Þjóðviljinn - 19.05.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.05.1955, Blaðsíða 11
Pimmtudagur 19. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Brich Maria REMAKQUE 44 eisha ...09 deyja 130. dagur að það var ógerningur. Fólkið sem hafði endurbyggt skúrinn hafði séð fyrir því. Umbrotin á vígstöðvunum fóru vaxandi. Flugvélar þutu gegnum nóttina. Vélbyssuskellir kváðu við. Svo heyrðust þyngri sprengingar. Gráber hlustaði. Gnýrinn fór vaxandi. Ef þau brytust út, hugsaði hann aftur. Har.n reis á fætui’ og gekk að skúrnum. Það var allt rólegt. Fangarnir virtust sofa. En hann sá óljóst fölt andli-t gamla Rússans og gekk burt. Eftir miðnætti vissi hann að stórorusta átti sér stað á vígstöðvunum. Skothríðinni linnti ekki. Sprengingam- ar voru farnar að nálgast þorpið. Gráber vissi hve staða þeima var veik. Hann gat fylgzt með því sem gerðist. Brátt myndu skriðdrekarnir gera árás. Jörðin titraði af átökunum. Eldingar og blossar lýstu himininn. Hann fann fiðring fara um sig. Honum fannst þetta vera á leið til sín. Og samt var eins og þaö þyti kringum hann á furðulegan hátt í hringiöu sprengjugnýs og eldinga, krmgum litla hvíta skúrinn, þar sem Rússamir fjórir biðu, eins og þeir væru þrátt fyi'ir eyöileggingu og dauða allt í einu orðnir aðalatriðið, eins og allt væri komið und- ir afdrifum þeirra. Hann gekk fram og aftur. Hann gekk að skúrnum og fór burt aftur, hann þreifaði á lyklinum í vasa sínum, Harrn bylti sér á hálmfleti sínu, og það var komið undir morgun, þegar hann féll í þungt, órólegt mók. á hann. „Morðingi," sagði hann aftur, og átti við Stein- brenner og sjálfan sig og alla aðra. Og allt í einu var eins og hugsanimar yltu fram í huga hans, hver um aðra. Það var eins og steini hefði verið velt til hliðar. Ákvörðun hafði verið tekin. Honum fannst eins og hann svifi í lausu lofti. Hann hafði enga þyngd lengur. Hama vissi að hann átti að gera eitthvað, en þaö var eins og hann yrði að standa kyrr, svo að hann svifi ekki burt. Hann var ringlaður í höfðinu. Hann gekk var- lega niður eftir trjágöng-unum. Eitthvað mjög mikilvægt þurfti hann að gera, en hann gat ekki áttað sig á hvaö það var, ekki ennþá. Það var enn of langt undan, of nýtt og of skýrt. Hann sá Rússana. Þeir hlupu álútir saman í hóp og konurnar á undan. Annar maöurinn leit um öxl og sá hann. Allt í einu var Rússinn með byssu í höndunum. Hann lyfti henni og miðaöi. Gráber sá svart hlaupiö, þaö færöist nær, hann langaði til að kalla hárri röddu, hann hafði svo margt að segja á svo stuttum tíma — Hann varð ekki var við skotið. Hann sá aðeins grasið nálgast og jurt, rétt fyrir framan sig, hálftroðna niður, með rauða stikla og fíngerö, mjó blöð sem stækkuðu, og hann hafði séð þetta áður, en vissi ekki lengur hvar. Jurtin titraöi og stóð síðan ein uppi frammi fyrir hníg- andi höfði hans, þögul, styrk, þmngin huggun og friöi hins fíngeröa og smáa; hún varð stærri og stærri, unz hún fyllti allan himininn og augu hans luktust. ENDIR. r................................. a Lífil skrifborð eigo einnig réff á sér Það var komin gráleit morgunskíma þegar hann vakn- aði. Á vígstöðvunum ætlaöi allt um koll að keyra. Stór- skotahríðin náði orðið til þorpsins. Hann leit í áttina aö skúrnum. Járnhurðin var með ummerkjum. Bakvið hana vom Rússarnir á hreyfingu. Svo sá hann Steinbrenner koma hlaupandi. , ,.Við hörfum,“ hrópaði Steinbrenner. „Rússarnir hafa brotizt í gegn. Allir safnist saman í þorpinu. Fljótur! Allt er á ringulreið. Náðu í dótið þitt.“ Hann var kominn á móts við hann. „Við afgreiöum hyskið í skúrnum þeg- ar í staö.“ Gráber var kominn með ákafan hjartslátt. „Hvar er skipunin?“ spuröi hann. ,.Skipun! Lagsi, ef þú vissir hvernig ástandið er í þorp- inu, spyrðiröu ekki um skipanir. Hefuröu ekki heyrt gauraganginn hingað?“ „Jú.“ ,.Þá veiztu það. Af stað! Heldurðu að.við getum dragn- azt með þetta fólk með okkur? Við afgreiðum þau um rimlana." Augu Steinbrenners vom mjög blá og skær. Húðin var strengd á nefi hans. Hönd hans var við beltisstaö. „Nei,“ sagði Gráber. „Hér er það ég sem ber ábyrgð- ina, Ef bú hefur enga skipun, þá geturöu farið.“ Steinbrenner hló. „Gott og vel. Þá skýtur þú þá.“ „Nei,“ sagöi Gráber. „Annarhvor okkar verður að gera það. Við getum ekki burðast með þau. Hafðu þig að þessu, þú með þínar við- kvæmu taugar. Af stað með þig. Ég kem eftir andartak". „Nei,“ sagði Gráber. „Þú skýtur þau ekki.“ „Ekki það?“ Steinbrenner leit upp. „Ekki það?“ endur- tók hann meö hægö. „Gerirðu þér Ijóst hvaö þú ert aö segja?“ „Já, ég geri það.“ „Einmitt það? Þá ættirðu líka að vita —“ Svipur Steinbrenners breyttist. Hann þreifaði eftir skammbyssu sinni . Gráber lyfti byssu sinni og hleypti af. Steinbrenner riöaði og féll fram yfir sig. Hann and- varpaði eins og barn. Skammbyssan féll úr hendi hans. Gráber starði á líkið. Sprengjuflaug þaut yfir garðinn. Hann tók sig á, gekk aö skúrnum, tók lykilinn upp úr vasa. sínum og opnaði dyrnar. „Farið,“ sagöi hann. Rússarnir horfðu á hann. Þau trúöu honum ekki. Hann fleygði frá sér byssunni. „Farið, farið,“ sagöi hann óþol- inrrióðlega og sýndi tómar hendur sínar. Með varúð steig ungi maöurinn út. Gráber sneri sér undán. Hann gekk aftur þangað sem Steinbrénher lá. „Mórðingi,“ Sagði hann og vissi ekki hvern hann átti við. Hanii starði á Stéinbrenner. Það hafði éngin áhrif Margir fussa við skrifborðum að óreyndu og segja sem svo: „Hvað ætti ég svo sem að gera við skrifborð, ég skrifa svo sjaldan." Þetta stafar af því að margir hugsa sér skrifborð í stíl við skrifstofuborð, með geysistórri plötu og fjölmörgum skúffum. Slíkt húsgagn tekur feikn mik- ið rúm í íbúð og það þarf að vera bráðnauðsynlegt til þess að hægt sé að leyfa sér það. En þess ber að gæta að til er nokkuð sem heitir lítil skrif- borð og þau eru oft mjög hent- ug vinnuborð sem allir meðlim- ir fjölskyldunnar geta notað við ýmiss konar störf. Skrifborð þurfa ekki að vera stór og klunnaleg, heldur geta þau verið lítil og snotur, stað- sett í stofuhorni. Þýðingarmikið er að gott sé að sitja við þau og á þeim þarf að véra þægi- leg lýsing, svo að gott sé að vinna við þau í ljósi. Allt of margir velja skrifborðslampann eftir útlitinu einu saman en gleyma að aðgæta hvort hann sé góður vinnulampi. Lítið skrifborð með góðri lýsingu get ur verið fyrirtaks vinnustaður og ef borðið er mjög lítið er skynsamlegt að sleppa borð- lampanum en velja í staðinn lampa sem hægt er að festa á vegginn og varpar þægilegri birtu yfir borðið. Borðlampi er nefnilega rúmfrekari en ætla mætti í fljótu bragði. Skrifborðið á myndinni er eftir nýjustu tízku og er með opinni hillu sem hægt er að leggja ýmislegt frá sér á. Hún verður í reynd eins og viðbót við sjálfa plötuna, því að á henni er 'hægt að geyma margt það er annars væri látið liggja ofan á borðinu. Hvort maður Framhaid á 10. síðu. Gildi friðarins Framhald af 4. síðu. um styrjalda. Það er oft búið að segja og skrifa þessi orð. En þó held ég að margir hafi ekki áttað sig á alvöru þeirra og því ömurlega ástandi sem þau skapa í framkvæmd. E. t. v. hafa einhverjir les- endur séð slys af dauðaskoti eða helbrunnið fólk. Slíkir at- burðir eru sem betur fer fátíðir hér á landi, en þegar maður þarf að horfa á slíkt, fyllist maður ólýsanlegri hryggð og hryllingi. M/aður getur gert sér í hugarlund hvernig það væri þá ,að sjá sundurskotin og brennd lík í þúsundatali. Því miður er það staðreynd að slíkir hlutir geta borið að höndum hvenær sem er. Ef menn vega og meta aðstæðurn- ar komast þeir strax að raun um að það er ekki einungis hugsanlegt heldur mjög senni- legt eða jafnvel alveg vist, að um leið og heimsstyrjöld brýzt út, verðum við að horfa upp á þessar hörmungar. Það eina sem við getum gert okkur til bjargar, er að berj- ast fyrir því, öll sem einn maður, að útlendi herinn hverfi burtu og þar með sú hætta sem yfir vofir. — Enginn hópur í landinu á eins mikið undir því að friður haidist og æskan. Öll framtíð hennar er undir því komin að heimsfrið- urinn haldist. Eg vildi nota þetta tækifæri og hvetja alia æsku að fylkja sér ótrauð í friðarbaráttuna. Hrafn Sæmundsson. liþjjoðasamkarad s?údeii?a Framhald af 7. síðu stöðu m. a., að vorið' 195.3 höfðu íslenzkir stúdentar tekið þátt í skákmóti, sem Aiþjóða- sambandið hélt í Brussel. En þó mun mestu hafa ráðið, að á Varsjárþinginu 1953 var sam- þykkt sú tillaga Breta og fleiri þjóða, að þau iandssambönd stúdenta, sem vildu, gætu gerzt svokallaðir „hálfmeðlimir". Slíkir meðlimir hafa réttindi á við aðalmeðlimi, atkvæðisrétt o. s. frv., en taka að öðru leyti þátt í starfsemi Alþjóðasam- bandsins eftir nánari samning- um. Þetta varð mjög vinsælt og sumarið eftir sendi Stúd- entaráð Skúla Benediktsson stud. theol, sem áheyrnarfull- trúa á ráðsfund, sem Alþjóða- sambandið boðaði til í Moskva. Bjarni Guðnason stud. mag. sat einnig fundinn. Á þessum fundi gerðust stúdentar frá Englandi, Suður-Afríku og ís- rael „hálfmeðlimir“ að Alþjóða- sambandinu, og var því mjög fagnað, og var bað hald manna að nú hefði opnazt leið til auk- inna og bættra samskipta ,,austurs“ og „vesturs“. Þeir Skúli komu nú heim og sögðu þessi ágætu tíðindi og er skemmst frá því að segja, að Stúdentaráð ákvað að gerast slikur „hálfmeðlimur" Alþjóða sambands stúdenta og er sá atburður öllum góðviljuðum stúdentum gleðiefni. Það er ó- metanlegt fyrir íslenzku þjóð- ina, að menntamenn liennar einangri sig ekki frá hinu vold- uga og starfsama Alþjóðasam- bandi stúdenta heldur leggi fram sinn skerf til þess, að starf þess verði jafnan sem ár- angursríkast. Megi aðild ís- lenzku stúdentanna að sam- bandinu verða þeim til gséfu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.