Þjóðviljinn - 19.10.1955, Síða 6
fi) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. októtíer 1955
-----------------—->
luóaviuiNii
m Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu
— Sósialistaflokkurinn —
L——-----------------
! Sök
i þjóðfélagsins
Fjórir piltar hafa orðið upp-
vjsir að hrottalegri árás á kaup-
mann hér í bænum til þess að
komast yfir peninga, og var
mildi að ekki skyldi mannlát
hljótast af. Um þetta efni er að
vonum mikið rætt og ritað, og
það er ástæða til að spyrja hvað
valdi slíkum atburðum.
Piltarnir eru 18—19 ára að
aldri, einmitt á því skeiði þegar
lífið á að blasa við ungum
mönnum og bjóða ótal verk-
efni, þegar bjartsýni og starfs-
gleði eiga að vera ríkastir eig-
inleikar. En þessir ungu menn
virðast ekki hafa talið sig eiga
góðra kosta völ. Lögreglan
skýrir svo frá að einn þeirra
sé heimilislaus, eigi ekkert at-
hvárf, sé útilegumaður í
Reykjavík á miðri tuttugustu
öld. Við vitum að þessi ungi
pitur er ekkert einsdæmi, slíkt
útilegufólk skiptir mörgum
tugum; það á hvergi afdrep
nema í tukthúsinu á Skóla-
vörðustíg 9. En það þarf ekki
mtkið luigarflug til að gera sér
grein fvrir því livert hlióti að
vera viðhorf þess til lífsins og
umhverfis síns, og því þjóðfé-
lagi sem veldur slíkri niðurlæg-
ingu ferst hvorki að undrast
né hneykslast á afleiðingum
verka sinna.
Það er skipulagður húsnæð-
isskortur í Reykjavík. Hundr-
uð æskumanna, sem þó eru svo
lánsamir að eiga heimili, hafa
þar ekkert afdrep eða svigrúm;
þeir hrekjast út á götuna í öll-
um frístundum sínum. Og hvað
bý(5st þar? Kvikmyndahús sem
ieggja á það mikið kapp að
fjaíla um glæpi, sjoppur þar
se^ii lifað er óheilbrigðu skúma-
síptalifi, böll þar sem þeir
þyk’ja fremstir sem röskastir
eru' við að þamba brennivín
at ’stút. Og alstaðar er otað að
ungu fólki ódýru lesefni, þar
sem svo er að sjá sem glæpir
og afskræmdar kynhvatir séu
meginatriði tilverunnar.
Og hvað blasir svo við í
framleiðslustörfum þeim sem
eiga að taka við öllum þorra
æskufólks. Verkafólk og sjó-
menn verða i sífellu að heyja
harða baráttu fyrir frumstæð-
ustu lífsþörfum sínum og rétt-
indum, og valdhafarnir leggja
á það allt kapp að þau störf
verði lítt eftirsóknarverð ungu
fólki. Hins vegar lokka og laða
þjónustustörf hjá innfluttum
óþverralýð, og betl og sníkjur
eru talin bjargráð þjóðarinnar.
Allt atferli valdhafanna miðar
að því að kæfa hjá ungu fólki
trú á land og þjóð og mögu-
Íeiká sína til að beita hæfileik-
unúm til jákvæðra starfa í þágu
framtíðarinnar.
Um leið og við dæmum pilt-
ana fyrir óhæfuverk þeirra
skulum við minnast þess að sök
þeirra er einnig sök þess þjóð-
félags sem hefur fóstrað þá.
Staðreyndir um mál Baldvins
Jcnssonar - Hvað er rangt?
Alþýðublaðið tekur í gær á
sig þami vanda að verja Bald-
vin Jónsson (og er þess þá
að vænta að næst komi röðin
að séra Ingimari Jónssyni).
Vörnin er þó aðeins falin í
upphrópunum: staðlausir staf
ir, rangar upplýsingar og
gróusaga! Þjóðvil jinn hefur
þó ekkert gert annað en birt
óhagganlegar staðreyndir um
mál Baldvins Jónssonar:
Það er staðreynd að Bald-
vin Jónsson skrifaði á 100.000
kr. víxil fyrir Brand Bryjólfs-
son og sá víxill var síðan
veittur sem okurián með 5%
mánaðarvöxtum — 60% árs-
vöxtum.
Það er staðreynd að því
aðeins var \lxill þessi seljan-
legur í Iðnaðarbankamun að
nafn Baldvins Jónssonar
bankaráðsmanns stóð á hon-
um.
Það er staðreynd að skráð-
ur ,eigandi‘ okurskuldarinnar,
Ragnar Ingólfsson, samdi um
40% eftirgjöf á henni.
Það er staðreynd að Bald-
vin Jónsson leysti ]>á til sín
víxiiinn, gerðist opinber eig-
andi skuldarinnar og heimtaði
að hán yrði greidd 100%.
Það er staðreynd að lög-
reglurannsókn var hafin gegn
Baldvini Jónssyni fyrir hlut-
deild í okurlánastarfsemi.
Það er staðreynd að eftir
að lögreglurannsóknin var
hafin \-ar samið um greiðslu
á skuldinni — án dóms
í Hæstarétti —í því formi að
Ragnar Blöndal h.f. greiðir
aðeins 60%.
Það er staðreynd að um
ieið og samningar þessir
höfðu tekizt var dregin til
baka krafan um rannsókn
gegn Baldvin Jónssyni fyrir
hlutdeild í okurstarfsemi.
Enga þessa staðreynd reyn-
ir Alþýðublaðið að hrekja, og
hvað eru þá staðlausir stafir,
rangar upplýsingar og gróu-
saga? Þjóðviljinn hefur eftir-
látið lesendum sínum að
draga ályktanir af staðreynd-
unum, enda ætti það að vera
eins auðvelt og að léggja
saman tvo og tvo. Elcki hef-
ur Þjóðviljinn heldur haldið
uppi árásum á Alþýðuflokk-
inn af þessu tilefni; Alþýðu-
blaðið virðist hins vegar ætla
að gera þessa sérkennilegu
fjármálamennsku Baldvins
Jónssonar að flokkslegu bar-
áttumáli og virðist telja að
þannig skuli þeir breyta sem
valdir eru í bankaráð, rikis-
skattanefnd og önnur trúnað-
arstörf í þágu almennings.
Er það raunar I samræmi við
annað.
Nú eru skólarnir að hefjast
í blásandi vindum haustsins.
Ekki er mér kunnugt um hvort
nokkur nýr skóli hefur verið
stofnaður í haust, en á mánu-
daginn byrjar Kvöldskóli al-
þýðu annað starfsár sitt. Það
hefur verið áuglýst, að þeir
Jón Rafnsson og Eðvarð Sig-
urðsson kenni þar sögu ís-
lenzkrar verklýðshreyfingar á
árunum 1920—1940; en skóla-
nefndin stofnar til þeirrar
námsgreinar af þeim skilningi
að vinnandi fólki sé nauðsyn
að þekkja verklýðsbaráttuna, á
sama hátt og reikningskennari
verður að kunna stærðfræði-
reglur og tungumálakennari
málfræði.
— í>ú ætlar að fara að kenna
verklýðssögu, segi ég svona við
Jón Rafnsson er ég hitti hann
í gær.
— Já, við Eðvarð Sigurðsson
höfum tekið að okkur að segja
þátttakendum í Kvöldskóla al-
þýðu eitthvað af sögu verk-
lýðshreyfingarinnar, aðallega á
árunum 1920—1940. Við höf-
um nú ekki enn skipt efninu
nákvæmlega milli okkar, en ég
geri ráð fyrir því að ég ræði í
upphafi þróunarsögu verklýðs-
hreyfingarinnar almennt á
þessu 'tímabili: innra ástand
hennar og ytri viðhorf; og síð-
an býst ég við að segja frá
ýmsum athyglisverðum við-
burðum í sögulegri röð — til4>
að skýra mál mitt og ef það
mætti verða öðrum til nokkurs
lærdóms. Eðvarð mun á hinn
bóginn einkum taka til með-
ferðar samfylkingarbaráttuna í
kaupgjalds- og atvinnumálum
verkalýðsins, sérstaklega hér í
Reykjavík. ÞáttUr okkar mun
verða einu sinni- í viku, en það
er samkomulagsatriði milli okk-
ar Eðvarðs hvor okkar talar í
hverri kennslustund.
— Telur þú ekki heppilegt
að Kvöldskóli alþýðu efni til
fræðslu í þessari grein?
— Vissulega. í afstöðunni til
fortíðarinnar hafa menn horfið
fyrir horn, ef svo má að orði
komast; við ættum að láta okk-
ur annt um að koma á lifandi
tengslum milli fortíðar og
framtíðar. þróunin hefur verið
svo geisilega ör síðustu ára-
tugina, að jafnvel við þessir
gömlu, sem höfum upplifað
hana, verðum að staldra við
öðru hvoru til að átta okkur
á því hvað raunverulega hefur
gerzt — hvað þá heldur æsku-
menn nýrrar kynslóðar sem
ekki eiga þess kost að sjá þessa
hluti nema með annarra aug-
Gult félag í Vestmannaeyjum,
„öfugt verkfall” á Akureyri
Jón Rafnsson segir frá fyrirhuguðu nám-
skeiði í Kvöldskóla alþýðu um sögu ís-
lenzkrar verklýðshreyfingar 1920—1940
um: af bók og frásögn. Það
liggur í augum uppi að æskan
getur ekki axlað skylduarf sinn
* ' :
Jón Rafnsson
við framhaldandi baráttu al-
þýðustéttanna nema hún hafi
innsýn í hið liðna og varðveiti
tengslin við gamlan tíma.
— Vildirðu nefna einhverja
þeirra athyglisverðu viðburða
sem þú kemur til með að segja
frá í skólanum?
— Eg mun t. d. .segja frá
því er verklýðsfélög voru fyrst
skipulega klofin hér á landi.
Það voru atvinnurekendur sem
beittu sér fyrir þeirri iðju, og
er frægt „gula félagið" í Vest-
mannaeyjum. Það var kallað
svo eftir öðrum hliðstæðum fé-
lögum úti í heimi, en þau létu
mjög að sér kveða meðan
verklýðshreyfingin var ekki bú-
in að slíta barnsskónum. En
nafnið mun víst vera tilkomið
af því, að gult er upplitað
rautt. Þessi gulu félög þótt-
ust vera verklýðssinnuð, en
verkamönnum þótti byltingar-
stefna þeirra heldur upplituð.
Svo mun ég segja frá saltslagn-
um í Vestmannaeyjum, þar
sem verkamenn þurftu að berj-
ast á tvennum vígstöðvum:
annarsvegar gegn atvinnurek-
endum og kauplækkunaráætl-
unum þeirra, hinsvegar gegn
klofningshættunni innan frá.
Þetta var um páska 1930, og
þá kváðu verkamenn öðru sinni
niður klofningsdrauginn og fyr-
irhugað gult félag. Einnig verð-
ur sagt frá Borðeyrardeilunni,
Nóvudeilunni á Akureyri, og
frá fyrsta „öfuga verkfallinu“
sem ég þekki til. Það var háð
á Akureyri sumarið 1934.
— Hvað er öfugt verkfall?
— Öfugt verkfall er það þeg-
ar verkamenn vinna í banni at-
vinnurekenda og annarra yfir-
valda. Nú voru nokkrir akur-
eyrskir verkamenn að vinna í
svonefndum spítalagrunni er
bæjarstjórnin samþykkti. „í
sparnaðarskyni“, að þessari
vinnu skyldi hætt. Þá voru
krepputímar og atvinnuleysi,
og neituðu verkamenn að hætta
þessari vinnu, enda höfðu þeir
sem þarna unnu ekki í önnur
hús að venda um atvinnu. Loks
mun ég lýsa einingarbaráttu
róttækra verkamanna’á þessum
símum og sókn einingaraflanna
til sigurs í verklýðshreyfing-
unni. Og má segja að við Ev-
varð mætumst í þeim punkti.
Jón Rafnsson er á brott, en
það er grunur minn að þeir
sem sækja tíma þeirra í Kvöld-
skóla alþýðu telji sig ekki
svikna af fræðslu þeirra. Þeir
munu blása lifanda lífi í bar-
áttusögu íslenzkrar alþýðu á
stórbrotnum tíma.
B.B.
14. sambandsþing Æskuiýðslylkingarinnar:
Launakjör iðnnema verði bæti
Iðnskólanám fari fram að degi fil
alls sfaSar á landinu
A 14. þingi Æskulýðsfyík-
ingarinnar var gerð eftir-
iarandi áiyktun nm iðn-
nemamál:
14. þing Æ.F. vítir harðlega,
hve illa er búið að iðnaðar-
æsku landsins. Krefst þingið
þess, að nú þegar verði orðið
við réttmætum kröfum iðnnema
um, að launkjör þeirra og
menntunarskilyrði verði bætt
til stórra muna. Þess eru of
mörg dæmi, að efnilegir, en
efnalitlir iðnnemar hrökklist
frá iðnnámi vegna hinna hrak-
legu launakjara, meðan meist-
arar og iðnfyrirtæki raka sam-
an gróða af vinnu þeirra.
Þrátt fyrri það að með nýju
Iðnskólalöggjöfinni hafi að
nokkru leyti verið ráðin bót
á því ófremdarástandi, sem rikt
hefur í þessum málum, telur
þingið, að viðunandi lausn fá-
ist eigi fyrr en iðnfræðslan fer
öll fram í verknámsskólum.
14. þing Æ.F. vítir Iðn-
fræðsluráð harðlega fyrir að
vanrækja gersamlega þá skyldu
sína, sem því er lögð á herð-
ar, að hafa eftirlit með fram-
kvæmd verklegrar kennslu iðn-'
nema. ^
Meðan verklegt iðnnám fer
enn fram hjá meisturum, heitir
Æ.F. iðnnemum fullum stuðn-
ingi í áframhaldandi baráttu 'Jj
þeirra fyrir eftirtöldum kröf-
um:
1. Lágmarkskaup iðnnemal
verði ákveðinn hundraðs-1
hluti af grunnkaupi sveina,’
sem skiptist þannig:
1. námsár 40%
2. — 50%
3. — 60%
4. — 70%
2. Iðnnemum verði eigi gert
að greiða skatta og útsvör.
3. Að iðnskólanám fari und-
antekningalaust fram að
degi til alls staðar á land-
inu.
4. Að öll ákvæði Iðnskóla-
laganna komi nú þegar til
framkvæmda. Sérstaklega
vill þingið vekja athygli
á þeim kafla laganna, sem
tekur yfir það, að iðnskól-
ar geti útskrifað iðnsveina,
er einungis stunda nám við
skólana. Krefst þingið
þess, að sú deild skól-
anna taki nú þegar. til
starfa.