Þjóðviljinn - 19.10.1955, Page 1

Þjóðviljinn - 19.10.1955, Page 1
Miðvikudagar 19. október 1955 — 20. árgangur — 236. tölublað Enn ern síldveiðarnar stöðvaðar! - þrátt fyrir góðon afla, mikla eftir- spurn og hagstœtt verð Undanfarna daga hafa síldai'saltendur við Faxaflóa ver- ið önnum kafnir við aö telja síldartunnur sínar til þess að tryggja að ekki yrði saltað í eina tunnu fram yfir þau 75.000 sem ríkisstjórnin verðbætir með tóbaksskattinum. Er nú verið að stöðva síldveiðarnar, enda þótt afli sé góð- ur, eftirspurn mikil og veröið hagstæðara en það sem fæst fyrir aörar. framleiðsluvörur bátaflotans. Talningin á síldartunnunum hefur verið mikið nákvæmnis- verk og er fært inn á hvaða tíma hver tunna hafi verið sölt- uð. Ef í ljós kemur við endan- iega talningu að tunnurnar eru fleiri en 75.000 þarf að vera hægt að sjá hvaða tunnur eru saltaðar síðast og eiga því ekki rétt á neinum tóbakspening- urrU! STAÐIÐ GEGN FRAM- LEIÐSLUNNI þesi kleppsvinnubrögð eru býsna góð mynd af viðhorfi stjórnarvaldanna til framleiðsl- unnar. Það er ekki lagt kapp á að auka framleiðsluna heldur sífellt stuðlað að því að tak- marka hana. ]?egar í upphafi voru síldveiðarnar við Faxa- flóa stöðvaðar í nokkrar vikur vegna ágreinings um verð. Það vandamál var síðan leyst með tóbaksskattinum fræga, nú skyldi síld söltuð á kostnað reykingamanna! Lausnin var þó aðeins bundin við 55.000 tunnur, og þegar þær voru saltaðar hófst sama togstreitan á nýjan leik. jþá fékkst loforð um uppbót á 20.000 tunnur i viðbót, en nú þegar búið er að salta í þær virðist rikisstjómin staðráðin í því að láta síldveiðamar stöðv- ast að fullu. ARDBÆRASTA FRAM- LEIÐSLAN Hin fáránlega styTkjastefna rikisstjórnarinnar er mál fyrir sig, en hitt er staðreynd að síldarsöltunin er arðbærasta framleiðslugrein bátaflotans. Uppbótin á síldina nemur um 25% en á ýmsar aðrar fram- leiðsluvörur bátanna allt að 50%. Engu að síður á nú að Sliintia fer í ttryggisráðið Lausn er nú fundin á þingi SJ> á deilunni um hvaða ríki skuli taka við sæti Tyrklands í Öryggisráðinu. Fyrir helgina var kosið sex sinnum milli Filippseyja og Póllands og Filipseyja og Júgóslaviu án þess að nokkurt ríkið fengi til- skilinn meirihluta. Nú er talið áð sætzt verði á að Burma taki sæti í ráðinu. reka bátana frá síldveiðunum, stöðva þá eða láta þá fást við aðrar veiðar sem gefa minni arð. Á sama tíma er síldarafl- inn enn góður og síldin stærri og feitari en hún hefur verið í mörg ár. J NÆGIR MARKAÐIR Skýring ríkisstjórnarinnar á þessari afstöðu sinni er sú að aðeins hafi verið samið fyrir- fram um sölu á 75.000 tunnum — 65.000 tunnum til Sovétríkj- anna og 10.000 tunnum til Pól- lands. Þessi skýring fær þó ekki staðizt; það er alkunna að þess- ar viðskiptaþjóðir okkar vilja fá langtum meira magn af síld og fara fram á það í hverjum samningum; nú síðast buðust Sovétríkin til að kaupa af okk- ur mun meira magn af síld en fuiltrúar ríkisstjórnarinnar þótt- ust geta selt. En það er auð- sjáanlega ekki getan sem vantar heldur viljinn. 69 hafa veikzt í gær var tala þeirra sem sýkzt hafa af mænuveiki komin upp í 69, og hafa þá bætzt við 21 sjúklingur á fjórum dögum. 22 liafa lam- azt, og eru 18 þeirra á Heilsuverndarstöðinni, þar sem danska hjúkrunarliðið hefur aðsetur sitt. Erlend herseta í Danmörku ákveðin, segir danskt blað Ekstrabladet í Kaupmannahöfn heldur pví fram aö á fundi landvarnatiráöherra A-bandalagsríkj- anna í París fyrir skömmu hafi verið ákveðiö aö fjölmennt, erlent herliö á vegum bandalagsins skuli setjast að á Jótlandi. Blaöið segist hafa borið pessa fregn undir Rasmus Hamen landvarnaráðherra, sem sat fund- inn í París fyrir hönd dönsku stjórnarinnar, og hafi hann hvorki viljaö játa henni né neita. Rættum fuudráS- fterra Kína og USA Fulltrúi Kína í sendiherravið- ræðunum við Bandaríkin í Genf hefur lagt til að æðri menn, utanríkisráðherrar eða stað- genglar þeirra, komi saman til að ræða ágreiningsefni ríkj- anna. Dulles, utanríkisráðherræ Bandaríkjanna, skýrði frá þessu í Washington í gær. Kvaðst hann álíta að möguleik- ar sendiherrafundarins til að ná árangri væru ekki enn þrotn- ir og því væri of snemmt að fara að ræða um fund æðri manna að svo stöddu. Björn ólafsson játar á Alþingi: Gsfurlegt vörusitiYgl fer fram - yflrvöldln „loka augunum Einn helzti sérfræðingur Sjálfstæöisflokksins og ríkis- stjórnarinnar játaöi á Alþingi í gær, að þaö „niðurlægj- andi ástand“ viðgengist, að vörusmygl ætti sér stað í stómm stil, að smyglaðar vörur væru seldar í verzlunum um land allt. Síðastliðin tvö ár hefði kveðið svo mikið að þessu smygli, að það væri „óverjandi, hvernig tollyfirvöldin hafa lokað augunum fyrir þessum ófögnuði“. I>að var heildsalinn Bjöm Ól- afsson, fyrrverandi viðskipta- málaráðherra Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar, sem gaf þessa játningu um eina hlið ,viðskiptamálanna‘ undir stjóm MM þessara flokka. Gylfi Þ. Gíslason hafði farið hörðum orðum um smyglið, í framsöguræðu sinni um verð- lagseftirlit, og lagði hann á- herzlu á í annarri ræðu hve athyglisverð þessi játning eins aðalsérfræðings ríkisstjómar- innar í viðskiptamálum væri, og gætu stjómarvöldin nú ekki lengur látið málið afskiptalaust. vdgarFaure hélf velli Franska þingið veitti stjóm Faure traust í gær með 308 atkv. gegn 254. Flestir þing- menn borgaraflokkanna studdu stjórnina en kommúnistar og sósíaldemókratar greiddu at- kvæði gegn henni. Svo átti að heita að atkvæði væru greidd um stefnu stjórn- arinnar í Alsír í Norður-Afríku, en fréttamenn í París segja að hún hafi í raun og veru ekki fylgi meirihluta þingmanna. Það hafi bjargað stjórninni að margir þingmenn hafi verið ó- fúsir til að valda stjórnar- kreppu þegar fundur utanríkis- ráðherra fjórveldanna stendur fyrir dyrum. Þeir þurfa ekki að fara í verkfall! Heildsalamir og SIS afsög ðu í sumar samkomulagíð frá 1952 um álagningu br ýnustu nauðsynjavara Almenn álagningarhœkk un heildsalanna i sumar 30% Heildsalarnir og SÍS hafa lýst sig óbundna af sam- komulaginu sem gert var við þau í lok verkfallanna 1952 og tekið í sumar að skammta sér heildsöluálagningu á mestu nauðsynjavörur almennings. Mun hækkunin vera allt að 50%. Var það upplýst á alþingi í gær í ræðu Gylfa Þ. Gísla- sonar, að þessir aðilar hefðu í sumar lýst jdir að þeir teldu samkomulagið um fasta álagn- ingu á tiltekna vöruflokka nið- ur fallið. Benti Gylfi á að þó verka- menn yrðu að heyja langt og fómfrekt verkfall til að fá nokkra hækkun á kaupi, þyrftu þessir voldugu aðilar ekki ann- að en skrifa eina tilkynningu til að stórauka gróða sinn, og væri ákvörðunin ekki einu sinni birt almenningi. Almenna hækkun heildsalanna á álagningu nú í sumar taldi Gylfi um 30% og færi Verzlun- arráðið enn fram á hækkun á á- lagningarreg'lunum. Þessa gifurlegu álagningar^- hækkun væri engin leið að setja í samband við 10—11% kaup- hækkun verkamanna í vor. Bjöm Ólafsson reyndi ekki að draga úr þvi að álagning heildsalanna hefði hækkað að mun og játaði að samkomulagið frá 1952 væri talið niður fallið, en reyndi að afsaka hækkanirn- ar með kauphækkununum. Sósíalistar: Munið sölu happdrættisins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.