Þjóðviljinn - 12.05.1955, Síða 10
10) — ÞJÓÐVIUINN — Fimmtudagur 12. maí 1955
Ræða Einars Olgeirssonar
Framhald af 7. síðu.
tæki til Þess að skipta bráðinni og á stjórnar-
flokkana sem tæki til þess að ná ríkisvaldinu,
og þeir sættast venjulega á að skipta bráð-
inni til helminga milli hræfugla sinna. Olían,
semen’Jið og fleira, öllu er því skipt til helm-
inga milli gróðafélaga Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknar, til þess að féfletta alþýðuna og at-
vinnulífið. Smáíbúðalánin áður, og húsnæðis-
lánin nýju nú, lenda í helmingastaðaskiptum
þessarar skipulögðu spillingar stjórnarflokk-
anna, og þessir flokkar hika heldur ekki við
að ræna eignum ríkisins til að svala gróða-
þorsta sínum.
Veturinn 1952—’53 ætluðu þessir stjómarflokkar
samkvæmt ráðleggingum ameríska alþjóðabankans
að láta selja einkaaðiljum öll hlutabréf ríkisins í
stærsta fyrirtæki þjóðarinnar, áburðarverksmiðjunni,
en þau eru sex millj. kr. að nafnverði, og með því
átti að gefa skjólstæðingum þeirra þetta mikla fyr-
irtæki, sem kostar 130 millj. kr. Sósíalistaflokkurinn
kom upp um þetta þá, og það var hætt við það í svip-
inn. Þing eftir þing hefur Sósíalistaflokkurinn flutt
frumvarp um að tryggja ríkinu sinn fulla eignarrétt
á áburðarverksmiðjunni, sem það lögum samkvæmt
á, en stjórnarflokkamir svæfa það í sífellu, af því að
þeir eru að reyna að ræna þessu fyrirtæki úr eigu
ríkisins í eigu hlutafélags, þar sem þeir eiga fultrúa
eftir helmingaskiptareglunni. Þannig er ekkert óhult
fyrir yfirgangi þessara hrægamma. Það er aðeins, ef
þeir rekast á eitthvað, sem hinn aðilinn hefur söls-
að undir sig, að illa gengur að ræna rikið. T. . þeg-
ar Sjálfstæðisflokkurinn heimtar helmingaskipti um
Skipaútgerð ríkisins, þá er komið við kaunin hjá
Framsókn. Þess vegna hefur Sklpaútgerðinni ekki
verið skipt upp enn. Og þegar þannig lendir í rifildi
um bráðina, þá kemur jafnvel fyrir að Framsókn
heimti helmingastaðaskipti um saltfiskssöluna, en það
þýðir ekkert, því að þá er komið við kvikuna í Sjálf-
stæðisflokknum.
Manngildi og peningagildi
Sú .auðstétt, sem lætur þannig greipar sópa um
tekjur verkamannsins og eigur ríkisins, hyggst að
grundvalla yfirráð sín til frambúðar með því að
breyta manngildi íslenzkra kjósenda í peningagildi.
Þess vegna hefur hún nú með Sjálfstæðisflokkinn
sem tæki hafið skipulagða skoðanakúgun og sannfær-
ingarsölu um land allt, reynt að koma þeirri hug-
mynd inn hjá íslendingum að enginn maður nái rétti
sínum nema ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna
er erindrekum stjórnarflokkanna falin úthlutun í-
búðalánanna, ekki bönkunum. Þess vegna er inn-
tökubeiðnum í Sjálfstæðisflokkinn safnað um leið
og umsóknum um Bústaðavegshúsin er veitt móttaka.
Þess vegna er nú með ærnum kostnaði og manna-
haldi skipulagt af Sjálfstæðisflokknum að reyna að
kaupa upp sex til sjö kjördæmi í landinu, svo að
Sjálfstæðisflokkurinn megi þannig einn öðlast meiri
hluta á Alþingi.
Þetta heldur flokkur, sem kallar sig Sjálfstæðis-
flokk, að sé leiðin til þess að vinna jil íylgif_við
sig þjóð Auðar Vésteinsdóttur og Ingjalds frá Her-
gilsey. Svona amerískur er skilningur hans á skoð-
ana- og persónufrelsi orðinn.
Það er nú vegið að lýðræðinu í landinu með öll-
um ráðum auðstéttarinar. í Kópavogi er lýðræðislega
og löglega kosin hreppsnefnd sett frá með lögum,
sem pískuð eru fram á Alþingi undir því yfirskyni
að gera Kópavog að kaupstað, bara af því að Sjálf-
stæðisflokknum líkar ekki meiri hluti hreppsnefnd-
arinnar. Forsætisráðherrann lýsir yfir því á Alþingi
að undirskriftir, opinber atkvæðagreiðsla, sýni rétt-
ar vilja kjósenda en leynileg, og síðan er reynt að
hræða Kópavogsbúa frá þátttöku í leynilegri at-
kvæðagreiðslu. Og svo er nú Kópavogsbúum hrundið
út í sjöttu kosningarnar á 8 árum, allt til þess að
reyna að fella frá völdum þá framfarastjórn und-
ir forustu Finnboga Rúts Valdimarssonar, sem unnið
hefur stórvirki þar syðra. En Kópavogsbúar hafa
sýnt það í atkvæðagreiðslunni 24. apríl, að þeir láta
ekki auðstétt Reykjavíkur og útsendara hennar hræða
sig, og þeir munu sýna það enn í bæjarstjórnarkosn-
ingunum næst.
Svo hatrammur er orðinn yfirgangur Sjálfstæð-
isflokksins eftir að hann tók að læra af ameríska
auðvaldinu, að jafnvel blindir fá sýn. Framsóknar-
flokkurinn hefur nú tíu ára reynslu af samstarfinu
við Sjálfstæðisflokkinn um að vernda lýðræðíð, og
2. október s.l. kveður Tíminn upp eftirfarandi dóm,
orðrétt, að fenginni þessari reynslu:
„Það eru braskarar, sem ráða Sjálfstæðis-
flokknum, og þeir mundu noía valdaaðstöðuna
án minnstu miskunnar og tillitssemi. íhaldið
myndi vissulega misbeita þannig valdinu, ef
það fengi það einsamalt, að eftir það yrði ekki
til lýðræði á íslandi nema að nafninu tiL, og
ekki myndi horft í að þyggja erlenda aðstoð,
ef völdin yrðu ekki tryggð með öðrum hætti."
Þetta eru orð Tímans um það „alræði braskar-
anna,“ en svo heitir þessi ritstjómargrein, — sem
bíður vor íslendinga, ef svo er haldið áfram, sem
nú er stefnt. Það er verið að undirbúa þetta alræði
braskaranna með allri þeirri pólitík, sém rekin hef-
ur verið síðustu sjö árin og Framsókn hefur tekið
þátt í. Það eru því siðustu forvöð að alþýða íslands
faki í taumana, og það er það sem alþýða íslands
nú er að gera.
Þakjárn
Almenna byggingalélagið H.F.
Borgartúni 7 — Sími 7490
•■■•■■■■•••••■■■•■■■■■•■•■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■•■■r .■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Uppboð
Samkvæmt kröfu Ragnars Jónssonar hrl., og að
undangengnu fjárnámi í dag, verða bifreiðarnar
R-581 og R-2141 seldar á opinberu uppboði, sem
fram fer við smurningsstöðina Sunnu s.f., Kópa-
vogshálsi, laugardaginn 21. maí n.k. kl. 10 f.h.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu
m\
11. maí 1955.
KRISTINN ÓLAFSSON, fidltrúi.
Ferðatöskur
Verð frá kr. 120,00.
Toledo
Fischersundi.
Kóreustriðið
Framhald af 5. siðu.
verulegt stríð. Við höfum varið
172 milljörðum dollara til land-
varna okkar undanfarin 5V>> ár
og önnur Atlanzbandalagslönd
hafa varið 35 milljörðum doll-
ara til sinna landvarna á sama
tíma.
«■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■••■■■■■1
■
s
■
: verður háldið hjá áhaldahúsi bæjarins við Skúlatún,
| föstudaginn 20. maí n.k. kl. 1.30 e.h. og verða seldar eft-
| irtaldar bifreiðar eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykja-
: vík, tollstjórans í Reykjavík o.fl.:
m
| R-38, R-187, R-224, R-348, R-366, R-392, R-433. R-542,
: R-613, R-630, R-912, R-1095, R-1251, R-1303, R-1577,
| . R-1665, R-1722, R-1765, R-1780, R-1918, R-1987, R-2033,
[ R-2126, R-2187, R-2299, R-2354, R-2358, R-2380. R-2475,
| R-2624, R-2706, R-2834, R-2924, R-2937, R-2979. R-3095,
| R-3353, R-3540, R-3555, R-3628, R-3695, R-3732, R-3764,
[ R-3835, R-3898, R-4015, R-4'124, R-4174, R-4181. R-4216,
{ R-4418, R-4466, R-4507, R-4533, R-4537, R-4643, R-4676,
1 R-4690, R-4693, R-4704, R-4766, R-4880, R-4970, R-5922,
! R-5095, R-5212, R-5232, R-5260, R-5283, R-5299, R-5320,
| R-5321, R-5333, R-5377, R-5404, R-5420, R-5548, R-5575,
R-5703, R-5791, R-5835, R-5904, R-5972, R-5983, R-6053,
R-6113, R-6216, R-6250, R-6287, R-6362, R-6416. R-6436,
R-6456, R-6470, R-6516, R-6671, R-6711, R-6730. G-117,
G-227, G-255, G-518 og D-20.
Greiðsla fari fram við hamarshögg
1 . . ; ' ■ _.... .......
Borgarfógetinn í Reykjavík
NAUÐUNGARUPPBOl
Utanlandsferðir
Ferðaskrif stof u
ríkisins
Ferðaskrifstofan hefur margra ára
reynslu að baki við skipulagningu ódýrra og hag
kvœmra orlofsferða.
VOR OG SUMAR býður hún upp á eftirgreindar ferðir.
2 meginlandsferðir
(30 dagar)
Frakkland
Italía
Sviss
Þýzkaland
Danmörk
Skotland
Lagt af stað 1. júní.
Verð frá kr. 7.500,00.
L0ND0N—PAHtS
2 Noiðailandaierðii
(23-26 dagar)
Danmörk
Svíþjóð
Noregur
Faéreyjar
★
Fyrri ferðin 1. júní.
Seinni ferðin tl. júní.
Verð frá kr. 5.500,00.
14 daga ferðir til ofangreindra borga og allt það
markverðasta skoðað og ferðast um nágrenni þeirra, til
Oxford, Stratford on Avon, Versala o. fl.
Fyrsta ferð 30. júní. — Verð frá kr. 4.850.
<S>------------------------------1----------------------------:----------------------------------------;—<S>
Ferðast með M.s. Gullfoss — Gullfaxa, M.s. Heklu og íslenzkura nýtízku langferðabíl
— Gjörið svo vel og koraið eða hringið og kynnið yður áætfanir og fyrirkomulag