Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 12
GsESiaiásen forsætisráðhería lýsir yiir í Moskva: Smmié mm mímm meuuingursamvimiw Norð- m&mmmm m$ smlétþjóðanim* riðskipti aukin í viðræðum í Moskva við æðstu menn Sovétríkj- anna heíur Einar Gerhardsen, íorsætisráðherra Nor- egs, lýst því yíir að erlendar herstöðvar verði aldrei leyfðar í Noregi nema á landið verði ráðizt. Gerhardsen hefur undanfarna daga verið i opinberri heimsókn : Moskva ásamt Skaug viðskipta- . málaráðherra og ýmsum norsk- 'um embættismönnum. i VIÐRÆÐUR í ANDA VINÁTTU Hafa Norðmennirnir átt nokkra viðróeðufundi með Búlganín for- • sætisráðherra, Krústjoff fram- kvæmdastjóra Kommúnista-' flokksins, Mikojan aðstoðarfor-: sætisráðherra og öðrum sovézk- um ráðamönnum. Auk þess hafa hvorir haldið öðrum veizlur. í gær undirrituðu Gerhardsen og Búlganín tilkynningu um við- ræðurnar við hátíðlega athöfn í Kreml. Segir þar, að vinátta og gagnkvæmur skilningur hafi sett svip sinn á viðræðurnar. Sovézku fulltrúarnir hafi spurt uni afstöðu norsku stjórnarinnar til erlendra lier- stöðva í Noregi. Gerhardsen hafi svarað þvi til, að Norð- menn séu staðráðnir í að veiía engum erlendum aðila herstöðvar í landi sínu nema á það verði ráðizt eða árás vofi yfir. VONBRIGÐI FYRIR BANDARÍKIN Hinum bandarisku yfirmönnum herstjórnar A-bandalagsins hefur lengi verið það kappsmál að fá stöðvar fyrir bandaríska flugher- ínn í Noregi. Norsk stjórnarvöld hafa hummað þær málaleitanir fram af sér, en bandaríska her- stjórnin hefur gert sér vonir um að hafa sitt mál fram með tímanum. Eftir hina skýlausu yfirlýsingu Gerhardsen í Moskva eru þær vonir úr sögunni. ÞRIGGJA ÁRA SAMN- INGUR f yfirlýsingu Gerhardsens og Búlganíns er skýrt frá því, að Mlkil aðsókn að listiðnaðarsýningu Sigrúnar Jónsdóttur Á 3. þúsund manns hafa þeg- ar séð listiðnaðarsýningu frú Sigrúnar Jónsdóttur í Bogasal Þjóðminjasafnsins, og er það mjög góð aðsókn. Óvíst er að hægt verði að hafa sýninguna opna lengur en til sunnudags- kvölds, og ætti fólk því ekki að draga úr hömlu að skoða hana. — Áhugamenn um list- iðnað eiga sérstakt erindi í Bogasalinn þessa dagana. Einar Gerhardsen Nikolai Búlgantn undirritaður hafi verið viðskipta- samningur miili Noregs og Sov- étríkjanna. Er hann til þriggja ára, frá 1956 til 1958. Gert er ráð fyrir auknum viðskiptum á báða bóga. Viðræður um ýmis önnur mál verður haldið áfram eftir dipló- matiskum leiðum. Þar á meðal er sameiginleg virkjun Pasvik- Ríldsstjórnin hefur nú ákveðið að uin 12 millj. króna skuli varið til lánveitinga til þeirra bænda á óþurrkasvæðiim, sem brýnasta þörf hafa fyrir aðstoð til fóðurbætiskaupa. Barst Þjóðviljanum í gær til- kynning um þetta frá landbún- aðarráðuneytinu og er þar jafn- framt skýrf frá því, að umboðs- menn ríkisstjórnarinnar liafi rit- að öJlum hreppsnefndaroddvitum á óþurrkasvæðinu bréf um fram- kvænid þessara lánveitinga. Ráðuneytið bendir á að það er áríðandi, að oddvitar hefjist þeg- ar hánda um öflun þeirra gagna, sem þessir umboðsmenn óska eftir, til þess að lánveitingarn- ar geti hafizt. hið allra fyrsta. árinnar á landamærum Noregs og Sovétrikjanna og heimsend- ing Norðmanna sem norsk stjórn- arvöld telja að kunni að vera í haldi í Sovétríkjunum síðan á stríðsárunum. Er þar urn 20 menn að ræða. Ákveðið hefur verið að stór- auka samskipti Norðmanna og sovélþjóðanna í menningarmál- um, vísindum, verklegum efn- um og íþróttum. — Norðmenn hafa boðið sendinefnd sovézkra fiskifræðinga og' fiskiðnaðar- fræðinga að dvelja í Noregi í vetur og- fylg-jast með fiskveið- um og verkun á vetrarvertíð- inni. Norskum blaðamönnum hefur verið boðið i hópferð til Sovétríkjanna. Argentínustjórn tilkynnti í gær að allsherjarverkfall það sem fyrrverandi stuðningsmenn Perons í stjórn verkalýðssam- bandsins boðuðu, hefði farið út um þúfur. óÐvujmii Miðvikudagur 16, nóvember 1955 — 20. árg. — 260. tölublað Fuiidi Elauííkisráðhersaima lýkur í áag Á fundi utani'íkisráölierra fjórveldanna í Genf í gær kom berlega í Ijós, áö Bulles, utanríkisrá'öherra Banda- ríkjanna, er staðráðinn í að hindra að nokkurt samkomu- lag náist þar um nokkurt mál. Þegar fundur hófst í gær- morgun xun aukin samskipti' þjóða í austri og vestri bar Molotoff, utanríkisráðherra Sovétikjanna, fram tillögu sem að mestu var samhljóða til- lögu sem Pinay, utanríkisráð- herra Frakklands, liafði borið fram í lok fundaiins í fyrra- dag. Strax og tillaga Molotoffs kom fram bað Dulies um fund- arhlé og fór afsíðis með þá Pinay og brezka utanríkisráð- herrann Macmillan. Þegar þeir þremenningarnir komu aftur að samnLngaborðinu lýsti Dulles yfir að þeir hefðu orðið ásátt- ir um að hafna tillögu Molo- Þingsályktunartillaga um flug- völlinn í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjaþmgmennirnir, Jóhann Jósefsson og Karl Guðjónsson, liafa flutt á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um endurbætur og stækkun flugvallarins í V estmannaeyj um. Tillagan er þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta ekki lengur dragast, að hafizt verði handa um nauðsynlegt viðhald og um- bætur til öryggis á Vestmanna- eyjaflugvelli, og að hraða svo sem unnt er stækkun vallarins“, Á síðasta þingi fluttu þeir sína till. hvor um þetta efni og Húsið reyndist sterkara bilnum 8 bílar skemmdir á Akra- nesi í fyrrinótt og 1 eyðilagður í fyrrinótt gerðist sá óvenju- legi atburður á Akranesi að brot- izt var inn í vörubíl og' lionum ekið á húsið Hótel Akranes. Varð áreksturinn svo harður að bíllinn má heita ónýtur. Þetta var vörubíllinn E-180, eign Þórðar Valdimarssonar. Stóð hann utan við hús eigand- ans í Suðurgötu 119. Maðurinn, sem bílnum stal, slapp ómeiddur; mun hann hafa verið undir á- hrifum áfengis. Þá voru 7—8 aðrir bílar á Akranesi skemmdir í fyrrinótt; haíði verið brotizt inn í suma þeirra og sýnilega reynt að setja þá í gang án þess að það tækist. Voru húnar snúnir aí hurðum, leiðslur undir mælaborði slitnar, og fleiri skemmdarverk unnin. Maður sá, er stal E-180, var að sjalfsög'ðu grunaður um verknað þennan, en hann nfeit- aði allri hlutdeild í honum. Þar við sat í gærkvöld. var þeim þá vísað til ríkisstjórn- arinnar eftir till. fjárveitinga- nefndar með svofelldum rök- stuðningi: „Þess má vænta, að flugmálastjórnin verji af fjár- veitingu til flugvallagerðar svo miklu fé til umbóta á Vest- mannaeyjaflugvelli sem unnt er, með hliðsjón af öðrum þörfum á þessu sviði.“ Nú segja flutningsmenn, að flugmálastjórnin hafi ekki ein- asta látið undir höfuð leggjast allar stækkunarframkvæmdir heldur vanrækt nauðsynlegt við- hald á slitlagi vallarins. „Öllum Vestmannaeyingum og mörgum þeim, sem skipti eiga við Eyjar, er ástand Vestmanna- eyjaflugvallar orðið mikið ái- hyggjuefni og hinn íurðulegi dráttur á aðg'erðum, er tryggja hið fyllsta öryggi, fullkomið hryggðarefni", segir í greinar— gerðinni. toffs. Staðfesti Pinay, að hann gæti ekki lengur stutt sína eigin tillögu. Sama sagan I fyrradag urðu ráðherrar Vesturveldanna ekki á eitt sátt- ir um hvort ráðlierrarnir skyldu boða nýjan fund með vorinu. Vildu Pinay og Macmillan að það yrði gert en Dulles var þvi andvígur. Fréttamenn í Genf sögðu í gær, að Pinay og Mae- millan hefðu látið undan Dulles og fallizt á, að ríkisstjórnir fjórveldanna skyldu ákiveða, hvort nýr fundur yrði haldinn. 1 dag lýkur fundinum í Genf. Ókyrrð emm p* Franska herstjórnin í París tilkynnti í gær að fjölmennt, franskt herlið væpi nú að reyna að ráða niðurlögum skæruliða- flokka í fjalllendinu á landa- mærum Alsír og Túnis. Segir herstjórnin, að skæruliðamir muni vera um 200 talsins og meðal þeirra séu nokkrir meim sem hafa strokið úr frönsku útlendingahersveitinni. Flugsamgöngur engar í Frakklandi í gær breiddist verkfall flug- vallastarfsmauna út um allt Frakkland. VerMallið er búið að standa í viku á flugvöllunum við París. í gær lögðu flug- vallastarfsmenn í Marseilles, Bordeaux, Lyon og víðar niður vinnu. I dag hefst verkfall á flugvöllunum í frönsku Veetur- Afríku. Allt flug franska flugfélags- ins Air France hefur lagzt nið- ur. Flugfélög annarra þjóða skila farþegum til Frakklands í Brussel. Mæðiveiki í Dalasýslu Öllu lé léfað i Hvammssveit og Laxásdal Fundizt hafa mœðiveikieinkenni í 350 kindum, sem sldtmð var í haust í Iívammssveit og Laxárdal í Dalasýslu, frá nœr 30 bœjum. Fjárskipti voru í Dalasýslu 1947, en síðustu árin hefur orðið vart mæðiveiki þar, einkum í fé á nokkrum bœjum í Hvammssveit og Laxárdal. Var gripið til þess ráðs í haust að lóga öllu fé í þessum sveitum, og hafa fundizt mæðiveilcieinkenni í 350 kindum eins og áður er sagt. Rannsókn er þó ekki lokið enn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.