Þjóðviljinn - 29.04.1955, Blaðsíða 6
,/B) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. apríl 1955
—M/v*g>ynr*t
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsaon (&b.)
Fréttastjóri: Jón Bjamason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigíússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritetjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Sími 7600 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 & m&nuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakiö.
Prentsmiðja Þjóðviljane h.f.
Þrír af lögmönnunum í réttarhöldunum í Karlsruhe. Til vinstri fulltrúi Bonnstjórnar-
innar, Ritter von Lex, sem pjónaði Hitler dyggilega á sínum tíma. t miðju prófessor Paul
Krúger, aðálverjandinn og til hægri saksóknari vesturpýzka ríkisins, dr. Helmut Dix.
1 Lokaframlag dómsmálaráðherrans
í fyrramorgun ræddi öll Reykjavík um batnandi horfur á sam-
komulagi í vinnudeilunni. Allar fréttir sem bárust bentu ein-
dregið til þses að meiri líkur væru til að samningar tækjust
milli verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda og að verulega hefði
miðað í samkomulagsátt á fundum sáttanefndar og deiluaðila
þá um nóttina. Að sjálfsögðu fögnuðu menn þessum tíðindum.
Atvinnurekendur höfðu haldið 7000 manns í nær sex vikna verk-
falli og áhrifarík afturhaldsöfl stutt að því að stöðvunin ^rði sem
lengst og dýrkeyptust fyrir verkalýðsstéttina og þjóðina í heild.
En almenningur taldi rökstudda ástæðu til að ætla að nú væri að
rofa til.
>á barst sú fregn um bæinn eins og eldur í sinu að lögregl-
unni hefði þá um morguninn verið sigað gegn fámennri sveit
verkfallsvarða við Smálönd og þrír verkfallsverðir handteknir.
Almenningur trúði varla fregninni um þessar aðfarir á sama
tíma og samningshorfur voru taldar með vænlegasta móti. Fólk
varð ekki aðeins undrandi á þessu furðulega tiltæki lögregluyfir-
valdanna, heldur greip bæjarbúa réttlát og almenn reiði. Enginn
dró í efa að hér var gengið til verks að yfirlögðu ráði, fólskuverk
framið á elleftu stundu í þeim tilgangi einum að reyna að koma
í veg fyrir að samningar tækjust.
Á því er enginn minnsti vafi að fyrir þessari fantalegu og skipu-
lögðu árás á verkfallsverðina í þeim tilgangi að spilla fyrir lausn
vinnudeilunnar stóð enginn annar en Bjarni Benediktsson, sjálfur
dómsmálaráðherra landsins. Engum kemur til hugar að lög-
reglustjóri eða yfirmenn í lögreglunni taki það upp hjá sér að
siga fjölmennum hópi lögregluþjóna á verkamenn sem vinna
skyldustörf í þágu samtaka sinna, á því stigi deilunnar þegar
samningar eru líklegastir. Upptökin að slíkum verknaði geta að-
eins verið hjá valdamiklum aðiia sem vill hvað sem það kostar
koma af stað alvarlegum árekstrum og óeirðum sem átyllu til of-
Sókna gegn verkalýðshreyfingunni og til þess að hindra það sam-
komulag sem vonir stóðu til að væri að takast. Og þessi valda-
maður í lögreglumálunum er einmitt Bjarni Benediktsson dóms-
málaráðherra, aðalforkólfur þeirrar deildar Sjálfstæðisflokksins
sem tileinkar sér fornar starfsaðferðir þýzku nazistanna og sæk-
ir fyrirmyndir sínar að öðru leyti til fasista Suður-Ameríku.
Allan tímann sem verkfallið hefur staðið hefur þessi deild
Sjálfstæðisflokksins, með Bjarna Benediktsson í broddi fylking-
ar, reynt að hindra samninga og lagt sig alla fram við að egna
atvmnurekendur til sem ósvífnastrar andstöðu gegn kröfum
verkfólks. Draumur klíkunnar var að svelta verkafólkið til upp-
gjafar og lama verkalýðssamtökin svo að auðstéttinni stafaði
engin hætta af þeim í heilan áratug eða lengur. Bjarni Bene-
diktsson orðaði þessa hugsjón sína af mikilli hreinskilni er
hann komst svo að orði á fundi í innsta ráði Sjálfstæðisflokks-
ins þegar þessi mál voru rædd þar og sitt sýndist hverjum að
„það væri hundraða milljóna virði að brjóta verkalýðshreyfing-
una á bak aftur“. Þegar þetta hugarfar Bjarna Benediktssonar
er haft í huga fara menn nærri um andlega líðan hans og ásig-
komulag skapsmunanna þegar hann sá fram á að vonir hans
yrðu að engu og langmestar líkur til að atvinnurekendur yrðu að
brjóta odd af oflæti sínu og semja við verkafólk um mikilsverð-
ar kauphækkanir og kjarabætur.
Það er þá sem foringi fasistadeildar Sjálfstæðisflokksins legg-
ur drög að lögregluárásinni á verkfallsverðina og misbeitir valdi í
sínu sem dómsmálaráðherra á hinn herfilegasta hátt. Mun þátt-1
ur Bjarna Benediktssonar á lokastigi þessarar vinnudeilu lengi í
minnum hafður og skömm hans lengi uppi með þjóðinni. Þessi
mesti óhappamaður í opinberu lífi á Islandi hefur að vísu beðið
eftirminnilegan ósigur og vonir hans um alvarlegar róstur og
aukinn ágreining í vinnudeilunni að engu gerðar. En framferði
hans allt hefur reynzt með þeim hætti að það ætti að sanna allri
þjóðinni hve gjörsamlega óhæfur þessi ofstækisfulli skapbresta-
maður er til að gegna starfi dómsmálaráðherra landsins.
Vesturþýzka stjórnln að gugna
úað banna kommúnistaflokklnnl
Réftarhöldunum i máli hennar gegn
flokknum enn skofiS á fresf
Réttarhöldum í máli pví, sem vesturpýzka stjórnin höfð-
aði gegn Kommúnistaflokki Þýzkalands, hefur verið frest-
að til óákveðins tíma.
Mál þetta var höfðað í því
skyni að fá flokkinn lýstan í
bann og hófust réttarhöldin í
vetur og hafa staðið lengi yfir
með miklum töfum. Við því var
búizt að lögmenn ákæruvalds-
ins myndu flytja lokaræður
sínar í málinu rétt fyrir síð-
ustu mánaðamót. Daginn áður
en þær ræður skyldu fluttar,
ákvað stjómlagadómstóllinn í
Karlsruhe, sem málið er flutt
fyrir, að fresta frekari réttar-
höldum.
I
Kom á óvart.
Þessi ákvörðun dómstólsins
kom mönnum algerlega á ó-
vart og því fremur sem engin
beiðni hafði komið fram um
það frá fulltrúum ákæruvalds-
ins. Dómstóllinn færði það
fram sem forsendu fyrir frest-
uninni að verjendur flokksins
hefðu lagt fram í réttinum
svo mikil sönnunargögn, að.
nauðsynlegt væri að veita á-
kærendum biðtíma til að kynna
sér þau og svara þeim.
Frá upphafi réttarhaldanna
hafa dómarar og lögmenn á-
kæruvaldsins verið einhuga um,
að torvelda verjendum alla
málfærslu. Nokkrum dögum
áður en réttarhöldunum var
frestað, hafði einn ákærandinn,
þannig í hótunum við verjend-
ur. Hann tilkynnti þeim, að
þar sem þeir væru vestur-
þýzkir þegnar hlytu þeir að
„vera háðir þeirri ríkisstjóm
sem sæti þar að völdum“ og
gætu þess vegna ekki flutt mál
gegn henni. Verjendunum var
þarmeð gefið í skyn, að þeir
gætu átt á hættu að verða
sóttir til saka fyrir „óþjóðholl-
ustu“ eða „fyrirlitningu fyrir
réttinum" eftir bandarískum
fyrirmyndum.
Dómararnir hafa hvað eftir
annað síðan réttarhöldin hófust
gripið fram í fyrir verjendun-
um algerlega að ástæðulausu
og hafa þannig t .d. reynt að
„leiðrétta“ staðhæfingar þeirra
um stefnu og starfsemi flokks-
ins og þarmeð gefið ótvírætt í
skyn að þeir eru fyrirfram á
bandi ákæruvaldsins.
Sjö mánaða fangelsi fyrir
gagnrýni á málsmeðferð.
Ritstjóri Freies Volk aðal-
málgagns kommúnista í Vest-
ur-Þýzkalandi, Emst Luckner,
hefur verið dæmdur í sjö mán-
aða fangelsi fyrir að gagn-
rýna meðferð stjómlagadóm-
stólsins á málinu.
Sama dag sem þessi dómur
var kveðinn upp í Diisseldorf,
gerði lögreglan árás á skrif-
stofur blaðs kommúnista í Ess-
en, Neue Volks-Zeitung. Hún
sneri öllu við á skrifstofunum
og hafði á brott með sér alls
konar skjöl og rit.
■
■
■
■
■
■
■
: j
| Heímsf riðarþingimi í Helsinkí íseí-j
s
ur verið frestað um eiun mánuð !
■
■
■
■
íslenzku friðarnefndinni barst í gœr símskeyti :
frá framkvœmdastjóra Heimsfriðarráðsins, Jean j
Lafitte, par sem tilkynnt er að heimfriðarpinginu
sem halda átti í Helsinki 22.—29. maí n.k. hafi \
vegna tilmœla frá fjöldasamtökum í nokkrum :
löndum verið frestað um einn mánuð, og verði j
pingið pví háð 22.—29. júní.
Einstaklingar sem sœkja vilja pingið eða félög j
sem ætla sér að senda pangað fulltrúa geta fengið j
allar upplýsingar hjá íslenzku friðarnefndinni j
Þingholtsstrœti,27, sími 5199. \
m
m
íslenzka friðaraefndin.
Meðan réttarhöldin í Karlsruhe hafa staðið yfir, hafa
hundruð sendinefnda reynt að korrta á framfæri við stjórn-
lagadómstólinn mótmœlum gegn ofsóknunum móti komm-
únistaflokknum. Fjölmenn lögregla gætir dómshússins og
varnar sendinefndunum inngöngu, eins og sést á mynd-
inni.