formaður félagsins síð-
astliðin 9 ár baðst eindregið
undan endurkosningu, og þökk-
uðu fundarmenn honum vel unn-
in störf í þágu félagsins á liðn-
um árum.