Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1955, Blaðsíða 7
Flóttinn frá framleiðslunni, III. Um tv«r teiðir • f oð vetjo Á undanförnum árum hefur efnahagsástand okkar verið að nálgast meir og meir full- komið öngþveiti. Ber öllum saman um að lengra verði ekki haldið á þessari braut. Vandfundin er sú grein framleiðslunnar, sem ekki þarf að knékrjúpa hinu op- inbera um styrki í einhverri mynd til að forðast stöðvun. 'íV Allskonar aðilar reyta fé af fram- leiðslunni. í>að þarf ekki að rekja livemig stöðugt eru lagðir á nýir skattar eða þeir eldri hækkaðir til að afla fjár í þessa styrki. Þó eru þeir að- eins brot af því fé, sem alls- konar fégráðugir aðiljar reyta af framleiðslunni. Bankarnir og ríkið hafa þar forystuna. Lúðvík Jósefsson benti í ræðu um fjárlagafrumvarp stjórnarinnar á það, að tekju- afgangur ríkissjóðs á undan- fömum árum hefur numið á- líka upphæðum og lagðar hafa verið vélbátaflotanum með bátagjaldeyrinum og að gróði bankanna hafi numið meiru en því, sem togaraút- gerðih héfur verið styrkt með. Síðan lcoma olíufélögin og taka sinn hlut, síðan tryggingafélögin, síðan þeir, sem verzla með veiðarfæri, vélar og aðrar nauðsynjar til útgerðarinnar og annars at- vinnureksturs. Síðan þurfa þeir, sem flytja út afurðirnar eða annast sölu þeirra að fá sinn rífa hlut og svona mætti lengi telja og svo mikið er víst, að kerfi milliliðanna þyk- ir seint ofþanið. Hin „frjálsa verzlun“ verður að hafa sitt. Það hefur áður verið rætt hér í blaðinu hver tilgangur- inn sé með þessu mergsugu- og styrkjakerfi. Hér er um sjónhverfingaleik auðmanna- stéttarinnar að ræða. En nú duga engar blekkingar leng- ur. Staðreyndir flóttans frá framleiðslunni blasa við. ★ Kapphlaupið milli verðlags og kaup- gjalds. Fyrir aðgerðir stjórnar- valdanna er kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags að komast í alglcyming. Eins og alkunnugt er, var það reiknað út af heiðarlegum hagfræðingum í vetur, að kaupmáttur launa liefði þá minnkað um 20% frá því ár- ið 1947. Þar var þó ekki reiknað með húsnæðiskostn- aði, sem allir vita að vaxið hefur iangtum meir. Kaup- hækkun sú, sem verkalýðs- félögin knúðu fram í vor, nam því ekki nema hluta af því, sem kaupgjaldið var orðið á eftir. Ríkisstjórnin svaraði þessum réttmætu kjarabótum með því, að hleypa af stað skriðu verðhækkana, sem ekki getur leitt annað af sér en að verkalýðsfélögin vei'ði aftur að segja upp samningum til að hækka kaup sitt. ^ Barátta um ríkis- valdið. Verkalýðssamtökin eiga nú við alveg sérstakar aðstæður að búa í baráttu sinni. Rík- isvaldið hefur opinskátt ver- ið gert að aðilja gegn verka- lýðnum. Þetta ríkisvald hefur alla þræði verðlags og við- skiptamála í sinum höndum. Það getur því í krafti þess, ógnað verkalýðnum með verð- hækkunum, ef krafizt er kaup hækkana. Þótt ríkisvaldið hafi vegna eðlis síns að jafnaði verið hliðhollt atvinnurekend- um í átökum þeirra við verka- lýðinn, þá er það nýtt við- horf, þegar það beint og op- inskátt tekur að sér aðild gegn verkalýðssamtökunum. Augljóst er að kapphlaup getur ekki farið fram nema tveir keppi, og þeim, sem á eftir er, er það vorkunnar- mál þótt hann reyni að kom- ast jafnfætis hinum. Eins og áður er sagt, hefur kaup- gjaldið á síðustu árum orð- ið á eftir. Verðlagið hefur hækkað meir og það er rík- isvaldið, sem hefur þar alla þræði í sínum höndum. Rík- isstjórninni væri því í lófa lagið að stöðva þetta kapp- hlaup, ef hún vildi. Verka- lýðurinn verður að draga þær ályktanir af hinu nýja við- horfi, að honum er það nauð- synlegt að færa baráttu sína meira yfir á svið stjórnmála- baráttunnar til að skapa sér aðstöðu til áhrifa á ríkis- valdið. Baráttan um kaup og kjör hlýtur í vaxandi mæli að verða barátta um ríkis- valdið eins og nú er komið. Tveir kostir íyrir hendi. Ástandinu nú svipar í sumu til ástandsins haustið 1944. Það sem þá markaði þáttaskil voru lolt styrjald- arinnar, sem allir sáu að var á næsta leiti. Þjóðinni buðust þá tveir möguleikar. Annar möguleikinn var sá, að áfram yrði haldið á þeirri braut, sem gengin hafði verið á tíma ut- anþingsstjórnarinnar. Haldið yrði áfram stríði við verka- lýðssamtökin. Verkföll þau, sem þá stóðu yfir, látin halda áfram, sett lög er þröngvuðu kosti verkalýðsins, hinar er- lendu innstæður síðan látnar étast upp og notaðar í her- kostnað gegn verkalýðnum. Það vantaði ekki, að þeir voru til, sem vildu fara þessa leið. En gifta þjóðarinnar réð því, að hinir urðu yfirsterkari, sem fara vildu nýsköpunar- leiðina. Nú hljóta einnig að verða þáttaskil. Stefna rikisstjórn- arinnar er komin í strand og nú eru einnig tveir kostir fyr- ir hendi. ^ Stefnuskrá aftur- haldsins. Afturhaldið hefur fyrir sitt leyti birt sína stefnuskrá. Hún felst m. a. í ritstjóm- argrein 1 síðasta hefti tíma- rits Landsbankans. Þar er það boðað, að nú þurfi að grípa til „róttækra ráðstaf- ana“. Þar segir, að sú stefna krefjist „harðfylgis og áræð- is, því að hún mun vafalaust koma víða hart niður“. Og þessi róttæka stefna er fólg- in aðallega í eftirfarandi: Minnka verður fjárfestingu innanlands með samdrætti á útlánum bankanna. Nú þegar er farið að fi’amkvæma þetta stefnuskráratriði með þeim afleiðingum m. a. að fyrstu-S- uppsagnir verkamanna hafa átt sér stað. Enda liggur þarna á bak við að koma aftur á „hæfilegu atvinnu- leysi“. Næsta atriði er að stór- hækka tekjuafgang ríkissjóðs. Eins og áður er sagt nem- ur tekjuafgangur ríkissjóðs, sem fenginn er með aukningu dýrtíðar, svipaðri upphæð og bátagjaldeyrisálagið hefur numið. Nú á að raka meira fé í sjóðinn og liækka enn dýrtíðina. Hækkaðir vextir er eitt bjargráðið. Þegar framleiðslan stynur undir óbærilegri vaxta- bjrrði og vextir vegna hús- næðis höggva stórt skarð í Miðvikudagur 16. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 atvinnutekjur almennings, þá ætlar afturhaldið enn að auka þá byrði. Aíleiðingin er aug- ljós aukning dýrtíðar, skert kjör alþýðu og auknir erfið- leikar framleiðslunnar. Þá skal afnema allar þær ívilnanir, sem útflutnings- framleiðslan nú hefur um vaxtakjör og afnema allar hömlur á innflutningi. Þetta getur ekki þýtt annað en yf- irlýsingu um gengislækkun. Ennfremur skal afnema vísitölubindingu á kaupi. Er nú þegar komið frá íhaldinu frumvarp um þetta á alþdngi, svo að sýnt er, að ekki á að láta sitja við orðin tóm. Stríðsyíirlýsing. Þessi stefnuskrá er skýr og ákveðin. Hún þýðir at- vinnuleysi, aukna dýrtíð án ___XStf. ur tekið frumkvæði að þvi, að koma á viðræðum miíli vinstri flokkanna um samvinnu. Fjöl- margar samþykktir hafa ver- ið gerðar í verkalýðsfélögum, þar sem hvatt er til slíkrar samvinnu. IJni það er ekki að villast, að alþýðan teiur það nú vera mál dagsins. Byggist sú afstaða á þeirri rökréttu ályktun, að allur árangur kjarabaráttunnar velti nú orðið í svo ríkum mæli á af- stöðu ríkisvaldsins, að alþýð- unni sé lífsnauðsyn, að taka það í sínar hendur. Stefnuskrá slíkrar vinstri fylkingar er þegar orðin mót- uð í aðaldráttum í vitund fólksins. Það hefur ákveðnar skoðanir á því, hverjir skuli vera höfuðdrættir þessarar stefnuskrár. Og þær skoðanir markast fyrst og fremst af Aðgerð um borð í togara — tákiunynd af stefnu alþýðustétt- anna sem leiðir til farsældar. vísitöluuppbótar, stöðnun at- vinnulífsins og að þjóðarbú- ið verður enn háðara fjár- hagslega hinum erlenda her í landinu. Þessi stefnuskrá er stríðs- yfirlýsing á hendur verka- lýðssamtökunum, ein sú ó- svífnasta, sem sett hefur ver- ið fram. Afturhaldið gerir sér það líka 1 jóst, því að gert er ráð fyrir að það þurfi „harðfylgi og áræði“ til að héyja það stríð. Þetta er sem sé annar kost- urinn. Alþýðan vill vinstra samstarf. Hinn kosturinn er sá, að framfaraöfl þjóðarinnar þoki sér saman, að alþýðustétt- imar geri með sér víðtækt bandalag, sem hafi það að markmiði, að reisa. framleiðsl- una á ný til vegs og virðing- ar til hagsbóta fyrir hinn vinnandi fjölda. Alþýðusamband íslands hef- nauðsyninni á að snúa á aðra leið en þá sem nú er farin. Uppbygging íslenzks atvinnu - lífs, lausn undan erlendu her- námi, lækkun dýrtíðar á kostnað milliliðagróðans, — þetta em höfuðatriði þeirrar stefnu, sem fólkið í landiira vill. Styrkur alþýðunnar er samtök hennar. Það er nú um tvær stefn- ur að ræða og þar er sannar- lega ekki erfitt að velja á milli. Og alþýðan hefur þegar valið, það er ekki um að vill- ast hver hennar vilji er. Spumingin er fyrst og fremst um styrk, og styrkur alþýð- unnar felst í samtökum henn- ar. Spumingin er, hvort al- þýðan beri gæfu til að mynda sér nógu sterk samtök til að koma vilja sínum fram. Á því veltur gengi hennar og gengi íslenzku þjóðarinnar i heild á komandi tímum. Á. A. SR greiði minnst 5ð til Ranf- arhafuarhrepps í gær kom til 1. umr. nýtt frumvarp Gísia Guðmundssonar, um gjald Síldarverksmiðja ríkis- ins til Raufarhafnarhrepps. Er þar kveðið svo á, að gjald verksmiðjunnar til hreppssjóðs Raufarhafnarhrepps verði aldrei minna en 50 þús kr. f greinargerð er á það bent, að á siðasta þingi hafi verið ákveðið með lögum, að gjald Síldarverksm. til Siglufjarðar sá aldrei minna en 100 þús. kr. Hér sé farið fram á að sett verði hliðstætt ákvæði um Raufar- höfn. þegar Raufarhöfn hafi verið gerð að sérstökum hreppi, hafi verið gert ráð fyrir því, að framleiðslugjald verksmiðj- anna stæði undir verulegum hluta af útgjöldum hreppsins, en nú hafi gjaldið farið minnk- andi síðustu árin og t.d. verið aðeins 5% álagðra útsvara á þessu ári. Hinsvegar hafi út- gjöld hreppsins farið mjög vax- andi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.