Þjóðviljinn - 20.04.1955, Page 3

Þjóðviljinn - 20.04.1955, Page 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. apríl 1955 ic I dagr er miðvikudagurinn 20. apríl. Sulpicius. — 110. dagur árs- íns. — Síðasti vetrardagur. — Sól- arupprás kl. 5:41. — Sólarlag kl. 21:14. — Tungl í hásuðri kl. 11:33. Árdegisliáflæði kl. 4:34. Síðdegis- liáflæði kl.; 16:54. Fríkirkjan Messa á morgun, sumar- daginn fyrsta, kl. 5. Séra Þorsteinn Björnsson . Styrktarsjóður munaðarlausra barna, sími 7967. Söfnin eru opin Bæjarbókasafnið Útlán virka daga kl. 2-10 síðdegis Laugardaga kl. 2-7. Súnnudaga kl 5-7. Lesstofan er opin virka daga kl. 10-1-2 fh. og 1-10 eh. Laugar- daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga kl. 2-7. Nattúrugripasafnið kl. 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 ó þriðjudögum og fimmtudögum. Fjóðminiasafnið kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-15 & þriðjudöguní,' fimmtudögtim og laugardögum. :j:: , . Fjóðskjalasafnið & vlrkum dögum kl. 10-12 og 14-19. Landsbókasafnið kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka daga nema laugardaga kl 10-12 og 13-19. Flokkurlim 1. ársfjórðungur féll í gj'ald daga 1. janúar. Greiðið flokks gjöld ykkar skilvíslega í skrif stofu flokksins. Þar var uppsprettulind í túnjaðrinum Þegar Jón, faðir Hjalta konsúls, bjó á Fossi, bjó faðir hans, Einar Jóhannsson, í Þórisholti. Þar var uppsprettulind í túnjaðrinum, sem allt vatn var sótt í fyrir heimilið, og voru aðeins mjóar traðir frá bænum og niður að lindinni. Göm- ul -ummæli voru um það, að ætið skyldi hreinsa lindina fyrsta vetr- ardag ár hvert. Á þessum 40 árum, sem Einar bjó i Þórisholti, kom það tvisvar fyrir, að ein- hverra hiuta vegna var iindin ekki hreinsuð fyrir fyrsta vetrar- dag. 1 annað skiptið vildi það óhapp til, að vinnustúlka á bæn- um hrasaði við lindina og fót-' brotnaði, er hún var að sækja vatn. 1 hitt skiptið lapparbrotn- aði ein kýrin, sem verið var að vatna þar. En ella vildi þar aldr- ei slys til í búskapartíð Einars. — (Úr íslénzkum þjóðsögum Einars Guðmundssonar, eftir frásögn Hjalta Jónssonar.) Næturvarzla er í Reykjavíkurapóteki, sími 1760. Ú l I F J A B Ð I B Holts Apótek | Kvöldvarzla til CT | kl. 8 alla daga Apótek Austur- | nema laugar- bæjar daga til kl. 4. A morgun er sumardagurinn fyrsti, sem við getum alveg eins kallað barnadaginn mikla. Kjör- orð þessa barnadags er nú; Eina borg enn — en það þýðir: eití dagheimili og leikskóla í við- * f-...... ^ bót. Hér ér mynd úr einni borginni: Barónsborg, og ætti þessi mynd að stuðla að góðum undir- tekíum undir þetta ágæta kjörorð. 8.00-9.00 Morgun- útvarp. 10.10 Veð- urfregnir. 12.00— 13.15 Hádegisút- varp. 15.30 Miðdeg- isútvarp. — 16.30 Veðurfregnir. 18.00 Islenzkuk. II. fl. 18.30 Þýzkukennsla; I. fl. 18.55 Iþróttir (Atli Steinarson blaða- maður). 19.10 Þingfréttir. — 19 25 Veðurfregnir. 19.30 Óperulög. 19.40 Auglýsingar. — 20.00 Fréttir. 20 20 Dagskrá háskólastúdenta: a) Ávarp (Skúli Benediktsson stud. theol., formaður stúdenta-ráðs). b) Erindi: Lögfræði og laganám (Sigurður Líndal stud. jur.) c) Frumsamdir þættir (Jón Bjarman stud. theol.) d) Erindi: Codex sinaiticus (Ásgeir Ingibergsson stud. theol.) e) Frumsamin Ijóð (Jón Böðvarsson stud. mag. og Matthías Johannessen stud. mag.) f) Svipmyndir úr skólalífi fyrr og nú (Jökull Jakobsson stud. theol. og fleiri). 22:00 Harmonikuþáttur Karls Jónatanssonar. 22:40 Dans- lög af plötum til kl. 23:45. Esperantistaíélagið Auroro heldur fund í Edduhúsinu Lind- argötu 9A (uppi) kl. 8:30 i kvöld. Apríl-tolað Hauks er nýkomið út, og hefst það að þessu sinni á vísnabálk eftir Davið Arn- finnsson, í Hiíð. Grein er um páskana, og nefnist hún: Krossinn, tákn páskanna og kristindómsins. Kvenlæknirinn nefnist smásaga eftir Jane Caus- enway. Þá er ennfremur grein um kvikmyndaleikkonuna Grace Kelly sem þykir sta-nda mjög framar- lega í sinni grein. Listamannaþátt- ur Hauks fjallar að þessu sinni um Jóhannes Jóhannesson list- málara. Tímaritið Birtiugur fæst hjá útgefendum, en þeir eru: Einar Bragi, Smiðjustíg 5; Geir Kristjánsson, Þingho’.tsstræti 8; Hannes Sigfússon, Garðastræti 16; Hörður Ágústsson, Laugavegi 135; Jón Óskar, Blönduhlið 4; Thor Vilhjálmsson, Klapparstíg 26. — Leiðrétting Á forsíðu blaðsins í gær varð tví- vegis sú prentvilla að talað var um BSB í stað BBS. BSB er skammstöfun á Bifreiðastöð Borg- E.rness, en hún átti þarna engan hlut að máli, heldur Borgarbíl- stöðin. Morgunblaðið held- ur áfraiu að þiggja opinberar mútur. 1 gær er enn heil- síðu auglýsing frá „TJnited Alrcraft Corporation, East Hartford, Conn- ecticut, Bandaríkjunum, leiðandi teiknarar og framlelðendur í bandarískum flugvélaiðnaði“. — Á mynd sem tekur yfir meira en hálfa síðuna ev mynd af einhverj- um herklæddum dólgum að horfa á kopta merkta „U.S. Armý'. Hvað kostar síðaii hjá þér, Moggi minn? Dívanar ■ ■ ■ j Ódýrir dívanar fyrirliggjand Fyrst til okkar — það borgar sig. | Verzl ÁSBR0, Grettisgötu 54, I sími 82108 Gátan "aí“ Hver er sú hin fagra borg? Hún er ekki raftamörg, þeir eru ei utan þrír, góður er í henni hlýr; hún er þakin veggjalaus og víst með engu torfi, stendur vítt um ha-uðurs hring, margur á hana horfir. Ráðning síðustu sátu: SÓLEY Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína á Akureyri ungfrú Gyða Bárðardóttir, Eiðsvallagötu 23, og Yngvi Böðvars- son, til heimilis að Ægisgötu 4. Krossgáta nr. 629 Lárétt: -1 sverta 3 hvíldi 6 tveir eins 8 númer 9 afkvæma 10 lík- amspartur 12 forsetning 13 fyrir innan allt 14 ónefndur 15 átt 16 lærði 17 forðageymsla Lóðrétt: 1 Bretinn 2 keyrði 4 kvenmannsnafn 5 treður 7 lamdi 11 kindanna 15 núna Lausn á nr. 628 Lárétt: 1 lasna 6 karlana 8 EK 9 as 10 áta 11 bú 13 en 14 braut- in 17 aurar Lóðrétt: 1 lak 2 ar 3 slátur 4 NA 5 ana 6 krahb 7 asinn 12 úra 13 eir 15 au 16 ta ’Trá hóíninni Eimskip Brúarfoss, Dettifoss, Fjallfoss, Goðáfoss, Reykjafoss, Tröllafoss Goðafoss,' Reykjafoss, Tröllafoss, Tung,ufoss og Katla eni í Réykja- vík. Gu’.lfoss fer frá Kaupmanna- höfn 23. þm til Leith og Reykja- víkur. Lagarfoss fór frá Hamborg 17. þm til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Wismar; 18. þm til Islands. Drangajökull fór frá New York 18. þm til Reykjavíltur. Skipadeild SIS Hvassafell er í Rotterdam. Arnar- fe'.l er í Reykjavik. ^ökulfell fór frá Keflavík 17. þm til Boulogne og Hamborgar, Disarfell er á Ak- ureyri. Helgafell er í Hafnarfirði. Smeralda er í Hva.lfirði. Granita fór frá Póllandi 7. þm til Islands. Áheit til Strandakirkju Frá gamalli konu kr- 30,; -r. Tilltynning frá Vináttutengslum lslands og Rúmemu Félaga.r á 23. ágúst — stjórn fé- lágsins vill vekja athygli ykkar á því að í MÍR-salnum Þingholts- stræti 27 getið þið fengið að láni rúmenskar bókmenntir í ensk- um, þýzkum og frönskum þýðing- um; ennfremur bækur um málara- og byggingarlist. Salurinn er op- inn kl. 5-7 daglega. SKÁKIN Hvítt: Botvinnik Svart: Smisloff 31. b2—bS Kg8—h8 32. Hal—gl II í(!—(16 33. Bd2—cl Hér var Bxf4, exf4 e4-e5 freistandi mögu'.eiki, en tæpast nógu góður. Svartur leikur 34. — Hh6. ....’*** m M i.m-m rn i í W é''mw\v m) Wm..; I wm' s mm abcdefgh litli Kláus og stóri Kláus Ævintýri eftir H. C. ANDERSEN Teikningar eftir Helge Kuhn-Nielsen 12. Steig nú litli Kláus enn á poka sinn, svo skrjálaði í hross- hánni. — Hvað segir hann núna? spurði bóndi. — Hann segir, svaraði litli Kláus, að hann hafi sömuleiðis galdrivð til okkar þrjár flöskur af víni; þær standa líka inni í ofninum. Og nú varð konan líka .að taka fram vínið, sem hún hafði falið, og drakk' bóndinn og varð hinn hreyfasti; svona galdrakarl eins og þann, sem litli Kláus hafði á pokanum, sagði hann að sig stórlangaði tii að eiga. — Getur hann líka galdrað fram djöfulinn? spurði bóndi. Djöfsa þættiiilrtér? tgamajiáaðiusjá) því nú iiggur vel á mér. Miðvikudagur 20. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Náfitúnigripasafnið eignast geirfuglsbeinagrind og egg r r A Islandi var síðasta athvarf fuglsms í heiminum geir- Náttúrugripasafnið hefur nú eignazt tvo merka nátt- j úrugripi: geirfuglsegg og beinagrind af geirfugli. Geir- fugli hefur verið gereytt fyrir löngu, — síðasti geirfugl- inn við ísland var drepinn 1844 — og alls eru ekki til í heiminum nema 80 geirfuglshamir, 75 egg, 10 heillegar beinagrindur og 2 skrokkar með inmi líffærum. Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Gripir þessir eru keyptir af dýrafræðisafni Harvardháskólans. Verð eggsins er 8 þús kr. en beinagrindarinnar 2500.00 kr. oe er þetta verð langt fyrir neðan það sem hægt væri að selja þá á frjálsum markaði. Tiidrög að kaupum þessum kvað Finnur Guðmundsson vera þau að sumarið 1953 heimsótti hann Harvardháskóla og vakti það athygli hans hve dýrafræði- safn háskólans var auðugt af geirfuglaleifum. Hafði Finnur orð á því við forstöðumann safnsins að sér fyndist þessum gripum ójafnt skipt, þar sem engar geirfuglaleifar væru til á íslandi, enda þótt ísland hefði verið síðasta athvarf gpirfugls- ins í heiminum og mikill hluti þeirra geirfuglaleifa sem til væru, væri frá íslandi kominn. Orðum Finns var vel tekið — og nú eru beinagrindin og geir- fuglseggið komið í Náttúrugripa- safnið hér. Geirfuglsbein við Tjörnina Náttúrugripasafnið á nú, auk þess er að framan greinir, einnig nokkuð af lausum geirfuglsbein- um. Þau fundust árið 1944 í hin- Snemma næsta morgun komu þeir undir Eldey. Nokkur brim- súgur var við eyna, en þrír menn komust þó klakklaust upp á klettaflösina, þar sem lending- in er. Þessir menn voru Jón Brandsson, Sigurður ísleifsson og Ketill Ketilsson. Fjórði mað- urinn, sem átti að fara í land, þorði ekki að stökkva upp á flösina, þegar á átti að herða. Þegar þessir þrír menn héldu upp bergfláann við rætur klett- anna, komu þeir strax auga á tvo geirfugla innan um svart- fuglinn og iögðu þegar til at- lögu við þá. Geirfuglarnir gerðu enga tilraun til að veita þeim viðnám, en lögðu strax á flótta fram með klettunum ofan við flá- ann. Þeir bárp höfuðin hátt og héldu litlu vængjunum dálítið frá sér, en bar furðanlega hratt yfir, svo að gangandi maður mátti hafa sig allan við til að hafa við þeim. Jóni tókst brátt að króa annan fuglinn af og ná honum, en Sigurður og Ketill eltu hinn, og sá fyrmefndi náði honum, þegar hann var alveg að komast út á blábrúnina á klöppinni, þar sem nokkurra faðma hátt þverhnípi var í sjó niður. Ketill sneri þá við upp flá- ann, þar sem fuglarnir höfðu fyrst verið. Þar sá hann egg Geirfuglsegg (til hægri) bor um forna sorphaug sem komið var niður á þegar verið var að grafa fyrir grunni Steindórs- prents í Tjarnargötu 4. Hafa bein þau verið ákvörðuð af beinasérfræðingi dýrafræðisafns- ins í Kaupmannahöfn. Eru bein þessi nú komin hingað til safns- ins aftur, og eru meðal þeirra 76 einstök geirfuglsbein, þ, á m. heill neðri skoltur. Sýnir þetta að mikið hefur verið um geirfugl um það bil er byggð hófst hér á landi. Síðasti geirfuglinn Þá lét dr. Finnur Guðmundsson blaðamönnum í té eftirfarandi frásögn um afdrif síðasta geir- fuglsins á fslandi. Eins og kunnugt er voru tveir síðustu geirfuglarnir drepnir í Eldey árið 1844. Það var að kvöldlagi í byrjun júní 1844 (einhvern daganna frá 2.—5. júní), að Hafnamenn lögðu af stað á áttæringi út í Eldey. Formaður á bátnum var Vil- hjálmur Hókonarson í Kirkju- vogi, en skipverjar voru alls 14. ið saman við álkuegg. liggja á beru berginu, sem hann þekkti, að var geirfuglsegg. Hann tók eggið upp, en þegar hann sá, að það var brotið, lagði hann það aftur niður á sama stað. Óvíst er, hvort annað egg hefur verið þar. Allt þetta gekk fyrir sig á svipstundu, og þeir félagamir flýttu sér nú niður að bátnum, því að brimið fór vaxandi. Þeir sneru fuglana úr hálsliðnum og köstuðu þeim út i bátinn, og Sig- urður og Ketill stukku síðan út í bátinn, Jón, sem var maður við aldur, hikaði hins vegar við að stökkva út í bátinn, og hótaði formaðurinn þá að krækja í hann með krókstjakanum. Að lokum var kastað til hans bandi, og var hann dreginn út í bátinn í gegnum brimið. Veður fór nú versnandi, en strax og þeir voru lausir við brimsúginn við Eldey, gekk þó allt að óskum, og náðu þeir heim heilir á húfi. Næsta dag lagði Vilhjálmur af stað til Reykjavíkur með fuglana, og var ætlun hans að fara með þá til Carl F. Siemsen, en leiðangur þeirra Hafnamanna hafði verið farinn að undirlagi hans. En á leiðinni hitti hann Christian Hansen í Hafnarfirði, og keypti hann fuglana af Vilhjálmi fyrir 80 ríkisbankadali. Hansen lét síð- an Múller apótekara i Reykjavík fá fuglana. Hann lét hamtaka þá, en setti skrokkana í vínanda, og eru þeir nú geymdir í dýra- fræðisafninu í Kaupmannahöfn. Hinsvegar er ekki vitað með vissu, hvað af hömunum varð. Við eigum það fyrst og fremst Englendingum að þakka, að það sem hér hefur verið sagt, og raunar margt fleira í sambandi við endalok geirfuglsins, hefur verið varðveitt frá glötun. Þessir menn voru prófessor Alfred Newton í Cambridge og John Wolley. Þeir komu til íslands árið 1858 og dvöldust í Kirkju- Framhald á 5. síðu. SkriSuföll á SiglufirSi 1 fyrrakvöld var óvenjumikil rigning á Siglufirði og féllu skriður úr Hvanneyrarskál og ollu miklu tjóni á lóðum og götum í bænum. Flutt var úr 15 íbúðum um kvöldið af ótta við skriðuföllin, og í þær aftur þegar hættan var liðin hjá. Tvær götur, Hólavegur og iHlíðavegur voru ófærar eftir skriðumar. Tjón á lóðum er mikið. Stefna íhaldsmenn borprstiéranum? Sjálfstæðisflokkurnin hefur nú látið hætta sorphreinsuninni í bænum. Einn góður og skil- vís íhaldsmaður, sem greitt hafði sorphreinsunargjald sitt á réttum gjalddaga fyrir nær tveimur mánuðum hringdi til blaðsins í gær og var í versta skapi. Kvað hann þetta þjón- ustu sem hann hefði þegar greitt fyrir og væri eina svar- ið við svona framkomu og slík- um svikum að stefna borgar- stjóranum og fara í mál við bæjarstjómina fyrir svik! í. íftv ííL'.éjy: Íijil .Maj juu»4 80 -uesta hf ijijntote'!} jutúVf; Blöð og skenuntanir barna Framhald af 12. síðu. dansasýningar og sjá íþrótta- kennarafélagið og Þjóðdansafé- lagið um þau atriði. Inniskemmtani r Um 20 inniskemmtanir fyrir börn verða síðdegis og nokkrar fyrir fullorðna. Fyrsta skemmt- unin er kl. 1.45 í Tjamarbíói, þá kl. 2 í Góðtemplarahúsinu og önnur þar kl. 4. Leiksýn- ingar verða í Iðnó kl. 2, ísl. brúðuleikhúsið sýnir Hans og Grétu og Rauðhettu, og kl. 4 verður leikurinn Töfrahmnnur- inn. Kl. 3 verður leiksýning í Þjóðleikhúsihu, Pétur og úlfur- inn og Dimmalimm. Skemmtan- ir verða í Sjálfstæðishúsinu og Austurbæjarbíói kl. 2.30. Þá verða 10 sýningar í kvikmynda- húsunum. Loks em 4 dans- skemmtanir fyrir fullorðna um kvöldið. Aðgöngumiðar í Miðbæjar- skólanum Aðgöngumiðar að Þjóðleik- húsinu verða seldir þar á venju- legum tíma. Aðgöngumiðar að hinum barnaskemmtununum, að undanskildum kvikmyndasýn- ingum, verða seldir í Miðbæj- arskólanum (gengið inn um portið) frá kl. 5—7 síðasta vetr- ardag og 10-12 á sumardaginn fyrsta. — Er fólk beðið að &t- huga þetta þar sem misprent- azt hefur um þetta atriði í Bamadagsblaðinu. Barnadagsblaðið flBarnadagsblaðið verður af- greitt til sölubarna frá kl. 9 f.h. í dag. Bláðið hefst á kvæði eftir Freystein Gunnarsson skólastjóra: Allir dagar eru barnadagar. Arngrímur Krist- jánsson skrifar um Áhrif tízk- unnar og Jónas Jósteinsson Nokkur orð um hlutverk leik- skóla. Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn skrifar um böm- in og umferðarmálin: Börnin óg gatan. Sagt er frá starfsemi Sumargjafar og birtar nokkrar fleiri grehiar. Sólskin Sólskin er hið læsilegasta að- vanda fyrir yngstu lesenduma. Valdimar Össurarson kennari hefur séð um útgáfu þessa ár- gangs. Sólskin verður afgreítt til sölubarna frá kl. 1 e.h. síð- asta vetrardag og eftir kl. 9 f.h. á sumardaginn fyrsta. Sölubörn athugið Barnadagsblaðið, Sólskin, merki og fánar fást á eftir- töldum stöðum: Grænuborg, Vesturborg, Drafnarhorg, Tjarn arborg, Laufásborg, Baróns- borg, Steinahlíð, Brákarborg, Austurstræti 1 og í anddyri Melaskólans, Ein borgin enn Kjörorð dagsins er: ein borg- in enn. Sumargjöf ætlar nú að selja Tjarnarborg, þar sem hún hefur starfað í 11 ár, og byggja nýtt hús við Fjallhaga. Verður því raunverulega ekki um nýtt heimili að ræða, er bætist í töl- una, en nýja heimilið verður það fyrsía í bænum sem bein- líms er byggt fyrir starfsemi Sumargjafar. Formaður Hreyfils vaknar Það hefur lítið heyrzt í for- manni Hreyfils að undanförnu. Hann hefur ekki enn sýnt sig líklegan til að láta kjósa í félag- inu, þó aðalfundur eigi að vera í febrúar samkvæmt lögum fé- lagsins. Enga tilraun gerði hann í upphafi verkfallsins til að tryggja samstöðu bílstjóra með öðrum vinnandi stéttum og held- ur ekki til þess að tryggja bíl- stjórum möguleika á því að halda áfram vinnu sinni í sam- komulagi við verkalýðsfélögin, með vinsamlegu samkomulagi. Þegar nokkrir bílstjórar gerð- ust foringjar í verkfallsbrotum og smygla bensíni í bæinn, þá sá Bergsteinn enga ástæðu til að skipta sér af því, og þó bíl- stjórar í stéttarfélaginu Hreyfli skipulegðu herferð gegn verk- fallsvörðum, félögum sínum í Al- þýðusambandi íslands, til þess að brjóta á bak aftur verkfall sem þeir hafa staðið í meira en mánuð, þá fann þessi „verka- lýðsleiðtogi" enga ástæðu til af- skipta. En loksins kom að því að Berg- steinn rumskaði og hver var þá ástæðan? Ekki sú að meðlimir Hreyfils fremdu verkfallsbrot, og ekki heldur sú að félagsmenn sem hann á að stjórna brytu lög Al- þýðusambandsins. Nei, ástæðan var sú að nokkrir bílstjórar í Hreyfli höfðu með vinsamleg- um samningum og vinnu fyrir verkfallsverði útvegað sér lítils- háttar undanþágu til að fá ben- zín á bíla sína. Slíka framkomu gat formaðurinn ekki þolað og lætur Moggann tilkynna að stjórn félagsins sé tekin til starfa ásamt nefnd sem kosii*» hafi verið í málið (hver kaus)?, og nú er safnað liði til að stöðva þessa óhæfu. Hvað mikið verka- lýðshreyfingin getur þolað bíl- stjórum án þess að grípa til refsiaðgerða, skal ég ekki um segja, en hitt fullyrði ég að bílstjórastéttin á aðeins eina leið að velja til að halda einhverju af virðingu sinni, og hún er sú að hætia þegar í stað öllum verk- fallsbrotum og öllum undanþág- um og lýsa yfir samúðarverkfalli með þeim sem nú standa í verk- falli fyrir alla alþýðu þessa lands. O. J. Eru það f yrirmæli Vinnuveitenda- sambandsins? Sumir matsölustaðir hafa sýnt þá „hugulsemi" síðustu dagana að hækka verð á laus- um máltíðum. Eru menn að velta því fyrir sér hvort þeir geri þetta að fyrirlagi Vinnu- veitendasambandsins, ríkis- stjornarinnar eða hvort þeir hafi tekið þetta upp hjá sjálf- um sér, því ekki hefur orðið nein slík hækkun á matvörum þessa daga sem réttlæti slíka ráðstöfun. Ein matsala hefur þannig t.d. hækkað „hálfan skammt“ af kjöti um tvær krónur, úr 7 í 9«*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.