Þjóðviljinn - 17.04.1955, Side 10

Þjóðviljinn - 17.04.1955, Side 10
— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 17. apríl 1955 10) Kaup - Sala Regnfötin, sem spurt er um, eru fram- leidd aðeins í Vopna. Gúmmifatagerðin VOPNI, Aðalstræti 16. Munið kalda borðið að Röðli. — RöðuU. Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffi. — Röðulsbar. Fyrst til okkar Húsgagnaverzlunin " Þórsgötu 1 Lj ósmyndsistof a Laugaveg 12. Viðgerðir á rafmagnsmótorum og heimilistækjúm. Raftækjavinnustofan Skinfaxi Klapparstíg 30. — Sími 6484. Ragnar ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, sími 5999 og 80065. Munið Kaffisöluna - — Hafnarstræti 16. Sendibílas’töðin Þröstur h.f. Sími 81148 é CEISLRHITUN Garðarstræti 6, sími 2749 Eswahitunarkerfi fyrir allar gerðir húsa, raflagnir, raf- lagnateikningar, viðgerðir. Rafhitakútar, 150. 1395 Nýja sendibílastöðin Sími 1395 Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. — Simi 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi- daga frá kl. 9.00-20.00. Utvarpsviðgerðir Radió, Veltusundi 1. Sími 80300. * Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvélaviðgerðir Sy lg ja. Laufásveg 19, sími 2656. Heimasími: 82035. V örubílstj órafélagið MÓTTfJR • ■ ■ Fundur verður haldinn í húsi félagsins mánudag- | inn 18. þ.m. kl. 1.30 e.h. ■ ■ Fundarefni: UMFERÐAMÁL. 1 Á fundinym mæta Jón Oddgeir Jónsson, ■ erindreki Slysavarnafélags íslands, og Ólafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjóra, er ræ'öa munu umferðamálin og svara fyrirspurnum. FÉLAGAR! Fjölmennið á fundinn og mœtið stundvíslega. Stjórnin í GróSrarþankar Framhald af 7. síðu. ef svo er, verða grasfletimir ósléttir og graslagið ekki eins fallegt og þegar framræslan er í lagi. Ennfremur er hætt við holklaka í trjá- og blóma- beðum, en hann getur valdið stórskemmdum. Bezt er að gera grjóthol- ræsi, ef þess er þörf. Ræsin eru þannig gerð, að fyrst verð- ur að grafa ca. 1.4 metra djúpan skurð og 80 cm breið- an, sem þó þarf ekki að vera nema 40 cm í botninn. Síðan sé raðað í botninn á ræsinu 35 cm þykku grjótlagi. Verða neðstu steinamir að vera tþróttir Framhald af 9. síðu. komna aðstöðu til æfinga í frjálsum íþróttum — Þetta em dýr mannvirki og þarfnast mik- ils viðhalds. Með góðu skipu- lagi mundi einn völlur senni- lega duga fyrir þann hóp sem æfir, auk vallarins á Melunum eða væntanlegs vallar í Laug- ardal. Við þessu væri ekkert að segja ef félögin hefðu í fyrsta lagi efni á að byggja slíka velli, í öðm lagi ef íþróttasjóður hefði nóg fé, og eins ef bæjar- sjóður gæti veitt slika styrki án þess að taka þurfi frá þeim stöðum sem meira kalla að, en því miður standa málin ekki svona vel hjá þessum aðilum. Félögin berjast alltaf í bökkum. íþróttasjóður fær alltaf langt of lítið fé og bæjarsjóður hefur margt á sinni könnu varðandi íþróttamannvirki og bygging þeirra mundi ganga með meiri hraða ef þar væri nóg fjár- magn. Hér hlýtur því að verða það sama í grundvallaratriðum og í öðmm byggðalögum að til samstarfs verður að koma í einhverri mynd og það er víst að fomsta í því máli verður að vera í höndum stjómar IBR. (Framhald). þannig lagðir, að vatn geti auðveldlega mnnið á milli þeirra. Ofan á grjótið sé síð- an lagt gott torf eða gras- þökur og því næst mokað of- an í skurðinn, en á honum þarf að vera halli svo að vatn- ið geti auðveldlega síazt gegn- um grjótið. Þegar séð hefur verið fyrir framræslu garðanna er næst að stinga upp og jafna lóðina, og þarf að bera mjög vel húsdýraáburð í lóðina. Ég tel, að langfallegast sé að grasfletimir séu sem minnst sundurskomir af trjá- og blómabeðum, en að tré og mnnar séu gróðursettir utan með görðunum og blómabeð- in séu sett í hom grasflat- arins eða þá upp við húsin, þó ekki alveg upp við vegg hússins. Yfirleitt er heppilegast að hafa grasfletina lárétta, eða með örlitlum halla, helzt móti suðri. Ef t.d. um hallandi lóð- ir er að ræða, má búa til stalla til að draga úr halla garðsins, og má hafa fleiri en einn stall i sama garði, þó að fallegast sé að þurfa sem minnst að brjóta grasfletina. Annars fer þetta að mjög miklu leyti eftir staðháttum á hverjum stað og því eigi hægt að gefa neinar heildar- reglur um þetta. Algengast er, að menn þeki lóðir sínar eða garða, og þarf þá að vanda vel val lands þess sem þökumar em teknar af. Jafna þarf vel undir þök- unum og láta þær falla vel saman. Til þess að fá garða vel slétta, skal valta grasflöt- in á vorin, þegar klaki er að fara úr jörðu. Til að halda grasflötunum í sem heztri hirðingu, þarf að slá þá helzt hálfsmánaðarlega. Margt er það sem gera má til prýðis og yndisauka í görð- um, t.d. að hafa falleg blóma- beð með fögmm blómum. Blómin skiptast í tvo aðal- flokka, fjölær og einær blóm. Tel ég, að fjölæm blómin séu miklu heppilegri til rækt- unar, sérstaklega úti í sveit- unum, þar sem tími er lítill til að ala upp sumarblóma- plöntur og aðstæður erfiðar. Ennfremur em sumarblóma- plöntur dýrar og erfiðleik- Bilreiðaeigendur — Bifreiðakaupendur BBLASALINN peningum í bíl Bílasalinn óskar eftir 4ra og 6 manna bílum í umboðssölu Bílasalinn býður yður trygg, örugg og bez! fáanleg viðskipti Höfum opið á sunnu- dögum sem aðra daga BILASALINN Vitastíg 10 — Sími 80059 ar á að fá þær langt að vegna flutnings. En óneitanlega eru sumarblómin fögur og litauð- ug og væri því æskilegt, að fólk gæti haft eitthvað af þeim. í görðum sínum með. Beðin fyrir fjölæm blómin þurfa að vera a.m.k. 1.5 m á breidd. Bezt er að hafa beðin utantil í lóðinni, rétt innan við skjólbeltin, þó þannig að ein eða tvær þökubreiddir séu á milli skjólbeltisins eða trjá- beðsins og blómabeðsins. Bil- ið milli plantnanna í röðinni fer að miklu leyti eftir stærð plantnanna, en oftast mua það hæfilegt 40—60 cm. Yfir- leitt er auðvelt að rækta fjöl- ærar jurtir. Flestum fjölær- um jurtum má fjölga með skiptingu. Á haustin er gott að breiða húsdýraáburð yfir beðin til skjóls fyrir plönturn- ar, en hreinsa í burtu árs- vöxtinn. Fjölærar jurtir má ala upp af fræi, éri' áð 'ðllúm jafnaði þarf 2—3 ár þar til plönt- urnar hafa náð fullum þroska. Bezt er að sá til þeirra snemma vors í útireit eða vermireit og gróðursetja þær síðan úti, er kemur fram á sumarið, á hlýjum og skjólgóð- um stað. Að haustinu, eink- um fyrsta veturinn, þarf að hlúa vel að plöntunum með mosa eða lyngi. Einærar jurtir, sumarblóm, kallast þær jurtir, sem lifa af eitt sumar. Þeim þarf flest- um að sá inni í april-maí og láta þær síðan út í vermireit til að koma þeim þar vel tii, áður en þær eru settar út í garðana. Fallegast er að hafa sumarblómabeðin kringlótt eða ferköntuð, og þá helzt í hornum garðsins. Er falleg- ast, að beðin séu dálítið hvelfd. Sumarblómin þarf að gróður- setja þar sem frjór og myldin jarðvegur er. Líta þarf mjög vel eftir plöntunum fyrst eft- ir gróðursetninguna og sjá um að vökva þær nóg. Margt má gera fleira fyrir skrúðgarðinn til fegurðar og yndisauka en hér hefur verið bent á, en það fer eftir vilja hvers eins og aðstæðum öll- um á hverjum stað. En gæta. verður þess, að það sem gert er sé vel fyrir komið og falli vel inn í umhverfið hverju sinni. í görðum má koma fyrir ,sólbyrgjum þar sem svo hag- ar til, fallegum steinbeðum með fjölskrúðugu blóma- skrauti, steyptum tjörnum eða gosbrunnum o.fl. En ákveðna heildarmynd af garði er ekki hægt að gefa nema að vel at- huguðum aðstæðum á hverjum stað. Ég vil svo að lokum vænta þess, að í framtíðinni komi upp við hvert býli um land allt fallegir trjá- og blóma- garðar, því að það er þýðing- armikill hlekkur í áframhald- andi menningu þjóðar okkar, að samhliða bættum húsakosti og betri lífsafkomu á sem flestum sviðum hugsi menn um að fegra og prýða um- hverfi það sem þeir lifa í, svo að þeir við bjarkarilm og angan fagurra blóma geti gleymt önnum og erfiði dags- ins. Og víst er það, að fátt eða ekkert mun vera til sem er meira göfgandi fyrir mann- inn að vinna en að hjálpa til að vaxa hverju því lautar- blómi, sem langar til að gróa.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.