Þjóðviljinn - 20.04.1955, Side 5

Þjóðviljinn - 20.04.1955, Side 5
Miðvikudagur 20. apríl 1955 — ÞJÓÐVIUINN — (5 Vlðsjárncir í Asíu stafa af utan aikomandi íhlutun Utanríkisráðherrar ræði iki Sjú Enlœ hvefur fi! friSsamlegrar sambúSar Sjú Enlæ, forsætis- og utanríkisráðlierra Kína, hélt aðalræðuna á ráðstefnu Asíu- og Afríkuríkja í Bandung 1 gær. Hann lagði megináherzlu á að ríkjum þessum beri að beita áhrifum sínum til að varðveita friðinn og af- nema nýlendufyrirkomulagið með öllu. Sjú kvaðst álíta að fulltrú- arnír væru ekki komnir til Bandung til að setja fram sér- skoðanir sínar heldur til þess að komast að raun um, í hvaða málum þeir ættu samleið. Hann myndi því ekki fjölyrða um á- standið við Taivan né aðild Kína að SÞ. Bandarísk íhlutun Aðeins vildi hann benda á að Taivan hefði fyrir löngu sameinast Kína sem hún væri óaðskiljanlegur hluti af ef ekki hefði komið til íhlutun stór- veldis í annarri heimsálfu um borgarastyrjöldina í Kína. Sama máli gegndi með Indó Fpkvæni for- sæt i srsííl lierra Múhameð Ali, forsætisráð- herra Pakistan, hefur tekið sér nýja konu án þess að skilja við þá fyrri. Að lögum má mú- hameðstrúarmaður eiga fjórar konur. Önnur kona Alís heitir Al- ya Saadi og hefur lengi verið Kína. Þar hefði verið lagður grundvöllur að varanlegum friði með samningunum í Genf í fyrra en nú væri óviðkomandi aðili sem neitaði að taka þátt í þeirri friðargerð, að reyna að ónýta hana. Gagnkvæm virðing Kína er reiðubúið að taka upp eðlileg samskipti við sér- hvert riki í Asíu og Afríku, sagði Sjú. Kínastjóm mun í skiptum sínum við önnur ríki fara eftir samningunum sem það hefur þegar gert við ná- grannaríki sín Indland og Burma. Þar heita ríkin gagn- kvæmri virðingu fyrir sjálf- stæði hvers annars, skuldbinda sig til að forðast íhlutun um innanlandsmál hins og ákveða að iðka friðsamlega sambúð í hvívetna. Gerðardómnr i Danmörkn Búizt er við að danska þing- ið samþykki í dag lög um að skylda aðila í vinnudeilunni í landbúnaðinum til að láta af verkfalli og verkbanni meðan gerðardómur gerir um ágrein- ing þeirra. Hefur róttæki flokk- urinn fallizt á tillögu ríkis- stjórnarinnar um gerðadóm : með nokkrum breytingum. Sjú Enlæ Menjar nýlendukúgunarinnar Þorri þjóða Asíu og Afríku ber enn meiri og minni menjar þess tímabils nýlenduundirok- unar sem nú er óðum að ljúka, sagði Sjú (Bnlæ. Nýlendukúgar- arnir hafa litið á þær sem lægri tegund mannvera. Asíu- menn geta ekki gleymt því að gegn þeim var fyrst beitt kjarn orkuvopnum og fyrstu fórnar- lömb vetnissprengjunnar voru Asíumenn. Nú er Asíu enn hót- að með kjarnorkustríði og er- lent herveldi leggur allt kapp á að koma sér upp stöðvum til kjarnorkuárása í Afríku og Asíu. Þær fyrirætlanir verður að hindra. Fréttariari brezka útvarpsins í Bandung sagði, að ræðu Sjú hefði verið tekið með dynjandi lófataki. Kosningafjárlög í Bretlandi Richard Butler fjármálaráðherra lagði í gær fjárlaga- frumvarpið fyrir brezka þingið. Fjárlögin mótast af því að rík- leiðslan jókst einnig um 6%. isstjórn íhaldsmanna hefur rofið Hinsvegar hefir viðskiptaárferði þing og ákveðið að nýjar kosn- farið versnandi siðasta misserið. ingar skuli fara fram 26. maí. ______________ Sovétstjórnin hefur lagt til að utanríkisráðherrar fjór- veldanna komi saman hið fyrsta til að ganga endanlega frá friðarsamningi við Austurríki. Molotoff utanríkisráðherra af- henti í gær sendiherrum Vest- urveldanna í Moskva orðsend- ingu um þetta efni. Geirfuglinn Leggur sovétstjórnin til að utanríkisráðherrarnir komi hið fyrsta saman í Vínarborg til að leggja síðustu hönd á friðar- samninginn og undirrita hann. Einnig er lagt til að stórveldin bjóði Austurriki að eiga full- trúa á fundinum. Framhald af 3. síðu. vogi í Höfnum frá því um 20. maí og fram í miðjan júlí. Þeir ætluðu sér að komast út í Eldey, en gaf aldrei, og urðu því að hverfa aftur til Englands við svo búið. Hinsvegar notuðu þeir tím- ann, meðan þeir dvöldust í Höfn- unum, til þess að safna fróð- leik um geirfuglinn og sögu hans hér á landi. Meðal annars tóku þeir skýrslu af öllum, sem tekið höfðu þátt í Eldeyjarförinni 1844, nema tveimur, sem voru látnir. Auk þess söfn’uðu þeir þar tals- | verðu af geirfuglabeinum, sem ‘ þeir fundu í rofabökkum við sjóinn og i öskuhaugum. Pró- fessor Newton skrifaði síðan skýrslu um þessar athuganir, og birtist hún í Ibis, tímariti brezka Fréttamenn í Vínarborg segja að þar sé tillögu sovétstjórn- arinnar fagnað, einkum þó þeim atriðum hennar, að utanríkis- ráðherrarnir sitji fund í Vínar- borg og að Austurríkismenn eigi þar fulltrúa. 1 London er talið að Vestur- veldin muni fara fram á að sendiherrar stórveldanna í Vín- arborg ræðist við áður en utan- ríkisráðherrafundur sé haldinn. Blaðaþjéíar vaða uppi í London j fuglafræðingafélagsins, árið 1862. Varuð við áfriðarhmttu Fjörutíu og sjö kunnir Banda- rikjamenn hafa skorað á Eiren- hower forseta .að forða hætt- unni á styrjöld á sundinu milli moginiands Kína og ej'jarinnar Taivan. Segja þeir að ekki nái neinni átt að hætta á styrjöld út af smáeyjum uppi í land- steinum Kína, sem þar að auki hafa engin áhrif á hernaðar- aðstöðuna við Taivan sjálfa. Meðal þeirra sem undirrita skjalið eru Eleanor Roosevelt, ekkja Roosevelt forseta, og Norman Thomas foringi sósíal- demókrata í Bandaríkjunum. Blaðaverkfallið í London, sem staðið hefur á fjórðu viku, hefur meðal annars orðið til þess að lögreglan í milljóna- borginni á í höggi við alveg nýja teguhd afbrota, blaða- stuldi. Það hefur komið á dag- inn að ófrómir náungar hafa uppgötvað öruggan gróðaveg í þvi að vera snemma á ferli og tína blöð utan af landi af hurð- arhúnum áskrifenda jafnóðum og póstmenn bera þau út. Á svarta markaðinum selzt ein- takið af blöðum utan af landi á sex til sjö krónur. Lögreglan hefur engan stund- legan frið fyrir bálreiðum blaðaáskrifendum, sem krefjast að hendur séu hafðar í hári blaðaþjófanna en það er hægar sagt en gert. Múhameð Ali einkaritari ráðherrans. Félagar Alís í ríkisstjórn Pakistans hafa lagt sig alla fram til að fá hann til að hætta við fjöl- kvænið en ekki tekizt það. Þeir óttast framar öllu áhrifin á al- menningsálitið í Bandaríkjun- um, þar sem núverandi stjórn- endur Pakistan leita halds og trausts. Vesiurveldin ráégast n siérveldafund Eden forsætisráðherra sagði brezka þinginu í gær að stjórn- ir Vesturveldanna og Vestur- Þýzkalands væru að bera sam- an ráð sín um undirbúning að fundi Vesturveldanna og Sovét- ríkjanna. Hét Eden því að gera það sem í bans valdi stæði til að hraða því að af stórvelda- fundi yrði. Tekjuskattur er lækkaður 5—10 % , persónufrádráttur hækk- aður og söluskattur á vefnaðar- vörum úr baðmull lækkaður um allt að helming. Butler kvað þessar lækkanir myndu skerða tekjur ríkissjóða um 150 milljón- ir sterlingspunda á ári. Tala skattfrjálsra manna í Bretlandi hækkar um 2.5 milljónir. Vegna þess að hernaðarútgjöld voru töluvert undir áætlun en tekjur fóru fram úr áætlun varð greiðsluafgangur á liðnu fjárhags ári 435 milljónir punda. Fram- Richard ButZer Þýzkir námumenn fengu kaupkröfum 80% fullnægt Mlíhisst járnin í ítonn rtak atrinnureh- endur tii að ganga tii samninga Fyrir skömmu var gengið frá nýjum samningum um kaup og kjör 400.000 kolanámumanna í Vestur-Þýzka- landi. Samningar tókust án vinnustöð'vunar vegna þess að ríkisstjórnin í Bonn beitti áhrifum sínum á atvinnu- rekendur til að knýja þá til að ganga sem lengst til móts við kröfur verkamanna. Námumenn fóru í upphafi fram á 12% kauphækkun. At- vinnurekendur tóku í fyrstu illa í kröfurnar. Var þá atkvæða- greiðsla meðal námumanna um heimild til stjórnar sambands þeirra um að boða verkfall til að knýja fram viðunanlega kaup- hækkun. Framleiðslustöðvun forðað Heimild til vinnustöðvunar var samþykkt með margföldum meirihluta. Strax og sú sam- þykkt hafði verið gerð brá rík- isstjórnin við og boðaði fulltrúa deiluaðila á sinn fund til að leita um sættir. Ríkisstjórnin beitti öllum áhrif- um sínum til að forða vinnu- stöðvun, sem hefði samstundis lamað allt atvinnulíf í Vestur- Þýzkalandi þar sem kolabirgðir nægðu aðeins til að fullnægja þörfum stóriðnaðarins í einn dag. Kröfðust 12%, fengu 9,5% Ríkisstjórn borgaraflokkanna kunngerði atvinnurekendum að þeim yrði ekki Iátið haldast uppí að stöðva framleiðsluna í land- inu ineð því að bjóða námu- mönnum smánarboð og efna þar með til vinnustöðvunar. Létu námueigendur sér þá segjast, gengu fyrir alvöru til samninga og samkomulag náðist tveim dögum áður en verkfall átti að hefjast. Námumenn höfðu krafizt 12% liækkunar á kaupi en fengu 9.5%. Kauphækkunin nemur þvi 80% af uppliaflegu kröfunni. Ekki er nema rúmt ár liðið síðan námumenn í Vestur- Þýzkalandi fengu síðast kaup-» hækkun. .Ívíf ln janíxxfn 8s .i .imhnóríioj íi) nij' Jio r: öJ’iíiv i.jJii Huynuj ií msii nroH iijf

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.