Þjóðviljinn - 28.09.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 28.09.1955, Síða 7
C2»» Miðvikudsgur 28.. september I RiTLLAN liggur hvít og ifalleg í bóli sínu og það er dúnalogn. Máfurinn situr hér og þar á sléttum firðin- um, og við Búlandið fyrir handan heCur hann safnazt í hóp og maður heyrir gargið gegnum kyrrðina. Hann er þama í átunni. Það er mikið af glærátu og smásíld í firð- inum, og undanfarna tvo daga hefur síldarhnífill verið að veltast um hann í rólegheit- um, en sést nú ekki lengur. Trillan er lítil með lotað stefni eins og á víkingaskipi, það er færeyska lagið. Þeir eiga trilluna Ivar Kristinsson trésmiður og Stefán Þorleifs- son íþróttakennari. Ivar er þrítugur og byrjaði níu ára gamall að róa með föður sín- um Kristni Ivarssyni og reri með honum mörg sumur og þekkir þessvegna vel til allra miða hér útifyrir, og þó hann hafi nóg að gera við smíðam- ar, toilir hann illa í landi á sumrin. Við ívar róum samar á trillunni alla virka dag. þegar gefur, en um helgar á Stefán frí frá vörzlu sund- laugarinnar, og þá rær hann með ívari. Trillan er svo lítil að ekki geta róið á henni nema tveir menn í senn. Þetta er um klukkan tvö eina nótt seint i júní síðastliðnum. Krian er ekki komin á fæt- ur. Við klifrum niður i litla skektu sem .liggur við bryggj- una. framundan kirkjunni, og leysum fangalínu hennar og róum út að trillunni. „Hvað dreymdi þig?“ spyr ívar. „Ekkert“, svara ég. „Dreymdi þig nokkuð ?“ „Mig direymdi ég væri upp fyrir haus í einhverjum ó- þverra“, segir ívar. „Kannski við fáum hann í nótt“. Við förum um borð í trilluna og bindum skektuna við and- ófsþóftuna, og ívar opnar vél- arhúsið og tekur smurolíu- dunk og hellir úr honum í smumingskassann, en ég sezt á þóftuna og fer að horfa í sjóinn milli skektunnar og trillunnar og sé vel. niður af því það er enghm tmflandi glampi í skugganum milli þeirra. Þóftan er döggvuð og köld. Á botninum liggur fal- , leg rauðspretta og ég mundi ná henni ef ég hefði sting. Ivar athugar alla takka á vél- inni og skrúfar eitthvað og þurrkar dálítið með tvisti og tekur síðan í svinghjólið og snýr því. En vélin er treg i gang. Ivar snýr svinghjólinu aftur og togar í einn takkann og ýtir honum inn og snýr ; hjólinu aftur og aftur, en vélin hóstar aðeins þrisvar- tvisti, og tekur síðan í sving- hjólið og snýr því, og þá fer vélin í gang og það er heil- brigt hljóð í henni. Eg fer fram í, losa bólfærið af hníflinum og set það í sjó- inn, og ívar bakkar trillunni lítið eitt frá bólfærinu sem flýtur upp i korkflá af sild- arnót; og þegar hann er ör- uggur um að færið lendi ekki i skrúfunni, snýr hann trill- unni í hálfhring og keyrir hana upp að bryggjunni með skektuna í eftirdragi. Eg leysi fangalínu skektunnar af þóft- unni og teygi mig upp og bind hana um pollann á Þetta segja þeir gömlu að hafi verið hinum mikla sjávar- gróðri að þakka. En er þá engin von til að þessir dá- samlegu tímar komi aftur? Jú, þeir gömlu þykjast nú margir sjá þess merki, að sjávargróður fari vaxandi á ný. Enda er þorskafli á grunnmiðum heldur farinn að glæðast aftur, hvað sem verða kann um síldina. Vélin í trillunni gengur með jöfnu, ástríðulausu hljóði og knýr hana út með landinu. Sjórinn dýpkar smátt og smátt, og þegar kemur út fyrir vitann, er orðið stæl- Jónas Árnason: Ut á Stóra-Skæling, I. LOGN fjórum sinnum og þagnar svo á ný. „Liggðu ekki svona úti í öðru borðinu“, segir ívar. Þetta segir hann til að afsaka vélina og gefa í skyn að hún komist ekki í gang vegna þess að ég halli trillunni svo mik- ið, því að Ivari þykir vænt um vélina og vill ekki að hún fái óorð á sig, en það er óþarfi að afsaka hana við mig, því ég veit að þó hún sé stundum með ólund fyrst á morgnana fer hún alltaf i gang um síðir og gengur eftir það eins og klukká, og mér þykir líka vænt um hana. „Er morgungúll áskipstjóra?" segi ég og rétti úr mér og færi mig inn á miðja þóft- una. „Svona nú greyið“, segir Ivar við vélina þegar hann er bú- inn að athuga alla takka enn- þá einu sinni og skrúfa eitt- hvað og þurrka dálítið með bryggjuhausnum, og að svo búnu setur Ivar á fulla ferð í stefnu út fyrir Tangann, og ég sezt aftur á andófsþóft- una, en hann sezt á aftur- þóftuna, og við fáum okkur báðir að reykja. Ivar heldur í stýristaumana með annarri hendi og kveikir sér í sígar- ettu og reykir Wellington, en ég kveiki mér í pípu og reyki Edgewort. Einu sinni, þegar ég var áhrifagjarn unglingur, las ég í blaði að Stalin reykti þessa tóbakstegund. Það er gaman að fara fyrir Tangann í logni og horfa á hnullungana í botninum, þeir eru fallega ljósgrænir að sjá i gegnum sjóinn, og stundum sér maður þaraþyrskling skjótast út úr þyrlunum sem sem vaxa hér og þar á milli hnullunganna. Það er hvítt kalklag á þessum hnullungum, og þessvegna sýnast þeir ljós- grænir í tærum sjónum, en kalklagið er sennilega leifar frá örsmáum kórölum sem hér munu fyrrum hafa vaxið í skjóli þangsins. Þetta svæði var nefnilega allt þangi vax- ið fyrir nokkrum áratugum, og á sumrum var gróskan í því stundum svo mikil að um fjöru iðaði allt yfirborðið af brúnum blöðkum sem bærðust fram og aftur. En svo var allt í einu eins og alla döng- un drægi úr þanginu, og nú er það sem sé horfið héðan, nema þessir stöku þyrlar hér og þar; — og sömu sögu er raunar að segja frá ströndinni allri, sjávargróður ekki orð- inn svipur hjá sjón. Gömlu mennirnir segja, að þessu hljóti að hafa valdið einhver sýki í þanginu; og um leið og sjávargróðri hrakaði, hafi lífs- skilyrði fyrir svif og aðra smáátu farið versnandi, og í þessu sé að leita helztu or- sakarinnar til þess að þorsk- afli minnkaði á grunnmiðum og síldin hætti að ganga upp að ströndinni. Um aldamótin var ekki óalgengt að menn legðu línu inni í firðinum ör- skammt undan landi þar sem Neskaupstaður stendur nú, og drekkhlæðu þarna báta sína af vænum fiski dag eftir dag. Að ekki sé nú talað um síld- ina, sem fyllti þá alla firði. djúpt. Þá mætum við selnum. Við höfum mætt honum hérna þrisvar áður. Sennilega ligg- ur hann hér í rauðmaganum. Þegar Ivar var strákur, fór hann eitt sinn sem oftar með félögum sínum út í svonefnd- ar Urðir, sem eru upp af klettunum fyrir utan vitann, að leika sér í feluleik, og þá sáu þeir sel koma hér upp úr sjónum með rauðmaga í kjaftinum. Selurinn hristi hausinn afskaplega, og þeim sýndist hann gera þetta til að ná hveljunni utan af rauð- maganum, áður en hann át liann. Sá selur var mjög stór, en þessi selur sem nú hefur stungið upp hausnum til að h^ilsa okkur Ivari í fjórða sinn, er fremur lítill, skömm- ungur, og mjög forvitinn. „Alltaf gleymum við að taka byssuna með“, segir Ivar og horfir á selinn. En hann mein- ar ekkert með þessu, því að selurinn er orðinn vinur okk- ar, og ívar mundi áreiðanlega ekki gleyma byssunni ef hann hefði nokkurn hug á að skjóta hann. Trillan nálgast selinn óðfluga. „Komdu sæll, Kobbi“, segir ívar. „Það er alltaf sama næturgöltrið á þér“. Maður á að blístra, vilji mað- ur komast nærri selum, þvi að þeir hafa yndi af allri tón- list, og ég blistra hátt og snjallt, Eg er kominn heim í heiðardalinn, ég er kominn heim í leit að ró — og sá kann nú að meta þetta. Við komumst nú miklu nær hon- um en í hin fyrri skiptin, það eru ekki nema 20 metrar milli hans og trillunnar þegar hann loksins stingur sér. Eg gæti bezt trúað það væri hægt að heilla hann alveg upp í trill- una, ef maður hefði liarmon- ikku. Fáeinum mínútum eftir að við mætum selnum, mætum við sólinni. Hún brýzt allt í einu út undan suðausturhorni Níp- unnar, þetta er eins og hljóð- laus sprenging, og við erum komnir' í annan og hlýrri heim. Trillan klýfur Norð- fjarðarflóann með sólina um 20 gráður á bakborða. Bár- urnar frá henni teygjast í tveim beinum Iínum inn í 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 fjörðinn, ömnur norðvestur í stefnu á Bakkabakkana fyrir utan kaupstaðinn, hin suð- vestur í stefnu á Hellisfjarð- armúlann miðjan, teygjast og minnka unz lognið hefur unn- ið bug á þeim og slétt þær út í ekki neitt. Múlinn er bað- aður sólskini framanverður, en Nípan skyggir enn á innri hlutann, og norðanmegin fjarðarins, þar sem kaupstað- urinn stendur, er húmkenndur svefnskuggi yfir öllu. Bæirnir sunnanmegin flóans sjást vel í hinni fersku birtu nýrisinnar sólar sem skín á hvíta veggi og hvanngræn tún, það heitir á suðurbæjum. Þar gekk fiskurinn forðum tí5 alveg upp í landsteina, og eitt sumar í beituleysi opnuðu menn þar á einum bæ.num kassa með rúsínum og beittu þeim, og höfðu marghlaðið bát sinn áður en kláraðist úr kassanum. Rauðubjörg eru brennisteinsgul í nótt. Nokkru fyrir utan Rauðubjörg heitir Horn, og þar er landsendi sunnanmegin. Það er oft mik- ið af sel við Horn, og gangi maður upp á það í góðu veðri má sjá hann synda þar j kafi og elta fiskinn. Á bakborða eða norðanmegin við okkur rís Nípan, tilkomu- mikið fjall sem hlaðizt hefur upp lag af lagi í eldgosum fyrir milljónum ára, og núna þegar hún stendur þarna með sólargeisla glampandi á sín- um mörgu klettabeltum, en svartan skugga milli þeirra, minnir hún helzt á austur- lenzkt musteri sem byggt er hæð ofan á hæð, kynslóð eftir kynslóð, svo að komizt verði sem næst guðinum, — og kannski er byggingunni ennþá ekki lokið. Lundinn er hér út um allt með sitt stóra nef og embætt- islega svipmót, sem hefur afl- að honum þeirrar virðingar r>,5 vera nefndur prófastur. Ha.in nennir ekki að hreyfa sig fyrr en trillan er alveg korain að honum, þá ýmist stingur ha m sér eða reynir að hefja r.ig til flugs, en það vill ganga misjafnlega, því að rassi m er þungur á prófastinum, hann bæxlast eftir sjónrm berjandi vængjunum ekki f<m lipurlegast, og þegar-jhaan loks hefur náð nægri ferð til að hefja sig til flugs, er tr'H- an venjulega komin svo Ían.gt framhjá að þetta hefur e' ki neina þýðingu lengur, og ha m hættir við allt saman og sezt aftur á sjóinn. Lundinn er einn þeirra mörgu fugla sem verpa í Nípunni. Þar verpir líka sílfurmáfurinn. Nú er Nípan afturút, og okk- ur gefur sýn í mynni Mjta- fjarðar með Dalafjöllin novð- anmegin, þrjú myndarleg f j ill hvert öðru líkt og burstmynd- uð úr hafi að sjá, enda oft nefnd Húsgaflarnir á m' li austfirzkra sjómanna. Undan því yzta þessara fjalla ger ur Dalatangi fram í sjó rrmð vita sinn. Spegilsléttur flötur flóa'3 rofnar skyndilega á einirm stað, og þetta er stór og frl- Ieg hnísa. Hún kemur upp þrisvar í röð nokkuð fyi-ir framan okkur á stjórnborða, syndir síðan spölkorn í kafi,. og kemur svo laftur upp þvisvar í röð nær okkur og Vramhald á 1Ö. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.