Þjóðviljinn - 27.10.1955, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 27.10.1955, Qupperneq 9
2 fcílar fyrir 10 krónur ef heppnin er mi Hver miði hefur tvo vinningsmöguleika, par sém dregið verður tvisvar 12. nóv. og 24. des. (Engin endurnýjun) Dræfti ekki frestað Þórmundur Guðmundsson, verkstjóri hjá Kaupfélagi Ár- nesinga á Selfossi, er fimmtíu ára í dag. Á fimmtugsafmæli £>ór- mundar hvarflar það ekki að mér að fara að þylja yfir hon- um neina lofgerðarrollu í eft- irmælastíl. Máðurinn er þann- ig skapi farinn að hann myndi ekki kunna mér eða öðrum neinar þakkir fyrir slíkt til- tæki. Og auk þess er þórmund- ur enn með flest einkenni æsk- unnar, þótt hann eigi fimmtíu ár að baki. Samherjar hans og vinir vænta þvi að hann eigi enn langan og farsælan starfs- dag framundan og að honum gefist jafnan næg tækifæri til að vinna að framgangi áhuga- mála sinna. Þórmundur hefur lengi verið einn af áhugasömustu og fórn- fúsustu iiðsmönnum vérka- lýðshreyfingarinnar í byggðar- lagi sínu. Én hann hefur ekki látið við það sitja áð leggja krafta sína fram í hagsmuna- og réttindabaráttu stéttar sinn- ar. Hann er einnig einlægur og áhugasamur sósíalisti og hefur fyrir löngu gert sér ljós þau sannindi að frelsun verkalýðs- ins undan öryggisleysi og á- nauð auðvaldsins verður að vera verk hans sjálfs. Hann hefur því verið og er óþreyt- andi að vinna fyrir málstað sósíalismans og afia honum fylgis. Og það munar um Þór- mund þegar hann leggur krafta sína fram. Hann hefur um langt lárabil verið ejiinn af traustustu mönnunum í liðs- sveit sósíalista í Ámessýslu og aldrei talið eftir erfiði eða fyr- irhöfn í þágu flokksins. Er það von samherjanna að þeir fái sem lengst að njóta áhuga hans og ágætra starfskrafta. Við hlið þórmundar stendur hans ágæta kona, Vilborg Jóns- dóttir, og henni bera einnig þakkir á þessum tímamótum í lífi húsbóndans. Hún hefur bú- ið honum ágætt heimili sem gott er að hverfa til að lokinni önn dagsins. Þar ríkir rausn og myndarbragur sem margir hafa notið því oft er gest- kvæmt að Skarði. Vinir og samherjar jbórmundar þakka samstarfið og rausnina á liðn- um árum og sénda honum og f jölskyldu' h'ans. beztu árnaðar- . kveðjur og fraffltígarftskir á íimmtugsafmælinU. , ' T i; .O-Ofv-: Félági. " Gaberdinebuxur á telpur pg dregni. — Verð frá kr. 152.00. T0LED0 Fischersundi NIÐURSUnU VÖRUR Fúnmtudagur 27. oktÓber 1955 —>J<5í>VILJINN — Bandaríska bóka- safnið flylur í ný husakynni Upplýsingaþjónusta Bandaríkj- anna í Reykjavík opnaði bóka- safn sitt og lesstofu í fyrrad. í nýjum húsakynnum á neðstu hæð hússins Laugaveg 13, en bóka- safnið hefur verið lokað síðan í júní s.l. í safninu eru h. u. b. 4000 eintök bóka, sem gefnar hafa verið út í Bandaríkjunum, margar þeirra um tæknileg og vísindaleg efni, einnig er þar mikið af nýjum tímaritum og dagblöðum Upplýsingaþjónustan hefur til umráða um það bil 670 kvik- myndir, þar ,af eru 65 með ís- lenzku tali. Geta félög, stofnanir, skólar og hópar manna fengið þær lánaðar til sýninga, einnig hljómplötur með bandarískri tón- list. £ ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON - -------——-------— Þórmundur GuSiundsson J ára Sandor Iharos hefur sett fímm heimsmet ó þessu árr Frá því var sagt hér í fyrra- dag að Ungverjinn Sandor Iharos hafi sett tvö heimsmet um helgina. Voru þau sett á meistaramóti Ungverjalands er fram fór á ,;Fólks“-leikvangin- um í Budapest. Sandor hefur verið athafna- samur við heimsmetin því hann hefur alis sett 5 heimsmet á þessu ári. En þau eru: 1500m Jú|oslavía vansi Irland 1 landsleik milli Júgóslavíu og Irlands í knattspymu sem fram fór í Dublin um helgina sigraði Júgóslavía með fjórum mörkum gegn einu. Júgóslavar höfðu algjörlega yfirhönd í fyrri hálfleik. — Voru það framherjarnir júgó- slavnesku sem gerðu Irum erf- itt fyrir. íramir komu harðari i síðari hálfleik og leikur þeirra þá var oft góður. Þeim tókst þó aldrei að skora, «g þetta eina mark sem kom settu Júgóslavar. Cmmar Nielsen Kaup- mannahafnanneísfari í fimmtarþraut á 3:40.8, 2 enskar mílur á 8:33.4, 3000m á 7:55.6, þrjár mílur á 13:14.2 og 5000 m á 13:40.6. Heimsmet Kuts hætti hann hvorki meira né minna en um 6 sek en það met var sett 19. september sl. Millitímar í hlaupi Sandors voru: 400m 1:05.5, >800m 2:10.0, lOOOm 2:42.0, 2000m 5:28.0, 3000m 8:16.0 og 4000m 11:07.0. — Brautin var þung eftir mikla rigningu daginn áður. Bæði Tabori og Szabo hlupu líka und- ir 14 mín, eða Tabori á 13:53.2 og Szabo á 13:59.0. — 50 þús. áhorfendur horfðu á keppni kappa þessara. Á laugardaginn var rigning og kalt. Tabori vann 1500m á 3:43.0 og fylgdi Rosavölgyi honum fast eftir, en Iharos hvíldi sig undir 5000m. Þrátt fyrir þetta veður hljóp Kovacs 10 000 m á 29,20 sem er ákaflega góður tími á regnþungum velli. Keppinautarnir í sleggju, þeir Nemeth og Csermak börð- ust hart um titilinn og lauk að þessu sinni með sigri Nemeth sem kastaði 58.70 en Csermak 58.58. Consolini 55.75m Flestir munu hafa gert ráð fyrir að Ólympíumeistarinn frá London í kringlukasti, Alfonso Consolini hafi fyrir nokkru náð sínu bezta i kringlukasti. Svo er þó ekki því þessi þétt- byggði ítali setti um daginn ítalskt met í þessari grein og náði næst bezta kasti sem náðst hefur í Evrópu í ár og kastaði aðeins 72 sm styttra en Evrópumethafinn tékkneski, Karol Merta. Consolini kast- aði 55.75 m, Þetta gerðist á leikvanginum í Amyobeh í Te- heran í Persíu, en lönd þessi háðu þar landskeppni í frjáls- um íþróttum. Frakkland — Sovétríkin 2:2 Á iþróttahátíð sem fram fór í Madison Squarde Garden í New York náði Wes Santee mjög góðum tíma á enskri mílu. Var timi hans 4:05.2 og var hann 30m á undan næsta manni sem var Fred Dwyer. Gunnar þessi Nielsen er eng- inn annar en hinn snjalli hlaup- ari Dana sem segir eftir keppn- ina að hann hafi keppt í fimmt- arþraut að gamni sínu en ekki af því að hann hafi áhuga fyrir henni. Það er aðeins 1500 m og 1 míla sem ég hef áhuga fyrir, sagði Nielsen hlæjandi. Hann fékk 2890 stig og er það einn bezti árangur sem náðst hefur í Danmörku og hefði hann hlaupið 1500 m á svolít- ið betri tíma hefði hann sett danskt met. Tími hans var 4:00.2, en 3:54.8 hefðu nægt til að setja nýtt danskt met.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.