Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 6
6). — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. nóvember 1955 Kjaztan Guðjónsson: SKs ’ Hvað er sósáeclistískarcE ezi llsft sem hefur hugnýfto þýðingu? r~~----------------------- ! Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — --------------------------J i f þjónustu íhaldsins Á síðustu mánuðum hefur af eðlilegum ástæðum vaxið og magnazt óánægjan innan Fram- sóknarflokksins með núverandi stjórnarsamstarf við flokk braskaranna og milliliðanna, S jálf stæðisflokkinn. Almennir kjósendur og fylgj endur Framsóknar eiga erfitt með að skilja að vit eða sam- ræmi sé í þeirri framkomu flokksforkólfanna að lýsa ráða- mönnum Sjálfstæðisflokksins sem ótíndum ræningjum og skaðsemdarmönnum en sitja samt sem fastast með þeim í sameiginlegri ríkisstjórn og láta í vaxandi mæli undan kröf- um þeirra og yfirgangi á öllum sviðum þjóðlífsins. Lýsing Tímans og Framsókn- arforkólfanna á viðhorfum og áhugamálum samstarfsflokks- ins er i öllum meginatriðum sannleikanum samkvæm. Þetta vita óbreyttir Framsóknar- rnenn um allt land og þess vegna standa þeir undrandi gagnvart þeirrí staðreynd að engu er líkara en sumir for- ingjar flokks þeirra séu tengdir braskaraklíku Sjálfstæðis- flokksins órjúfandi böndum sem ekki verði með nokkru móti leyst eða slitin. Fyrir Framsóknarflokkinn þýðir þetta ástand að hann á í vaxandi mæli þá hættu fyrir Jiöndum að missa allt traust umbjóðenda sinna. Fólkið yfir- gefur flokkinn bæði til hægri og vinstri. Heiðarlegt vinstra fólk styður ekki þegar til lengdar lætur flokk sem í verki stendur með auðmannastéttinni og flokki hennar gegn hags- munum almennings. Hin hægri sinnuðu öfl Framsóknar halla sér hins vegar í vaxandi mæli að sjálfu íhaldinu, sem hinum sterlca aðila, ráðandi yfir ótak- mörkuðu fjármagni sem hik- laust er beitt í áróðri þess, beit- ir gylliboðum og beinni mútu- starfsemi sem að því beinist að kaupa upp svo mörg kjördæmi landsins að íhaldið komist í hreina meirihlutaaðstöðu og geti farið sínu fram á Alþingi og í ríkisstjórn án minnsta til- lits til annarra flokka. Þetta er þróunin sem aftur- haldið i Framsóknarflokknum orsakar með afstöðu sinni og stefnu. Eysteinn Jónsson og nánustu samstarfsmenn hans í Framsóknarflokknum eru með stefnu sinni og starfsemi bein- línis að hlaða undir alræðisvald íhaldsins og fórna Framsókn- arflokknum á altari þess. Gegn þessu þurfa heiðarlegir vinstri menn í Framsóknar- flokknum að rísa áður en það er um seinan. Ráðið er að sam- eina öll vinstri öfl í eina fylk- ingu og gera þannig einræðis- drauma ihaldsins að engu. Sú sameining má undir engum kringumstæðum stranda á örfá- um mönnum, sem eru nátengd- ir svartasta afturhaldi landsins og raunverulega í þjónustu í- haldsins. Þann 14. sept. s.l. las Bene- dikt Guðmundsson grein í Þjóðviljanum og botnaði lítt sem ekkert í. Grein þessi varð honum tilefni til skrifa 1. nóv. og honum fer sem mörgum trúboðanum í baráttu við villu- trú, heilagur sannfæringar- kraftur verður allri rökvísi yf- irsterkari. Hann er orðinn hel- blár og búinn að taka sér penna í hönd löngu áður en hann hefur vegið og metið rök- semdir villutrúarmannsins, eða þá hann skilur ekkert í þeim. „Listin er leikfang manns- andans“ las Benedikt og á varla orð yfir svo kapítalíska léttúð. Kapitalistar leika sér alla ævi, alþýðan ekki nema til 16 ára aldurs. Benedikt er víst mik- ill alvörumaður. En hvað ætlar hann annars að gera við frí- tíma sinn þegar 40 stunda vinnuvikan er orðin að raun- veruleika? Maðurinn verður líklega að fara að læra að leika sér á ný. þ>að er álita- mál hvort maður sem hefur misst hæfileikann til þess að leika sér sé ekki orðinn full- orðnari en hollt sé, hvað sem efnahag hans líður. Benedikt fer á hundavaði út í stjóm- málasögu seinustu 160 ára eða svo, reynir að tengja hana list- sögu en fer á handahlaupum út í annað áður en hann kem- ur með nokkuð raunhæft. Með byltingunni 1789 segir hann að Frakkar hafi tekið forustuna á sviði íista og menningarmála. Hann er víst höfundur þeirrar söguskoðunar. Frakkar höfðu forustu í menningarmálum löngu fyrir byltinguna þrátt fyrir aila kóngana. Það mætti nefna Voltaire, Rousseau, Vatteau og marga fleiri, enn- fremur að franskra áhrifa gæt- ir í okkar ágætu Njálu. Hvorki kóngar né kapítalistar geta stöðvað hjól menningarinnar því að lífið er þrátt fyrir allt sterkara en dauðinn. Annars er það ekki hlutverk mitt að veita Benedikt undirstöðu i gagn- fræðaskólamennt hér á síðum Þjóðviljans. En ekki sakar þótt getið sé, að upp úr byltingunni reis einn maður að nafni David og er talinn höfundur klassis- ismans. Tók við tímabil með af- brigðum fáskrúðugt svo að fárra er getið utan Davids eins svo merkilegur sem hann var nú. Myndlist fór ekki að blakta aftur fyrr en með rómantíkinni og Delacroix. Um likt leyti varð byltingin 1848. Þessar byltingar eru upphaf að þjóðfélagshátt- um nútímans. Annarri fylgdu breytingar á list til hins verra, hinni til hins betra. Stjórn- málaþróun og myndlistarþró- un fylgjast hreint ekki alltaf að. Mestu byltingar í myndlist hafa gjarnan orðið þegar allt var í kyrrstöðu að kalla á sviði stjórnmála. Impressíónisminn er eitt dæmi. Benedikt segir að list hinna „borgaralegu lífsvið- horfa“ hafi náð hámarki um aldamótin síðustu. það eru að vísu fleiri en ég sem hafa hald- ið að borgarastéttin hafi þá þegar verið orðin illa haldin af uppdráttarsýki enda þótt hún hjari enn' í dag og varla um hámark að ræða þar sem löngu er farið að halla undan fæti. En málaralist stóð með miklum blóma um aldamót, ekki fyrir tilstilli borgaralegra lífs- viðhorfa heldur þrátt fyrir þau. Og þeir listamenn áttu í jafn miklum brösum við þröngsýna benedikta samtíðar sinnar og abstraktlistamenn í dag. Ég ætla ekki að elta Benedikt út i „abstrakt bókmenntir", hef enda aldrei á þær minnzt, þótt honum hafi einhvernveginn sýnzt svo, en það er ekki nema eitt af mörgu sem hann hefur misskilið. Hann lætur fljúga einhverja merkilegustu hugmynd sem ég hef séð lengi: minnimáttar- kennd gagnvart Ijósmyndavél, og hefur líklega engum dottið neitt jafn snjallt í hug síðan Freud „fann upp komplexana“. Hann ætlar mér svo „abstrakt" komplex. Ég drap á að sovét- málarar virtust hafa gefizt upp fyrir þessari vél en dró engan veginn í eía jafn aug- ljósa staðreynd og þá að ljós- mynd og málverk eru „tvö listform“. Og svo um myndbyggingu. Þróun hennar má lesa gegn um listsögu nokkurra árþúsunda og fer ekki milli mála að hún er hinn rauði þráður og uppistaða í viðfangsefnum lista- manna allra tíma. Engan hefði órað fyrir að á íslandi mundi fæðast maður þess umkominn að afskrifa þetta allt með einu pennastriki. En það dugir víst ekki að deila við dómarann. Á íslandi er risinn upp lítill hópur einskonar kjarnorku- kommúnista. „L’état, ce moi“, ríkið það er ég, sagði kóngur- inn. Alþýðan, það er ég, segja þessir einbeittu menn. þægar þeim dettur í hug abstraktmál- ari er sem þeir sjái óðar fyrir sér nábleikan mannhatara á kafi í köngulóarvefjum uppi á hana- bjálka í ósátt við allt nema ef til vill kapitalista. Samkvæmt paragraff la í kokkabókinni: Allt sem Ég fæ ekki skilið er á móti alþýðunni og hlýtur þess vegna að vera runnið und- an rifjum kapítalista. Þeir sem halda að þeir séu svona langt til vinstri segja: abstrakt- kapitalistar (á vist við um Ás- mund Sveinsson), þeir hinum megin við girðinguna segja: abstraktkommúnistar (á víst við um Valtý Stefánsson). Hvort eiga abstraktmenn að gráta eða hlæja? Þessu landi hefur undanfar- ið verið stjórnað af svindlurum, föðurlandssvikurum, og þegar bezt lætur, kjánum sem halda að þeir séu að gera rétt, Fyrir tilstilli hvers halda slíkir menn um stjórnvölinn? Er það ekki alþýða þessa lands sem kýs sér þá fyrir leiðtoga ár eftir ár? Hvers vegna? Vegna þess að hún er villuráfandi, þótt sósíal- istar gangi manna bezt fram í að leiða hana frá villu síns vegar. Að segja alþýðunni að hún viti eitthvað sem hún veit ekki er lýðskrum, hvort sem um list, stjórnmál eða annað er að ræða. Þorri manna á íslandi, ríkir sem fátækir, ber næsta yfir- borðslegt skynbragð á mynd- list og liggja til þess margar orsakir. Ein er sú að mynd- list hafði ekki skilyrði til að festa hér rætur í þeim skiln- ingi sem á við meginlandið, að minnsta kosti ekki síðan í pápisku. Við fengum því ekkert í arf frá forfeðrunum, og það litla sem kann að hafa verið til er brotið og týnt. Alþýðulist (folkekunst) var eina tjáningarformið en alþýðu- listin á sér hliðstæður i öllum löndum. Hún fer eigin götur, ekki háð stökkbreytingum, er sameign án framúrskarandi einstaklinga og hefur oft haft mikil áhrif á hina svokölluðu æðri list. Hefði alþýðulistin þróazt órofin fram á þennan dag væri alþýða manna, svo og listamenn, eflaust betur sett. En því miður fór ekki svo. Reykvíkingar og aðrir bæja- búar á íslandi eru sveitamenn sem hafa flosnað upp. þ>eir eru hreint ekki ennþá hagvanir í hinum nýju heimkynnum. Heima í sveitinni skildu þeir eftir ýmis menningarverðmæti án þess að höndla neitt í stað- inn. Þeir skildu eftir rúmfjalir, aska, myndvefnað, spæni og aðra kjörgripi og fengu sér verksmiðjuvarning. Það sem varðveitzt hefur af þessum gripum ber þess vott hve glöggt formskyn þessara bænda hef- ur verið. Vandfundinn er sá maður sem ekki skynjar hina „Komposition“ eftir Eirík Smith. „Þeir sem ekki mega heyra á abstralctlist minnzt, Iáta glaðir inála íbúðir sínar undir bein- lun áhrifuin frá abstralctmálurum“. einföldu byggingu i ferskeytlu, jafnvel dróttkveðinni visu þótt hann botni annars kannski ekkert í henni og kunni ekkert, í bragðfræði. Þetta er kallað að hafa brageyra, En þann hinn sama vantar gjarna sams- konar tilfinningu fyrir einfaldri byggingu í myndlist, vantar þar sem sé „brageyra". Bónd- inn flutti bókmenntirnar með sér á mölina, þar sem þær náðu að festa rætur, góðu heilli. Líklega eiga þær eftir að værða okkur til lífs, eins og svo oft áður, nú þegar skellur í skoltunum í amerískum krókó- díl á hlaðvarpanum hjá okkur. Myndlist alþýðunnar lifði því miður ekki af þennan þjóð- flutning og verst er að hún leið einnig undir lok í sveit- unum. íslendingum er þannig nokk- ur vorkunn þótt ekki hafi þroskað' myndlistarskyn. Mér hefur alla jafnan fundizt sjó- menn og verkamenn fremur hleypidómalausir. þeir viður- kenna fúslega þegar þeir eru vankunnandi á einhverjum sviðum, og þar sem heldur er fátítt að þeir hafi efnahags- lega aðstöðu eða tíma aflögu til þess að sökkva sér niður í listir, láta þeir gjarnan mál- in liggja milli hluta. Koma tímar koma ráð, heil- brigður lífskraftur ásamt hleypidómaleysi gerir að verk- um að ekki er vonlaust með þetta fólk. Það kann áltént listina að vera manneskjur. Öllu verri viðureignar er hin hálfmenntaða milli- og yfirstétt. f>að fólk heldur gjarnan að það sé sjálfsagður dómari í skjóli þekkingarhrafls. Þeir eru búnir að halda svp á lofti al- þýðumenntun sinni, að mæti þeir einhverju ofar skilningi. sínum verða þeir snakillir og snúast eins og ljón til varnar — miðlungsmennskan skal standa. þ>eim kjamorkumönn- um verður tíðrætt um borgara og borgarastétt, sem þeir hafa lesið eitthvað um í útlenáum fræðiritum. Með orðinu borgari afgreiða þeir fyrirhafnarlaust jafnvel samherja sína í pótitík, ef þeir hafa að einhverju íeyti skoðanir sem þeir eru fráhverf- ir. Það er næsta hjákátlegt að tala um borgara á íslándi. Að visu er hér fólk nýkomið úr sveit, sem hefur áskotnazt talsvert af skotsilfri og gjarnan vill tileinka sér siðu og háttu borgarastéttar álfunnar, er. ár- angurinn orðið misjafn. Oft eru tilraunir þess til eftiröpun- ar á borgaralegri siðfágun næsta broslegar. Hinir nýriku „borgarar" kaupa t. d. 10 þús- und króna pelsa á kerlingar sínar og kóróna síðan verkið með plasteyrnalokkum á sex pens. Sumir úr þessum hóp eru kallaðir hámenntaðir, en sýna það aftur og aftur í verki að þeir eru analfabetar i flestu er lýtur að menningarmálum. Ljóst dæmi er hringlandinn á háskólalóðinni, hasablaðaindí- áninn við Aðalstræti og nú sein- ast þessi bastarður sem þeir ætla að fara að steypa austur í Skálholti. Borgarastétt álfunnar gat státað af menningu og er það meira en sagt verður um kapí- talistana arftaka hennar. Kapi- talistar hér eru aftur ósvikn- ir. Framh. á 10. síSti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.