Þjóðviljinn - 05.11.1955, Síða 9

Þjóðviljinn - 05.11.1955, Síða 9
Laugardagur 5. nóvember 1955 — 1. árgangnr — 35. tölublað Orðsendingar Botnamir. Fyrstu botn- arnir við ljóðlínurnar sem Ö. K. S. sendi okkur, hafa borizt. Það var svo sem auðvitað að við fengjum rímorðið kyssa á .móti missa, enda var það svo í tveimur fyrstu bptnunum. En þeir bár- ust ekki frá neinum á stuttbxum eða stuttpilsi, heldur frá kunnum mál- arameistara í Reykjavík. Af þessu má ráða, að Óskastundin litla er farin að teygja sig svolítið upp til þeirra fullorðnu, og mætti það verða báðum til nokkurrar skemmtun- ar. Frá £>órhildi, 11 ára: „Ég er alls ekki sammála Tótu 13 ára um danslög- in, því að mér finnst mjög gaman að dans- og dægurlögum, og ætla því að biðja Í3Í^,"k&ra Óská-i1 stund, um að birta fyrir mig í blaðinu textana við 3 lög“ (og svo tilgreinir Þórhildur þá og heldur Eldspýtnaþraut Hér eru 24 eldspýtur. Tak burtu átta af þess- um spýtum svo að tveir ferhyrningar verði eftir. svo áfram). „Mér þykir voða gaman að skálda- þættinum og ætla því að biðja þig að hafa ein- hverntíma í honum þá Jónas Hallghímsson og Kristján Jónsson.“ Við munum eftir þér, Þór- hildur. Hafmeyjar. Tvær syst- ur vestur á Mýrum, sem nefna sig „hafmeyjar“ til- nefna 7 dægurlagatexta, sem þær óska að fá birta, Þær segjast eiga Óska- stundina frá byrjun og geyma hana vel. þ>að verður áreiðanlega mun- að eftir þessum litlu haf- Framhald á 2. síðu Pósthólfið Mig langar mikið til að skrifast á við stelpú eða strák 10 eða 11 ára. Nú langar mig til að vita, hvort þú getur ekki hjálpað mér, kæra Óska- sfund. Vildís Hallsdóttir Langholtsvegi 39 Reykjavík Óskastundin hefur ekki fengið miklar fregnir af því, hvort þeir sem hafa beðið hana að koma sér í bréfasambönd hafa feng- ið þau, en þykir það þó sennilegt. Gaman væri að fá fregnir af þessu. En líklegt er, að þeir sem skrifuðu Vildísi fengju Framhald á 2. síðu Langt, langt i burtu Ljóð eftir Jón frá Ljárskógum við lag eftir Foster Langt, langt í burt til hárra heiða liverfur mín þrá. Langt, langt í fjarska faðminn breiða fjöllin mín hvít og blá. Vorsins ljóð í hjarta hljómar: „Hugur einn það veit“. Heim, lieim í sál mér endurómar. Eilíf er þrá mín og heit. Langt, langt í burt til heimaliaga liugurinn flýr. Enn man ég liðna dýrðardaga, dásamleg aevintýr, sólskin yfir Suðurfjöllum, söng og vængjaklið, sól, sól og vor í hugans höllum, liamingja, gleði og frið. L. Ritstj.: Gunnar M. Magnúss. Útgefandi: Þjóðviljinn. Mest gaman að koma aftur faeim til mömmu í>að er stundum alveg' sérstaklega gaman að fá bréf sem er blýantsteikn- að með stóru upphafs- stafaletri með misháum stöfum og misfeitum, en þó vönduðum og ágæt- lega læsilegum. Óska- stundin fékk svona bréf fyrir nokkrum dögum, og gladdist mjög af þeirri al- úð, sem litli bréfritarinn lagði í að segj.a okkur frá hinu mikla ævintýri sínu, þegar hann fór í kringum ísland í fyrsta sinn. Hann var nýlega búinn að eiga fimmta afmælisdaginn sinn, þegar hann ritaði bréfið. Það er skrifað á ge-ysistóra örk óstrikaða, stærsta bréf sem litla blaðinu okkar hefur bor- izt. Og samanlögð lengd allra línanna v.ar um 250 sm. eða 2V> metri. Bréf- inu fylgdi annað blað með mörgum myindum af skipum með rjúkandi strompum, svífandi fugl- um, bílum að draga bil- aða bíla, svo að eitthvað sé nefnt. Óskastundin þakkar litla ferðalangn- um og hinum unga bréf- ritara kærlega fyrir send-' inguna. Og nú skulu les- endur fá að lesa bréfið orðrétt: ,,'5g heiti Jóhannes. Ég varð 5 ára í sumar. Þá leyfði pabbi mér í hringferð. Ég sé Vest- mannaeyjar, þar kom brimalda á skipið okkar. Á Dalatanga er stór þoku- lúður, hann baular eins og kálfur. Á Seyðisfirði býr afi minn, þangað var gaman að koma, Ég köm í land í Húsavík, á Langanesi og Lundey. Þar var lundakarl að veiða lunda. Ég kom á marga fleiri staði, en. mest gaman var að koma • aftur heim til mömmu. Skipið hans pabba heit* ir Hermóður". Jóhannes litli á heima í Reykjavík. Á mynda- blaðið setti hann fúllt nafn sitt Jóhannes Ólafs- son og heimilisfang. í skólaleik — Mamma, við erum í skólaleik,. sagði Sigga litla. — Þá vona ég, að þú kunnir að hegða ’ þér særqilega, svaraði Ajtaóðisj hennar. — Ég ' þarf ekkert að „hegða mér“ mamma, ég er kennarinn! Kt*v *.£ nJ' *> Einn báturinn sem ég sá. A ÍÞRÚTTIR RITSTJÓRJ FRtMANN HELGASON Vetrarolympíuleikirnir í Cortina Rússar keppa þar í fyrsta skipti í Alpagreinum og listhlaupi á skautum Sovézkir skíðamenn taka í fyrsta sinn þátt i keppni í Alpa- greinum og listhlaupi á skautum á OL í vetur. Að þessu sinni kepþa þeir í öllum greinum nokkuð óvænt þar sem þessar greinar eru nýjar hjá þeim og varla talið líklegt að þeir hafi náð þeim árangri sem þeir sjálfir telji ,að hægt sé að sýna. „Við gerum ekki ráð fyrir að sigra gamlar skíðaþjóðir eins og Frakkland, Austurríki, Ítalíu og Sviss, en ég get fullvissað ykkur um að við höfum mjög efnilega nienn í bruni og stórsvigi, sagði varaforseti íþróttaráðuneytis Sovétríkjanna. Michael Pesliak. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu haft menn við leikina í Osló 1952 og síðan hafi átt sér stað miklar breytingar í skíða- íþróttum í Sovétríkjunum. Það hefur verið unnið úr þeirri reynslu sem þar fékkst og skipu- lögð þjálfun með vaxandi ár- angri. Sveit sú sem fara á til Cortina verður í sérstakri þriggja vikna þjálfun á stað sem hefur svipað loftslag og er í Cortina. Um göngumennina sem þegar hafa vakið á sér athygli í al- þjóðakeppni sagði Pesliak að þeir væru betri nú en nokkru sinni fyrr, og að þeir myndu veita Norðurlandabúum harða keppni. Skautamennimir hafa líka æft Dýr veð- hlaupahesfur Því hefur verið við brugið að Aga Khan hafi átt og eigi góða veðhlaupahesta. Ef dæma skal eftir kaupverði á hesti sem hann seldi nýlega félagi einu í Bandaríkjunum, þá tekur það af öll tvímæli, því klárinn var seldur á rúmar 14 milljónir ísl. króna. Hesturinn heitir Tulyar og hefur unnið mörg stórhlaup víðsvegar um heim. Laugardagur 5. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 mjög vel, og samvizkusamlega, og þar eru líka framfarir. En Pesliak sagði að þeir myndu ekki keppa í Alma Ata fyrir leikina. Áhugi á listhlaupi á skautum hefur aukizt mjög í Sovétríkjun- um á síðustu árum. Á mynðinni sjást tvær ungar telpur sýna listir sínar á skautamóti i Moskva. Skautasamband Hollands hef- ur ákveðið að senda 17 menn til æfinga í Noregi en 6 þeirra*.eiga svo að veljast úr og fara til Cortina. Þeir æfa á Hamri og síðan í Davos í Sviss nokkra stund áður en leikirnir byrja. Listdansskóli Innriiun fer fram sem hér segir, en kennsla get- ur ekki hafizt fyrr en síðar og verður þá auglýst. Þriðjudag S. nóvember kl. 4 síðdegis fyrir nem- endur sem voru síðastliðið ár í A — B og C flokk- um, alla sem þátt tóku í sýningum á Dimmalimm og ennfremur alla sem hafa verið í Listdansskóla Þj óðleikhússins þrjá vetur eða lengur og ætla að vera í skólanum í vetur. Miðvikudag 9. nóvember kl. 4 síödegis fyrir alla aðra nemendur sem hafa verið í Listdansskóla Þjóðleikhússins og ætla að vera í skólanum 1 vetur. Fimmtudag 10. nóvember kl. 4 síðdegis fyrir nýja nemendur sem óska að taka þátt í kennslu í vetur, og hafi þeir meö sér leikfimiskó. Börnin hafi Ýheö sér stundatöflur sínar, þannig að þau viti á hvaða tíma þau geta veriö í skólan- um, þar sem reynt verður aö skipa í flokka um leið og innritun fer fram. Innritun fer ekki fram á öðrum tíma en að ofan greinir og ekki í síma. Inngangur um austurdyr uppí æfingasal Þjóð- leikhússins. Lágmarksaldur er 7 ára. — Kennslugjald er kr. 100.00 á mánuði og greiðist fyrirfram. Kennarar veröa Lísa og Erik Bidsted ballett- meistari. Kennslan stendur væntanlega yfir til apríl-loka. Leikhúsið getur ekki skuldbundið sig til að taka alla þá nemendur sem kunna aö gefa sig fram. Þjóðeikhúsið 5 i ■ 8 : S 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.