Þjóðviljinn - 27.10.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. október 1955
Útgefandi:
Samelningarflokkur alþýðu
— Sósialistaflokkurinn —
Svikin
lolorð
'Fjrir skömmu var frá því
skýrt að um 2500 manns^
hefðu sent umsóknir um bygg-(
ingalán til húsnæðismálastjórn-
ar. Eitt stjórnarblaðanna gaf(
jafnframt þær upplýsingar
að þessi helmingastaðaskipti-
Stofnun ríkisstjórnarinnar hefði
lokið úthlutun á 40 lánum en
ailt. væri í fullkominni óvissu
um framhaldið a.m.k. fram yfir
fiæstu áramót.
Þgð eru engin undur þótt
hópurinn sé fjölmennur sem
ieitað hefur til húsnæðismála-
stjörnar. Þörfin fyrir úrbæt-‘
ur í húsnæðismálum almenn-
ings hefur sjaldan verið brýnni
nú en lánsfjármöguleikar held-|
ur aldrei jafn lokaðir. Hundruð;
manna um allt land hófustj
handa um íbúðabyggingar,
þrátt fyrir alla erfiðleika, ekki
sizt í trausti á að loforð rikis-j
Btiórnarinnar og flokka hennar
um að nú skyldi úr bætt og
ekinulega að því unnið að út-
vega fólki lánsfé til bygginga.1
!
Almenningur man fyrirganginn
í stjórnarliðum á Alþingi og
iBkrumið í blöðum þeirra þegar
ríkisstjómin lagði fram í þing-
Íok í fyrra lagabálk sinn um
húsnæðismálastjórn, lét drepa
allax raunhæfar tillögur frá
stjórnarandstæðingum en hesp-
aði þessa hrákasmíði sína í gegn
og staðhæfði að nú væri lausn-
lii fundin á lánsfjárskorti til
ibú ðabygginga.
Eina atriði lagabálksins sem
írf mkvæmt hefur verið er skip-|
UB húsnæðismálastjómar, þ.e.'
úthlutun hefur verið afhent
tVc :mur stjómargæðingum, öðr-
uni frá íhaldinu og hinum frá
Fmmsókn, samkvæmt hinni
viðteknu venju um helminga-
str ðaskiptin! Það atriði hefur
rik;sstjórnin ekki svikið. Hitt
hsra reynzt algjör brigðmæli
að erfiðleikar lánsfjárskortsins
yrðu leystir. Allur f jöldinn sem
ráðizt hefur í íbúðabyggingar'
og setti traust sitt á úrlausn
frá húsnæðismálastjórn íhalds
og Framsóknar hefur orðið fyr-|
' ir sárum vonbrigðum vegna
Bvíka ríkisstjórnarinnar. Það
rísa engar nýjar íbúðir á svikn-
urn loforðum st jórnarf lokk- j
ana, þvert á móti heldur á-
st.- ndið áfram að versna og
þ&m að fjölga sem stöðvast
ve'rna fjárskorts eða neyðast
til að selja hús sín hálfbyggð
til þess að losna úr úlfakreppu
pe-iingavandræðanna.
i
Þjóðin hefur fengið enn eina^
ÉÍ anun þess að núverandi rík-
isíítjóm er óhæf til að stjórna
— nema fyrir braskara og fjár-
plógsmenn. Svikin í húsnæðis-
málunum sýna að hagsmunir
amennings liggja henni í léttu
srámi og að sín eigin loforð
jpetur hún ekki meir en papp-,
írinn sem þau era skráð á. |
Saar - hornsteinninn sem molnaði
undan Yestnr - Evrópubandalasinn
17’kki er ein báran stök fyrir
-®-iAdenauer, forsætisráðherra
Vestur-Þýzkalands, um þessar
mundir. - Lungnabólga hefur
gert hann óvígan vikum sam-
an einmitt þegar undirbúning-
ur að fundi utanríkisráðherra
fjórveldanna um Þýzkaland
og öryggismál Evrópu stend-
ur sem hæst. Fyrir viku skarst
einn af fjórum flokkum sem
stutt hafa stjórn Adenauers
úr leik og þar með missti hann
þingfylgi það sem þarf til
stjórnarskrárbreytinga, tvo
þriðju þingmanna. Á sunnu-
daginn kom svo sjálft reiðar-
slagið, íbúar Saar felldu með
miklum meirihluta samning
þann um framtið héraðsins
sem Adenauer liafði gert við
frönsku stjórnina og fengið
fullgiltan á vesturþýzka þing-
inu með ýtrasta harðfylgi.
Saar hefur frá fornu fari
verið þrætuepli Þýzkalands
og Frakklands. Þar eru aðr-
ar auðugustu kolanámur á
meginlandi Vestur-Evrópu og
stálframleiðsla mikil. Eftir
heimstyrjöldina fyrri var hér-
aðið undir stjórn Þjóðabanda-
lagsins en Saarbúar sam-
þykktu með 90% atkvæða ár-
ið 1935 að sameinast Þýzka-
landi. í lok heimstyrjaldarinn-
ar síðari skildu Frakkar Saar
frá Þýzkalandi á sitt eindæmi,
innlimuðu framleiðslumátt
þess í franskt atvinnulíf, settu
franska mynt og franska tolla.
Hinn fransksinnaði Johannes
Hoffmann var gerður að for-
sætisráðherra en þýzksinnað-
ir flokkar bannaðir. Saarbúar
em þýzkumælandi og gerðir
Frakka mæltust því illa fyrir
í Þýzkalandi. Frakkar rök-
studdu þær með þvi að fransk-
ur þungaiðnaður gæti því að-
eins haldið i fullu tré við þann
vesturþýzka að hann hefði
forgangsrétt til kola og stáls
Saar.
Þegar Bandaríkjamenn tóku
að krefjast þess að Vest-
ur-Þýzkaland yrði hervætt og
tekið í A-bandalagið varð ó-
hjákvæmilegt að stjórnir Vest-
ur-Þýzkalands og Frakklands
réðu Saarmálinu til einhverra
lykta. Ella var hernaðarsam-
starf milli rikjanna óhugsandi.
Adenauer og Mendés-France,
þáverandi forsætisráðherra
Frakklands, undirrituðu því
samning um Saar fyrir réttu
ári. Þetta er sá samningnr
sem Saarbúar em nú nýbúnir
að hafna. Meginatriði hans
voru þau að héraðið skvldi
sett undir stjórn Vestur-Ev-
rópubandalagsins, sem Bret-
land, Italía, Frakkland, Bene-
luxlöndin ogVestur-Þýzkaland
eru aðilar að. Atvinnulíf hér-
aðsins átti að vera í tengslum
við Frakkland áfram, liéraðs-
búar áttu að fá sjálfstjórn í
eigin málum en landstjóit er
Vestur-Evrópubandalagið skip
aði átti að fara með landvarna-
mál þess og slcipti við önnur
ríki. Landstjórinn mátti
hvorki vera Fra-kki, Þjóðverji
né Saaarbúi.
IT’ormælendur þessa samnings
töldu honum það helzt til
ágætis að með honum væri
stigið fyrsta skrefið til að
koma á laggirnar Bandaríkj-
um Vestur-Evrópu. Hugmynd-
inni um slíkt ríki hefur mjög
verið haldið á loft í Frakk-
landi, Vestur-Þýzkalandi og
(Beneluxlöndunum á síðari ár-
um og bandarískir aðilar hafa
stutt hana af alefli. Erfiðlega
hefur þó gengið að festa þess-
ar skýjaborgir við jörðina.
Stjórn Vestur-Evrópubanda-
lagsins í Saar átti að vera
vísirinn að frekari sameiningu.
Einkum gerði Adenauer sér aðhyllast sjónarmið sósíal-
háar vonir um árangurinn af demókrata að ekki megi láta
þessu fyrsta, áþreifanlega hernaðarbandalagið við Vest-
merki um framkvæmd „Ev-ffi urveldin hindra sameiningu
rópuhugsjónarinnar". ' Þýzkalands. Þingmeirihluti
¥ andar hans í Saar og utan
þess reyndust á öðru máli.
Þrátt fyrir j-firgnæfandi
meirihluta stjórnar hans á
vesturþýzka þinginu varð Ad-
enauer að leggja sig allan
fram til að fá það til að full-
gilda Saarsamninginn. Flótta-
mannnaflokkurinn, sem nú
hefur sagt skilið við ríkis-
stjórn Adenauers fyrir fullt
og allt, snerist þá í fyrsta
skipti gegn forsætisráðherran-
um. Meirihluti Frjálsa lýð-
ræðisflokksins undir forustu
Blúchers varaforsætisráðherra
lýsti yfir andstöðu við Saar-
samninginn. Meira að segja
nokkrir þingmenn Kaþólska
flokksins, flokks Adenauers,
gerðu slíkt hið sama. Fyrir
þeim var Kaiser, i-áðherra sem
fer með mál sem varða allt
Þýzkaland. Sósíaldemókratar,
sem þá voru eini stjórnarand-
stöðuflokkurinn á þingi, sner-
Erlend
tf ðixftdi
1 W Íöhr-.IF m
j(ob/enz jpWiesbaden / rf \r+
/ 'vRheinlandC..! _____—
\luxN. pfalz^V
L\ .jSoftrhrtlrkpri.........
CECHOSLO'
S VAKIET
/
;MRtQ. . •VMprwheim '■)
.jfSeáfÞrMerfw ij RHEM B6.V
BADEN
•Nurnberg
bayern'
\
\
/\\. , StuttoortX Regensburg
/ T;ihinnan % >4///7CÁ//r»/7
i :TUbingen \ , Augsburg
77—WlÍRTTEMBG•
Ereiburgi'. HOHENZ. 1 Mdnchert
/SUDBADJ'N'- ,f\ \
r-s/
/
Awv.
SCHWEIZ
7-\ HOH.ENZ. 1 Mdnchen
lADJN'' * Kf
■S J __Ki
1 0 S T*R I G
.TV T C7.1 L/ ^ D q1 50 °
10J3 150 Km
Kort af Þýzkalandi. Saarhéraðið er neðarlega tiL vinstr-.
Það n<œr aðeins yfir 2500 ferkílómetra.
ust auðvitað gegn Saarsamn-
ingnum eins og hervæðingar-
samningunum sem honum
fylgdu.
Uppreisnin gegn Adenauer í
stuðningsflokkum stjómar
hans hefði ekki verið mjög
alvarleg ef Saarbúar hefðu
fallizt á samninginn um Saar.
En það kom á daginn að þeir
höfnuðu honum með 423.434
- atkvæðum gegn 212.973. Með
því lýstu þeir ekki aðeins van-
trausti á stefnu vesturþýzka
forsætisráðherrans í málum
Saáar heldur einnig á her-
væðingarstefnunni og inngöng-
unni í A-bandalagið. Það var
nefnilega helzta röksemd
Hoffmanns forsætisráðherra
og skoðanabræðra hans í
kosningabarátttunni, að París-
arsamningamir um hervæð-
inguna og upptöku Vestur-
Þýzkalands í A-bandalagið
myndu ónýtast ef samningur-
inn um Saar yrði felldur.
„Sá sem ekki segir JÁ styður
kommúnista", stóð á auglýs-
ingaspjöldum samningssinna
um þvert og endilangt Saar.
TVTiðurstaða allsherjarat-
’ kvæðagreiðslunnnar í Saar
bendir í sömu átt og úrslit
allra fylkisþingskosninga í
Vestur-Þýzlcalandi síðustu ár-
in. Æ fleiri kjósendur hafna
þeirri stefnu Adenauers að
setja aðild að hernaðarbanda-
laginu við Vesturveldin öllu,
ofar og fóma fyrir hana þýzk '
um þjóðaihagsmunum. Saar-]
búar vildu ekki verða fóm í
altari Atlanzhafsbandalags-
ins. Sífellt fjölgar þeim seml
Konrad Adenauer
Adenauers er í upplausn og
tvisýnt er um heilsu hins átt-
ræða forsætisráðherra. Bkki
er furða þótt stjórnimar í
Washington og London hafi á-
hyggjur af því sem er að ger-
ast í Vestur-Þýzkalandi.
A llt er í óvissu hvað við tek-
ur í Saar. Hoffmann for-
sætisráðherra hefur sagt af
sér og stjóra embættismanna
mun taka við og framkvæma
nýjar kosningar. Varla getur
hjá þvi farið að þýzksinnuðu
flokkarnir vinni þær. Kemur
þá í þeirra hlut að taka upp
nýja samninga við Frakka um
framtíð héraðsins. Fyrir alls-
herjaratkvæðagreiðsluna héldu
talsmenn Frakka því fram að
engin breyting yrði gerð á
stöðu Saar ef héraðsbúar
höfnuðu samningnum sem
þeim var boðinn. I framkvæmd
verður ekki stætt á slíku. Ef
Frakkar reyndu að virða yfir-
lýstan vilja mikils meirihluta
Saaarbúa að vettugi væri úti
um skaplega sambúð Frakk-
lands og Vestur-Þýzkalands.
Hinsvegar eiga frönsk stjóm-
arvöld ekki gott með að slaka
veralega til. Frönsk stóriðju-
fyrirtæki hafa komið sér ræki-
lega fyrir í Saar og munu ekki
sleppa þeim itökum fyrr en í
fulla hnefana.
Sambúð Frakklands og Vest-
ur-Þýzkalands er aftur í
deiglunni. Vesturveldin hugð-
ust hafa ráðið öllu sem hana
varðar til lykta með Parísar-
samningunum, en atkvæði
Saarbúa hafa sýnt að svo er
ekki. Lagasetning um hervæð-
ingu á enn langt í land í Vest-
ur-Þýzkalandi og meðan svo
er má heita að samningurinn
um að það leggi A-bandalag-
inu til hálfa milljón her-
manna sé dauður bókstafur.
Parísarsamningarnir áttu að
verða sá klettur sem pólitisk
og hernaðarleg eining Vestur-
Evrópu yrði reist á. Raunin
hefur orðið sú að framkvæmd
samninganna er sífellt bitbein
og deiluefni, sem ógnar sjálfri
tilveru A-bandalagsins.
M.T.Ö.