Þjóðviljinn - 29.09.1955, Side 3

Þjóðviljinn - 29.09.1955, Side 3
Fimmtuda^ur 29. septeiaber 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Kunnum við h vorki að sitja né standa, ganga né onda? >að stendur stóll við borð- ið, og það kemur þreyttur maður. Hann sezt á stólinn, teygir fram fæturna, styður olnbogunum á borðið og hvíl- ir andlitið í gaupnum sér: a, hvað það er yndislegt að fá sér sæti og hvíla sig, hugsar hann. En hann situr ekki lengi þannig. Stóllinn er of lágur, þannig að læri mannsins eru í lausu lofti þar til hann hefur dregið fætuma inn undir stól- inn, og þegar hann hefur haft þá þar dálitla stund er hann orðinn þreyttur í hnjáliðunum og réttir þá aftur fram — og þannig koll af kolli. Auð- vitað heldur hánn að hann hvílist úr því hann er seztur í þennan snotra stól við þetta góða borð, en það er að miklu leyti blekking. Atik þess kem- ur það til að borðið er of hátt. Maðurinn þarf að lyfta olnbogunum upp á plötuna í Ekki lyfta öxlunum svona ofsalega né vera svona tauga- æst í olnbogunum .... staðinn fyrir að hún á að vera í jafnhæð við þá (það er að segja þegar stóllinn er hæfi- lega hár). Nú strengist á vöðv- um í handleggjum hans, og þegar hann hvílir höfuðið í lófum sér /verður hnakkinn kertur afturábak með tilheyr- andi vöðvastríðleik. VITH) OG STRITIÐ Þetta eru að vísu ekki ó- breytt orð norska læknisins Henriks Seyffarths í fyrir- lestri hans í Tjarnarbiói í fyrrakvöld, en þetta er þó meginefni hans í hnotskurn. Erindið fjailaði að miklu leyti um það hvemig við stöndum skakkt að vinnu okkar, hvern- ig við hvílumst ekki í raun og veru þegar við hyggjumst gera það, hvernig við göngum skakkt og öndum skakkt, o.s.frv. Hann talaði fyrir nær fullu húsi um þetta efni sem sjaldan eða aldrei er rætt né ritað um hér á landi. Þar voru komnar skrifstofustúlkur og verkamenn, fiskistúlkur og forsíjórar, enda standa marg- ir aðilar að stuttri dvöl lækn- isins á íslandi, þar 'á meðal Alþýðusambandið; mætti verða að atvinnusjúkdómum og starfsþreytu yrði meiri gaum- ur gefinn hér eftir en hingað til. Til þes ber vafalaust mikla nauðsyn. Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi, sem ávarp- aði gestina áður en fyrirlest- urinn hófst, sagði að sjaldan væri hugsað um það hér á landi að leggja vit í stritið. Það er að minnsta kosti víst að aldrei er of mikið vit í stritinu. I>AÐ SEM VAR SKAKKT f>að er háskalegast að byrja ungur á því að standa skakkt að starfi sínu. Læknirinn hafði fengið tvær telpur upp á sviðið, og lét þær sitja þar á stólunum við borðið. Hann lét þær skrifa nöfn sín, og sýndi síðan hvernig stellingar þeirra höfðu verið skakkar. Þær sátu of framarlega í stól- unum þannig að bakið hafði ekki stuðning, þær drógu fæturna inn undir sig, sem kom líka til af því að stólarnir voru ekki hæfilega háir, þær lyftu hægri öxlinni miklu hærra en nauðsynlegt er, úlnliðir þeirra og fingur voru of stífir. Þær sögðu að þær fyndu stundum til í hnakkanum, og læknirinn sýndi fram á hvemig óþörf áreynsla kemur á vöðva, hvernig þeir verða stríðari og þandari en nauðsyn ber til, þeg- ar skakkt er unnið. ÉG LÝSI EFTIR BARNAVERND .... Síðan lét læknirinn alla við- stadda rétta út hægri handlegg- inn láréttan. Það leið ekki á löngu, þar til við tókum að þreytast heldur en ekki, og litlu síðar fóru handleggimir ^að detta niðúr hver af öðrum — örmagna. Þetta er að vísu of- notkun vöðva, sagði læknirinn, og svo augljós ofnotkun kemur sjaldan fyrir í daglegu lífi. En þeir sem til dæmis venja sig á að ganga alltaf kertir, þeir ofnota hálsvöðvaná á svipaðan hátt og í dæminu um útrétta hándlegginn. Þegar þið lyftið öxlinni við skriftir, þá notið þið til þess vöðvaafl, sem ó- þarft er að beita. Sjálfsagt haf- ið þið öll einhverntíma haft höfuðverk, en hvað veldur oft- ast höfuðverk? Of mikil á- reynsla á vöðvana aftan á háls- ipum. Svo sneri hann sér aft- ur að telpunum og sagði: Það er ekki nóg að barn fái stól Aö HERPA MAGANN OG ÞENJA HANN Menn þurfa að hugsa nánar um það hvernig þeir standa að vinnu, sagði læknirinn, ger- ast meðvitandi um það hvernig þeir beita líkama sínum. Hann þegar í upphafi? Það getur bjargað mörgum að kunna að anda rétt; það skiptir megin- máli fyrir líkamlega vellíðan mannsins að hann ofbjóði ekki líkama sínum, beiti honum rétt, og umfram allt: læri að hvíla hann. „Slakaðu á, og þú verð- ur hraustur“, nefnist einmitt hin stóra bók dr. Seyffarths um þessi mál öll. Það er sem sé samband milli líkamlegrar og andlegrar vellíðunar. Ofþreyta í starfi veldur iðuglega tauga- veiklun, og taugaveiklun er sjúkdómur eins og hver annar sjúkdómur. Auk þess er tauga- veiklun smitandi. Einn tauga- veiklaður maður á skrifstofu getur spillt öllu andrúmslofti j þar, og sagði læknirinn dæmi af því. SLAKAÐU A — ÞAÐ ER KJÖRORÐH) Slakaðu á — það er kjörorð- ið. Dr. Seyffarth bað telpurnar og roskinn mann, sem kom upp á sviðið til hans, að láta hægri handlegginn falla mátt- lausan niður með síðunni. Það gekk illa; handleggir þeirra sigu öllu fremur, þau gátu ekki gert þá máttlausa. GalduF hvíldarinnar, sagði læknirinn, er fólginn í því að menn slaki á, hætti að reyna á sig, verði máttlausir í þess orðs fyllstu merkingu. Menn verða stirðir með aldrinum, af því að þeir venja sig á að hafa suma vöðva sína sífellt stríða, þeim tekst aldrei að slaka á þeim. Við þurfum að vernda lik- ama okkar, beita honum rétt, hvíla hann rétt. Aldrei ber til þess brýnni nauðsyn en nú á þessum órólegu tímum, sagði dr. Seyffarth að lokum. Mark- miðið er að hver einstaklingur verði fær um að rækja af vel- líðan og gleði það hlutverk sem honum er falið á hendur í þjóð- félaginu. Þessi stúlka situr rétt við skriftirnar, og hún mun líka halda fegurð siuni lengi, lengi. kvaðst eitt sinn hafa spurt nokkra tannlækria hvort þeir stæðu einungis á öðrum fæti er þeir dragju tennur úr sjúk- lingum sínum. Þeir höfðu gert ráð fyrir því að þeir hefðu staðið í báða fætur, en við spuminguna urðu þeir óvissir í sinni sök og gátu ekki svarað henni fyrr en þeir höfðu „leik- ið“ tanntöku frammi fjvir dr. Seyffarth. Það er fráleitt að menn fylgist svo illa með sjálf- um sér, sagði læknirinn; og nú gerði hann smáöndunartilraun með aðra telpuna. Hvort dreg- urðu magann inn eða þenur hann út, þegar þú andar að þér? spurði hann. Dreg hann inn, svaraði telpan. Ég átti von á því, sagði dr. Seyffarth, þetta gera margir. En rétta aðferð- in er sú að þenja magann út þegar maður andar að sér, draga hann inn þegar maður andar frá sér. Öndunin er ósjálfráð starfsemi, og það væri eðlilegt að hún væri framkvæmd rétt og án umhugsunar. En þegar jafnvel ósjálfráð starfsemi verð- ur skökk, hvað þá um hinar sem við lærum kannski skakkt .... lieldur á maður að vera svona, með beinar axlir og handleggina niður með síðim- um: áferðarfagui- og rólegur. til að sitja á og borð til og sitja við; það verður að læra að nota hvortveggja eins og hvert annað tæki. Ég lýsi eftir barna- vernd, sem kennir börnum að reýna á sig á réttan hátt. í skólunum þarf að ganga úr skugga um rétta sætishæð fyr- ir hvert einstakt bam. \ sjálfsafgreiðslu-matvöruverzlanír opnaðar hér á landi í haust SSS efnir til samkeppni um nýyrði fyrii slíka verzlun Fjórar sjálfsafgreiðslu-matvöruverzlanir verða opn— aðar hér á landi síðar í haust, og eru þær á vegum Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga og þriggja kaupfélaga,, á Akureyri, Selfossi og í Hafnarfirði. Þar sem þetta verða fyrstu fullkomnu sjálfsafgreiðsluverzl- anir í landinu og fleiri munu á eftir koma, þykir vanta gott ný- yrði í íslenzkt mál fyrir slíka gerð verzlana. Hefur SÍS því á- kveðið að efna til samkeppni um slíkt nýyrði og veita 5.000 krón- ur fyrir beztu tillöguna. Sjálfsafgreiðsluformið hefur að vísu verið notað í ýmsum greinum sérverzlana hér á landi um nokkurt árabil, og eru til dæmis flestar bókaverzlanir og sumar smávöruverzlanir byggðar að nokkru leyti á þessari skip- án. En með matvöruverzlunum þessum verður hin nýja skipan reynd í fyrsta sinn í sinni réttu mynd: fólk mun geta gengið að öllum vörum verzlananna og valið sjálft það, sem því þókn- ast, en vörunum verður pakkað inn og þær greiddar við eitt eða fleiri afgreiðsluborð við ÚW göngudyr. Verzlanirnar, sem opnaðar verða í haust eru í Austurstrætl 10 í Reykjavík, aðalverzlun Kaupfélags Hafnfirðinga við Strandgötu, matvöruverzlun í aðalbyggingu Kaupfélags Árnea- inga á Selfossi og ný verzlun Kaupfélags Eyfirðinga að Brekkugötu 2 á Akureyri. Kaupfélögin og SÍS hafa und- irbúið þessar nýju verzlanir vandlega og fengið hingað til lands færustu sérfræðinga á sviði sjálfsafgreiðsluverzlana I Danmörku og Svíþjóð, auk þesa sem forstöðumenn allra hinna nýju verzlana hafa dvalizt er- lendis og kynnt sér rekstur slíkra verzlana. Tillögur um nýyrði fyrir sjálfs- afgreiðsluverzlanir ber að senda til Fræðsludeildar SÍS fyrir 1. nóvember næstkomandi. m m Skdlaskórnir komnir! Úrval aí barna- og unglingaskóm með leður- og gúmmísólum Aðalstrœti 8 Laugavegi 38 Laugavegi 20 Garðastrœti 6

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.