Þjóðviljinn - 19.05.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.05.1955, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 19. maí 1955 — 20. árgangur — 112. tölublað Eitt miesta f|ársvtkaiiiál sem iipp hefnr komfzt hérlendiss Fjárdráttur hgimars á aðra milljón Kvittanir fyrir fjárframlögum til Alþýðuprent- smiðjunnar hafa fundizt í plöggum skölastjörans t. Bjami Benediktsson fól loks sakadómara í fyrradag að láta rannsaka fjárdráttarmál séra Ingimars Jónssonar fyrrverandi skólastjóra við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Gerðist þetta sama daginn og Þjóðviljinn ítrekaði enn einu sinni fyrirspurnir sínar um það hvort landslög væru ekki talin ná til þessa máls, og hafði það þá legið 1 ráðu- neytum Bjama Benediktssonar í meira en tvo mánuði. Búizt er við að rannsókn málsins verði falin Þórði Bjöms- syni, fulltrúa sakadómara, en ekki hafði hann fengið gögnin í hendur er ÞjóðvUjinn hafði tal af honum í gær. Að undanförnu hafa fjárreið- ur Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar verið athugaðar af endur- skoðunardeild f jármálaráðu- neytisins og námsstjóra gagn- fræðastigsins. Komust þeir að raun um að mikill fjárdráttur hafði átt sér stað um langt árabil bæði í sambandi við byggingu skólahússins mikla og rekstur skólans. Voru allar þær fjárreiður í höndum séra Ingimars Jónssonar, en endur- skoðunin mun hafa verið form- ið eitt, þannig að auðvelt var að framkvæma ránið. Varð upp- Mverslir stódentar þakka meðala- lýsið sei Stádentaráð sendi þeim Morgunblaðið uppvísi að lygalregnum í tvö ár samfleytt Nýlega barst Stúdentaráði Há&kóla íslands bréf frá Heilsuhæli stúdenta (Students Health Home) í Kalkutta, þar sem þakkað er fyrir meðalalýsi, sem safnað var á vegum Stúdentaráös og sent til Indlands haustiö 1953. Bréfið hljóöar þannig: ,JCæru vinir! Við höfum þá ánægju að láta hér með fylgja skýrslu vora sem skýra skal þann misskiln- ing, sem orðið hefur varðandi gjafasendingu meðalalýsis, sem við höfum veitt viðtöku. Vissar villandi fréttir hafa birzt í blöð- um um þetta mál, en það er trú okkar, að þessi yfirlýsing muni verða íslenzkum stúdentum gagnleg í þvi sambandi. Til skýringar málinu og eflingar vináttu indverskra og íslenzkra stúdentasamtaka, biðjum við yður vinsamlegast að skýra fulltrúum yðar frá þessari skýrslu og birta hana í mál- gögnum yðar. Með alúðarkveðjum, yðar einlægur. Arun Sen aðalritari". í meðfylgjandi slcýrslu heilsu- hælisins segir meðal annars: „Til þess að greiða úr flækj- unni, óskum við eftir að vekja athygli allra hlutaðeigandi á því að tilgreind gjafasending kom til Indanlds 1953 og var leyst út í Kalkuttahöfn í janúar 1954. Vegna þeirrar staðreyndar, að vörusendingin var gjöf og ætl- uð til hjálpar stúdentum og fleirum, veitti fjármálaráðu- neytið og Indlandsstjórn okkur vinsamlegast undanþágu frá því að greiða toll af gjafasending- unni. Á vegum Heilsuhæiis stúdenta hefur miklu magni af þorskalýsi verið útbýtt ókeypis til ýmissa sjúkrahúsa í Kal- kútta og afgangurinn settur í 4 oz. meðalaglös, sem verið hef- ur dreift ókeypis til einstakra þurfandi stúdenta. Þetta hefur Framhald á 12. síðu. hæðin þeim mun hærri sem lengra var kannað og lokatalan mun vera á aðra milljón króna — eða sem næst 1.100.000 kr. Er þetta eitthvert mesta fjárdráttarmál sem sögur fara af hér á landi, og má minna á að það slagar hátt upp í ok- urgróða Olíufélagsins hf. í sam- bandi við gengislækkunina. — Morgunblaðið kallar þetta hins vegar ,,misfellur“ í fréttaklausu í gær. ★ ★ Kvittanir frá Alþýðu- preutsmiðjunni Eitt meginverkefni rannsókn- arinnar mun verða það að at- huga í hvað hinu rænda fé hef- ur verið varið — að minnsta kosti taldi Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra það einn megintilgang Blöndalsrannsókn- arinnar í ræðu sem hann flutti á Alþingi. Mun þegar hafa kom- j ið fram nokkur vísbending um ; einn farveginn. í skjöium séra i Ingimars sem lagt var hald á munu hafa fundizt allmargar kvittanir fyrir f járframlögum j til Alþýðuprentsmiðjunnar. — Ingimar Jónsson hefur sem kunnugt er verið einn helzti forsprakki hægri mannanna í Alþýðuflokknum og á enn sæti í miðstjórn flokksins, þótt vara- maður hans, Guðjón B. Bald- vinsson, hafi nú gegnt fyrir hann störfum þar um tveggja mánaða skeið. Hefur séra Ingi- mar haft sérstaka stjórn á fjárhag flokksins, er m.a. í stjórn þeirra fyrirtækja sem flokkurinn rændi frá verklýðs- hreyfingunni á sínum tíma og hafði lagt á ráðin um þau af- rek. Lagði hann mikið kapp á að tryggja yfirráð hægri mann- anna yfir fjármálakerfi flokks- ins og reyndist oft bjargvættur þegar Alþýðublaðið komst í kröggur. Mun hann m.a. hafa fengið eina prentvélina í Al- þýðuprentsmiðjunni sem trygg- ingu fyrir framlögum sem ekki höfðu verið endurgreidd. Þar sem kvittanir fyrir nokkrum fjárframlögum hafa fundizt í fórum séra Ingimars hlýtur rannsóknardómarinn að athuga sérstaklega samband hans við Alþýðuflokkinn og þá Framhald á 10. síðu ■ Neskaupstað í gær. Samningar um kaup og kjör verkafólks hafa verið undirritaðir í Neskaupstað og ganga peir í gildi n.k. mánudag. Kaup verka- manna er hið sama og í Reykjavík, verkákvenna- kaup er kr. 7.25 og er par um bráðábrigðasamning að ræða. Konur fá sama kaup og karlar fyrir tiltekin erfið störf. Þá hefvr verið samið um unglingakaup og ákvæð- isvinnu. í samningunum eru samskonar ákvæði og í Dag-sbrúnarsamningunum um lengingu orlofs, greiðslu vegna sjúkrákostnaðar og framlag til aivinnuleysis- trygginga. Vísitala óbrey tt Kaupgjaldsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík miðað við verðlag um síðustu mánaðamót og reyndist hún óbreytt, 162 stig. Einnig hefur kauplagsnefnd reiknað út kaupgjaldsvísitölu fyrir maí og reyndist einnig hún óbreytt 151 stig. Launafólk það sem greitt fær laun samkvæmt nýju samningunum fær sam- lcvæmt því grunnkaup sitt gold- ið með 161 stigs álagi. Alýlusamiy Noriurlandanna j styrkja íslenzka verkfallsmenn j mei 150 þús. kr. ■ Forseta Alpýðusambands íslands, Hannibal Valdimarssyni hefur borizt skeyti frá forseta [ danska Alpýöusambandsins, Ejler Jensen, um aö \ stjórnir dönsku, norsku og sænsku Alpýðusam- [ bandanna hafi á fundi í Kaupmannáhöfn 13. p.m. ákveðið að styrkja íslenzka verkfallsmenn með 25 j pús. sœnskum, 15 pús. norskum og 15 pús. dönsk- um krónum. í íslenzkum krónum er framlag petta nær 150 pús kr. ' íslenzkir verkfallsmenn pákka og munu meta að verðleikum vináttu og stuðning stéttarbræðranna j með frœndpjóðunum. Daga og nœtur brennur striSseldur rikisstjórnarinnar ' 1 . Þegar friðvænlegra er í heim- inum en nokkru sinni fyrr þrymja fallbyssur og rignir eldi yfir íslenzkt land. Menn gætu haldið að þetta væri lygi, ef ríkisstjórnin hefði ekki verið svo hugulsöm að láta birta tilkynningu um þetta í öllum blöðum sínum fyrir skemmstu. Það eru ekki vitleysingarnir á Kleppi sem halda fram þeirri fullyrðingu að skothríðin sem nú dynur daglega á Reykjanes- skaganum sé gerð til þess að íslendingar verði hamingjusam- ari og langlífari í Iandi sínu, 1 heldur er það sjálf ríkisstjórnin. Daga og nætur brennur bandarískur stríðseidur á Reykjanesskaganum og eyðir hinum fátæklega gróðri. Islend- ingar eru varaðir stranglega við því að fleygja frá sér logandi eldspýtu, svo þeir valdi ekki gróðurspjöllum. En við Kanann segja ráðherrarnir: gerið svo vel, skjótið af fallbyssum. Meðfylgjandi mynd er tekin af Vogastapanum. Uppi undir fjöllunum sjáið þið reykinn af stríðseidi ríkisstjórnarinnar og bandaríska hernámsliðsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.