Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 4
f 4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. nóvember 1955 Lca Sciclcl og Audrey Hcpburn í Striði og jriði. Bandaríkjamenn leika Rússa á Ítalíu Audrey Hepburn leikur Natösju í og friði effir Leo Tolstoj Stríði Iþessum þætti hefur áð- ur verið skýrt frá því að unnið væri að gerð tveggja kvikmynda eftir hinni miklu skáld- ' sögu. Leos Tolstojs Stríði og friði. Er önnur mynd- . in bandarísk en hin sov- iézk. Bandaríkjamennirnir hafa unnið að mynd sinni . i Evrópu í haust og haft um það samvinnu við ít- alska sérfræðinga. Mörg aí hópatriðum myridar- innar eru tekin í Júgó- slavíu en innisenur í iRóm. i King Vidor, einn af elztu og reyndustu kvik- myndastjórum í Holly- wood, stjórnar myndatök- unni. Hann er nú kominn á sjötugsaldur og hefur gert fjölmargar kvik- myndir, fáar þó á síðustu árum. Hér skal getið þeirra helztu (útgáfuár myndanna innan sviga): Three Wise Fools (1923), The Big Parade (25), Hallelujah (29), Billy the Kid (30), Street Scene (31), The Champs (31), Bird of Paradise (32), The Texas Rangers ..(36), Northwest Passage .(40), An American Ro- ■mance (44). Eitt af aðalhlutverkun- um í Stríði og friði er sem kunnugt er í hönd- um Audrey Hepburn; Ný Henry Fonda sem rússneskur aðalsmaður á tímum Napoleons. hún leikur Natösju, eina af elskulegustu kvenper- sónum heimsbókmennt- anna. Telur Hepburn sjálf að þetta hlutverk eigi betur við skapgerð hennar en nokkurt þeirra, sem hún hefur áður farið með, a. m. k. er þetta mannlegasta hlutverk Kórernnynd Undanfarin ár hafa ver- ið sýndar hér all- margar bandarískar kvik- myndir um Kóreustríðið. Sameiginlegt þeim öllum er mikill lofsöngur um hina blóðidrifnu hern- aðarstefnu. Þessvegna er ' ánægjulegt að frétta að nú skuli hafa verið gerð mynd, sem varpi allt öðru ljósi á þetta strið. Myndin nefnist Tokori- brýrnar og leikstjóri er Mark Roson. Meðal leik- enda eru þessir: William Holden, Grace Kelly, Frederic March, Mickey Rooney. í myndinni er sagt frá herflugmanni og konu hans, sem reyna að bægja hinni sífelldu ógn stríðs- ins frá hamingju sinni. ]það er sagt að Tokori- brýrnar sé „stríðsmynd gegn stríði“. Atriði úr myndinni Klefi 2455: Chessmann er fœrður til klefa sins i deild hinna dauðadœmdu í San Quentin fangelsinu. Saga Chessmanns mynduð Klefi 2455 í dauðadeild, bókin sem nýlega hefur verið gefin út á ís- lenzku, hefur nú verið kvikmynduð. Bráðungur leikari, Robert Campbell, leikur höfund bókarinnar, Caryl Chessmann, sem setið hefur í sjö ár í San Quentin fangelsinu. hennar fram til þessa. Það verður því gaman að sjá hvernig henni tekst upp. Geta má þess hér, að einskonar ,t>Natösju- æði“ hefur gripið um sig meðal kvenfólksins í Róm: Kjólar Hepbum hafa haft mjög mikil á- hrif á tízkuna þar. Menn bíða með óþreyju eftir að myndin verði fullgerð. Óttast þó margir að hið mikla skáldverk reynist of erfitt viðfangs- efni. En við sjáum hvað setur og bíðum eftir því að myndin verði sýnd hér, hvenær sem það verður nú. Ve! íeikin ensk sakam álaaynd í Gamfa bíói Enska myndin, sem Gamla bíó byrjaði að sýna um helgina, er gerð eftir skáldsögu franska höfundarins Guy Des Cars. Aðalpersónan er Deliot, aldraður og sér- kennilegur málfærslu- maður, sem skipaður hef- ur verið verjandi í ó- venjulegu morðmáii við ríkisréttinn í París. Sá á- kærði, Jacques Vauthier er blindur og daufdumb- ur og hefur játað að hafa myrt Bandaríkjamann um borð í Atlanzhafsfar- inu Montparnasse. Sagan og myndin lýsa síðan réttarhöldunum, vitna- leiðslum óg málflutningi fyrir „blönduðum kvið- dómi“, og því hvernig Deiiot gamli leysir morð- gátuna að lokum. Aðalkostur myndarinn- ar er ágætur leikur, eink- um hjá Michael Redgrave, Marina Viady heitir fögur, 17 ára gömul, frönsk leikkona, sem hlotið hefur mikla frægð fyrir leik sinn í mynd Cayattes Fyrir Nóaflóðið. S.l. sumar dvaldist hún í Svíþjóð og lék í mynd- inni Nornin (hún fór þar með hlutverk dóttur nornarinnar). Leikendúr í myndinni eru allir franskir og leikstjórinn heitir André Michel. — Á myndinni hést Marina með köttinn sinn. sem fer afbragðsvel með aðalhlutverkið. Jacques Vauthier er leikinn af Kieron Moore, sem segir að sjálfsögðu ekki eitt einasta orð í allri mynd- inni. Ann Todd leikur Solange konu hans og Leo Genn kennarann Rodelec. Fara þau öll vel með sín hlutverk. Yfir Grænu slæðtinni er einhver gamaldags blær, sem veldur því að hún er miklu þokkafyllri en maður á að venjast um sakamálamyndir frá síðustu árum. Ný sityná Alex. Foíds ■ Alexander Ford má tví-1 j mælalaust teija fremsta kvikmyndasmið í Póllandi í dag. Tvær af myndum hans hafa verið sýndar hér: Upp- reisnin í Varsjá og Æsku- ár Chopins, og eru báðar taldar í hópi beztu mynda hans ásamt mynd- inni Fimmmenningarnir úr Barskagötu sem áður hefur verið getið hér í þættinum. Ford vinnur nú að nýrri mynd. Mörg bréí um sama efni — Fólkið er stolt af skáldi sínu — Sönn aðdáun — síðbúin „heillaskeyti" BÆJARPÖSTINUM hafa bor- izt nokkur bréf þar sem veit- ing nóbe'sverðlaunanna er rædd- og kennir greinilega innilegrar aðdáunar á nóbels- verðlaunaskáldi okkar hjá bréfriturum. Flestir bréfritar- arnir geta þess þó í eftir- skrift, að Bæjarpóstinum sé opin leið að henda bréfunum í ruslakörfuna, ef hann sjái sér ekki fært að birta þau. Það þurfti raur.ar ekki að benda Bæjarpóstinum á þenn- an möguleika, enda óþarft, þar sem ágæt bréf eiga í hlut. Bæjarpóstinum finnst þvert á móti reglulega ánægjulegt að heyra fólkið, einmitt fólkið sjálft, samgleðjast skáldi sínu. Og þótt þessi bréf séu kannski nokkuð seint á ferð- inni, þá held ég að það skipti ekki svo miklu máli. H. K. Laxness veit áreiðanlega manna bezt, að þau „lieilla- skeyti“, sem berast með ^einni skipunum eru oft ekki af lakari toga spunnin en hin, sem berast samdægurs. En hér er bréf „Svipals" um þetta efni: 1 SAMBANDI við þann mikla heiður sem íslenzku þjóðinni hefur hlotnazt, fyrir ritsnilld Halldórs Kiljans Laxness, dettur mér í hug þeir sem rit- uðu með fjöðurstaf á gömul bókfell við grútarlampaljós á liðnum öldum. Á þeim tím- um voru þeir og þeirra verk lítils metin. Nú fyrst fá þeir viðurkenningu verka sinna, frá stórskáldinu Laxness. Eg minnist þess líka um leið, það var fyrir 25—26 árum, þegar fyrstu bækur Laxness voru að koma út, hvað miklar deilur ui’ðu þá oft um þær manna á milli í sveitinni þar sem ég átti heima. Eg held að ég ýki það ekki mikið, þótt ég segi að flestir voru þar á móti mér í þeim deil- um. — Og þegar Vefarinn kom út, var mikið um hann talað, hverskonar voða bók það væri, einkanlega fyrir börn og unglinga að lesa. Mikið langaði mig þá til þess að fá þessa hroða-bók í hend- ur, en á þeim tímum voru samgöngur allar óhagstæð- ari en nú. En loksins gat ég þó fengið hana að láni og þá var það meiri viðburður í lífi mínu en þótt ég hefði eign- azt heila jörð. Og nú er þessi bók í bóka- skápnum, svo nú þarf ég ekki að fá hana að láni lengur. Einhverntíma á þessum árum var það að fólkinu varð sú skyssa á að kjósa mig í stjóm lestrarfélagsins og keypti ég þá eitthvað af bókum eftir Laxness, en fékk litlar þakk- ir fyrir, því fáir vildu lesa og sumir bæir sneiddu alveg hjá bókum hans. Svona geta hlutirnir stundum verið und- arlegir, því Laxness er fyrst og fremst skáld fólksins, al- þýðunnar, og hefur lyft menningu þess og bókmennt- um á hærra stig —. Eg hef stundum verið að hugsa um það, ef ég af ein- hverjum ástæðum yrði að láta bækur Laxness af hendi, hverjar ég vildi þá sízt missa. En erfitt hefur mér fundizt að gera mér grein fyrir því. En ef til stálsins yrði sorfið, eins og það er orðað, þá yrði Ljósvíkingurinn senni- lega þyngstur á metunum. Svipair. EKKI rengi ég Svipal um það, að bækur Laxness hafi verið litnar óhýru auga af mörgum í sveitinni hans. Eg veit dæmi til þess, að formaður lestrar- félags í sveit einni greip til þess úrræðis að rífa nokkur blöð úr einni bók Laxness, svo að guðlastið og klámið, sem á þau var prentað næði ekki að spilla grandvarleika dreifbýlisfólksins. Svona átti nú bændamenningin vökula fulltrúa i den tíð. Mikið hefur henni hrakað síðan! Á næst- unni mun Bæjarpósturinn e. t. v. birta fleiri bréf í sama anda og bréf „Svipals“ — Þá vil ég geta þess, að I. B. Frh. á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.