Þjóðviljinn - 12.05.1955, Side 4

Þjóðviljinn - 12.05.1955, Side 4
 4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagnr 12. maí 1955 Alexander Guðjónsson framlivæmdastjóri fimmfiugur Hversvegna hefur Gunnar Hansen ekki stjórnað neinu leikriti hjá Leikíélagi Reykjavíkur á þessu 1 leikári? Fyrir þrjátíu árum fluttist ungur maður hingað til Hafnar- ijarðaxy í þeim tilgangi að dvelja hér við járnsmíðanám um þriggja ára skeið. Maður þessi var bóndasonur frá Geita- gili. í Rauðasandshreþpi, gjörvi- legur að vallarsýn, og eins og Hafnfirðingar áttu síðar eftir að kynnast, einstakt valmenni. Og í dag er hann fimmtugur. Árið 1930 hafði Alexander ekki aðeins lokið sínu járnsmíða- námi heldur og tekið próf frá Vélstjóraskóla íslands. Á því sama ári giftist hann heitmey sinni Sigrúnu Júlíu Guðmunds- dóttur, og á hann því þrjú merk afmæii á þessu ári. Eftir að hafa verið tvö ár vélstjóri á togara, hófst hann handa ásamt fleiri hafnfirzkum sjómönnum um kaup á togar- anum Haukanesi, sem gerður var hér út fyrstur togara með samvinnusniði. Alexander átti sæti í stjói-n þess fyrirtækis allt til ái-sins 1937, er hann hætti að stunda sjómennsku og gerðist einn stofnenda Raf- tækjasmiðju Hafnaifjarðar: — Rafha. Árið 1941 stofnaði hann ásamt tveim öðrum mönnum Blikksmíðaverkstæðið Dverga- stein og hefur hann veitt því forstöðu til þessa dags. Strax í æsku kynntist Alex- ander kjörum alþýðunnar sem Framhald á 11. siðu. „NÚ ER 2. SÝNING Lykils að leyndarmáli í kvöld; og eftir því umtali sem orðið hefur um leikinn og því lofi sem lxann hefur fengið, er víst ekki að efa að húsið verður fullskipað, þótt stærsta leikhús á íslandi sé. Eg las dóma blaðanna um leikinn, og voru þeir mjög lof- samlegir, þótt sumum kunni að finnast lítið til um sjálft efni leikritsins; og þeir kunningjar mínir sem sán frumsýninguna, voru mjög hrifnir af frammi- stöðu leikenda og dáðu mjög snilldartök leikstjórans á sýn- ingunni. En það var nú ekki þetta, sem ég ætlaði að ræða, enda hef ég ekki séð leikinn, heldur langaði mig að spyrjast fyrir um það hversvegna Gunn- ar Hansen hefur ekki stjórnað einu einasta leikriti hjá Leik- félagi Reykjavíkur allt þetta leikár. Og ég vil koma á fram- færi þeim grun, sem stendur upp úr ýmsum, að hér sé ekki allt með felldu. Hefur h!oti3 viðurkenningu um land allt Hörpusilki Húseig ^ndur: hefur reynz vel bœði úti og inni - - Talið við fapstenn - ■á-.- r-.r\ GUNNAR HANSEN stjórnaði nokkra vetur flestum leiksýn- ingum Leikfélagsins, og hann vann verk sitt ekki aðeins af meiri kostgæfni til jainaðar en aðrir leikstjórar, heldur átti hann meginþáttinn í að efla vin sældir félagsins einmítt á þeim tíma er illa horfði fyrir því — og skapa hjá leikhúsgestum til- trú á listræna getu og listræn markmið í Iðnó. Jafnvel úr leikritum sem ekki stóðu á háu stigi frá lxöfunda hálfu gerði hann ágæta hluti. En nú virðist Leikfélagið sem sé ekki þurfa lengur á þessum snjalla lista- manni að halda; og það er bezt að segja það eins og er að sjálfsagt hefur Leikfélagið aldrei boðið Reykvíkingum upp á meira léttmeti en á liðnum vetri. Það er Frænka Charleys sem er lífakkerið, síðan kemur leikur eins og Nói sem engin heil brú er í, sama er að segja um Kvennamál kölska, mis- heppnaða fyndni af aumasta tagi — og nú er Frænka Char- leys boðuð enn á ný, ásamt einum gamanleiknum enn; og er hann ekki aðeins gaman- leikur, heldur einnig „af létt- asta tagi“ eins og segir í frétt frá félaginu — og hlýtur það að vera mjög léttur leikur. ÞAÐ HAFA orðið allmiklar um- ræður manna á meðal um leikmál síðan Lykill að leynd- armáli var færður upp, og grunurinn sem stendur upp úr ýmsum er í stuttu máli sá að forráðamenn Leikfélagsins hafi ekki kært sig um að Gunnar Hansen skyggði öllu lengur á þeirra eigin ágæti; en það er forn saga á íslandi að sé einn lofaður, þá finnst hinum þeir lastaðir — og rátinar eiga snjallir menn víða erfitt upp- dráttar í hópi þeirra sem minna mega sín, þó þeir kunni að hafa völdin. En hvað sem um þetta er, þá óska ég Lykli að leyndarmáli allra heilla“. BÆJARPÓSTINUM þótti rétt að birta þetta bréf Jóns Sig- urjónssonar, eiida þótt hann trúi því ekki að grunur sá sem hann minnist á eigi við rök að styðjast. En jafnánægjulegt væri það að Leikfélagið' hæfist aftur til listrænnar vegsemdar sem það getur ekki hrósað sér af á þessu leikári, og fróð- legt væri að fá upplýsingar um það hversvegna Gunnar Han- sen var ekki falið að setja upp neitt leikrit fyrir það á liðnum vetri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.