Þjóðviljinn - 19.05.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagiir 19. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Jarðccbótaf ramkvæmdir fyxir
nær 70 millj. kr. á 5.1. ári
Páll Zophoníasson. búnaðarmálastjóri skýröi blaö'a-
mönnum í gær frá jaröabótaframkvæmdum á s.l. ári. Á-
ætlaö kostnaöarverð jaröabótaframkvæmda á s.l. ári er
58.4 millj. kr., og ér þaö 10 millj. meira en árið á'ður, en
auk þess var kostnaöur við vélgrafna skurði 11 millj. kr.
og hafa því jaröabótaframkvæmdir á s.l. ári numið 69—70
millj. kr.
Á s.l. ári var lögð sérstök áherzla á aö slétta gamalt
túnþýfi og kvaöst búnaöarmálastjóri treysta því aö óhætt
væri aö fullyrða að á þessu ári yröi sléttaö hiö síöasta af
gamla túnþýfinu.
Árið sem leið var síðasta árið
sem greiða átti styrk út á slétt-
un gamals túnþýfis, en til slíkr-
ar sléttunar hefur verið greidd-
ur hæstur styrkur. Á sl. ári
voru sléttaðir 1050 hektarar af
gömlu túnþýfi, — í stað 444 ha
árið áður. Ýmsir bændur gátu
þó ekki komið því við að Ijúka
sléttun gamalsjiýfis og var því
styrkgreiðslan frámlengd um
eitt ár.
eigin framlög bændanna því 33
millj. Búnaðarmálastjóri taldi
ekki sennilegt að skuldir bænda
hefðu aukizt á sl. ári, aðrar en
þær sem mynduðust í Ræktun-
arsjóði.
Útlit með jarðræktarfram-
kvæmdir kvað búnaðarmála-
stjóri vera töluvert lakara í
ár en 1 fyrra, því um þetta
leyti í fyrra hefði verið búið
að vinna ýneð Bkúrðgröfum
í mánuð, en nú væri slík vinna
rétt að byrja.
Almennar jarðabóta-
franrkvæmdir 1954
Yfirlit búnaðarmálastjóra um
jarðræktarframkvæmdir á sl.
ári fer hér á eftir :
Nýrækt í hektörum .......... ..
Túnasléttur í hektörum .......
Matjurtagarðar í hektörum.....
Steyptar safnþrær m3 .........
Steypt áburðarhús m3 .........
Steypt haugstæði m3 ..........
Handgrafnir skurðir m ........
Handgrafnir skurðir m3........
Hnauslokræsi m ...............
Önnur lokræsi m...............
Girðingar km .................
Steyptar heyhlöður m3 ........
Þurrheyshlöður úr öðru efni m3
798,6 km af vélgröfnum
skurðum
Auk þess er um getur hér á
eftir um almennar jarðabóta-
framkvæmdir voru á sl. ári
vélgrafnir skurðir 798.665 m á Votheyshlöður steyptar m3
lengd og 3396 teningsmetrar,, Votheyshlöður steyptar m3
Kartöflugeymslur m3, steyptar . .
Kartöflugeymslur úr öðru efni m3
Þátttakendur voru alls .........
en árið 1953 voru vélgrafnir
skurðir 705 km og 2903 ten-
ingsmetrar.
Kostnaður við vélgrafna
skurði varð sl. ár 11 millj. 8
þús. 301.81 kr, en af því greiðir
ríkið helminginn.
Kostnaður við vélgrafna
skurði var eitt af því fáa sem
lækkaði í verði á sl. ári. Varð
kr. 3.24 á teningsmetra í stað
3.25 árið áður og þakkaði bún-
aðarmálastjóri það aukinni æf-
ingu og verkleikni þeirra er
gröfunum stjórna.
Um 70 millj. kr.
Jarðræktarframkvæmdir
bænda á sl. ári hafa því kostað
69-70 millj. kr., en af þeim eru
13 millj. 954 þús. kr. ríkis-
styrkur. Bændur hafa því lagt
fram sjálfir, með lántökum,
eigln vinnu og framlögum, um
55 millj. kr. Á sl. ári voru
veitt lán úr Ræktunarsjóði að
upphæð 22.7 millj., en af þeirri
upphæð fara ýms lán til bygg-
inga en ekki jarðabóta. Að
þessum lánum frádregnum eru
Kostnaðarverð áætlað kr.
1954 1953
2537.44 (2918.07)
1050.37 ( 444.07)
38.8 ( 137.04)
3079.5 (2084.4 )
12898.2 (6557.9 )
533.3 ( 418.0 )
20262 ( 42784)
30412 ( 30720)
5811 ( 7611)
15380 ( 17720)
393 ( 400)
127865 ( 64468)
22607 ( 17186)
24399 ( 3799)
24399 ( 14657)
1111 ( 3799)
837 ( 922)
4453 ( 4424)
481,39 ( 6.799.657.14)
000.00 ( 48.000.000.00)
Tvœr skemmtiferðir til Norð-
urlanda um mánaðamótin
Að ferðast eða ekki feröast — þaö er spurningin manna
á meöal einmitt nú meö hækkandi sól og þýöari vindum.
Einmitt nú taka mai'gii- sumarleyfi sitt til þess að geta
fengiö tvö sumur í sumar — annaö á suðlægari breiddar •
gráðum — þegar noröanáttin og kuldamir næöa hér
heima — hitt þegar íslenzka sumarið hefur haldiö inn-
reið sína.
La Boheme
Framhald af 12. síðu.
ingur taki þessari nauðsyn vel.
Gert er ráð fyrir að frumsýn-
ing óperunnar verði 2. júní n.k.
en sýningar verða í hæsta lagi
8—10.
Þess vegna gefur Ferðaskrif-
stofa ríkisins nú um mánaðar-
mótin mönnum kost á tveimur
skemmtiferðum til Norðurlanda,
nú þegar blómin anga og dag-
fiðrildin flögra í laufskógum
Norðurlanda. Flugleiðis, land-
leiðis og sjóleiðis ferðast gestir
Ferðaskrifstofunnar í þessum
ferðum. Farið verður til margra
borga og skoðað hið markverð-
asta. Fyrst kóngsins Kaupin-
hafn og síðan til ýmsra annarra
borga Norðurlanda. En einnig
verður farið um blómleg héruð
landanna og lögð áherzla á að
ifara hægt yfir, svo að gestum
Úr síðustu Norðurlandaferð sem farin var á vegum
Ferðaskrifstofunnar.
gefist sem beztur kostur á að
njóta náttúrufegurðarinnar.1
Undir leiðsögn sérfróðra manna
verða gestum sýnd helztu
mannvirki höfuðborganna —
Kaupmannahafnar — Stokk-
hólms og Osló.
Á hinn bóginn vilja forráða-
menn Ferðaskrifstofunnar gefa
mönnum sem mest frjálsar hend
ur í borgunum, en benda á væn-
legustu staði til skemmtunar og
innkaupa. Til skemmtunar er
Kaupmannahöfn eðlilega girni-
legust og verður dvalizt þar
lengst, en Stokkhólmur til inn-
kaupa. Þá verður gestum bent
á ýmsa sérkennilega matstaði
(fyrir þær máltíðir sem ekki
eru innifaldar) svo sem hinn
heimsfræga mattsað „Syv Smá
Hjem“ í Kaupmannahöfn og
kinverskt veitingahús í Stokk-
hólmi, þar sem mönnum gefst
kostur á að borða með pinnum
fínustu kínversku rétti fyrir
lágt verð. f Stokkhólmi munu
flestir verzla í hinum stóru
vöruhúsum PUB og NK, bæði
vegna hins mikla úrvals og lága
verðs, miðað við íslenzkar að-
stæður. Farið verður með flug-
vél til Kaupmannahafnar, í ís-
lenzkum 1. flokks langferðabíl
um löndin og heim með Heklu
frá Kristiansandi í fyrri ferð-
inni (11. júní). Hvor ferð tekur
um þriggja vikna tíma og hefur
verði verið stillt mjög í hóf —
um 5.500 krónur fyrir manninn.
Ávarp frá menningar og friðar-
samtökum íslenzkra kvenna
Islenzkar konur og mæður!
Oívaxaridi framleiðsla kjarnorkuvopna hefur að dómi
^ stjórnmála- og vísindamanna víðsvegar um heim
aukið óhugnanlega hættuna á að tíl kjarnorkustyrjaldar,
kunni að draga milli stórþjóðanna, þar sem kjamorku-
og vetnissprengjum yrði kastað á borgir og bæi, jafnt sem
þý&ingarmiklar herstöðvar. Og enginn spyr um hvor aðili
beri sigur úr þeim hildarleik, heldvr hvcrrt nokkru yrði
bjargað, mönnum eða menningu.
Tslenzka þjóðin verður að horfqst í augu við þá stað-
* reynd að höfuðborg hennar, með þriðjungi lands-
manna, er mjög nálægt einum stærsta hernaöarflugvelli
heims, sem myndi að dómi hernaðarsérfrœðinga verða
eitt af fyrstu skotmörkum i nýjum styrjaldarátökum og
Reykjavík því óhjákvœmilega ofurseld dauðaregni kjarn-
orkunnar, ef sprengju yrði kastað á Keflavíkurflugvöll.
Þvi er líf okkar allra, sem ísland byggjum, undir því
komið að f.n&aröflin sigri í heiminum og hœgt verði að
knýja stórveldin til að semja um deilumálin.
TSeimsfriðarhreyfingin, — en innan hennar starfar
11 m.a. Alþjóðasamband lýðrœðissinnaðra kvenna með
130 milljónir kvenna í samtökum sínum — nœr orðið með
áhrifum sínum til mikils meirihluta mannkyns, og gerir
allt sem í hennar valdi stendur til a& afstýra styrjöld.
Það er trú forystumanna hennar að með nógu voldugum
samtökum og mótmælum megi skapa svo sterkt almenn-
ingsálit móti styrjöldum, að stórveldin verði knúin til þess
að taka upp samningaleiðina í stað þess að láta vopnin
tala .
fyví er nú liafin í hverju landi jarðar, og einnig á ís-
*- landi, undirskriftasöfnun a& ávarpi því sem Heims-
friðarráðið samþykkti í'Vín 19. janúar 1955, þar sem þess
er krafizt að birgðir kjarnorkuvopna í öllum löndum verði
eyðilagðar og framleiðsla þeirra stöðvuð.
Tyxð eru einkum konurnar, mæður kynslóðanna í öllum
* löndum, sem beita sér af eldmóði fyrir undirskrifta-
söfnun þessari, konurnar sem sáu heimili sín lögð í rúst
í síðustu styrjöld og syni og eiginmenn drepna. Þessar
konur hrópa nú til kynsystra sinna að leggja öflum friöar
og lífs stuðning með undirskrift sinni undir Vínarávarpið.
TTœíftzj sú er vofir yfir íslenzku þjóðinni af síauknum
kjarnorkuvígbúnaöi er spo örlagarík fyrir líf og
menningu þjóðar okkar, aö viö megum ekki hika við að
lýsa yfir fylgi okkar viö ávarp Heimsfriðarhreyfingarinnat
og sýna því öllum heiminum friðarvilja íslenzkra kvenna.
Á örlagaríkum tímum, eins og þeim sem við nú lifum á,
þegar teflt er um tilveru mannkynsins og menninguna í
heiminum, megum við ekki sitja hjá og leggja með þvi
lóð á vogarskál tortímingaraflanna.
Jón Leifs nýkominn heim af aðaiffundi
Alþjóðaráðs tónskálda
AlþjóðaráÖ tónskálda, sem stofnaö var á Þingvöllum
17. júní í fyrra, hélt nýlega aöalfund sinn í London í
boöi brezka tónskáldafélagsins. Fundinn sóttu fulltrúar
frá 12 löndum auk áheyrnarfulltrúa frá Argentínu og
Bandaríkjunum, en Jón Leifs var fundarstjóri.
Fundurinn stóð yfir í þrjá
daga frá morgni til kvölds. Um-
ræður fóru fram á þrem tung-
um, ensku frönsku og þýzku.
Sökum tímaskorts reyndist ó-
hjákvæmilegt að vísa mörgum
málum til stjórnarinnar. Sam-
þykkt var áskorun til brezka
tónskáldafélagsins um að und-
irbúa stofnun aðalskrifstofu
ráðsins í London, en á meðan á
undirbúningi stæði og allt fram
til næstu áramóta skyldi stofn-
skrifstofa alþjóðaráðsins vera á-
fram hjá Tónskáldafélagi íslands
í Reykjavík undir stjórn Jóns
Leifs.
Úr stjórn ráðsins gengu á að-
alfundinum fulltrúar íslands og
Noregs, en í þeirra stað voru
kjömir fulltrúar Danmerkur og
Svíþjóðar. Verkaskipting stjórn-
arinninnar er nú þessi: Forseti
Guy Warrack, formaður þrezka
tónskáldafélagsins; varaforseti
Karl Höller, fulltrúi þýzka tón-
skáldafélagsins; ritari Knudáge
Riisager, formaður danska tón-
skáldafélagsins; vararitari Henri
Dutilleux, fulltrúi franska tón-
skáldafélagsins; gjaldkeri Inge-
mar Liljefors, formaður sænska
tónskáldafélagsins og forseti
Norræna tónskáldaráðsins.
Heiðursforsetar alþjóðaráðs
tónskálda voru á fundinum
kjörnir þeir Jean Sibelius og
Vaughan Williams, en þeir höfðu
áður óskað ráðinu allra heilla
og tjáð sig fúsa að taka við
embættinu. Ennfremur voru á
fundinum kjörnir nýir fulltrúar
frá Argentínu, Bandaríkjunum,
Hollandi og Sviss.