Þjóðviljinn - 08.05.1955, Page 7

Þjóðviljinn - 08.05.1955, Page 7
Sunnudagur 8. maí 1955 — ÞJÓÐVTLJINN_ (7 Hinn áttunda maí eru tíu ár liðin síðan sovéthersveitir undir stjórn Konévs mar- skálks leystu Prag, höfuðborg Tékkóslóvakíu, úr viðjum þýzks hemáms. Landið hafði þá verið undirokað af naz- istum í sjö þungbær ár og hafði einatt ríkt þar skefja- laus ógnaröld; engir þeir sem lesið hafa bók Júlíusar Fuc- iks, sem nefnist á dönsku Med rebet om halsen (og höfuðskömm má teljast að ekki skuli enn vera til á ís- lenzku), munu nokkum tíma gleyma frásögn hans af morð- æði hinna þýzku ofbeldis- manna um það leyti sem hann var tekinn höndum, — og allur heimur hefur heyrt um og minnist Lidice. Mig langar til að fara nokkram orðum um Prag sjálfa í tilefni af þessum minningardegi borgarinnar, sem um leið er þjóðhátíðar- dagur lýðveldisins. Eg hef séð tiltölulega fátt af fegurstu borgum Evrópu, hvað þá held- ur alls heimsins, en ég hef -átt því láni að fagna að sjá Prag nokkra fagra haustdaga fyrir hálfu öðru ári, og mér veitist því auðvelt að festa trúnað á ummæli þeirra manna sem fullyrða að Prag sé fegursta höfuðborg heims- ins. Hinn frægi þýzki náttúm- fræðingur og rithöfundur Al- exander von Humboldt, sem ferðazt hafði óvenjulega víða á sínum tíma, hafði fullyrt að þrjár evrópskar borgir aðeins hefðu fegurri afstöðu en Prag: Konstantinopel, Napoli og Lissabon, — raunar allt borgir sem njóta þess að þær standa við sjó. En Hum- boldt hefur ekki þekkt neina borg fjarri sjó sem væri fallegar í sveit sett en Prag, og það kemur manni ekki á óvart. í Prag er hafið víðsfjarri, en þar er fljótið Vltava (Moldau) sem líður í breiðum bugðum milli kletta og hæða, en borgin stendur í kvosum og á hæðadrögum báðum megin fljótsins og uppi á hæstu hæðinni stendur hin foma konungshöll ásamt höf- uðkirkju og gnæfir feikna breið og mikilúðleg yfir borginni. Þetta em þau stórhýsi sem allra mest ber á, en auk þeirra er í borginni fjöldi frægra mannvirkja frá fyrri öldum, kirkjur, hallir, ráð- hús, virkistumar, brýr, mörg hver meðal mikilfenglegustu smíða í sögu byggingarlistar- innar, sum jafnvel óviðjafn- an’eg hvert sem leitað væri. Eins og geta má nærri hrekkur fárra daga dvöl í Prag skammt til að skoða öll þessi mannvirki að nokkra gagni og þar við bættist að sinna þurfti ýmsum öðrum hlutum samtímis; hér mundi ekki veita af margra mánaða dvöl með leiðsögn fróðra manna auk lesturs stórra rit- verka. Eg skal aðeins geta að nokkm sumra þeirra mannvirkja sem ég sá, en fátt verður sagt um það sem fyr- ir augu bar af tilviljun og oft skamma stund í gegnum bílglugga. Að sjálfsögðu ber að byrja Karlsbrúln, eitt mesta lista%erk veraldar í brúarsmíði 1 dag era liöin rétt tíu ár siðan nazistaherimir gáfust endanléga upp fyrir Rauða hemum. t tilefni þess birtir Þjóðril.iinn í dag kveðju til Prag, sem endurheimtí frelsi sitt þann dag, eftir Bjama Einarsson lektor \ið Kauj>- mannahafnarháskóla. hafa haft höfuðskeljar í þykkara lagi enda varð þeim lítt meint við byltuna, hins vegar varð keisari allreiður og varð byltan til að hrinda þrjátíuárastríðinu af stað. I höllinni er nú eftir því sem ég bezt veit aðsetur rikis- stjórnar lýðveldisins og bú- staður forseta. Bjarni Einarsson: KVEÐJA TIl PRAG á sjálfri háborginni, Hra.d- cany, með hinni fögru og fyr- irferðarmiklu konungshöll og hinni miklu höfuðkirkju, sem kennd er við Vitus helga og er gjörð í gotneskum stíl, auk margra annarra merkis- bygginga, þótt hér verði ekki Frá torginu í „Gamla bænum.“ Á miðju torgi er minnismerki Húss en handan þess Nikulásarkirkjan. 1 baksýn má grelna hina forau konungsliöll og Vituskirkju, getið nema Loreto-kirkju sem síðar kemur að. Bæði þessi fyrrnefndu stórhýsi eiga sér foma fyrirrennara sem nokkr- ar menjar eru eftir en á þessum mannvirkjum báðum var byrjað skömmu fyrir miðja 14. öld, og var höllinni lokið í núverandi mynd sinni á síðari hluta 18. aldar, en smíði Vituskirkju lauk ekki fjrrr en árið 1929, enda hafði verkið legið niðri um eitt skeið. Auðvitað kom ekki til mála að líta á nema fáar einar af hinum 711 vistarvemm hall- arinnar, þar af 4 salir, einn af þeim stærstur þeirra sala í Evrópu sem em án loft- súlna. En við sáum nóg til að fá töluverða hugmynd um hina höfðinglegu skipan húsa- kynnanna og íburðarmikla skreytingu, þó yfirleitt án ó- hófs og í samræmi við strangar kröfur listar og smekkvísi á hverjum tíma. Meðal annars sáum við hinn forna sal, þar sem Bæheims- konungum var fyrrum gefið konungsnafn, feiknamikill en einfaldur að útbúnaði og held- ur skuggalegur, svo að manni koma hér fyrr í hug réttarhöld miðalda en hátíð- leg samkvæmi. Þá var og lit- ið á hið svonefnda landstjóra- herbergi, en það er sögulegt fyrir þá sök, að bæheimskir höfðingjar létu einn góðan veðurdag í maímánuði árið 1618 varpa þar út um glugga ráðhermm keisarans, þar eð þeim þótti sýnt að skynsam- legar fortölur mættu sín síð- ur. Ráðherrar þessir virðast I nágrenni hallarinnar og innan víggarða hennar er götukríli eitt sem alkunnugt er með nafninu Gullgerðar- mannagata. Hér er löng röð lágra hreysa upp við múrinn og voru upphaflega smíðuð af varðmönnum keisara á 16. öld og notuð til íbúðar af þeim og afkomendum þeirra og eftirmönnum, þótt þjóð- sagan hermi að keisari hafi hýst hér gullgerðarmenn sína. Þessi smáhýsi hafa nú verið færð í sitt fyrra horf og eru höfð til sýnis. Það var margt um mann- inn í þetta skipti í Vitus- kirkju, bæði útlendra og inn- lendra. I höfuðkirkju þessari og afhýsum hennar er feikna margt að sjá, m.a. steinþrær sjö Bæheimskonunga og hið geysi-íburðarmikla silfurskrín Nepomúks helga, sem Bæ- heimskonungur lét drekkja í Vltava á sínum tíma, en skrínið er gert nokkm fyrir miðja 18. öld. Þetta er svo mikið og margbrotið smíði að undram sætir, og engin leið að lýsa í fáum orðum, er enda hálfsmeykur um að grandvart fólk færi þá að líkja mér við nafna minn hinn vellygna. í kapellu einni afar skrautlegri stendur lík- neski Vaclavs helga sem er þjóðardýrlingur Bæheimsbúa og var líkneskið gjört árið 1367, en í kómum er heil- mikið minnismerki um Karl keisara fjórða (1346—1378) sem látið hefur gjöra helztu mannvirki borgarinnar í got- neskum stíl og er stofandi há- skólans. Fyrir utan kirkjuna stendur riddaralíkneski Gyrgi helga, á árinu 1373. Enn er þó ógetið ógnarlegs minningarmarks sem síðustu' stórlaxar braskaraaldarinnar hafa látið gjöra sér í kirkjunni, maður gengur um kirkjuna niðursokkinn í skoðun fornra listaverka og stendur þá allt í einu andspænis veggmynd af þremur kjólklæddum, knjá- krjúpandi burgeisum. Eg hef gleymt nafni höfuðpaurans, en það hafði verið voldugasti auðkýfingur landsins á ámn- um milli stríðanna. Þessi of- bjóðlega mynd í miðjum helgi- dóminum mun vera það end- urgjald sem þessir höfðingjar hafa áskilið sér fyrir skerf til að ljúka kirkjusmíðinni; lýsir það miklu umburðar- lyndi núverandi ráðamanna að ekki skuli svo mikið sem dregið tjald fyrir ófögnuðinn. Mætti það raunar virðast ágæt lausn: granlausum listaverka- skoðurum og saklausum kirkjugestum yrði þá hlíft við óþægilegri tmflun, en hins vegar væri þarna varðveittur vitnisburður um menningu og’ smekkvísi burgeisanna. Að vísu er nóg af slíkum vitnis- burðum í borginni, sem síð- ar víkur að, en þeim er ein- att þannig háttað að ekki er unnt að láta afskiptalaust. Fyrir sunnan Hradcany blasa við þök hins mynd- fagra borgarhluta Mala strana (Litlasíða), þar sem tignustu höfðingjar Bæheims fyrr á öldum létu byggja hallir sín- ar, afar skrautlegar. Á torg- inu stendur hin mikla Nikulás- kirkja sem er með merkustu barokbyggingum borgarinnar. Þetta nafn og fáein önnur kannast maður við úr hinum frægu smásögum Neruda, en satt að segja kom umhverfið dálítið á óvart. Ástæðan er auðvitað sú að hallir höfð- ingjanna koma lítt við frá- sagnir Neruda en eru hins veg- það sem ókunnugir reka um fram allt augun í. Frá Litlusíðu liggur beint við að ganga yfir Karlsbrú og líta á Staré mesto (,Gamla bæinn‘) á fljótsbakkanum liin- um megin. Af því gat þó ekki orðið í þetta skipti en tækifæri gafst litlu síðar, en tími var þá því miður orðinn mjög naumur. — Karlsbrú er kennd við Karl keisara og er nú brátt 600 ára gömul. Hún nýtur alþjóðaorðstírs sem eitt mesta listaverk veraldar í brú- arsmíði og verður ekki annað séð en hún sé vel að því orð- spori komin. Stöplarnir eru digrir vel og bogar fremur krappir, en mesta athygli vekja miklir vígturnar á brú- arsporðum í gotneskum stíl og líkneskjur þær sem standa á brúnni með nokkru millibili. Gamla bænum get ég því miður lítil skil gjört eftir fremur fljótlegan akstur um hann í bil með leiðsögumanni, sem að vísu var vel mælskur. Þótt byggingar séu misgamlar er heildarsvipur ævaforn og virðulegur með fjölda merkis- bygginga. Bygging á að hafa hafizt hér árið 795. Mikilfeng- legasta mannvirkið hér er gríðarstór og glæsilegur turn í gotneskum stíl, gjörður t lok 15. aldar og var þá virkis- tum og hlið bæjarhlutans að austan. Um hliðið er nú fjöl- farin akbraut; kom mjög á ó» Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.