Þjóðviljinn - 19.05.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 19. maí 1955
Gildi íriðarins fyrir
íslenzka æsku
Það fólk, sem nú er milli tví-
tugs og þrítugs, var í síðustu
stýrjöld á því aldursskeiði,
sem næmast er fyrir allskyns
utanaðkomandi áhrifum. Fyrir
ungu kynslóðina voru stríðs-
árin ár hinna miklu ævintýra
þar sem hetjurnar voru hafnar
til skýjanna, æfintýra, sem
fjarlægðin sveipaði sinum
töfraljóma og máði af flesta
svarta bletti. Áhrifa þessara
tíma gætir ennþá meðal nokk-
urs hluta fólks. Eg þekki t. d.
pilt sem á geysistóra bóka-
hillu, sem inniheldur nær> ein-
göngu stríðábókménntir. Hver
hillan af annarri er yfirfull
af myndablöðum og tímaritum
um hernað og aftur hernað frá
síðustu styrjöld og fram á okk-
ar dag. Flest eru þessi rit ensk
eða bandarísk og þau eru ó-
neitanlega glæsilega úr garði
gerð. Á hverri síðu eru myndir
af hernaðartækjum, ýmist í að-
gerðarleysi eða í starfi eyði-
leggingarinnar. Þar eru t. d.
skrautlegar myndir af loftá-
rásum þar sem hinar hrundu
borgir liggja frammi fyrir
manni í rauðum og bláum lit.
Á næstu síðu eru svo myndir
af ungri stúiku, með einkennis-
báí á höfðinu, sem brosandi
faðmar piltinn sinn er hann
kemur heim að loknum mann-
drápunum.
Á leiðinni yfir höfin hafa
hirsar löngu vegalengdir nriidað
staðreyndir þessara fjölda-
morða sem við köllum styrj-
aldir. Þegar hingað er komið er
aðeins eftir ævintýrið sem
heillar. Það fólk sem dáir þessi
ævintýri er í þeirri ömurlegu
aðstöðu að geta ekki gert
greinarmun á góðu og illu. Ef
þessu fólki er sent það illa í
nógu fallegum litum á nógu
ævintýralegan hátt, þá er það
í augum viðtakandans ekki
lengur illt heldur gott. Þetta
vita t. d. forráðamenn þeirra
afla sem nú halda ein uppi
stríðsundirbúningi í heiminum.
Þessvegna vinna þessi öfl nú
að því að afmennta sitt eigið
fólk. Þau vinna að því að út-
rýma sem mest skrifuðu máli
og bókmenntum í höfuðvígi
sínu, Bandaríkjunum.
Menntun þegnanna á að
framkvæmast sem mest í gegn-
um myndablöð og aðra aug-
lýsingastarfsemi sem skírskot-
ar til þess einfaldasta í mann-
inum.
Stríðsundirbúningurinn er
auglýstur á hinn fáránlegasta
hátt. Nýtízku fallbyssur eru
málaðar fögrum litum og síðan
er velvaxin stúlka í sólbuxum
látin ríða klofvega á hlaupinu
og brosa sínu blíðasta brosi.
Ef einhver skyldi efast um orð
mín, vildi ég benda þeim á að
sannprófa þau með því að fara
suður á Keflavíkurflugvöll,
dvelja nokkurn tíma meðal her-
mannanna og kynna sér þetta
af eigin raun. Þar er hægt að
sjá hvorttveggja, áróðurstækin
og áhrifin sem þau hafa. —
fiem betur fer er mestur hluti
íslenzku æskunnar ekki kom-
inn á þetta stig ennþá. Hins-
vegar er allmikill fjöldi sem
skýlir samvizku sinni bakvið
áróðursfirrur hinnar nýríku
auðstéttar. Þessi stétt ber á
borð fyrir íslendinga slíkar
rökfærslur að almennri skyn-
semi er með því sjáanlega mis-
boðið, enda eru þessir herrar
nú óðum að heimta þá upp-
Þessi ömurlega staðreynd
blasir nú við okkur og engar
áróðursblekkingar fá hulið
nekt þeirra. Eigi þjóðin lífsvon
í framtíðinni þá er sú lífs-
von fólgin í fólkinu sjálfu.
Fólkið verður að velja aðra
menn til forustu. Menn sem
létu það verða sitt fyrsta verk,
með fólkið sem bakhjarl, að
koma burt hinu bandaríska
Formaðnr lögmaimalélags-
Isis vill tiala ••seisi sisest Irjáls-
ræði?? í lásiasÉarlgeisti IJár-
isfiáflaiBiaiaiia og flilglneslisiga
Lárus Jóhannesson, formað- rík þagnarskylda er og fannsc
,,Að þið megið lifa í friði . . . Þess óska ég ykkur“
skeru sem þeir sáðu til, þá
uppskeru að fólkið í landinu
fylkir sér nú á æ breiðara
grundvelli til baráttu fyrir
varðveizlu íriðarins i heimin-
um. En verk þeirra manna sem
köl'uðu bandaríska herliðið inn
í landið hafa gert það að verk-
um að nú er ekki lengur hægt
að tala um sérstakan frið á
íslandi af því að um leið og
heimsfriðurinn er á enda verð-
ur ísland einn af vígvöllum
komandi styrjaldar.
Þá menn sem kölluðu herinn
inn í landið ber ekki að með-
höndla sem fullábyrga einstakl-
inga. Þeim var á sínum tíma
att fram af auðstéttinni sem
lét þá misnota umboð sitt til
að brjóta fjöregg hins unga
lýðveldis, stjórnarskrána. Eftir
örfárra ára sjálfstæði landsins
sem kostað hafði aldalanga
baráttu, var frelsinu aftur glat-
að og þá í miklu hættulegri
hendur en Dana, í auðvalds-
hendur hrynjandi þjóðskipu-
lags sem riðlast nú í sínum
eigin andstæðum. — Sá eld-
móður og bjartsýni sem þjóðin
öðlaðist við lýðveldisstofnunina
var, í gegnum ólgandi athafna-
líf og nýsköpun, að koma þeim
langþráða draum í framkvæmd
að byggja upp traust og sjálf-
stætt atvinnulíf í landinu. Jafn-
framt því að þessi draumur var
að rætast, jókst hræðsla auð-
stéttarinnar við að fólkið, sem
var að framkvæma hann myndi
einnig vakna og krefjast síns
fulla frelsis. Þessvegna lét
þetta auðvald nokkra einstakl-
inga, sem fólkið hafði sýnt
traust á kjördegi, misnota þetta
traust og kalla hingað hina
bandarísku hermenn og banda-
rísku vígvélar, sem nú hvíla
eins og dökkur skuggi yfir
hamingju og framtiðartilveru
þjóðarinnar.
herliði. Það er meiri lífsnauð-
syn en menn almennt hafa
gert sér grein fyrir, Þó að ís-
lendingar hafi orðið flestum
öðrum þjóðum harðara úti, í
síðustu styrjöld, miðað við
fólksfjölda, hafa þeir ekki al-
mennt nein kynni af hörmung-
Framhald á 11. síðu.
ur Lögmannafélagsins, hefur
sent Þjóðviljanum eftirfarandi
yfirlýsingu sem staðfestir í
öllu frásögn blaðsins um af-
skipti hans af Blöndalsmálinu:
,,í 111. tölublaði Þjóðviljans,
miðvikudaginn 18. maí 1955,
birtist grein með yfirskriftinni
„Yfirheyrslum í Blöndals-
málinu að mestu lokið“.
Grein þessari er skipt í
nokkra kafla með áberandi
fyrirsögnum. I 3. kafl. stendur:
„Formaður Lögmannafélags-
ins studdi þá“, og stendur und-
ir þeirri yfirskrift, að tveir
héraðsdómslögmenn hafi neit-
að að gefa upp nöfn láneig-
enda „og mun Lárus Jó-
hannesson, formaður Lög-
mannafélagsins og þingmaður ~
Sjálfstæðisflokksins hafa
stutt þá í þeirri afstöðu1'.
Þar sem þetta kann að valda
misskilningi vil ég taka það ■
greinilega fram, að það eina
sem ég sjálfur og sem formað- ,i
ur Lögmannafélagsins hafði á-1
huga á, er að vita og fá úr- t
skurð Hæstaréttar um, hve rík
þagnarskylda málafærslu-
manna er gagnvart skjólstæð-
ingum sínum.
Eins og kunnugt er hljóðar
1. gr. laga um málflytjendur
nr. 61, 4. júlí 1942 þannig:
„Héraðsdóms- og hæstaréttar-]
lögmenn eru opinberir sýsl-
unar menn og hafa skyldur
og réttindi samkvæmt því,|
meðal annars þagnarskyldnj
um það, er aðili trúir þeimrj
fyrir í starfa ]æirra“. g
Vafasamt hefur verið hve®
mér sjálfsagt að fá úr því
skorið af Hæstarétti og skrif-
aði því greinargerð með kæru
þeirri sem annar héraðsdóms-
lögmaðurinn sendi til Hæsta-
réttar, en því máli lauk eins og
segir í blaðagreininni.
Þagnarskylda lögíræðinga er
stérkostlegt þjóðfélagslegt
atriði sem ekki er sett til hags-
muna málflutningsmönnum
heldur skjólstæðingum þeirra
til þess að þeir hafi þó eitt-
hvert athvarf, þar sem þeir
geta trúað rnönnum fyrir
leyndarmálum sínum án þess
að hægt sé að kref ja þá vitn-
isburðar fyrir rétti.
Það er því jafn nauðsynlegt
fyrir málaflutningsmennina og
almenning að vita tim takmörk
þeirrtir skyldu.
Hitt er svo allt annað mál,
að ég álít að hin svonefndu
okurlög frá 1933 sem aðeins
beinast að peningalánum en
ekki að kaupum og sölu verð-
bréfa, álagning á vörur og
vinnu séu algjörlega úrelt og
hagkvæmast mundi öllum að
hafa sem mest frjálsræði á
þeim sviðum sem öðrum.
Með þakklæti fyrir birtinguna,
Reykjavík, 18. maí 1955,
Lárus Jóh;tnnesson.“
m
inninqarápiolci
<? a /? e
Hví þegja menn um fyrirhugaða Skálholtskirkju? —
Þeir stóðu sig með sæmd
SKIPUÐ HEFUR verið nefnd til
að undirbúa hátíðahöld í Skál-
holti að sumri, en þá eru liðin
900 ár síðan biskupsstóll var
reistur þar, hinn fyrsti á fs-
landi. Síðan Skálholtsfélagið
hófst handa um að vekja at-
hygli á sögustaðnum Skálholti,
í því skyni að hefja hann aftur
til fornrar vegsemdar með ein-
hverjum hætti, hefur staðurinn
mjög oft verið á dagskrá: og
hugmyndaríkir menn, sem
þangað til hafði láðzt — sum-
um hverjum — að gefa öðrum
hlutdeild í þeirn auði, hafa birt
þúsund tillögur um framtíð
Skálholtsstaðar. Ekki þarf þó
að taka fram að teikning sú, er
húsameistari rikisins hefur gert
af kirkju þeirri sem á að rísa
í Skálholti, er „hlutlægasta11
tillagan sem fram hefur komið
— sú sem einna auðveldast
ætti að vera að átta sig á,
taka afstöðu til. Liðið mun nú
á annan mánuð síðan blöðin
birtu mynd af teikningunni, og
fylgdi með hálfskrýtið plagg
frá kirkjunefndinni, eða hvað
hún nefndi sig.
ÞAÐ FANNST manninum sem
hringdi í Bæjarpóstinn í gær-
morgun, í tilefni þess að há-
tíðarnefndin hafði verið skip-
uð, ifndarlegast af öllu að
enginn virðist hafa neitt til
málanna að leggja um þessa
fyrirhuguðu Skálholtskirkju. Er
ástæðan sú að menn séu svo
hneykslaðir á henni að þeim
fallist öll orð, eða eru þeir
svo hrifnir af henni að þeir
séu alveg dolfallnir? Maðurinn
minntist þess að. ekki kom
vanþóknun manna á Vatnsber-
anum hér um árið í veg fyrir
að máltól þeirra gengju, og var
jafnvel haft við orð að láta
hendur skipta. Sjálfur sagðist
hann vilja koma þeirri per-
sónulegu skoðun sinni á fram-
færi að sér virtist kirkjan
fremur stílhrein og látlaus, en
hann sagðist ekki hafa þekk-
ingu til að rökræða þá skoðun
sína — hún væri bara svona
innblásin eins og hann komst
að orði. Vissulega væri það
vel til fundið að einhverjir létu
eitthvert álit í Ijós um teikn-
inguna.
SKÁKMÓTINU í Lyon er lokið,
og íslenzkir skákmenn sýndu
enn einu sinni að þeir eru eng-
ir aukvisar: urðu hæstir' vest-
urevrópumanna sem tóku þátt
í mótinu og sigruðu sterkar
skákþjóðir eins og Júgóslava
og Tékka. Þetta var alþjóðlegt
skákmót stúdenta, og voru því
eingöngu ungir menn í þess-
ari sveit. En það mætti segja
mér að íslenzka stúdentasveit-
in yrði ennþá minna lamb að
leika við á næsta móti; þá
verður Friðrik Ólafsson orðinn
stúdent — hann er einmitt
núna að lesa undir stúdents-
próf — en hann er sá skák-
maður okkar sem mestrar
frægðar hefur getið sér undan-
farin ár, enda telja sumir hann
snjallasta skákmann sem við
höfum eignazt. Það gæti rétt
farið svo að Rússarnir mættu
vara sig á íslenzku stúdent-
unum á næsta skákmóti þeirra;
en hvað sem um það er, skyld-
um við sýna skáklistinni og
þeim sem hana iðka fyllstan
sóma og gefa þeim sem mesta
hæfileika sýna hagkvæma
möguleika til að stunda skák-
listina. Hér vildum við skjóta
því inn, að skákin heyrir ekki
undir íþróttir, þó svo sé oft
talið. Að tefla er andlegt starf,
hugsunarstarf. Skák stendur
ekki nær íþróttum en til dæm-
is skáldsagnagerð eðá leiklist.
Hitt er annað mál að öllum
mönnum er hagkvæmast að
hafá sem hraustastan skrokk.