Þjóðviljinn - 29.09.1955, Side 6

Þjóðviljinn - 29.09.1955, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. september 1955 Afdrifaríkur blóðtappi [ r------------------------" I þlðBVIUINN Útgefandi: I. Sameiningarflokkur alþýðu . — Sósíalistaflokkurnn — L________________________/ Húsnæðisokrið Ein alvarlegasta undirrót Verðbólgunnar á Islandi er Etefna stjórnarvaldanna í hús- íiæðismálum. Húsnæði er ein- ihver brýnasta nauðsyn hvers manns, á því veltur afkoma Jjuns, líðan, uppeldismöguleikar barnanna o.s.frv. Og verð hús- saæðisins segir að sjálfsögðu til tim })að hvað menn geta veitt eér af öðrum nauðsynjum — iivert er raunverulegt kaup. Þessa mikilvægu nauðsyn alls almennings hafa stjórnarvöldin Bctt á vald okrara og braskara. Fyrir nokkrum árum námu Btjórnarflokkarair úr gildi allt eftirlit með húsaleigu, og síð- an hefur svartur markaður ríkt íhömlulaus. Enda hefur húsnæði bækkað meira en nokkur önn- ’U:' nauðsyn á síðustu árum og «)• alitaf að hækka; fólk er aft- uj' og aftur hrakið út úr heim- jlttm sínum til þess eins að hægt að hækka leiguna og ótalin e)u þau skipbrot sem fjölskyld- ur hafa beðið af þessum sök- ura. Þessi stefna stjórnarflokk- anna er algert einsdæmi í giannlöndum okkar, bæði í Vosturevrópu og Norður-Amer- Sku. Hvarvetna líta stjórnarvöld á það sem eina meginskyldu eí a að halda húsnæðisverði í gkefjum, svo að hafður sé hem- H’ á dýrtíðinni og útflutnings- íí'imleiðslunni ekki stefnt í vc-ða. Þetta á einnig við um Þ.:ð mikla fyrirmyndarríki «) jórnarflokkanna íslenzku, E ndaríki Norðurameríku; þar ;er mjög strangt eftirlit með bósaleigu. Eigi að finna ein- fcverjar hliðstæður við þá stefnu jsem hér tíðkast verður trúlega áð leita alla leið til Suður-Amer- Sku, enda eru íslenzk stjórnar- yö’d ekki að ástæðulausu kennd iVið hinar spilltu klíkur sem drottna þar syðra. En valdhafarnir hafa ekki sóeins heimilað frjálst okur á fc isnæði, þeir hafa einnig gert ®>vhyggingar svo dýrar að V( ajulegt fólk getur ekki risið Ur dir þeim. Það er ætlazt til að an ;nn gi-eiði upp íbúðir sínar á 'J! —20 árum, svo stuttur er 3á ístíminn, og vextirnir eru teerri en tíðkast í nokkru ná- fls-gu landi, Auk þess er svo ®rfitt að komast yfir lán að f jölmargir eru reknir í klær okr- ara, sem taka verðbréf af Kvjnnum með allt að 50% af- ícilum, eða hirða vexti sem Biundum nálgast 100% á ári! Leiga í húsum sem þannig eru byggð er gersamlega ofvaxin Venjulegu fólki, enda mun nú Vera orðið erfitt að koma íbúð- ■iir.-um í nýjustu húsunum í verð. Ástandið í húsnæðismálunum er einhver alvarlegasta mein- Bf ndin i þjóðfélaginu, og þetta á tand er búið til af stjórnar- fh.kkunum i þágu braskara og ©krara, þeirrar stéttar sem í- ftialdið hefur hvað mesta vel- þoknun á. Einhver mikilvægasta óg raunhæfasta aðgerðin gegn verðbólgunni væri að taka hús- tcí-ðismálin föstum tökum; icma á raunhæfu eftirliti með Fyrsta árið sem Dcvight, Ei- senhower var forseti Bandaríkjanna þótti fátt benda til þess að hann yrði talinn í hópi merkari manna sem setið hafa í því embætti. Fréttamönnum í Washington bar saman um að Eisenhower virtist hafa takmarkaðan á- huga á starfinu. Hann sóttist eftir því að yfirgefa Washing- ton og starfsáhyggjurnar öll- um stundum sem hann gat, fór nær alltaf að ráðum ráð- herra sinna og annarra ráðu- nauta þegar taka þurfti mikil- vægar ákvarðanir og vægði jafnan fyrir þinginu þegar við árekstrum lá milli handhafa löggjafarvaldsins og fram- kvæmdavaldsins, en togstreita milli þings og forseta hefur lengst af verið eitt meginein- kenni bandarísks stjórnarfars. A fleiðingar veikindanna sem ■**• lagt hafa Eisenhower í rúmið bera því vott, hvílík breyting hefur orðið á viðhorfi forsetans til embættis síns síð- ustu tvö árin. Það liggur við að blóðtappinn sem settist að í hjartaæðum Bandaríkjafor- seta hafi valdið heimsbresti, og það þótt allar líkur bendi til að hann muni fá góðan bata. Á kauphöllinni 1 New York varð mesta verðhrun síðan í öndverðri kreppunni miklu. Bandarísk stjórnmálaviðhorf hafa gerbreytzt í einu vetfangi. I alþjóðamálum ríkir óvissa um það, hvort framhald verður á sáttfýsisandanum, sem svifið hefur yfir vötnunum upp á síðkastið. Auðvitað stafar þetta umrót að nokkru leyti af því, hversu mikil persónuieg völd forsetanum eru fengin í banda- rísku stjómskipulagi. En um- rótið væri ekki svona víðtækt hefði Eisenhower ekki upp á síðkastið sýnt það hvað eftir annað, að þegar um hinar af- drifaríkustu ákvarðanir er að ræða fer hann sínar eigin götur og gerir sér far um að vera ekki aðeins forseti í orði heldur einnigí verki. I^lestir munu sammála höf- * undi forustugreinar brezka blaðsins Times í fyrradag, en hann kemst að þeirri niður- stöðu að persónuleg áhrif Eisenhowers á stefnu Bandá- ríkjanna hafi fyrst komið til sögunnar fyrir alvöru þegar hann hafnaði ráðleggingum Dullesar utanríkisráðherra, Nixons varaforseta. Radfords herráðsforseta og skoðana- bræðra þeirra að láta banda- ríska flugherinn koma franska nýlenduhernum í Indó Kína til hjálpar í orustunni um Di- enbienphu. Síðan hefur stríðs- því að ekki sé okrað á þessari lífsnauðsyn og tryggja nýbygg- ingar með skynsamlegum kjör- um. En ástandinu verður ekki breytt meðan flokkur okrara og braskara fer með öll völd í land- inu og höfuðborginni; það er eins með þetta svið og önnur, að það þarf pólitískar aðgerðir vinnandi fólks til þess að tryggja kjarabætur. flokkurinn meðal bandarískra ráðamanna verið á stöðugu undanhaldi, Eisenhower hefur markað þá stefnu að forðast að tefla heimsfriðnum í hættu með valdbeitingu og hótunum en taka í staðinn upp samninga um lausn deilumálanna, meira að segja við erkióvininn, stjórn kommúnista í Kína. Nú er Eisenhower úr leik einmitt þegar ráðstefna ut- anríkisráðherra fjórveldanna í Adlai Stevenson Genf stendur fyrir dyrum. Þar á að taka upp þráðinn frá ráð- stefnu æðstu mannanna í sum- ar. Sérfræðingar heimsblað- anna í alþjóðamálum bolla- leggja nú um það fram og aftur, hver áhrif það muni hafa á afstöðu Bandaríkjanna á þessari ráðstefnu að Dulles utanríkisráðherra mun marka stefnuna einn. Hagerty, blaða- íulltrúi Eisenhowers, hefur nefnilega skýrt frá því að for- setinn muni verða að dveljast i sjúkrahúsi í mánuð og síð- an taka sér alg'era hvíld annan mánuð í viðbót. Hann kemur þvi ekki aftur til starfa fyrr en í desemberbyrjun í fyrsta lagi. Hin þýðíngarmestu mál, svo sem bréfaskipti hans og Búlganíns forsætisráðherra um afvopnun, verða því að bíða. Víða er leitt getum að því, hver áhrif veikindi Einsenhow- ers muni hafa á afstöðu sov- étstjórnarinnar til Bandaríkj- anna. Sovézkir ráðamenn hafa ekki farið dult með það, að þeir bera ólíkt meira traust til forsetans en Dullesar og Nix- ons. Ovissan sem veikindi Eisen- howers hefur valdið í al- þjóðamálum er þó smámun- ir í samburði við ringulreiðina sem ríkir í bandarískum stjómmálum. Þar vita framá- mennirnir varla enn sitt rjúk- andi ráð. Hjartaáfallið sem for- setinn varð fyrir, gerði að engu framtíðarfyrirætlanir flokks- manna hans í republikana- flokknum og hin nýju viðhorf hafa einnig gerbreytt horf>- unum sem stjórnarandstaðan, demókratar, verða að taka til- lit til. Fréttaritari United Press í Washington komst svo að orði á sunnudaginn, að engu væri líkara en forystumenn republíkana hefðu allir fengið taugaáfall við fréttina um sjúkleika Eisenhowers. Þeir fulltreystu því að hann myndi gefa kost á sér til framboðs á ný og bar með væri þeim tryggður sigur í forsetakosn- ingunum að ári. Nú er talið jafnvist að Eisenhower muni þvertaka fyrir að gefa kost á sér, hversu góðan bata sem hann fær. Leggst þar allt á eitt, vilji konu hans og ann- arra aðstandenda og sú hefð að bjóða ekki fram til forseta mann sem búast má við að þoli ekki þá þrekraun sem embættið er. IJólitískir spámenn í Banda- *■ ríkjunum eru nú þegar í óðaönn að bollaleggja um það, hver taka muni við merki repu- blikana af Eisenhower. James Reston, hinn margfróði frétta- ritari New York Times í Wash- ington, telur Nixon varafor- seta hafa mesta sigurmögu- leika. Vera má að Eisenhower nái ekki þeirri heilsu að hann geti tekið til starfa á ný. Þá verður hann að fela Nixon völd sín og það hefur aldrei komið fyrir enn í sögu Bandaríkj- anna að stjórnmálatlokkur hafi hafnað ríkjandi forseta sem gaf kost á sér til framboðs. Ekki mun Nixon þó reynast framabrautin auðsótt, því að enginn skortur er á flokks- bræðrum hans, sem finnst þeir kallaðir til að setjast að í Hvíta húsinu. Til dæmis eru í Kaliforníu, fylki Nixons, tvö önnur frambjóðendaefni, Know- land öldungadeildarmaður og Knight fylkisstjóri. Hafa þessir þremenningar ekki getað litið hver annan réttu auga árum saman, neita til dæmis að sitja útbreiðslufundi flokks- ins ef þeim finnst öðrum hvorum keppinautnum gert þar hærra undir höfði en sér. Virðingin og vinsældirnar sem Eisenhower nýtur meðal bandarísks almennings hafa haldið í skefjum þeim hægri mönnum republikana, sem í raun og veru eru í fullri and- stöðu við sáttastefnu hans í alþjóðamálum. Aðeins örfáir af þessum stríðssinnum, svo sem Knowland og McCarthy, hafa dirfst að hafa sig í frammi upp á síðkastið. Þegar Eisenhower er úr leik mun varfærnari skoðanabræðrum þeirra ekki þykja lengur þörf á því að sitja á strák sínum. Hlýtur Eisenhower þvi að verða stórum erfiðara að koma stefnu sinni fram það sem eftir er af kjörtimabílinu en hingað til, et heilsan leyfir honum að taka við störfum á ný. YJorfurnar á að republikanar *■•*■ geti unnið forsetakosning- ar í Bandaríkjunum með öðr- um frambjóðanda en Eisenhow- er eru hverfandi litlar. Mörg- um skoðanakönnunum um langt árabil ber saman um það að af landslýðnum telja um 50 af hundraði sig vera demó- krata, 40 af hundraði repu- blikana, en 10 af hundraði segjast vera óháðir eða fylgja smáflokkum. Það var þvi fyrst og fremst framboð Eisenhowers sem tryggði republikönum sig- ur í síðustu forsetakosningum. Nú þykir sýnt að Stevenson, sem þá var í framboði af hálfu demókrata, myndi sigra sér-: hvern foringja republikana og alla með miklum j'firburðum nema Warren forseta Hæsta- réttar. Stevenson skýrði frá því i sumar, að hann myndi gera uppskátt í nóvember hvort hann gæfi kost á sér til fram- 'boðs á ný. Ekki þykir mikill vafi á að liann gefi kost á sér. Hefur hann mikið fylgi í flokknum en á þó að minnsta kosti einn skæðan keppinaut, Harriman fylkisstjóra í New York. YJitt er víst, hvort sem þess- ■^ ir spádómar um úrslit stjórnmálabaráttunnar milli bandarísku stjórnmálaflokk- anna og innan þeirra rætast eða ekki, á næsta ári mun á- tökin um forsetaembættið bera hæst allra mála í vitund Bandaríkjamanna, bæði valda- manna og óbreyttra kjósenda. Önnur innanlandsmál verða látin sitja á hakanum, svo ekki sé talað um utanríkismálin. Vel getur því svo farið að í alþjóðamálum verði millibils- ástand þangað til á öndverðu ári 1957, þegar nýkjörinn for- seti tekur við embætti. M.T.Ó. í Eisenhower (t. h.) og Nixon.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.