Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. nóvember 1955
II-■ ;■ r :.óí rka Alþýðnllokksiiis
Framhald af 1. síðu.
^ Vinstri samvinna
íelld
Á flokksstjórnarfundinum bar
Hannibal Valdimarsson, sem
þar var mættur sem þingmað-
ur með málfrelsi og tillögu-
rétti, fram breytingartillögu við
stjórnmálaályktunina þess efn-
is að allir andstöðuflokkar
íhaldsins tækju höndum sam-
an, mynduðu vinstri stjórn eins
fljótt og unnt væri samkyæmt
málefnagrundvelli þeim sem
Alþýðusambandið hefur mótað,
og gengju til kosninga á sín-
um tíma í samvinnu. Þessi til-
laga var felld með 31 atkvæði
gegn 6, og hin furðulega stjórn-
málaályktun síðan samþykkt.
^ Báðar tíllögurnar
samþykktar
Næsta mál á dagskrá flokks-
stjórnarfundarins var viðhorfið
til Alþýðusambandsins. Fengu
þá ýmsir æðiskast, þeirra á
meðal Magnús Ástmarsson sem
lýsti yfir því að þeir sex sem
fylgt hefðu breytingartillögu
Hannibals við stjórnmálaálykt-
unina væru útsendarar komm-
únista og ætti að afgreiða þá
samkvæmt því. Einnig missti
Haraldur Guðmundsson stjórn
á sér og lét það bitna á ræðu-
stólnum með þungri barsmíð.
Annars lágu fyrir tvær gagn-
stæðar tillögur; önnur frá
Haraldi þar sem Alþýðusam-
bandsstjórn var vítt harðlega
fyrir að hafa afskipti af stjórn-
málum og seilast inn á verk-
svið flokkanna.; hin frá Eggerti
Þorsteinssyni þar sem lýst var
stuðningi við Alþýðusambands-
stjórn og henni þökkuð for-
ganga í kjarabaráttu verka-
lýðsins. Lauk þessum lið fund-
arins svo að tillögurnar voru
samþykktar báðar!!
^ Má tala, ekki skriía!
Var nú komið að því atriði
sem hægri klíkan hafði bund-
ið mestar vonir við: brott-
rekstri Hannibals. Kom það
mál fyrir eftir kvöldmat á
mánudag og stóð til kl. 5 í
gærmorgun. Stefán Jóhann og
Jón Sigurðsson höfðu undir-
búið tillögu um brottrekstur
og gengu á milli manna til að
kanna stuðning við hana. Eft-
ir könnunina fór svo að þeir
þorðu ekki að bera tillöguna
fram; þó kom Jón Sigurðsson
með nokkrur slitur en dró þau
aftur til baka. Því næst koifi
fram tillaga frá fulltrúunum
utan af landi um að bannfær-
ingunni gegn Hannibal skyldi
aflétt og hann fá aftur' full
réttindi í flokknum. Þessi til-
laga var felld með 20 atkv-
gegn 17. Stóðu menn nú uppi
ráðþrota um stund og virtust
allar leiðir lokaðar. En þá kom
fram tillaga frá Haraldi þar
sem taldar voru upp ávirðingar
Hannibals lið fyrir lið (en þó
var starf hans í Alþýðusam-
bandinu ekki með í ávirðingun-
um!), en síðan var lýst yfir því
að þrátt fyrir syndir þessar
skyldi Hannibal eftirleiðis hafa
heimild til að halda ræður í
nafni flokksins; hins vegar
var honum harðbannað að
skrifa í Alþýðublaðið!! Var
tillaga þessi samþykkt að end-
ingu, en allmargir fulltrúanna
sátu hjá.
Á þessum fundi var einnig
tekið upp mál Alfreðs Gísla-
sonar bæjarfulltrúa, og kom
fram tillaga frá fulltrúum ut-
an af lahdi um að honum
skyldi boðin innganga í flokk-
inn aftur. Var hún felld, en
hins vegar var samþykkt til-
laga frá Emil Jónssyni þess
efnis að flokksstjórnarfundur-
inn vísaði málinu aftur til Al-
þýðuflokksfélags Reykjavíkur,
sem rak Alfreð upphaflega!
^ í berhögg við
alþýðusamtökin
Eins og sjá má var flokks-
stjómarfundur Alþýðuflokksins
einkenndur af upplausn og al-
gerasta glundroða. Það eina
sem fundurinn hefur til mál-
anna að leggja er boðskapurinn
um samfylkingu hægri manna
í Framsókn og Alþýðuflokkn-
um. Þeirri samvinnu er ekki
beint gegn íhaldinu, heldur er
henni ætlað að torvelda vinstri
samvinnu og myndun vinstri
stjórnar. Með henni gengur
hægri klíkan í Alþýðuflokknum
í berhögg við alþýðusamtökin
í landinu, frumkvæði Alþýðu-
sambands íslands og þær ein-
róma undirtektir sem það hef-
ur hlotið í verklýðsfélögunum
um land allt — og leggur
flokksþingið sjálft áherzlu á
það með vítunum á Alþýðu-
sambandsstjórn. Haldi hægri
mennirnir í Alþýðuflokknum
þessari afstöðu sinni til streitu
munu þeir að vísu vinna íhald-
inu nokkurt gagn en þeir munu
jafnframt einangra sig meir og
■meir frá alþýðunni í landinu,
þar til þeir standa uppi rúnir
fylgi, einangraðir og áhrifa-
lausir.
Grein Kjartans f'
Framhald af 6. síðu
Á öllum glæstustu listsögu-
tímabilum hafa myndlist, bygg-
ingarlist og listiðnaður búið
við náin tengsl, svo náin að
einum var fsert að leggja fyrir
sig allar þessar greinar í senn.
Á öldinni sem leið rofnuðu
þessi tengsl, málaralist og bygg-
ingarlist fóru hvor sína leið,
afleiðingin varð hinn mesti ó-
skapnaður í byggingarlist sem
er kenndur við Viktoríu drottn-
ingu. Njótum við góðs af í dag
þar sem fjöldi arkitekta er
önnum kafinn við að blanda
steinsteypukokkteila eftir for-
skriftum þessa tímabils.
Nú er svo komið að þessar
listgreinar hafa aftur gert með
sér bandalag. Jafnvel i Reykja-
vík verður þessa bandalags
vart. Þeir sem ekki mega
heyra á abstraktlist minnzt
láta glaðir mála íbúðir sínar
undir beinum áhrifum frá ab-
straktmálurum. Non-objektív
list og arkitektúr eiga sér nú
sameiginlegan grundvöll. Af-
leiðing þess verður hús fegurri
og stílhreinni en áður og að
auki mun ódýrari og hagkvæm-
ari. Áhrifa frá abstraktlist
gætir víða í iðnaði, í húsgagna-
smíði, búsáhöldum, keramik og
hverskonar listiðnaði, svo að
eitthvað sé nefnt.
Hvað er sósíalistískara en list
sem hefur svo hagnýta þýð-
ingu?
Fjárakornið að hún eigi ekki
erindi til alþýðunnar.
Bæjarpóstur
Framhald af 4. síðu.
brást skjótt og vel við og
skrifaði Bæjarpóstinum aftur.
I því bréfi var m. a. þessi
fyrripartur, eftir Þ. S.
„Beizkt í munni bragðið finn,
brostinn unninn hagur“,
og býð ég hann hér með vel-
kominn í hóp þeirra fyrri-
parta, sem þegar hafa birzt.
í sambandi við orðið munn-
liöggsslagur, sem ég gizkaði
á að merkti slagsmál, bendir
I. B. á miðmyndarsögnina að
munnliöggvast, sem þýðir að
deila heiftarlega. Er vel lík-
legt, að nafnorðið sé dregið
af henni og merki þá heift-
arlegt rifrildi. Eg eftirlæt
málfræðingunum að dæma um
hvor merkingin er réttari.
A SUNNUDAGINN, sennilega
um kl. 7, tapaðist pakki í
Seltjarnamesvagninum. I
pakkanum var útsaumað púða
ver ásamt garni og mynstur-
bók. Finnandi er vinsamlega
beðinn að skila pakkanum í
afgreiðslu strætisvagnanna
við Lækjartorg.
Skrifstofan er í Þingholts-
stræti 27, opin alla virka
daga frá klukkan 5—7. I
U V/Ð AKNAKHÓL
T0LED0
Fischersundi
LIGGUR LEIÐIN
Vinnubuxur ]
■ ■ Verð frá kr. 93,00 ■ ■ ■ ■ ■ ■ m SIEINDÓNllilfÍl
Langaveg 80 — Simi 82209
Fjftíbreytf úrval af
atelnhringum y
Póstsendum -
Baidor
Tekið á móti vöruni til
Hjallaness og Búðardals í dag.
....................
S
Vantar
1 Austin 8, model ’33—’34.
Pétisr Hrauníjöró,
í síma 82950 á vinnutíma.
Iþróttir
Framh. af 9. síðu
(Fulham), Wilshaw (Wokves)
Perry (Blackpool)
Viðbótarmenn voru; Matt-
hews (Coventry) Langley
(Brighton), Edwards (Man-
chester U), Kennedy (West
Br.), Taylor (Manch. U) og
Atyeo (Bristol). Því má bæta
hér við að Skotland keppti við
Wales s.l. miðvikudag í Hamp-
den Park í Glasgow og fóru
leikar svo að Skotar sigruðu
með 2:0. Hægri innherjinn
Johnstone setti bæði mörkin í
fyrrihálfleik.
Tékkneskt byggingarefni úr
asbest-sementi
Ódýrt
Yaranlegt
Öruggt gegn eldi
Veggplötur. þilplöfur. báruplötur, þakhellur,
þrýstivatnspípur, frárennsiispípur og tengistykki
EINKAUMB0Ð:
MARS TRADING C0MPANY
Klapparstíg 20 — Sími 7373
CZECHOSLOVAK CERAMICS PRAG. TÉKKOSLOVAKfU