Þjóðviljinn - 16.06.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 16. júní 1955
Bandarísk vetnissprengja sprengd á Kyrrahafi.
Sverrir Kristjánsson:
jSiaur frtðflríns
J •]
f
f
íslendingar eiga nú kost á
tþví að skipa sér í hina fjöl-
:nennu þjóðafylkingu, sem
'dnnur að heimsfriði. Þeim
gefst kostur á að skrifa undir
Ávarp gegn undirbúningi
kjarnorkustyrjaldar. Það líð-
-!iír nú óðum að lokum þessarar
t.ndirskriftasöfnunar, svo að
þaö er hver síðastur að skrifa
undir ávarpið. Það er hver síð-
Estur að fésta nafn sitt í letur
á þetta heiðursskjal, þar sem
tmeginhluti mannkynsins stað-
íestir með innsigli sinu friðar-
■cg lífsvilja sinn. Ávarpið gegn
/cndirbúningi kjamorkustyrj-
sldar hefur farið eldi um alla
jörð hinar síðustu vikur. All-
ir kynþættir hnattarins hafa
iþrýst innsigli sínu á þetta
£kjal,hvítir menn ogþeldökkir,
menn af sundurleitustu tung-
■'iim og þjóðernum. Undir skjal-
ið hafa skrifað mestu vitmenn
Siútímans og ribhöfundar, sem
ranir eru að fara með penna
<bg blek. En þar má líka sjá
áangamark þeirra, sem hvorki
Siunna að lesa né skrifa. Þeir
geta bara krotað kross á hið
•jnikla skjal eða þrýst fingri
sínum á það. Fingraför þeirra
íru kannski fegursta og átak-
anlegasta undirskriftin í þess-
&ri allsherjaratkvæðagreiðslu
trnannkynsins um líf og dauða
é jörð vorri. Komandi kyn-
ílóðir munu varðveita þetta
ekjal sem helgan dóm mann-
Ikynssögunnar. Þær munu
geyma það sem sögulegan
'ritnisburð um hina miklu
stund, er líftegundin og vits-
jnunáveran MAÐUR — Homo
*apiens — reis upp til vamar
tilvem sinni, einni milljón ára
eftir að hann teygði úr sér,
'leit til himins og tók að ganga
iippréttur. I eina milljón ára
riafði maðurinn verið öðmm
xnanni úlfur. En í baráttunni
gegn tortímingarstyrjöld
'.kjarnorkuvopnanna gegndi
Ihann kalli blóðsins: að mað-
mrinn er öðmm manni bróðir.
m> bhifær.U’tvsf^t.
Frammi fyrir voða kjam-
orkustyrjaldar kenna menn-
imir loks sifjabandanna, sem
þeir em tengdir. Helgeislar
kjamorkusprengjunnar fara
ekki í manngreinarálit. Þeir
fara ekki heldur eftir pólitísk-
um mannvirðingum. Það er
kannski vænlegt til virnm á
Keflavíkurflugvelli að vera
skráður meðlimur í Heimdalli.
En Heimdallur verður lélegt
loftvamabyrgi þegar vetnis-
sprengjur fljúga um loft. I for-
sal dauðans hverfa öll flokks-
mörk af mönnum, fyrir sigð
hins mikla sláttumanns er
hvert stráið öðra líkt. En ein-
mitt fyrir þá sök er þess kost-
ur að sameina hina sundur-
leitu hjörð mannanna í órofa
fylkingu gegn þeirri hættu,
sem öllum ógnar: tortimingu
mannlegs lífs í kjamorku-
styrjöld.
Stundum er því fleygt, að
friðarhreyfingin og heimsbar-
áttan gegn kjarnorkustyrjöld
skipti okkur Islendinga engu
máli, við séum svo fáir og
smáir, að ekki geri til né frá,
hvora megin hryggjar við
liggjum, kjarnorkuvopn og
hagnýting þeirra sé einkamál
stórveldanna, og loks muni
kjamorkustyrjöld, ef til kæmi,
tæpast koma nærri Islandi.
Þessar röksemdir má heyra
daglega, jafnvel af vöram
þeirra manna, sem ættu að
vita betur — og vita betur.
Það er fljótsagt, að þessar
röksemdir era hver annarri
fáránlegri.
Kjarnorkustyrjöld verður
ekki einkamál hinna svoköll-
uðu stórvelda. Hún verður
málefni allra þjóða, stórra og
smárra, því að hún stefnir öllu
mannkyni í bráðan voða. Is-
lendingar era fáir og smáir —
satt er það. En þó eram við
ekki færri né smærri en svo,
að við gerðumst fyrstir
Evrópuþjóða til þess að veita
voldugu stórveldi, Bandaríkj-
unum, herstöð á landi okk-
ar og byggja þar flug-
brautir handa risaflugvirkjum,
er fljúga með kjamorkuvopn.
1 annan stað skáram við á
slagæð utanrikisstefnu okkar,
er við gerðum að engu hlut-
leysisyfirlýsingu okkar og
gengum inn í Atlanzhafs-
bandalagið. Á fundi Atlanzhafs
bandalagsráðsins í desember
síðastl. var því yfir lýst af
hershöfðingjum þess, að kjarn-
orkuvopnum yrði beitt þegar í
stað í styrjöld, og allur víg-
búnaður bandalagsins væri
markaður kjamorkutækninni.
Islendingar hafa því vitandi
vits gerzt aðiiar að komandi
kjarnorkustyrjöld og geta
ekki vænzt neinnar vægðar
með tilliti til smæðar og fólks-
fæðar. Við höfum gert land
okkar að kjamorkuvopnastöð.
Og einmitt fyrir þá sök er
okkur sá voði búinn, að ís-
lenzka þjóðin verði afmáð af
yfirborði jarðarinnar, að hún
ve'rði aðeins sögulegt hugtak,
dauf endurminning í huga
þeirra mannvera, sem kunna
að lifa af hamfarir kjamorku-
styrjaldar, ef þær þá hirða um
að minnast þessarar heimsku
fornþjóðar, sem gróf sjálfri
sér gröfina.
Þegar ísiendingur skrifar
undir Avarp gegn kjamorku-
styrjöld, þá gerir hann tvennt
í einu: hann er að endur-
heimta íslenzka þjóðarsæmd,
sem við týndum, ér við seldum
land okkar undir bandaríska
herstöð, og hann er að leggja
lið öflum heimsfriðarhreyfing-
aririnar, sem hafa átt mestan
þátt í að afstýra nýju verald-
arbáli. Hin þrotlausa barátta
Heimsfriðarráðsins siðustu sex
ár hefur sannarlega ekki verið
til einskis háð. Ef Islendingar
þykjast ekki vita það, þá vita
þeir það, pólitísku brennuvarg-
arnir í hermálaráðuneytinu og
utanríkisráðuneytinu í Was-
hington. Þeim er ljóst, að
heimsfriðarhreyfingin hefur
verið hin vakandi og virka
samvizka mannkynsins á síð-
ustu áram. Hún hefur staðið
vörð við vögguna, þegar Heró-
desar 20. aldar hafa læðst að
henni til þess að granda friði
mannkynsins.
En friðarhreyfingin liefur
ekki aðeins átt sinn mikla þátt
í að afstýra heimsstyrjöld.
Hún hefur einnig ekki hvað
sízt stuðlað að því, að vænlegri
horfur eru nú á sáttum með
Austri og Vestri, með heimi
sósíalismans og heimi auð-
valdsins, en verið hefur nú í
áratug. Frá upphafi vega sinna
hefur Heimsfriðarráðið flutt
mannkyninu þann boðskap, að
þjóðfélögum sósíalisma og
auðvalds sé unnt að lifa í friði
á hnettinum, að þeim sé það
blátt áfram lífsnauðsyn, ef
mannkynið eigi ekki að fremja
á sér japanska kviðristu. Þessi
boðskapur er sem óðast að
verða eign allra manna og
sannfæring, og fyrir þunga
þessa almenningsálits um allan
heim verða nú hin stoltu stór-
veldi að brjóta odd af oflæti
sínu og setjast að samninga-
borðinu og reyna að sættast á
deilur sínar. Það eitt er mik-
ill sigur. Með undirskrift sinni
undir Ávarp gegn kjamorku-
styrjöld getur hver maður
gert þennan sigur meiri.
Það er þegar or$inn mikill
árangur af undirskriftasöfnun
þeirri, sem fram hefur farið
hér á Islandi undanfarnar vik-
ur. Þúsundir Islendinga um
land allt hafa fengið Ávarpið
í hendur og þeir hafa undirrit-
að það og sent það til íslenzku
friðamefndarinnar, Þingholts-
stræti 27, Rvik. Við lauslega
könnun má þegar sjá, að flest-
ir eru óbreyttir alþýðumenn,
sem ritað hafa undir ávarpið.
Hins vegar saknar maður und-
irskrifta margra, sem búast
Framhald á 9 síðu.
Ferðamenning — svar írá Vigfúsi á Hreðavatni til
„góðgjarns huldumanns"
VIGFOS Guðmundsson gest-
gjafi á Hreðavatni hefur sent
Þjóðviljanum eftirfarandi
bréf: „Síðan ég fór frá Reykja-
vik í vor, hefi ég ekki séð Þjóð-
viljann. En áðan fékk ég í
pósti frá kunningja mínum úr-
klippu úr blaðinu (nokkuð
gamla). Þar er minnzt veit-
ingaskála míns af heldur lít-
illi góðgimi. Skal lítið um
þennan greinarstúf blaðsins
rætt. En einhvemveginn er
það þannig að þrátt fyrir
verðskuldaða eða óverðskuld-
aða hnífla í garð Hreðavatns-
skála, þá sýna verkin merkin,
að margir ferðamenn kjósa
heldur, með frjálsu vali, að
koma í hann heldur en mill-
jónahallirnar rétt fyrir ofan og
neðan, þar sem ausið er mill-
jónum af almannafé til full-
kominnar móttöku ferða-
manna.
VEGNA ókunnugra skal tekið
fram að mjög örðugt er með
rennandi vatn í skálanum, þó
einkum haust og vor. Vatns-
leiðslan liggur ofanjarðar
langar leiðir ofan frá fjallsrót-
um, og springa pípurnar af
frostum haust og vor. En
fleiri hundrað þúsunda króna
mundi kosta að grafa þær nið-
ur svo öruggar yrðu fyrir
frosti. Síðastliðið haust höfðu
pípurnar sprangið mjög mikið,
og tók talsverðan tíma, eftir
að hingað var komið í vor, að
ná rennandi vatni heim í skál-
ann. Hinn ,,góðgjami“ höfund-
ur Þjóðviljans hefur sennilega
komið í skálann áður en renn-
andi vatnið náðist heim, ef eitt-
hvert sannleikskom skyldi
leynast í frásögn hans.
EN ÞESSIR góðu ritfinnar
blaðanna, sem sí og æ era að
gera úlfalda úr mýflugunni í
því sem ábótavant kann að
vera í gestaheimilum ferða-
manna úti á landsbyggðinni,
minnast sjaldan á hvert stríð
veitingahúsin eiga við að búa
af hálfu sumra ferðamanna.
Kannast greinarhöfundur
Þjóðviljans máski ekki við
menn, sem panta veitingar á
vissum tíma, en koma svo til
þess eins að njóta þeirra á
þetta 4 til 5 klukkutíma bili
frá hinum tilsetta tíma við
pöntunina? Eða fólk, sem
gengur mjög illa um salemi og
grýtir rasli við bæjardyr og
hvar sem er, svo að óþrifnaðar-
flekkimir era hvarvetna eftir
það ? Kannast hann ekki, þessi
„huldumaður", við ferðafólk,
sem klínir tyggigúmmíi og tó-
baksösku á dúka og diska og
nær því á hvað sem fyrir er?
Kannast hann ekki við ferða-
fólk, sem útatar fagrar brekk-
ur og grasbala með brotnum
flöskum, dósa- og bréfadrasli
— og fólk, sem slítur upp blóm
og trjágreinar rétt fyrir utan
veggi veitingahúsanna, o.s.frv ?
NEI, VINURINN „góðgjami” í
Þjóðviljanum, líttu þér nær
næst þegar þig langar til að
hnífla veitingah., þar sem þú
kemur. — Flokksbræður þínir
og flokkssystur hafa mjög oft
í fjölda ára komið í Hreða-
vatnsskála. Það hefur langoft-
ast farið vel á milli þeirra og
starfsfólks skálans, hvað veit-
ingar og öll viðskipti áhrærir.
— Hefi ég þá trú að svo verði
enn á ókomnum tímum, þrátt
fyrir það þótt einn og einn
hverfi úr hópnum til betri og
veglegri „dýrðarheima“. Vig-
fús Guðmundsson“.
ÞETTA VAR bréf Vigfúsar á
Hreðavatni, og sést af því að
hann staðfestir, þó með riokk-
urri tregðu sé, öll ummæli
bréfritara Bæjarpóstsins á
dögunum. Verða svo ekki höfð
fleiri orð um þetta, en þess
óskað að vatnið sé nú komið
í skálann; og væntanlega
verður þessi einkennilega
vatnsleiðsla ekki fyrir áföllum
fram eftir sumrinu — eða
þangað til aftur fer að frysta
< í haristí . , v. i
.2 i .ttaóc «