Þjóðviljinn - 19.05.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.05.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 19. maí 1955 ISIÓOVIUINN OtKoíandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. Rlurttórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson <&b.)' Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. ftustjom, algreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg IS - Sími 7500 ( 3 línur). Átkrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni: kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þióðviljanp h.f. V_____________________________________________ Mál og menning hyggur á stórframkvæmdirá þessu ári Bókaflokkurinn fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr - Gert ráÖ fyrir að bygging félagsheimilisins verSi hafin á þessu ári „Afrekin“ í húsnæðismálunum Lýsing Morgunblaðsins í gær á „afrekum" íhaidsins i Reykjavik i húsnæðismálum almennings gefur tilefni til að minna á það í stuttu má’i hvernig þessum málum nú er Iháttað þegar svift er blekkingarhjúpi íhaldsins af þessu mestá vandamáli reykvískrar al- þýðu. En áður er rétt að rifja upp, einnig í stuttu máli, aðdraganda og orsakir þess að húsnæðismál Reykjiavíkur eru á slíku ófremdar- ásta.ndi sem raun er á. lha'dið, Framsókn og Alþýðuflokkurinn stóðu sameiginlega að þeirri ráðstöfun árið 1948 að banna Isiendingum að byggja íbúðir. I því skyni var Fjárhagsráð stofnað og svo var íhaldið hrifið af þessu afkvæmi sínu þá að það fól einum helzta forustumanni sín- um, Magnúsi Jónssyni, fyrrv. alþingismanni og prófessor formennsku i ráðinu. En íhaldinu og aðstoðarflokkum þess þótti ekki nægjanlega að gert að banna mönnum að byggja. Þess skyldi einnig gætt að bannið jrði haidið og hvergi brotið skarð í múra þess. Til þess að tryggja þetta atriði var jafnframt ákveðið að sjá svo um að bankar lands- Ins og aðrar fjármálastofnanir j'rðu með öllu Iokaðar fyrir lánum til | Ibúðabygginga. Gekk afskiptasemi ríkisstjómarinnar svo langt í I .þes.su efni að bankamálaráðherra íhaldsins, Björn Ólafsson, hæidi sér af því á Alþingi 29. október 1951 að hafa skrifað bönkunum fcréf, þar sem hann lagði fyrir þá að hafa „hemil'* á útlánastarí- temlnni. Hvernig voru nú útlánin þegar áhaldið ta!di ástæðu til að gefa fcönkunum slikar fyrirskipanir? Um það er einnig til vitnisburður Björns Óiafssonar. 19. október 1951, sagði ráðherrann um þetta sama efni í þingræðu: „Hins vegar . er \itað að bankamir hafa ekki lánað nedtt út á liúsbyggingar í mörg ár, að öðm ieyti en því, sem veðdeild Landsbankans hefur lánað út á hús gegn veðdeildarbréfum." Samt taidi íhaldið ástæðu til að aðvara bankana! Bannið átti ör- ugglega að ha’da. Hvergi skyldi skilin eftir smuga fyrir mann sem vildi byggja íbúð og kynni að hafa einhverja möguleika til þess. Það kostaði almenning, undir forastu Sósíalistaflokksins, langa fcaráttu og harða að brjóta bj’ggingarbann íhaldsins á bak aftur. Og nú er svo komið að málgagn fiokksins sem hafði forustu um byggringarbannið kemst svo að orði að það sé „lítt skiijanlegt hvem- Ig mönnum gat dottið í hug, að unnt væri að búa þannig um þessi niál tU lengdar,“ sbr. forustugrein Morgimbblaðsins í gær. Segi menn svo að Morgunblaðsmönnum sé alls varnað og að þeir geti ekkert lært af reyn.slunni! En þrátt fyrir þann sigur almenningsálitsins og Sósíalistaflokks- ins sem lýsir sér i því að Morgunblaðinu finnst nú fyrri stefna Sjálf- gtæðisflokksins „lítt skiljanlegr" er enn óunninn sá þýðingarmikli ' og afgerandi lokasigur í húsnæðismálunum að tryggja öllum almenn- ingi, einnig þeim sem fátækastir eru og hafa minnsta fjárhagsgetu, 1 . aðstöðu til þess að iosna úr prísund húsnæðisskortsins, skapa öllum möguleika til þess að eignast eða búa í íbúðum sem uppfylla nútíma- kröfur. Gegn þessu grundvallarskilyrðl stóðu stjómarflokkamlr, eins og veggur, á því Alþingi sem nýlega lauk störfum. Og Sjálfstæðis- flokkurinn hafði forustu um þá afstöðu. Flokkur Morgunblaðsins felldl að skapa verkafólki þau lánakjör til íbúðabygginga sem þvf voru viðráðanleg og ofurseldi almenning okurvöxtum og gróða- spiUingu. Þriggja milljón króna framlag ríkisins á ári til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæði á ö’lu landinu nálgiast smánarlega ögrun við þá sem þjást af völdum þess húsnæðisástands sem íhaldið hefur or- sakað með stefnu sinni á undanförnum árum, þegar þess er gætt aö í Reykjavík einni búa nú yfir 3000 manns í herská'.aíbúðum einum. Til viðbótar kemur sá mikli fjöldi sem byggingabann og - húsaleiguokur knýr til að búa í öðru heilsuspillandi húsnæði, svo sem rökum kjöllurum kofum og hanabjálkum. Þegar slík „rausn" lóggjafarvaldsins og „stórhugur" bæjarstjórnaríhaldsins í bygginga- má'um leggjast á eitt fara menn nærri um hversu fljótt muni ganga að ná því marki að útrýma þeim óhollu og óhæfu íbúðum sem þúsundir Reykvíkinga neyðast til að búa í. , En alveg sérstaklega ætti Morgunhlaðið að spara sér skrumlð um „afrek" íhaldsins í bæjarstjórn. Þau eru sannariega ekki þess eðlis. Raunveruleg „afrek" þess era að fella allar tillögur sem miða að skjótri og raunhæfri lausn en káka í þess stað við ör- fáar íbúðir á ári til þess að róa og blekkja fjöldann sem líður undir því húsnæðisástandi sem íhaldið hefur skapað til þess að gera gæðlngum sínum fært að gra-ða á neyðinni. En bæjarstjórnar- ihaldið kemur víðar við en að svíkjast um að taka af raunsæi á inálefnum þeirra fátækustu. Einnig þeir sem liafa einhverja mögu- leika sjálfir til að byggja eru hindraðir í þvu með þeirri einföldu aðferð að láta skrifstofuhald, bílakostnað og hvers konar f.iár inálaspillingu á vegum bæjarins gleypa langmestan hluta bæjar- : teknanna þannig að verklegar framkvæmdir sitji á hakaniun. Af- leiðing þessa er m. a. sú að bærinn hefur nú engar lóðir til út- • hlutunar undir íbúðarhús. Þanrilg stöðvar íhaldið í bæjarstjórn . byggingaframkvæmdir einstaklinganna í stað þess að standa „við hlið" þeirra eins og segir í skrumleiðara MgbL £ gær. Þannig er það tvennt ólíkt, skrum íhaldsins og sá veruleiki sem stjórn þess og forsjá skammtar fólkinu. Og þ( ssum veru'eika breyt- ir ekkert nema vakandi skilningur fólksins og efldur vilji þess til sóknar. gegn þeim þjóðfé!agsöflum sem eru grundvöllur yfirráða íhaldsins í Reykjavík og áhrifa þess á Alþlngi og í rikisstjórn. Mál og menning er nú í miklum íramkvæmdahug. Er nú unnið aí kappi að útgáíu bókaflokksins í ár, en jafnframt gerir Mál og menning ráð fyrir að hægt verði að hefja byggingu félagsheimilisins á þessu ári, þannig að það verði að fullu tilbúið á tuttugu ára afmæli félagsins 1957. Þjóðviljinn sneri sér í gær til Kristins E. Andréssonar formanns félagsins og spurðist fyrir um starfsemi iþess. Skýrði hann svo frá að fyrstu tvær bækumar í fjórða kjörbóka- flokki félagsins kæmu út eft- ir helgina. Em það Sjödægra, ný ljóðabók eftir Jóhannes úr Kötlum, og Trístan og Isól, skáldsaga eftir franska rithöf- undinn Bedier í þýðingu Ein- ars Ólafs Sveinssonar próf. Verið er að leggja síðustu hönd á handrit annarra bóka og sumar em komnar í prentun. Má þar nefna nýjar Ijóðaþýð- ingar eftir Helga Hálfdánar- son, skáldsöguna Saga af sönn- um manni eftir sovézka rithöf- undinn Boris Polevoj, sem Is- lendingum er að góðu kunn- ur, annað bindi af Vestlend- ingum Lúðviks Kristjánssonar og skáldsögu eftir Kristján Bender. Þá hefur félagið tryggt sér útgáfurétt á fjall- ferðasögu Edmunds Hillarys, þess sem fyrstur manna steig fæti á hæsta tind jarðar og kom hingað til lands í kynnis- för á s.l. ári. Kemur hún út samtímis í mörgum löndum heims á þessu hausti. Enn fremur er gert ráð fyrir að Mál og menning gefi út nýja bók eftir sænska skáldið Art- hur Lundkvist um ferðalag hans til Kjna, og myndi hún þá koma út samtímis hér og i Svíþjóð. ★ Byggingarfram- kvæmdimar. — Þó leggur Mál og menn- ing mesta áherzlu á bygging- ingarframkvæmdir sínar ásamt Vegamótum, heldur Kristinn áfram. Á félagsheimilið sem kunnugt er að rísa á Lauga- vegi 18. Hefur skipulagið þeg- ar verið ákveðið á þessum stað og Sigvaldi Thordarson hefur lokið teikningu sinni. Eftir er þá aðeins að fá bygg- ingarleyfi, en félagið gerir fastlega ráð fyrir því að það muni koma nú einhvem næstu daga. Þetta er þriðja árið sem Mál og menning sækir um leyfi, og það hlýtur að verða veitt nú í vor, enda rísa byggingar nú hver af annari við Laugaveginn, ein jafnvel á lóð áfastri við Laugaveg 18. Framkvæmdir verða að hefj- ast í ár ef húsið á að vera fullgert á 20 ára afmæli fé- lagsins 1957 og áður en félag- ið missir húsnæði sitt við Skólavörðustíg. Kristinn E. Andrésson kosti um 4 milljónir, en það verður fimm hæðir auk kjall- ara. Til framkvæmda þarf því mikið fé. Auk þess sem hlut- hafar í Vegamótum leggja fram hefur félagsstjórnin snú- ið sér til allra félagsmanna og farið þess á leit við þá að þeir legðu fram 100 kr. á ári í þrjú ár til þess að unnt yrði að hefja framkvæmdir og halda þeim áfram af kappi. Fljótt á litið virðast 300 kr. frá ein- staklingi hrökkva skammt, en ef 4-5000 manns leggja saman er komin álitleg upphæð. Það er galdurinn við samtök fólks- ins. Með framlagi sem kemur létt á hvern einstakan er jafn- vel auðvelt að vinna stórvirki, ef nógu margir hjálpast að. Skilyrði þess að verulegt gagn verði að þessu framlagi fé- lagsmanna til byggingarinnar er að allir séu samtaka, enginn hlífi sér eða skerist úr leik. Líkindi eru einnig til að margir utan við félagið Veiti þessu máli stuðning, ef félags- menn leita til þeirra. ^ Minnzt afmælis Jónasar Hallgríms- sonar. Þá hefur Mál og menning á- kveðið að minnast 150 ára af- mælis Jónasar Hallgrímssonar með vandaðri útgáfu á skáld- skap hans, ljóðum, sögum og æfintýrum, frumsömdum og þýddum. Verða þar birt nokk- ur sýnishorn af eiginhandar- ritum af ljóðum skáldsins, og bókin verður mvndskreytt að öðru leyti eftir því sem föng eru á. Halldór Kiljan Laxness hefur tekið að sér að sjá um útgáfuna og ritar forspjall að henni, en Hafsteinn Guð- mundsson annast frágang hennar frá prentlistársjónar- miði. Útgáfan verður eingöngu gerð handa þeim sem styðja með áðurnefndu framlagi hús- byggingu Máls og menningar og verður hún árituð af stjóm félagsins. Kemur hún eins og áður segir út 1957, og verður það ár því á þrefaldan hátt minnisstætt í sögu félagsins. Leitað til félags- manna. Gert er ráð .fyrir að húsið VÖNDUÐ VINNA VÖNDUÐ VINNfl Á morgun tekur Hárgreiðslu- og snyrtistofan PERMINA til starfa í glœsilegum húsakynnum að Sími 4004 Laugateig 60 Hárgreiðslumeistari stofunnar verður frú Hlíf Þórarins. Virðingarfyllst Hárgreiðslu- og snyrtistofan PERMINA Laugateig 60 — Sími 4004 Sími 4004 VÖNDUÐ VINNA VÖNDUÐ VINNA ý>i". - iQr ++>'*• ¥

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.