Þjóðviljinn - 28.09.1955, Síða 11

Þjóðviljinn - 28.09.1955, Síða 11
Miðvikudagur 28. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: Klitgcmrd og Synlr 1. dagur 1.1’ Eér greinir frá oþœgindum Tómasar Klitgaard rétt fyrir frelsunin'd'og erfiúleikunum sem mœttu stóry,, hjóðhollu fyrirtæki Það var eins og allt ’andiö stæöi á öndinni þessa apríl- daga. Þjóðverjarnir voru yfirbugaðir og á hverjum degi komu hópar af hungruöum og illa stöddum flóttamönn- um yfir landamærin og til hafnarbæjanna. Þeir burðuð- ust með töskur og piruda; gamlar konur sem aldi*ei áður höfðu farið út fyrir sveitma sína, en höfðu nú gengið hundruð kílcmetra, ungar konur með hörkuleg, þreytt andlit, gamlir menn, örkumla og börn, ungböm sem komið höfðu í heiminn í skurði við veginn eða í hlöðu á flóttanum. Enn dreymdi þýzku liðsforingjana yfir konjaki og brennivíni um kraftaverkið: nýju vopnin. Foringinn var ennþá Foringinn, hann hlaut að hafa séö þetta fyrir og undirbúið mótleik sinn Bíðið bara, eftir nokkra daga eða. nokkra klukkutíma gerist það, og ósigurinn breytist i sigur. Þeir drukku fast en þegar ölvíman var runnin af þeim sáu þeir hinn hræðilega raunveruleika, allt var tapað; það var engin von. Þeir voru sigraðir og þeir vissu það, en hvað myndu þeir gera í hatri sínu og örvæntingu0 Myndu þeir ger- eyoa landið, brytja niður fólkið áður en þeir yi*ðu reknir burt, og hvað yrði um Danina í þýzkum fangabúðum? Þennan tíma, þegar ósigur þeirra var vís, líflétu þeir og myrtu, drápu til þess eins að drepa. Nasisminn var kominn á lokastigið, þegar villidýrin myrtu fyrir sakir morðsins og danskir leppar þeirra eltu þau eins og gjammandi blóðhundar. — Þetta er hræðilegt, skelfilegt, andvarpaði Tómas Klítgaard á hótelherbergi sínu á Fönix í Álaborg. Hann halði komið við i Karup og á fleiri athafnasvæöum fyiir- tækisins, því aö nú var leikurinn á enda og það þurfti að bjarga hinu dýrmæta hráefni. Hér voru milljónir í veði og hann varð að eiga sitthvað á hættu, því að hætt- an yröi enn meiri ef Englendingarnir kæmu til landsins einn góðan veöurdag; þeir gætu lagt eignarhald á allt^ sem fyrirfannst á flugvöllum og hernaðannannvirkjum. Hann pantaöi bíl og ók út á flugvöllinn. Sá tími var löngu liðinn aö athafnasamur og þjóðhollur verktaki gæti ekið í einkabíl sínum á þýzku bensíni. Það var oröiö of hættulegt, allt var hættulegt, og maður varð að skreiðast inn í gamlan skrjóð, fullan af reyk og stybbu. — Á flugvöllinn, sagði hann, og hann tók eftir fyrir- litningaraugnaráði ekilsins, en ennþá gat hann þó rekið lögleg erindi sín án þess að spyrja um leyfi. Enn voru takmörk fyrir valdi og áhrifum þessa bölvaða Frelsisráðs. Þaö var aðeins einn verkfræðingur og skrifstofumaður éftir í'skrifstofubragganum; verkamennirnir höfðu hlýtt fyrirmælum Frelsisráðsins og yfirgefiö flugvöllinn fyrir viku. Enn stóðu þarna sprengjuflugvélar og orustuflug- vélar og hin stóru virki minntu á ógnandi þýzka hnefa í hinu rólega józka umhverfi, en þegar var kominn kirkjugarðssvipur á hiö víðáttumikla svæði. Hann ræddi við verkfræðinginn um það, hvernig þeir gætu á fljótastan og laumulegastan hátt fjarlægt þaö sem eftir var af hinu dýrmæta efni, þegar von Drieberg byggingastjóri og Fu.nche byggingafulltrúi komu á vett vang. Hinn blómlegi byggingastjóri hafði látið mikið á sjá., Funche virtist aftur á móti þrífast óvenju vel. — Æ kæri, danski vinur og samherji, sagöi von Drie- berg og þrýsti hönd hans innilega. Við hittumst undir hörmulegum kringumstæöum. Þér eigið víst ekki eitt- hvað aö drekka, því að á þessum tímum hefur maður sannarlega þörf fyrir það. — Við eigum flösku af ákavíti, ekkert annað, sagði verkfræðingurinn. — Afbragð, afbragð, sagöi von Drieberg. Þegar við töpuðum Frakklandi minnkaði um konjakið, þótt enn séu einhverjar birgðir fyrir hendi. En blessaður snapsinn er einmitt það sem maður þarf á að halda á þessum erfiöu tímum. Vínflaskan var sett á borðið og von Drieberg fékk sér drjúgan teyg. Hann hellti samstundis aftur í glasið sitt og tæmdi það. — En hvernig fer þetta, kæri danski vinur? sagði hann. Hverju getum við nú búizt við þegar Asíuhjarð- irnar flykkjast fram? Hvað verður nú um hina göfugu evrópsku menningu, sem hlutverk okkar var að verja? Það er meira að segja svo komið að soranum er hleypt út úr fangabúðunum. Og þjóð yðar, já ég veit vel að hún hatar okkur. Enginn hugsar um allt það sem við höfum fyrir ykkur gert, losaö ykkur við rauðu hættuna og gyð- ingana. Við hefðum gjarnan vjljað halda áfram á sömu braut og skapa fagurt, danskt þjóðfélag, en allir hafai svikið okkur. / . j rr.in' nih.- : . . : Funche dreypti á glasi sínu og þaö brá fyrir brosi á hrossandliti hans. — Ójá, sagði hann. Ef til vill lendið þér á teiknistof- unni aftur, herra byggingastjóri, því aö'nú er enginn flokkur til. — Hvað eigiö þér við? hvæsti vóri Drieberg. — Við verðum að byrja að nýju, sagði Funche. Byrja upp á nýtt í öllum skilningi í lömuðu og sundurtættu landi. ,Það er árangur starfsemi yðar og vina yðar. Og meðan þið létuð þýzku þjóðinni blæða út, sátuð þið sjálfir á öruggum stað og lifðuð í vellystingum praktug- lega, nasistasvínin. Von Drieberg reis á fætur titrandi af reiði og augu hans leiftruðu. — Þessi orö,skulu verða yður dýr, herra minn, hrópaöi Telpu og drengja- P E Y S U R Verð frá kr. 80.00 — T0LE Fichersundi. LIGGUR LEIÐIN Til sölu nokkrir notaðir bílar, ljósavélar, steypu- hrærivélar, hjólskurögrafa og 15 tomia dráttarvagn. Nánari upplýsingar hjá Bjarna Guðmundssyni, bílaverkstæði landssímans, Sölvhólsgötu 11, Reykjavík. Póst- 09 símamálastjórnin, 27. sept. 1955 Styttir á lampa- snúruna Þessi nýjung er sjálfsag't ekki spáný, en hún er hentug og auðveld í meðförum. Þetta er dálít- íð áliald sem notað er til að stytta í spúr- unni á loftlampanum án þess að nota þurfi hin dýrari lyfti- tæki. Það er gert úr glæru plasti og fer vel við alla liti á snúrum og skermum. Það; er sett utanum snúruna eins og sýnt er á myndinni og svo má lengja snúruna eða stytta að vild með því að stækka eða minnka lykkjuna. Hér eru myndir af þrem lömpum sem fara vel á nýtízku heimilum. Þeir beina ljósinu á þann stað sem ætlazt er til, eru skemmtilega látlausir og endingargóðir. Fyrsti Þrír skemmiilegir lampar lampinn er af ítölskum uppruna og lampar af þessu tagi hafa náð miklum vinsæld- um. Skermurinn að ofan er dökkur, og lakkaður og á móti mattur messingskermur. er II Lampinn á þriðju myndinni er af svipaðri. gerð. Lampinn á miðmyndinni er óneitanlega skemmtilegastur og h'ífin. á honum er einnig dökklituð að ofan og hvít að innan. iKðeVIUINN Úlgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjóier: Magnus Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttarit stióri: Jón Bjamason. — Blaðajnenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Benedíktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson, — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg Í9. — Sími: 7500 (3 iim.r). — Áskriftarverð kr 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm. Þjóðviljane hi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.