Þjóðviljinn - 15.05.1955, Page 11

Þjóðviljinn - 15.05.1955, Page 11
Sunnudagur 15. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN —(11 CCricta Maria KEMABQUE Að ei&ha * *■. « • ® og deyja 127. dagur Gráber hristi höfuðið. Fresenburg brosti hálfu brosi. ,.Þetta er rétt hiá þér“, sagði hann. „Það gerum við ekki. Þess í stað reynum við að stuðla að því að slíkt sem þetta geti ekki komið fyrir aftur. Ef þaö mætti verða, tæki ég mér aftur byssu í hönd, ef þörf kreföi“. Hann hallaöi sér út af. Allt í einu sýndist hann ör- magna. Þegar Gráber var kominn að dyrunum voru augu hans lukt. Gráber hélt aftur til þorpsins. Daufur kvöldroði litaði himininn. Það hafði rignt aftur. Leðjan var að þorna. Á vánbiytum ökrum spnittu blóm og illgresi. Drunur hevrðust af vígstöövunum. Allt í einu var eins og annar- legur svipur færðist yfir allt. Gráber kannaðist viö þessa tilfinningu; hann fann hana iðulega þegar hann vakn- aði á næturnar og vissi ekki hvar hann var. Það var eins og hann hefði dottið út úr heiminum og væri aleinn á reki 1 niðamyrkri. Það stóð aldrei lengi. Maður fann alítaf leiðina til baka; en í hvert sinn var eftir örlítið hugboð urn að einhvern tíma færi svo að leiðin til baka fyndist ekki. Maður fann ekki til ótta; maður rýmaði einungis allur. eins og lítið barn eft.irskilið á endálausri sléttu þar sem allar undankomuleiðir vora hundx’að sinnum of langar. Gráber stakk höndunum í vasana og leit í kringum sig. Sama gamla útsýniö blasti við: rústir, óplægðir akrar, rússneskt sólsetur og á móti folir glamp- ar frá vígvellinum. Þeir brugðust aldrei og þeim fylgdi kuldahrollur sem nísti hiartað. Hann þreifaði á bréfum Elísabetar í vasa sínum. Þau voru þrungin hlýju, innileik og eftirvæntingu ástarinn- ar. En þau voru enginn lampi sem lýsti upp vel skipulegt hús; þáu voru hrævareldar yfir mýri, og því lengra sem hann revndi aö fylgja þeim eftir, því svikulli varð mýiin. Hann hafði viljað kveikja sér leiðarljós til aö finna leiö- ina til baka, en hann hafði sett það upp áður en húsið var byggt. Hann hafði kveikt það á rúst; það prýddi hana ekki, gei’öi hana aðeins ömurlegri. Heima hafði hann ekki vitaö þetta. Hann hafði fylgt ljósinu eftir án þess að spyrja, í þeixri von aö það væri nóg. En það var ekki nóg. Hann hafði barizt gegn þessari niðurstöðu eins lengi og hann gat. Það haföi ekki veriö gleðiefni að gera sér Ijóst að þaö sem hann hafði vonaö að yrði sér hald og traust hafði aðeins oi'ðið til að einangra hann. Það náði of skammt. Þaö snart hjarta hans en var honum enginn stuðningui*. Það varð að engu; það var agnarlítil einka- hamingja, sem mátti sín einskis í hinni takmarkalausu ’víðáttu almenm-ar eymdar og örvæntingar. Hann tók upp bréf Elísabetar og las þau og bjarminn frá kvöld- sólinni roðaöi síðurnar. Hann kunni þau utanað; hann las þau einu sinni enn, og þau gei’ðu hann aðeins meii'a einmana en áður. Þessi tími hafði verið of stuttur og hinn of langur. Það hafði verið leyfi; en líf hermanns er reiknað í dvöl hans á vígvellinum en ekki í leyfum. Hann stakk bréfunum aftur í vasann. Hann setti þau hjá bréfum foreldra sinna sem höfðu beðið hans á deild- ar ski’ifstofunni. Það var tilgangslaust að brjóta heilann. Fi'esénburg hafð'i rétt f51111’ sér; sjálfsbjargarviðleitnin var nóg. Enginn skyldi reyna að leysa gátur tilverunnar þegar hætta steðjar að. Elísabet, hugsaði hann. Hvers vegna hugsa ég um hana eins og hún væri mér glötuð? Ég hef bréfin hennar hjá mér! Hún er liíandi! Þorpið nálgaðist. Þaö lá þarna ömui’legt og yfirgefið. Öll þessi þorp virtust lögzt í eyði til eilífðar. Stígur jaör- aður birkitrjám lá a'ð hrandu hvítu húsi. Þar hafði einu sirmi vei’ið garður; jurtir stóðu í blóma og á bakka for- ai'polls stóö stytta. Þaö var skógarguö og lék á pípur sínar en enginn sirmti kalli hans. Þar vora aðeins nokkr- ir nýliðar að leita að grænum kirsuberjum á ávaxtati’ján- um. 27 „SkæraliÖai’". Steinbrenner sleikti út um og leit á Rússana. Þeir stóðu á þorpstorginu. Það voru tveir karl- menn og tvær konur. Önnur konan var ung. Hún var meö kiinglótt andlit og há kinnbein. Leitarflokkur hafði komið með þau fyrr um morguninn. „Þau líta ekki út eins og skæruliðar“, sagði Gráber. „Þau eru það samt. Hvei's vegna heldurðu að þau séu það ekki?“ ,,Þau líta ekki þannig út. Þau líta út eins og fátækir bændur!“ Steinbrenner hló. „Ef þaö væi'i prófsteinn, væru engir glæpamenn til“. Það er satt, hugsaöi Gráber. Þú ert sjálfúr bezta dæmið um það. Hann sá Rahe nálgast. „Hvaö eigum við að gei'a við þá?“ spurði hann. „Þeir voru teknir hér í grehnd“, sagði sergent-majór- hm. „Við verðum aö læsa þá inni og bíða eftir skipunum". „Guð veit að við eigum nóg með okkur. Hvei’s vegna sendum við þá ekki til hei’stjórnarinnar?“ Rahe bjóst ekki við svai'i. Herstjórnin hafði ekki leng- ur ákveðinn samastað. Þegar bezt lét sendi herforingja- ráðið einhvern á vettvang til að yfirheyra Rússana og gaf síðan fyrirskipanir um hvað gera skyldi. „Fyrir utan þoi'pið eru rústir af stórhýsi“, sagði Stéinbrenner. „Þar er skúr með rimlagluggum, járnsleginni hurð með lás fyi'ir“. Rahe leit á hann gagnrýnisaugum. Hann vissi hvaö Steinbreimer var aö hugsa. í umsjá hans myndu Rúss- arnir gei’a flóttatilraun sem yrði þeim að falli. Fyrir utan þorpið væri hægðarleikur að koma því í kring. Rahe leit í kringum sig. „Gi'áber“, sagði hann. „Takið þetta fólk í yöar vörzlu. Steinbrenner getur sýnt yöur hvar skúrinn er. AthugiÖ hvort hann er nógu traustur. Gefið mér síðan skýrslu og skiljið vörð eftir þar. Takið menn úr deild yðar. Þetta er á ýðar ábyrgð. Eingöngu“, bætti hann við. Annar karlmaðurinn var haltur. Eldri konan var með æðahnúta. Hin yngri var berfætt. Fyrír utan þorpið hratt Steinbrenner yngri manninum til. „Hæ þarna! Þú! Hlauptu!" Maðurinn sneri sér viö. Steinbrenner hló og pataöi. „Hlauptu! Hlauptu! Flýttu þér! Frjáls!" MSENDEVG Þýzkar rífskápur Poplinfrakkar Fjöibieyit úival af amerískiim morgimkjólum KEepnælon-hanzkar Mikið úrval af peysum og ailskonar kvendrögtum Mjög fjöibreytt úrval af poplinblússum Nýtt úrval af kventöskum Verzlunin EROS Hafnarstr. 4 Sími 3350 Jón klofningur Framh. af 6. síðu meðan á deilunni stóð og munu þeir þá fljótt kannast við • skyldleikann. J. S. segir m. a.: „Allt í allt, að meðtöldum sérkröfum, munu kröfurnar til hækkunar hafa numið 35— 50%. Að hækkunarleiðin skyldi valin og farin varð ti], þess, á- samt öðru, að samúð fekkst ekki sem skyldi með því íólki, sem í deilu stóð, þótt það væri álit alls þorra manna, að kjara- bóta væri þörf. Verkafólk veit orðið nú, að kauphækkun kemur ekki að gagni fyrir launþegana nema stutta stund, þegar kauphækk- unin nær til allra starísstétta. Reginvitleysan var olíustöðv- unarfyrirskipun framkvæmda- stjóra (!!) Alþýðusambandsins til hinna ýmsu félaga úti á landi. Mestu vitleysuna af mörgum tel ég persónulega þó, þegar verkfallsnefndin eða samninga- nefndin leyfði einstökum at- vinnurekendum að kaupa sig frá vinnustöðvun með svoköll- uðum samningum. Fréttir af samningaumleitun- um báru með sér, að lítill vilji væri til samkomulags og mátti ekki á milli sjá hjá hvorum aðilanum gætti meiri óbilgivni. Þó er skylt að geta þess, að tiltölulega snemma í verkfall- inu munu a'lvinnurekendur hafa léð máls á 7% kjarabót- um og þeirri lehgingu oriofs er farið var fram á, svo segja má að það sem fékksf endáiiiega þar fram yfir, hafr kostað miklar fórnir og verið dýru verði keypt. (Leturbr. Þjóðv.). Eins og áður er sagt, voru kröfurnar miklar, er fram voru settar. Hins vegar er því ekki að neita, að ekki var viturlegt að ætla sér að taka svo mikla kauphækkun á einu bretti, þeg- ar ljóst mátti vera til hvers það hefði leitt.“ Fleiri upptuggur úr málgögn- um atvinnurekenda ber Jón á borð fyrir lesendur í grein sinni þótt hér verði látið staðar num- ið að sinni. Eins og sjá má er öll ,,röksemda“-færslan sótt til íhaldsins og jafnvel ekki hikað við að reyna að gera blekkingar Ólafs Björnssonar að vísindum sem ekki verði véfengd! Lengra gat þessi út- þvældi þjónn hægri krata og í- halds tæplega gengið í ó- skammfeilninni. En hver efast nú lengur um hugarfar J. S. til verkalýðsfé- laganna meðan þau stóðu í eld- rauninni? Tæplega gat J. S. lagt gögnin fyrir sekt sinni skilmerkilegar á borðið. Hann hefur sjálfur sannað þeim van- trúuðu að atvinnurekendur sögðu sannleikann þegar þeir báru hann fyrir því að verka- lýðsfélögin gæfust fljótlega upp og allt myndi „gliðna í höndum kommúnista og Hanni- bals“ væri aðeins sýnd nógu öflug mótspyrna. Það vör fram- lag J. S. til þeirrar hörðustu kjarabaráttu sem verkalýðsfé- lögin hafa lengi háð. Hann var í hlutverki kvislingsins og nú gremst garminum hve spádóm- ar hans og loforð brugðust. Af því stafa öll sárindin og svi- virðirigarnar um forustumenn verkfallsbarátturinar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.