Þjóðviljinn - 29.04.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.04.1955, Blaðsíða 9
I Föstudagur 29. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 # ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl. FRÍMANN HEUGASON •-- ----------------------- Da Silva ætlaði að hætta 1952 V. M. Hermandez Cubu 15.60 Miko Oda Japan 15.58 í>að þófti engin smáfrétt þeg- ar það barst út um heiminn, að Olympíumeistarinn frá 1952 í Helsingfors hefði bætt heims- metið um 34 cm. I rauninni hafði Da Silva á- kveðið að hætta eftir Olympíu- sigurinn og heimsmetið í Hels- ingfors og snúa sér að því að mennta sig. En svo kom Rúss- inn Tsérbakoff og bætti heims- met hans um 1 cm. Þetta varð til þess að hann fór að velta fyrir sér að byrja aftur á harðri þjálfun og gera tilraun til að endurheimta met sitt og þetta tókst eins og áður hefur verið frá skýrt hér. Ademar Ferreira da Silva en svo heitir hann fullu nafni er nú 28 ára gamall, byrjaði að æfa frjálsar íþróttir 1947. Þeg- ar á því ári stökk hann vfir 15 m. Þetta varð til þess að hann var valinn til að keppa á O.L. í London 1948. Þar náði hann ekki þeim árangri sem hann hafði gert ráð fyrir, stökk 14.49 og varð í 6. sæti. En hann gafst ekki upp og árið 1951 setur hann svo fyrsta heimsmet sitt sem var 16.01 eða 1 cm betra en met Japanans Tajimas. Á þessum árum hafði hann harða keppni af landa sínum H. Coutinho da Silva (þeir eru samt ekkert skyldir). Hann hafði lengst stokkið 15.90 en fótbrotnaði um það leyti og varð að hætta. Ferreira da Silva er fæddur í braselísku borginni Sao Paulo og vann þar að iðnaði í mörg ár. Hann var ágætur knatt- spyrnumaður, en frjálsar íþrótL ir og þó sérstaklega þrístökk tók allan áhuga hans. Hér fara á eftir nöfn og ár- angur 20 beztu þrístökkvara í heiminum: A.F. da Silva Brasilíu 1*6.56 L. Tsérbakoff Sovétr. 16.22 A. Devonish Venezuela 16.13 N. Tajima Japan 16.00 H. C. da Silva Brasilíu 15.99 Kenshi Togami Japan 15.86 Kenshi Oshima Japan 15.82 Chenkong Kin Japan 15.78 Jack Metcalfe Ástralíu 15.75 Masao Harada Japan 15.72 Chuhei Nambu Japan 15.70 Lloyd Miller Ástralíu 15.70 B. Samorinborts Sovétr. 15.66 Basil Dickinson Ástralíu 15.64 Masahiko Omiro Japan 15.63 V. Dementjeff Sovétr. 15.63 Keizo Hasagova Japan 15.62 Brian Oliver Ástralíu 15.61 Ágæturárangurá innanfél.-mót KR Laugardaginn 8. apríl s.l. hélt KR innanfélagsmót í kúluvarpi og kringlukasti. Árangur í kúlu- varpi hjá Guðmundi Hermanns- syni var mjög góður, varpaði kúlunni 14,77 metra, og var styzta kast hans 14,38 metrar, sem sýnir hversu jafn hann er, ög ætti hann því hð vera öruggur 15 metra maður í sum- ar, ef hann æfir vel. í kringlukastinu var Þorsteinn Löve beztur og kastaði 45,70 metra, en búast má við því að hann bæti þann árangur veru- lega bráðlega. Úrslit: Kúluvarp: Guðm. Hermannsson KR 14,77 Friðrik Guðmundss. KR 12,97 Þorsteinn Löve KR 12,67 Pétur Rögnvaldsson KR 12,47 Kringlukast: Þorsteinn Löve KR 45,70 Friðrik Guðmundsson KR 42,85 Guðm. Hermannson KR 40,40 NámskeiS fyrir UFiglingaþjálfara | í knattspyrnu TiSboð óskast í neðangreindar bifreiðar: 1. Plymouth fólksbifreið smíðaár 1952 2. Plymoutli fólksbifreið smíðaár 1951 3. Vauxhall fólksbifrcið smíðaár 1953 Knattspyrnusamband íslands og Iþróttakennaraskóli íslands gangast í sameiningu fyrir nám- skeiði vegna unglingaþjálfara í knattspyrnu og verður það haldið að Laugarvatni dagana 16.—22. maí n.k. Það sem tekið verður fyrir á námskeiðinu er í höfuðatriðum eftirfarandi: Leikfræði (taktik), leiktækni, leikir, leikreglur, hlaup og æfingar, félagsstarf og fundarstjórn, sálfræðilegar leið- beiningar, þjálfunarfræði og heilsufræði o.fl. Á kvöldin er fyrirhugað að sýna kennslu- kvikmyndir og að umræður fari fram. Fjöldi þátttakenda verður að þessu sinni takmarkaður við 15. Umsækjendur verða að hafa náð 17 ára aldri, vera lreilsuhraust- ir reglusamir. Taka skal fram í umsókninni íþróttaárangra, ef fyrir hendi eru, svo og ef um- sækjandi hefur starfað að knattspyrnukennslu eða ung- lingaleiðsögn og þá hvar. Hafi umsækjandi í hyggju að starfa hjá einhverju félagi eftir að námskeiðinu lýkur, .skal taka það fram sérstaklega. Áætlaður kostnaður fvrir hvern þátttakanda er kr. 300,00 og éru ferðir, Reykjavík-Laug- arvatn-Reykjavík þar innifald- ar. Umsóknir skulu sendar for- manni K.S.Í. hr. Björgvin Schram, Hafnarhvoli, Reykja- vík, eigi síðar en 30. april n.k. (Frá K.S.Í.) ■ £ Bifreiðarnar verða til sýnis hjá Ara-stöðinni við Háteigs- veg, föstudaginn 29. þ.m. kl. 1-3 e.h. — Tilboðin verða : opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 4. Sala setuliðseigna ríkisins. «■■■■■■■■■■»*■*■■■»*■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i Vélbáturiiui Ingólíur KE-96 £ er til sölu. Tilboð óskast í bátinn eins og hann er I við vestari bryggjuna í Hafnarfiröi. Tilboðum sé skilaö til' undirritaös fyrir 5. maí n.k. Réttur áskilinn til aö taka hvaöa tilboði sem er [ eöa hafna öllum. Ingi R. Helgason, lögfrœðingur, Skólavörðustíg 45. Sími 82207. : ■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■' HlégarSur Hlégarður Verkalýðsfélagið Esja heldur 1. maí-fagnaö aö Hlégaröi laugardaginn 30. apríl 1955 kl. 9 e.h. Ræða: Hannibal Valdimarsson forseti A.S.Í. Dansað til kl. 2 e.m. FerÖir frá bifreiöaafgreiöslunni kl. 9 e.h. Ölvun bönnuö Húsinu lokað kl. 11.30. S ■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■»«■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■»■■■■■■ Cunnar M. Magnúss: . j Börnin frá Víðigerði Stjáni fór aftur upp, þegar hann var búinn að borða nægju sína. Hann fann, að hann var búinn að koma sér út úr húsi hjá Víáigerðis- bændunum og kannske öllu fólkinu, krökk- unum líka. Nú var um að gera, að vera ráða- góður og komast aftur í sætt með góðu eða illu. Stjáni gaf sig fyrst á tal við nokkra Aust- firðinga, sem stóðu við borðstokkinn. Meðal þeirra var aldraður maður, vel búinn, þéttur á velli og gráhærður. Hann tók upp silfur- búinn tóbaksbauk og sló honum við borð- stokkinn. Stjána datt brátt í hug, að maður þessi myndi eiga töluvert til, úr því að hann hafði svona fínan bauk. Hann notaði tæki- færið, greip upp blað, sem hafði dottið úr vasa mannsins og ávarpaði hann: „Fyrirgefið, þér misstuð þetta úr vasanum”, og rétti fram blaðið. „Þakka góðurinn, en þetta er víst einskisvirði". svaraði maðurinn. „Það er varasamt að taka margt upp úr vasa sínum á ferðalagi“, hélt Stjáni áfram, „sérstaklega meðal útlendinga. Hafið þér nokkuð kynnzt út- lendingum?“ Maðurinn leit á Stjána dálítið hissa og bros- leitur: „Jæja, svolítið kannski“. „Fyrirgefið, er fjölskylda yðar; stór“, sagðí Stjáni enn. „Hvernig líður fólkinu? Er það sjó- veikt? Kann fólkið yðar að biðja um vatn hérna' um borð? Hafið þér nokkurn til snúninga?“ Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Keflavíkurflugvallar Samkvæmt bifreiöalögunum tilkynnist aö aöal- skoöun bifreiöa fer fram frá 2. til 10. maí n.k., aö báöum dögum meötöldum, svo sem hér segir: Mánudaginn 2. maí.......... J-1 — J-50 ÞriÖjudaginn 3. maí........ J-51 — J-100 MiÖvikudaginn 4. maí....... J-02001 — J-02050 Fimmtudaginn 5. maí........ J-02051 — J-02100 Föstudaginn 6. maí........... J-02101 — J-02150 Mánudaginn 9. maí............ J-02151 — J-02200 Þriöjudaginn 10. maí fer fram skoöun á bifreiö- um er hér eru í notkun, en skrásettar annars staö- ar. Bifreiöaskoöunin fer fram viö lögreglustööina hér ofangreinda daga frá kl. 9-12 og 13-16.30. Viö skoöun skulu sýnd skilríki fyrir því aö lög- boöin vátrygging fyrir hverja bifreiö sé í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögö fram. Vanræki einhver aö færa bifreiö til skoöunar á áöur auglýstum tíma, veröur hann látinn sæta á- byrgð samkvæmt bifreiöalögunum og bifreiöin tek- in úr umferö hvar sem til hennar næst. Geti bifreiöaeigandi eöa umráöamaöur bifreiöar ekki fært hana til skoöunar á áöur auglýstum tíma, ber honum aö tilkynna mér þaö bréflega. Athygli er vakin á því, aö umdæmismerki bif- reiða skulu vera vel læsileg, og er því þeim er þurfa aö endurnýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt aö gera svo nú þegar. Þetta tilkynnist öllum er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 26. april 1955. Björn Ingvarsson I ,■■■■■■■»■■■■■■■■■■■»■■■■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■•■■'•■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■•

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.