Þjóðviljinn - 27.10.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 27.10.1955, Qupperneq 7
Fhnmtudagur 27. október 1955 — MÓÐVILJINN — <7 í leikhúsinu er mikil eftir- vænting í lofti, þéttskipaður salurinn bíður þess með ó- þreyju að tjöldum sé lyft'. Á sviðinu birtast tveir eindansarar frá Leikhúsinu mikla í Moskvu, Ljúdmíla Bogomolova og Stani- slav Vlassoff, fagurlimuð og fríð sýnum, og gaedd æskutöfr- um. Þau sýna fyrst Adagio eða hægan tvídans úr „Hnotu- brjótnum", hinu vinsæla verki er baltettmeistarinn rússneski Leon ívanoff samdi forðum við tóna Tsækovskís. Úndursam- leg tækni hinna kornungu listamanna birtist þegar ljós- lega í þessum fagra sígilda dansi — fuilkomið öryggi, al- gert jafnvægi, ótrúlegur fim- leiki og mýkt; það er eins og þau þurfi ekkert á sig að reyna, svo svifléttur og fjaður- magnaður er dans þeirra, og framkoman látlaus og heill- andi; hinar mestu og háska- legusiu þrautir er þeim leikur einn. • Dansinum er lokið, hinar fáu mínútur eru allt of fljót- ar að liða. En síðar um kvöld- ið dansa þau Bogomolova og Vlassoff þrisvar, öllum áhorf- endurn tii mikillar gleði. þ>au sýna tilkomumikinn og ævin- týralegan dans úr „Álagaskóg- inum“, einum hinna sígildu rússnesku leikdansa frá síð- ustu öld við hljómlist Drigo, hins ítalska tónskálds; þá eru nokkrir tvídansar og eindans- ar úr fimmta þætti óperunnar „Fást“ eftir Gounod. Það er Valborgarmessunótt og dans- éndurnir í gervi blóðheitra, ástleitinna skógargoða,. en dansinn þrunginn hita og seið- mögnuðum krafti. Glæsileiki og frábær kúnnátta beggja njóta sín ágæta vel í dönsum þess- um, upprunalegt fjör, glettni og léttleiki Bogomolovu og karlmannlegur þróttur og aðdá- unarverð stökkfimi Vlassoffs. Kvöldinu iýkur með örstuttu nútímaverki, valsi eftir Dúna- évská, mikilsvirt sovézkt tón- skáld — hugnæmur dans, stil- hreinn og látlaus. Fögnuður leikgesta er mikill og innilegur, listafólkið hlýtur ákaft lófa- klapp og blóm að launum. þ>að mun einróma álit kunn- áttumanna að í Sovétríkjunum sé háborg leikdansins, enda hafa sovétþjóðirnar varðveitt •dýran arf fyrri tíma af ærinni kostgæfni, aukið hann og þroskað og samhæft lífi okkar daga. Þeir undrast mest af- burðatækni og háleita list dansendanna rússnesku sem gerzt þekkja, og eiga vart nógu sterk orð um snilli þeirra, list- ræna elju og einbeitni, gagn- gera og hlífðarlausa þjálfun. Margt stuðlar að fullkomnun leikdansins austur þar, og mun sú ástæða ekki veigaminnst að þar er hin göfuga list ekki sérgrein fárra útvaldra, held- ur sameign þjóðarinnar allrar, fólksins sjálfs. Þjóðdansa lærir hvert mannsbarn í Sovétríkj- unum og eru þó á tíðum margslungnir og torveldir við- íangs, og sígildir leikdansar erur iðkaðir af kappi á barna- heimilum, í . menningarfélögum og æskulýðs, og oftlega kennd- ir i 'skólum; þannig hvílir leik- dnnsinn á traustum grunni, víðúm og breiðum. í Leikhús- inu mikla í Moskvu er saman komið úrval dansenda úr ríkj- unum ölltim; þau Ljúdmíla wJi'e Ténbtbr 09 (istdmis sovéxfera gests Bogomolova og Stansílav Vlass- off eru glæsilegir fulltrúar hinnar voldugu stofnunar og hafa þegar getið sér orðstir utanlands og innan. Engin listg'rein býr yfir skír- Ljúdmíla Bogomolova og Staníslav Vlassoff ari og hreinni fegurð en leik- dansinn í allri sinni dýrð; þeim ber að færa tifaldar þakkir sem opna okkur Islendingum þá töfraheima. Það eitt vek- ur söknuð að leikskrá hinna sovézku listamanna skuii ekki vera fyllri og fjölbreyttari, dans þeirra er ævintýri sem við geymum í þakklátu minni. Á. Hj. =^S25= Hvert sæti var skipað í Þjóð- leikhúsinu á mánudagskvöldið, þar sem tónlistarmenn og list- dansendur frá Ráðstjórnarríkj- unum komu fram, listafólk úr sendinefnd þeirri, sem hingað er komin i boði Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna. Skemmtun þessi var í sex þáttum, og voru fjórir þeirra danssýningar. Milli danssýn- inganna, sem mun verða getið í sérstakri grein, var skotið tónlistarflutningi, og komu þar fram tveir tónlistarmenn, sem getið hafa sér góðan orðstír í heimalandi sínu og viða utan þess. Hinn fyrri þessara manna er fiðluleikarinn Edvard Gratsj, sem er starfandi við Fílharmoníuhljómsveitina í Moskvu. Hann hóf leik sinn með þvi að flytja „Chaconne" eftir Vitali yngri (Tommaso Antonio, ítalskt tónskáld urn 1700), sem sjálfur var frægur fiðluleikari. Meðferð Gratsj á þessu verki sannaði, að hann á heima í hópi þeirra fiðlu- snillinga, sem svo langt eru komnir, að erfitt fer að vera að gera upp. á milli þeirra í þeim skilningi, að einn verði settur öðrum framar, — þó að þessir raenn hafi vitanlega hver um sig sín sérkenni. Eitt meginsérkennið á leik þessa Hstamanns er furðuleg tón- mýkt, sem er jafn fuilkomin á öllum tónsviðum hljóðfæris- ins, og vantar þó ekki, að tónninn sé bæði mikill og kröftugur. Öll tækni er frá- bær, bæði örugg og nákvæm, eins og fram kom eigi sizt í „Capriccio nr. 23“ eftir Pagan- ini, en í öllum lögunum var auðheyrð rik tónlistargáfa listamannsins. Minnisstæður verður hinn fagri og' hátíð- legi flutningur hans á Schu- berts-laginu „Ave María1'. Önn- ur lög á efnisskránni voru eftir Tsækovskí, Veinberg og Wíeníawski. Hlustendur klöpp- uðu listamanninum óspart lof í lófa og hlutu að launum tvö aukalög, annað eftir Debussy, hitt eftir Brahms. Undirleik annaðist' Sofía Vakman. Hún starfar við Fíl- harmoníuhljómsveitina í Lenín- garði og er auðheyrilega prýði- legur píanóleikari. Athyglis- verður var hinn fullkomni sam- leikur þeirra, svo sem til dæm- is í „Moldavískri rapsódíu" eftir Veinberg. Hinn tónlistarmaðurinn, sem þama kom fram, var barítón- söngvarinn Sergei Sjaposnikoff, einsöngvari við óperuleikhúsið í Leníngarði. Hann söng lög eftir Varlamoff, Glinka, Rúb- instein, Kotsjúroff, Schubert og Tsækovskí og auk þess tvö óperulög eftir Leoncavallo og Tsækovskí. Sjaposníkoff er mikill og skörulegur söngvari, gagnmenntaður og gæddur stórkostlegri rödd. Óperusöng- ur er vafalaust hans sérgrein frernur en ljóðsöngur, og manni fannst sem þarna vantaði ein- ungis óperusviðið til þess að hann nyti sin til fulls. Öll framkoma hans, virðuleg og prúðmannleg í senn, bar ein- kenni þess manns, er vel myndi kunna að koma fram á ó- Edvard Gratsj perusviði. — Hann hlaut einn- ig að láta það eftir áheyrend- um að syngja tvö aukalög: „Á dansleiknum“ eftir Tsæ- kovskí og aríu úr ópérunni „Don Juan“ eftir Mozart. Sofía Vakman annaðist und- irleik af sömu prýði og áður á þessum tónleikum. B.F. Sjaposnikoff Eftir kvöldstundina í Austur- bæjarbíói á þriðjudaginn, þar sem rússneski söngvarinn Sja- posnikoff annaðist sérstaka tón- leika fyrir Tónlist.arfélagið, verður að viðurkenna, að tón- leikarnir í Þjóðleikhúsinu kvöldið áður hafi ekki verið fullnægjandi prófsteinn á getu þessa ágæta listamanns. Fvllsta kunnátta og framúrskarandi sönggáfa fékk að vísu ekki dulizt, og röddin mikii og þrautþjálfuð var auðheyrð hverjum, sem eyru heíur. En þess er ekki að dýljást, að af náttúruhnar hendi er rödd þessa söngvara ekki ein þeirra fágætu söngradda, sem talizt geta beinlínis fagrar. Því getur jafnvel brugðið fyrir, að hún virðist ofurlítið hrjúf. Á óperu- sviði myndi þetta sjaldan koma að sök, er söngvarinn á aðra kosti til að bera í jafnríkum mæli og Sjaposnikoff, en ljóð- söngvara hlýtur slíkt alltaf að verða nokkur fjötur um fót, vilji hann hefjast til hins hæsta flugs. — Söngvarinn lauk fyrri hluta efnisskrárinnar, sem var mjög sviplík efnisskrá hans í Þjóðleikhúsinu kvöldið áður, eingöngu rússnesk lög og sumt meira að segja sömu lögin. Eft- ir því sem á leið, virtist sem söngvarinn nyti sín æ betur. Aukalagið „Á dansleiknum"^ eftir Tsækovskí hlýtur að verða hverjum miiinisstætt, sem heyrði. Annar hluti efnisskrár- innar hófst, fjögur lög eftir Schumann og tvö eftir Grieg, og söngvarinn hækkaði flug- ið jafnt og þétt. Svo komu Schuberts-lögin tvö, „Der Lei- ermann" og „Standchen", og nú var í raun og veru sem all- ir fjötrar væru brostnir, .aliíar takmarkanir yfirstignar. Hér stóð frammi fyrir oss ljóð- söngvari af Guðs náð. Það komst maður ekki hjá að við- 'urkenna á þeirri stundu. Slik- um tökum hafði rík sönggáfa og ósvikin listamannslund náð á rödd, sem ekki virðist í úpp- hafi sköpuð fyrir ljóðsöng, og er það ekki raunar meiri sigur en orðið gæti, væri söngvaræi- um engilrödd gefin í vöggugjöf? Steinn hlýtur sá að vera, sem ekki varð .snortinn allt að hjartarótum af þessum sjing áðurnefndra laga eftir Schuþprt og rússneska þjóðlagsins eftir Varlamoff, sem sungið var ut- an efnisskrárinnar. Fagnaðar- læti áheyrenda sönnuðu óneit- anlega, að Sjaposnikoff hafði sungið sig inn í hjartafylgsni tónlistarunnenda höfuðstaðar- ins. En skyldi ekki líka hrifn- ing áheyrenda, sem hann fann streyma sér í mót, hafa orðið honum sjálfum nokkur byr undir vængi? B. F. Sergei Sjaposníkoff og Sofia Vakman Tilboð danska Bauða kfössins Framhald af 12. síðu. fyrirvara hægt að taka Vfð 20-— 30 sjúklingum. auk allmargra til viðbótar ef nauðsyn krefur, en ; sjúklingana er hægt að flytja loftleiðis til Hald. Rauði kross íslands hefur þakkað hið vinsamlega og rausn- arlega boð. í svarinu segir m. a.: I „Heilbrigðisyfirvöldin telja ' mænuveikifaraldurinn enn við- j ráðanlegan, sjúkrarými nægilegt 1 og tök á, með þeirri aðstoð söm Danir hafa látið í té, að veita 1 sjúklingum viðeigandi læknis- jhjálp á bráðu stigi sóttarinnar. Styrktarfélag lamaðra og fatl- . i aðra hefur þegar hafizt hánda | um að koma upp þjálfunarstöð I fyrir lamaða sjúklinga. Heil- j brigðisyfirvöldin telja þó liklegt • að senda þurfi einstaka sjúk-l- inga úr landi til þjálfunár óg munu þá með þökkum nötá s'ér hið göfugmannlega tilhoð ýðar.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.