Þjóðviljinn - 29.04.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.04.1955, Blaðsíða 10
__ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. apríl 1955 - 10) Atvinnuleysistryggingarnar Framhald af 1. síðu. svarar 1% af almennu dag- vinnukaupi Dagsbrúnarmanns fyrir unninn tíma, miðað við 48 klst. vinnuviku, frá atvinnu- rekendum, 2% úr ríkissjóði og 1% frá sveitarfélögum, er greiðist frá 1.6. n.k. 3. Innheimtufyrirkomulagi skal skipa með lögum. 4. Sjóðurinn skal geymdur bands til greiðslu bóta, og er þá heimilt að nota vörzlufé Tryggingastofnunarinnar (ca. 4 millj. kr.) í þessu skyni. Er það fé þrýtur, er tryggingarráði heimilt að lána milli sérreikn- inga með ábyrgð ríkissjóðs. 8. Lögin taka til kaupstaða og kauptúna með 500 (300) íbúa. 9. Lögin verði endurskoðuð eftir 2 ár í samráði við fulltrúa Frá áramótum til 31. marz s.l var fiskaflinn á öllu landinu 119.947 smál. í fyrra var heild- araflinn sömu 3 mánuðina 102.984 smál., og árið 1953 80.226 smál. Aflinn skiptist þannig eftir verkunaraðferðum: smálestir: ísfiskur 728 Til frystingar 48.673 — herzlu 28.803 — söltunar 40.437 — mjölvinnslu 714 Annað 589 hjá Landsbanka íslands eða ■ Tryggingastofnun ríkisins og 1 sammngsaði ja. þá undir sérstakri stjórn er verkalýðssamtökin eigi fulltrúa í. Það, sem innheimt er á fé- lagssvæði og í starfsgrein hvers 'einstaks félags eða félagasam- bands, skal lagt inn á sérreikn- ing þess félags eða sambands i sjóðnum. Þó má ákveða, að ið- gjöld vegna félagsbundinna manna, er vinna utan heimilis- sveitar sinnar, skuli greidd í reikningi félags eða félagasam- bands heimilissveitarinnar eða þeim varið samkvæmt ákvæð- um 7. töluliðs. 5. Hámark og lágmark bóta- f járhæða skal ákveðið með lög- um og nánari ákvæði um fram- kvæmd úthlutunar sett í reglu- gerð. Bótaréttur skal sannaður með vottorði vinnumiðlunar. 6. Úthlutun bótafjár fyrir hvert félag eða félagasamband sé undir stjórn nefndar, sem skipuð er 5 mönnum, þrem frá verkalýðsfélagi eða sambandi, og tveimur frá öðrum aðiljum. Ef ekki næst einróma sam- komulag varðandi úrskurði um bótagreiðslur, getur hver ein- stakur nefndarmaður og hlut- aðeigandi aðilji áfrýjað til tryggingaráðs, sem fellir end- anlegan úrskurð um málið. Nefndirnar starfa eftir reglu- gerð, er þær semja eftir fyrir- mynd frá félagsmálaráðuneyt- inu eða Tryggingastofnun rík- isins. Reglugerðin skal vera staðfest af ráðherra. 7. Nú er fé eigi fyrir hendi á sérreikningi félags eða sam- Samningarnir Framhald af 1. síðu. virkja, A.S.B., bifvélavirkja, trésmiða, blikksmiða, málara, járniðnaðarmanna. Þá voru Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar, Hlíf í Hafnarfirði og Iðja í Hafnarfirði einnig að- ilar að samningunum. Atvinnurekendur héldu einnig fundi í gærkvöld og samþykktu samningana og var verkföllunum aflýst í nótt eftir sex vikna baráttu. INGÓLFS flPÓTEK er flutí í Aðalstræti 4 gengið inn frá Fischersundi Fiskaflinn 17 þús. lestum meiri en 1953 . Síld (fryst til beitu) Þór styrkir verk- fallsmenn Selfossi. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Aðalfundur Verkamannafé- lagsins Þórs á Selfossi var hald- inn s.l. mánudag. Á fundinum var samþykkt einróma svohljóð- andi tillaga: „Aðalfundur Verkamanna- félagsins Þórs á Selfossi, haldinn 25. 4. 1955, sendir öllu því verkafólki, sem í verkfalli stendur, hugheilar baráttukveðjur og fyllstu samúð. Okkur er öllum full- Ijóst, að jafnframt því sem verið er að berjast fyrir bætt- um kjörum ykkur til handa, eruð þið líka að berjast fyrir okkur og ekki síður. Þess vegna skorar fundurinn á alla meðlimi Þórs, svo og á aðra vinnandi menn hér á staðnum, að leggja ein dag- laun vikulega til styrktar verkfallsmönnum meðan verk fallið stendur". í stjórn voru kosnir: Skúli Guðnason formaður, Frímann Einarsson varaformaður, Sigur- steinn Ólafsson gjaldkeri, Ár- mann Einarsson ritari, Marvin Frímannsson meðstjórnandi. Barnakápur MARKAÐURINN Bankastræti 4 Samtals smál. 119.947 Af aflamagninu var um % bátafiskur en y3 togarafiskur. Magnið er miðað við slægðan fisk með haus, nema fiskur til mjölvinnslu og síld, sem hvort- tveggja er vegið upp úr sjó. (Frá Fiskifélagi íslands) Bændur sætta sig við jafndýran íslenzkanáburðog innfluttan Verðið sem íslenzkir bændur greiða fyrir áburðinn frá ís- lenzku áburðarverksmiðjunni verður álíka dýr og innfluttur áburður hingað kominn, eða um 1700 krónur smálestin. Landbúnaðarráðherra, Stein- grímur Steinþórsson skýrði frá þessu á Alþingi í fyrrad. jafn- framt upplýsti ráðherrann að verð þess hluta áburðarins sem út var flutt, 3910 smálestir, hafi verið 1234 krónur smá- lestin. Fullyrti ráðherrann að bænd- ur sættu sig fyllilega við það að fá íslenzka áburðinn á heims markaðsverði, fyrstu árin að minnsta kosti, meðan ör afborg- un óhagstæðra lána hefði áhrif á verðlagið. Parísarsamning- arnir kcmnir í höfn Efri deild hollenzka þingsins samþykkti í gær fullgildingu Parísarsamninganna um her- væðingu Vestur-Þýzkalands og inntöku þess í Atlanzbandalag- ið með 32 atkv. gegn 2. Hafa þá þing allra aðildarríkja samn- inganna lokið fullgildingu þeirra. jKína og Indónesía Framhald af 12. síðu. karta í Indónesíu hafði hann setið á fundi með Soekarno, forseta landsins og ræddust þeir við lengi. I fyrrakvöld und- irrituðu Sjú Enlæ og Sastroa- midjojo, forsætisráðherra Indó- nesíu vináttusamning, sem byggður er á þeim fimm grund- vallarreglum sem kínverska stjórnin hefur sett fyrir frið- samlegri sambúð þjóða og eru þær helztar að gagnkvæmt traust ríki milli þeirra, sam- skipti þeirra eigi sér stað á jafnréttisgrundvelli og þær hlutist ekki til um innanlands- mál hvor annarrar. DÓMUR í OLIUMALINU Framhald af 3. síðu. málinu á hendur þeim til upp- töku eigna. Verður því einnig að leggja á ríkissjóð málskostnað að þessu leyti. Allan kostnað af máli ákærða Hauks Hvannbergs ber að greiða úr ríkissjóði, þar með tal- in málsvarnarlaun verjanda hans í héraði og fyrir Hæstarétti (Ragnars Jónssonar) samtals kr. 15.500.00. Ágærðu Sig. Jónasson og Jó- hann Gunnar Stefánsson greiði in solidum málsvarnarlaun verj- anda síns í héraði kr. 5000,00. Þeir gj^iði einnig annan kostn- að af sökinni í héraði og svo kostnað af henni fyrir hæstarétti, þannig að ákærði Sigurður greiði 9/20 hluta hans og ákærði Jó- hann Gunnar 3/20 hluta, þar með talið í nefndum hlutföllum málflutningslaun sækjanda fyr- ir Hæstarétti (Gústafs A. Sveins- sonar) kr. 40.000.00, laun til dán- arbús Einars hrl. Arnórssonar, kr. 16000,00 og laun verjandans Guðmundar Ásmundssonar, hdl., kr. 20.000.00. Allur annar kostn- aður af sökinni greiðist úr rík- issjóði". Ágreinmgur um upptökufjárhæðina Einn dómenda Hæstaréttar, Þórður Eyjólfsson, skilaði sér- atkvæði. Segir þar m. a.: „Þar sem hinn 19. marz 1950 voru í eign félaganna öruggar erlendar gjaldeyrisinnstæður, sem þegar hafði verið ráðstafað af gjald- eyrisyfirvöldum til greiðslu á olíukaupaskuldum og meira en nægðu til lúkningar á öllu and- virði Esso Memphis farmsins, þá ber að faliast á‘það álit héraðs- dóms, að verðlagning á öllum þeim hluta nefnds farms, sem fé- lögin seldu innlendum aðiljum, hefði átt að miðast við eldra gengi, Af því leiðir, að ólöglegui ágóði, sem upptækan ber að gera til ríkissjóðs, nemur kr. 1.241.684.07 ásamt vöxtum eins og í atkvæði meiri hluta dóm- enda greinir. Að undanskildu framanskráðu atriði er ég samþykkur forsend- um og niðurstöðu meiri hluts dómenda". Eyfirðingar rækta skóg í Heiðmörk og á Þingvöllum / Aðalfundur var haldinn í Ey- firðingafélaginu í Reykjavík þ 18. jan. síðastliðinn. Fór frarr stjórnarkjör og sagt frá starf semi félagsins. Stjórnina skipa Helga M. Nielsdóttir formaður Jóhann Kristjánsson ritari Gunnar Skagfjörð gjaldkeri Sigurður Jónsson varaform. Guðrún Stefánsdóttir vararitari Skemmtinefnd og gróðursetn ingarnefnd starfa innan félags ins. Félagið hefur lönd til gróður setningar bæði í Heiðmörk og ( Þingvöllum, þar er búið að gróð ursetja að mestu. Félagið heldui árlega þorrablót, sem er svo ve sótt, að ekkert samkomuhú: rúmar alla þá, sem vilja tak£ þátt í því. Á næstunni ætlar félagið aí gefa út merki með mynd af Jón asi Hallgrímssyni og er ætlunii að verja ágóðanum til minning ar um Jónas Hallgrímsson væntanlegt félagslieimili, ei iiiikill áhugi er fyrir að komí því upp. Karlakór starfar a miklu fjöri innan félagsins Spilakvöld urðu 4 á vetrinum. Bóstaðakverfisbóar krefjast bama skóla, bókasafns og lesstofn Á aðalfundi Garðs félags húseigenda í Bústaðahverfi,. sen haldinn var nýlega, gerðist þetta meðal annars: Kosin var ný stjórn fyrir fé- lagið, þar sem fráfarandi stjórn ■baðst eindregið undan endur- kosningu. Kvöldskóla KFÚM lokið Nýlega er lokið starfsári skólans, og voru þessar náms- greinar kenndar: íslenzka, ís- lenzk bókmenntasaga, danska, enska, kristin fræði, upplestur, reikningur, bókfærsla og handa- vinna. Nemendur voru víðsveg- ar af landinu. Við vorprófin hlutu þessir hæstar einkunnir: Lilja S. Jónsdóttir í yngri deild, meðaleinkunn 9.1, og Alfreð Harðarson í eldri deild, meðal- einkunn 8.7. Voru þeim afhent- ar veglegar_ verðlaunabækur fyrir ágætan árangur í námi sínu. Kristnifræðiverðlaun skólans hlutu að þessu sinni Lilja S. Jónsdóttir í yngri deild og Gunnlangur Kristjánsson í eldri deild. — Nemendur skól- ans skipta þúsundum. Hina nýju stjórn skipa eftir taldir menn: Isak Sigurgeirsson, form. Axel L. Sveinsson varaform, Jónas Sigurðsson, ritari, Odd geir Bárðarson, gjaldkeri, oj Ólafur Guttormsson, meðstjórn andi. / Ennfremur var kosið í hina ýmsu nefndir félagsins en þæ eru: Skemmtirtefnd, leikvalla nefnd, hitaveitunefnd, umferða nefnd og fegrunarnefnd. Á fundinum voru eftirfarand tillögur samþykktar: „Um Ieið og fundurinn þakka bæjaryfirvöldunum viðieitni þí scin sýnd var með byggingu sm: barnaskóla við Háagerði, þ: ítrekar liann áskorun sína fr: síðasta aðalfundi um að hraðai verði sem allra mest byggingi fullkomins barnaskóla fyrir Bú staðahverfi og nærliggjand hverfi.“ „Aðalfundur Garðs félag húseigenda í Bústaðahverf skorar eindregið á bæjarrá Reykjavíkur að koma á fó bókasafni og lesstofu á efri hæ verzlunarhúss hverfisins a Hólmgarði 34.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.