Þjóðviljinn - 15.05.1955, Page 9
A ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÚRl FRtMANN HELGASON
knettmum,
Um daginn, þegar einn leikur
Heykjavíkurmótsins fór fram
skeði það eins og raunar oft
áður að línuvörður stöðvaði
knött sem var á mikilli ferð
útaf vellinum og hefði annars
farið fleiri tugi metra burt frá
þeim stað, þar sem hann fór
útaf. Sjálfsagt af gömlum vana
fannst mér ekkert við þetta að
athuga, leit á þei-ta^gem .vin-
samlega hjálpsemi við þann
mann eða lið sem átti knött-
inn, Mér hefði satt • að segja
þótt það full letilegt að hreyfa
sig ekki en láta knöttinn renna
framhjá sér.
En um leið og línuvörðurinn
stöðvaði knöttinn og rétti hann
til leikmannsins sem kasta átti
inn, sagði félagi minn, sem sat
hjá mér: „Hví gerir maðurinn
þetta, hann hefur ekki heimild
til að skipta sér af knettinum'1.
Eg lét á mér skilja að ég
skildi ekki alveg hvað hann væri
að fara. „Sjáðu nú til“, sagði
félagi minn, með þessu er línu-
vörðurinn beinlínis að blanda
sér inn í gang leiksins. Þú sást
að hann stöðvaði knöttinn þeg-
ar í stað og rétti hann leik-
manninum, og þú sást að það
skeði það fljótt að mótherjar
höfðu ekki tíma til að „dekka
upp" áður en knötturinn var
komj|in í leik aftur. Með þessu
er þessi starfsmaður leiksins að
hafa áhrif á gang leiksins. Hann
veldur í þessu tilfelli því að
knötturinn er lengur inni á vell-
sidpta sér af
hann fer út af?
inum en hann annars hefði ver-
ið. Hver þau afskipti sem hann
hefur í þá átt að eltast við
knött sem hefur farið útaf,
hvort sem það er til að flýta
fyrir eða tefja, er að hafa á-
hrif á gang leiksins.
Afstaða mannanna á vellin-
um hvers til annars er stöðugt
að breytast og það þó knöttur-
inn sé úr leik. Óbeinlínis er
línuvörðurinn valdur að öllu
þessu með afskiptum sínum.
Hitt er svo annað mál, þegar
félögin hafa drengi til að sækja
knött.sem fer langt t.d. aftur
fyrir mark, þau um það, en
hinn opinberi starfsmaður leiks-
ins má ekki viljandi hafa þessi
áhrif“.
Ég viðurkenndi strax að þetta
væri sjónarmið en hvað finnst
dómurunum ? Hvað finnst KRR,
og hvað finnst ykkur, góðir á-
hugamenn?
Félagi minn sem hjá mér sat
var Albert Guðmundsson.
Hvaðá árangur næst í frjálsum
íþróttiun í Melbourne?
i
Hinn 19. janúar s.I. kepptu «
unglingalið Englendinga og j
ítala í knattspyrnu. Sigraði:
enska liðið með miklum yfir-:
burður, skoraði 5 mörk gegn :
einu. Myndin er frá leiknum j
og sýnir knöttinn „Uggja j
inni“ hjá ítölunum — en j
markið var dæmt ógilt. ítalski j
markmaðurinn, sem sést á:
myndinni, heitir Stefani.
I erlendum blöðum og tímarit-
um er þegar farið að ræða um
sigurmöguleika á olympíuleik-
unum í Melboume næsta ár. I-
þróttamennirnir eru fyrir löngu
famir að æfa með förina þang-
að fyrir augum að stórmótin í
sumar mætti nefna nokkurs
konar „generalprufur“ fyrir
leikana.
Sænska tímaritið- Ali Sport
hefur spurt sænska þjálfarann
Gösse Holmér, sem er einn mesti
kunnáttumaður um frjálsar í-
þróttir á Norðurlöndum, hvaða
árangur han geti hugsað sér
að náist á ó.L. að ári. Holmér
sagðist að sjálfsögðu geta gizk-
að á, það væri hægast, en það
verði aldrei nema ágizkanir.
Það getur verið skýfall á vell-
inum, það getur verið rok og
það getur orðið 35° hiti í skugg-
anum en allt þetta hefur áhrif
á árangurinn.
En miðað við eðlilegar að-
stæður skrifaði Holmér niður
eftirfarandi ágizkanir:
100 m hlaup 10.2
200 — — 20.5
400 — — 45.8
800 — — 1.46.0
1500 — — 3.42.0
5000 — — 13.45.0
10.000— — 28.55.0
110 m. grindahlaup 13.5
400 m grindahlaup 50.0
3000 m. hindrunahlaup 8.42.0
Maraþonhlaup 2.20.00.0
4x100 m boðhlaup 39.6
4x400 m boðhlaup 3.04.0
Hástökk 2.12
Langstökk 8.10
Þristökk 16.30
Stangarstökk 4.70
Kúluvarp 18.50
Kringlukast 59.00
Spjótkast 83.00
Sleggjukast 64.50
Spurningar og svör um
knattspyrnulög?
1. spuming:
Við þekkjum allir hinn svo-
nefnda „háa fót“ (þ.e. fótur
sem teygður er hátt upp eftir
knetti), sem getur verið leiður
bæði fyrir háa sem lága.
En ber að dæma á háan fót?
2. spurning
Markmaður spymir frá marki,
knötturinn fer uppi loftið og
eftir að hafa þó farið út fyrir
vítateig fýkur hann til baka.
Sækjandi hleypur til og vill
skora en áður en sækjandi hefur
snert markmaim eða knött slær
markmaður knöttinn yfir þver-
slá.
Hvað á að dæma?
Sunnudagur 15. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Gunnar M. Magnilss:
Börnin frá Víðigerði
ir atbeina þessara fílefldu karlmanna, sem stóðu
svo voðalega vondir yfir honum. Víðigerðisfólkið
varð logandi hrætt, safnaðist kringum bændurna
og bað þá í guðanna bænum að stilla reiði sína,
því að margir væru farnir að horfa á þá, og sumt
af því fólk með blýanta bak við eyrun, stráha’tt
og gleraugu og gætu vel verið lögreglur eða
fangaverðir.
En bændurnir gleymdu því um s’tund, að þeir
voru í Ameríku. Finnur hótaði öllu illu, en Guð-
mundur heimtaði son sinn af Stjána, umsvifa-
laust.
Stjáni var nokkra stund að átta sig, meðan æs-
ingin var í bændunum. En þegar þeim fór að leið-
ast þessi aumingjaskapur í stráknum, litu þeir
enn í ýmsar áttir og sáu, að það var satt, sem
fólkið sagði: margir horfðu á þá og sumt töluVert
illilegir menn.
Stjáni rétti sig upp og settist utan í poka,
strauk framan úr sér með húfunni og greiddi
hárið upp og aftur með fingrunum. Síðan byrjaði
hann að tauta í hálfum hljóðum og smáhækkaði
sig.
„Það er naumast, að aldrei má segja orð í
gamni. En ég held, að það eigi ekki vel við þá
hérna í Ameríku, þessi íslenzka fýla, sem leggur
af ykkur, þegar þið þykist vera eins og heilagar
guðsorðabækur“. — Stjáni stóð upp og gekk nokk-
ur spor frá Finni. „Þið haldið, að ég verði ykkur
lengi til styrktar með svona framkomu. Eg gef
stokkið frá ykkur á þessu augnabliki, en ég ætla
ekki að gera það. Þið hafið ekki viljað láta mig
hafa yfirumsjón með krakkaormunum ykkar, en:
ef einhver af þeim týnisl', þá heimtið þið, að ég
skili þeim“.
Kvennadeiid S.V.F.I. í Reykjavíku heldur
I FUND I
i , s
í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 16. maí kl 8.30.
: •
* «
Til skemmtunar:
Upplestur: Gunnar Gunnarsson.
Einsöngur.
Dans.
: |
Fjölmennið
Stjómin
Nemendatónleikar
Framhald af 3. síðu.
Loks er að geta fiðlusveitar
skólans, sem Ruth Hermanns,
fiðluleikari í Sinfóníuhljóm-
sveitinni, hefur þjálfað og lék
þarna tvö lög eftir Charleg
Vale og Telemann undir
stjórn kennara síns. Það var
auðfundið, að Ruth Hermanns
hefur lagt hér af mörkum
mikið og gott starf, og er þesg
að vænta, að þessi vísir, þó að
enn sé mjór, boði meiri hluti
síðar.
Slíkir tónleikar eru ánægju-
legir, því að þeir bera vitni
um gróandi líf, sem á áreið-
anlega eftir að bera góðan á-
vöxt. Laugarnesskólinn hefur
hér gengið á undan með góóit
fordæmi um tónlistarstarfsemi
meðal æskulýðsins, og er von-
andi, að sem flestir skólar
megi ná jafngóðum árangri.
B.F.