Þjóðviljinn - 28.09.1955, Page 5
MiðvikudagUr 28. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
B-12 vítamín er læknar
mergrwna loks efnagreint
Brezkri konu tókst að ráða gátu sem vís-
indamenn haía glímt við í áratugi
Eftir nær þriggja áratuga sleitulausar rannsóknii’ hef-
ur nú loks tekizt að efnagreina vítamíniS B-12, en skortur
á því orsakar Jiinn banvæna blóðleysissjúkdóm í mönnum,
mergrunann.
Morðiitgjar svertíngjadrengs-
iíis i raississippi syKnaoir
Þesr voru látnír íausir þrátt fyrir áhrekj-
andi vitnishurS um sök þeirra
í síðasta mánuði komu líf-
efnafræðingar saman á alþjóða-
ráðstefnu í Blussel. Búizt hafði
verið við því, að einhverjar
nýjupgar myndu koma fram
urn rannsóknir á B-12, en liitt
kom á óvart, að gátan um
efnasamsetningu þess, sem
fjöldi vísindamanna hefur reynt
að ráða, væri ráðin.
Brezk kona réð gátuna
Það var brezk kona, dr.
Hodgkin, sem réð gátuna. Hún
og samstarfsmenn hennar hafa
árum saman notað röntgen-
geisla til að komast að efna-
byggingu B-12, hvaða frum-
eindir mynduðu sameindir þess
og í hvaða hlutföllum.
i
Mergruninn, banvænn
sjúkdómur í Vestur-Evrópu
og Bandarikjununi
Skortur á B-12 vítamíni or-
sakar sem áður segir merg-
runa, banvænán blóðleysissjúk-
dóm, sem læknar hafa þekkt
síðan á síðustu öld. Það er
athyglisvert, að þessi sjúkdómur
gerir nær eingöngu vart við
sig í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum, eins og æðakölkun
og mænusótt.
Hrá Iifur læknisráðið
Áður fyrr var mergruninn ó-
læknandi sjúkdómur, en árið
1926 var gerð sú uppgötvun,
að bjarga mætti lifi sjúkling-
anna með því að gefa þeim
stóra skammta af hrárri lifur.
Þá þegar var byrjað að reyna
að einangra hið lífgefándi efni
í lifrinni. Nokkru eftir 1930
fannst efni sem hægt var að
sprauta beint í blóð sjúklings-
ins. Enn var þó ekki vitað að
þhrna væri um nýtt vítamín að
ræða.
Lausnin nær fundin í
Noregi
Skömmu fyrir stríð var norsk-
ur vísindamaður, V. Lalland,)
kominn langt á leið með að ráðal
gátuna, en atríðið batt endil
á rannsóknir hans. Þeim var |
híns vegar haldið áfram i
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Erfiðasti tálminn í vegi þeirra
var að ekki reyndist hægt að
sýkja tilraunadýr af mergruna.
í ljós kom að þessi blóð-
leysissjúkdómur gerði einvörð-
ungu vart við síg hjá mönnum.
Þetta torveldaði vísindamönnun-
um að sjálfsögðu leitina.
Mjólkurgerlar koma til
hjálpar
En þessari torfæru var sanit
rutt úr vegi, þegar það upp-
götvaðiist að viss tegund af
mjólkurgerlum gæti þvi aðeins
lifað, að hún fengi þetta efni
úr lifrinni,
í ljós kom að efni þetta
samanstóð af rauðum kristöll-
um. Því var þá gefið nafnið
B-12 vítamínið. Það reyndíst
Vera svo áhrifaríkt að ékki
staérri skammtur en einn millj-
ónasti hluti úf grammi nægði
til að eyða sjúkdómseinkennum
mergrunans.
Frekafi rannsókn leiddi í ljós,
að því var ekki svo varið sem
áður var talið, að dýr þyrftu
ekki á vítamíninu að halda.
Hins vegar orsakar skortur á
því ekki blóðleysi í þeim.
Kóbolt er nianninum nauð-
synlegt
Vísindamenn komust að því.
að í B-12 var meðal annarra
efna málmúrinn kóbolt. Áður
vissu menn ekki að itienn og
dýr þyrftu á kóbolti að halda'.
En þrátt fyrir margra ára rann-
sóknir vísindamanna víða um
heim, tókst ekki að finná end-
anlega lausn gátunhar um efna-
samsetningu B-12 fyrr en á
þessu ári, að dr. Hodgkin tókst
það. En vítamínið hefur komið
að góðum notum i mörg ár, þó
að efnasamsetning þess væri á
huldu. Uppgötvun Hodgkins
hefur þannig i sjálfu sér ekki
mikla þýðingu, en markar þó
nýtt spor í leitinni að þekk-
ingu um starfsemi líkamans.
Stórar og margbrotnar
sameindir
Niðurstaða dr. Hodgkins er
sú að hver sameind af vítamininu
sé samsett af 63 kolefnisatóm-
um, 90 vetnisatómum, 14 súr-
efnisatómum, 14 hyldisatómum,
1 fosfóratómi og 1 kóboltatómi.
B-12 líkist mjög að bygg'ingú
blóðrauðanum, efni því i rauðu
blóðkornunum sem ber súrefnið
frá lungunum út um Hkamann.
Menn gera sér vonir um að
uppgötvun dr. Hodgkins muni
auka þekkingu á ýmsum efna-
ferlum í Hkamanum.
Kvið'dómur i bænum Sammer í Missisippifylki í Banda-
ííkjunum hefur sýknaö tvo menn, sem ákærð'ir voru
yrir morð á 14 ára gömlum svertingjadreng.
Drengurinn, Emmett Louis
Till, átti heima í Chicágo. Fyr-
drenginn frá Chicago. Þegar
þeir komu auga á hann rifu
ir rúmum mánuði fór hann þeir hann upp úr rúminu og
suður til Missisippi að heim-
sækja frændá sinn þar. Þar
gerði hann sig sekan um þá
„óhæfu“ að blistra í návist
hvítrar konu í verzlun einni.
Þegar maður konunnar, Roy
Bryant og hálfbróðir hans, J.W.
Milam, fréttu af þessu, ákváðu
þeir að „kenna drengnum
mannaslði“.
RIFINN UPP ÚR
RÚMINU
Nóttina . eftir gerðu þeir sér
ferð til bæjar móðurbróður
dfengsins, Mose Wright, vopn-
aðir skammbyssum. Þeir sögð-
ust vera kornnir tii að sækja
höfðu hann á brott, og ógnuðu
hinum aldraða bónda og konu
hans með byssum. Þeir fóru
með drenginn út í bíl, sem
beið þeirra og óku á brott.
HRÓPAÐI Á HJÁLP
Vinnumaður á plantekru þar
í grenndinni bar fyrir réttinum,
að hann hefði séð þá Bryant
og Milam fara með drenginn
inn i hlöðu. Þaðan bárust von
bráðar angistarvein, síðan
heyrðist skot og hljóðin hættu.
LÍKIÐ NÆR
ÓÞEKKJANLEGT
Fiskimenn fundu lík drengs-
Elrtn af rógberum McCarfbys
ýstur melsisœrismaSur
Enn einn af hinum mörgu atvinnurógberum í Banda-
ríkjunum, sem iifáð hafa góöu lífi af að ljúga sökum
upp á fólk fyrir dómstólum, hefur orðið uppvís að mein-
særi.
Bandarískur sambandsdóm-
stóll hefur lýst einn af fyrrver-
andi starfsmönnum McCarthys,
Paul Hughes, sekan um mein-
særi. Dómstóllinn segist hafa
gengið úr skugga um, að Hugh-
es hafi borið lognar sakir á
ýmsa menn, sem kallaðir voru
fyrir rannsóknarnefnd Mc-
Carthys, sakaðir um „kommún-
isma“.
Það var Harvey Matusow,
ljúgvitnið sem snerist hugur og
játaði á sig lygarnar, sem kom
fyrst upp um Hughes. Matusow
hefur verið ákærður fyrir mein-
særi og bíður dóms.
ins nokkru síðar í ánni Tillsh-
atchie, gaddavír hafði verið
bundið um það og myllusteino.
festur í hann, Líkið var nær
óþekkjanlegt. Skot úr hlaup-
víðri byssu hafði farið gegn-
um höfuðið, andlitið var sund-
urkramið og allur líkaminn bae
menjar eftir barsmíðar,
Móðir drengsins var þó ekkt
í vafa um að þetta væri Hk
hans. Hún brast í grát þegar
hún var beðin um að sverja.
eið að því í réttinum, að likið
sem fannst i ánni væri af svni
hennar. Dómarinn spurði hana
þá, hvort hún hefði ekki gef-
ið drengnum góð ráð um hvern-
ig hann ætti að haga sér þegar
hann kæmi suður til Mississ-
ippi. „Ég sagði við hann að
þegar hann kæmi suður yrði.
hann alltaf að vera á verði,
segja „Já herra“ og „Já frú“
í hvert sinn sem hvítur mað-
ur yrti á hann“ sagði hún.
ALLIR KVIÐDÓMAR-
ARNIR HVÍTIR
Tólf menn sátu í kviðdómn-
um, sem eftir einnar klukku-
stundar umhugsunarfrest sýkn-
aði þá Bryant og Milam af
morðákærunni þrátt fyrir ó-
hrekjandi vitnisburð um sekí;
þeirra. Þeir voru allir hvítiE’
á hörund.
Volkswagen og Fiaf
tengfast hjónabandi
Bmðkaup ít&Iskrar prinsessu og þýzks
prins í Feneyjum vakti heimsathygli
Tvær stærstu bílaverksmiöjur Evrópu tengdust hjóna-
bandi, þegar bin 15 ára gamia prinsessa Virginía af Furst-
cnberg og hinn 81 árs gamli prins Alfonso af Hohenlohe
voru gefin saman í Feneyjum í síðustu viku.
Móðir prinsessunnar er af
Agnelliættinni, sem á Fiatverk-
smiðjumar ítölsku, prinsinn er
einn af hluthöfum Volkswagen-
verksiniðjanna þýzku og urn-
boðsmaður þeirra i Mexíkó og
Kalifomiu.
Góður fréttamatur
erlendis
Urmull áf fréttamönnum var
viðstaddúr hjónavígsluna og
sendi ýtarleg íréttaskeyti til
blaða sinna. Meira en hálf íor-
síða aðalmálgagns brezka Verka-
mannaflokksins, Daily Herald,
var þahnig helguð þessum merk-
isviðburði dagínn eftir.
Brúðhjónin og brúðkaups-
gestimir fóru í 20 gondólum
til^kirkjunnar. Til brúðkaups-
veizlunnar hafði verið boðið
3000 mönnum af öllum helztu
aðalsættum álfunnar, en „að-
eins“ 1500 gátu þegið boðið.
Sagt er að kostnáðurinn við
þetta brúðkaup hafi numið um
100.000 sterlingspundum, rúm-
lega 4,5 millj. kr. Hins vegar
hefði miklu meifi íburður ver-
ið ráðgerður, en hætt við hann
af ótta við, að lágtlaunuðum
verkamönnum Fiats myndi
mislíka slíkt óhóf. Af sömu á-
stæðu var lítið gert úr brúð-
kaúpihu í ítölskum blöðum.
Hvert verkfalliö hefur rekiö annaö aö undanförnu í Vest~
ur-Þýzkala<ndi, einkum í stáliðnaöinum. Mestu verkföllin
'voru í Hamborg, par sem verkamenn við tvœr stœrstu
skipasmíðastöövar landsins lögöu niður vinnu til aö knýjc.
fram kauphœkkun. Þeir sigruöu eftir harða baráttu. — £.
efri myndinni sjást verkamenn viö Howaldt-skipasmíöa~
stöðina í Hajmborg hindra skip í aö komast í purrkin
I sú neöri er af einum af útifundum verkfallsmanna.