Þjóðviljinn - 18.12.1955, Síða 8

Þjóðviljinn - 18.12.1955, Síða 8
S) — ÞJÓ£>VILJINN — Sunnudagur 18. desember 1955 V------------------------ Tjtgefandi: Sameiningarflckkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — V____________________________/ Allt í fastim skorðum Alþingi hefur nú setið að störfum á þriðja mánuð, og þingmenn hafa veitt sjáifum sér .iólafrí fram yfir áramót. Mörg merk mál ihafa verið borin fram á þessu þingi, en svo til exngöngu af stjórnarandstöðunni. Þau hafa komið til einnar um- ræðu hvert um sig, síðan farið til nefndar, og uppfrá því hefur ekki meira til þeirra spurzt. Þegar mál stjórnarandstæðinga voru uppurin og grafin í nefnd- wm sínum, var þingið verklaust clag eftir dag og jafnvel viku eftir viku. Hinsvegar voru þing- menn stjórnarflokkanna þaul- sætnir á klíkufundum og var bú- izt við að þar væru þeir að leysa vandamál lands og þjóðar og kærðu sig ekki um að aðrir horfðu á erfiðismunina. Hafa ýmsir átt von á merkum „bjarg- ráðum“ nú um nokkurra vikna skeið. En í fyrradag opnuðu stjórnar- þingmennirnir inn í launhelgar sinar og þar blasti við auðn og tóm. Ríkisstjórnin hefur heykzt á því að afgreiða. fjárlög fyrir áramót, hún ræður ekki leng- ur við það verkefni, ekki einu sinni að forminu til. Stjórnar- liðið sér engin úrræði til þess að halda sjávarútvegi landsmanna gangandi; það er meira að segja £:vo skammt komið í hugleiðing- um sínum, að sögn Eysteins Jónssonar, að það er ekki sjá- anlegur neinn ágreiningur; það íyrirfinnst engin stefna til þess að greina á um! Samt segja ráð- herrarnir að þeim sé fullljóst að togaraflotinn og bátaflotinn muni stöðvast um áramótin ef ekki komi til opinberar aðgerð- ír. Að svo mæltu samþykktu fdjórnarliðar að taka sér hvíld svo að þeim gæfist friður og tóm og næði til þess að melta jólasteikina. Því hverju máli skiptir sjávarútvegur og vertíð og gjaldeyrisöflun hjá meltingar- trufiunum þeirra manna sem fýrir löngu eru orðnir magaveik- ir af því að slíta sér út í þágu lands og þjóðar? Og hinir ábyrgu stjómarliðar halda heim í jólafriðinn og trú- lega raula þeir einhvern tíma jólasálm með klökkum hug. Um áramótin stöðvast svo togararnir og bátamir munu ekki hefja ver- tíð sína, og þannig mun ganga vikum saman. Verði fólk þreytt að bíða er ævinlega hægt að fá vinnu hjá hernámsþjóðinni á Reykjanesi, því þar eru aldrei neinir erfiðleikar eða stöðvun á íramkvæmdum. Einhverntíma í .janúar eða febrúar munu stjórn- arliðar svo leggja nýja skatta á landsfólkið til þess að vega upp tapið af framleiðslustöðv- vminni, jafnhliða því sem þeir njunu kenna verkalýðnum um allt saman. Og loks munu þeir ganga til kosninga og biðja verkalýðinn að kjósa sig því þeir hafi bjargráðin sem duga •— að kosningum loknum. . Þannig er allt í föstum skorð- um og ekkert sem truflar stjóm- arliðana um jólin. Eða er ekki pvo? Undirstaðan er að þeir lægst- laimnðn haii sem bezt kjör Úr ræðu Sigurðar Guðnasonar í umræðnnuin um launalögin á Alþingi í sl. viku Herra forseti. Við 2. umr. — þessa máls fylgdi ég brtt. frá hv. þingm. A-Hún. (Jóni Pálmasyni) og urðu af því blaðaskrif. Eitt blaðið taldi nú, að ég hefði gert þetta bara af illmennsku við opinbera starfs- menn, og hitt auglýsti, að ég ætlaði að halda ræðu við 3. umr., svo að mér er nú eig- inlega nauðugur einn kostur að stíga í ræðustólinn. Ég held að ég hafi sýnl það, að ég er á móti þeirri meginreglu sem þessi launa- lög byggjast á og það átti ekki að koma mönnum, sem höfðu fylgzt með starfi verklýðsfé- laganna, sem ég tel, að/ég hafi dálítið tekið þátt í á undan-^ förnum árum, neitt á óvart, þó að ég yrði á móti því, að hæstu laun í þjóðfélaginu væru hækkuð svona gífurlega. Og þó að aldrei nema hæstvirt rík- isstjórn hafi svona mikla pen- inga, að hún geti borgað þetta allt saman, þá er þetta röng stefna. Það er ekki rétt, þegar jafn- mikil munur er á kaupgjaldi í þjóðfélaginu eins og nú er og vaxandi dýrtíð, svo að menn eiga erfiðara með að lifa, að hækka þá í prósentutölu bæði grunnkaup og vísitöluna. Þetta er ómögulegt, vegna þess, að ef breytingin heldur áfram, þá verður mismunuminn svo mik- ill, að það er engin leið að ráða við þetta. Ef maður, sem er í lægsta launaflokki fær 9%, — er kannski á svona 2 þús. kr. grunnlaunum, — en aftur sá, sem er á 5 eða 6 þús. kr. grunnlaunum fær líka 9%, þá er þetta ófært og þetta er ó- rétt þjóðfélagslega séð, því að undirstaðan að hverju þjóðfé- . lagi er sú, að mennirnir, sem lægst eru launaðir, hafi líf- eyri. Á því byggist öll fram- för þjóðfélagsins en ekki á hinu. Menn haf a haldið því fram að það sé minni launamunur núna heldur en var. Þetta getur vel verið. Það eru ekki allir, sem eru svo ánægðir ! með þessa góðu gömlu tíma. Ég er ekkert viss um að við værum : ánægðir með það ástand sem 1 var, þegar embættismennirnir voru einu mennirnir, sem gátu j lifað, en almenningur jaðraði j við hungur. Langar okkur til . þess? Og ef reisn embættis- mannanna byggist á því, að al- múginn sé beygður af því að hann hafi ekki mannsæmandi laun, þá er það alveg rangt — j Þá gerði Sigurður grein fyrir eftirfarandi töflu, sem sýnir, hvernig þeirri reglu hefur ver- ið fylgt um Dagsbrúnarkaup, ' að munurinn á hærri og lægri aðaltaxta héldist hinn sami að krónutali, eða réttara sagt auratali, „því að hjá verka- mönnum hefur aldrei verið nema um aura að ræða. Við höf- um hækkað um sama auratal“. SD o* r+- X ro P 1942 (ágúst) 2,10 2,75 31,0% 1944 (marz) 2,45 2,75 12,0% 1946 (marz) 2,65 2,90 9,5% 1947 (júní 2,80 3,05 9,0% 1949 (júní) 3,08 3,25 5,6% 1955 (apríl) 10,17 10,39 2,2% Það vakti fyrir okkur og hef- ur alltaf vakað fyrir okkur í verkalýðsfélögunum, að reyna að hafa sem beztan lífsstand- arð þeirra manna, sem lægst eru launaðir í þjóðfélaginu. Og í okkar félagi þurftum við ekki að hugsa um hina, sem höfðu hærri laun. Þeir höfðu þá aðstöðu að þeir gátu gert það sjálfir. Þetta er okkar stefna og ég vil taka það fram, út af því sem sagt var héma við 2. um- ræðu, að við værum í þeim flokki í þjóðfélaginu, sem væri fjarstýrður, væri stjómað ein- hversstaðar annarsstaðar frá en úr íslenzku þjóðfélagi, jafn- vel austan frá Moskvu eða hvaðan sem er, að þá hefur þetta verið stefna verkalýðsfé- laganna. í samningunum í vor var þetta boðið fram af verka- lýðsfélögunum, að láta vísitölu- skerðinguna ná til launa yfir 12 kr. í grunn. En þá sögðu valdhafarnir: Nei, það þýðir Fimmtugur á morgun: ' Þórarinn Björnsson skólamei§lafi Þórarinn Björnsson, skóla- meistari Menntaskólans á Ak- ureyri, verður fimmtugur á morgun. Hann er fæddur að Víkinga- vatni í Kelduhverfi, sonur hjónanna Guðrúnar Hallgríms- dóttur og Björns Þórarinsson- ar. Hann varð stúdent vorið 1927 og lauk lísentíatprófi í frönsku, latínu og uppeldis- fræði frá Sorbonne 1932. Síð- an gerðist hann kennari við Menntaskólann á Akureyri, en skólameistari varð hann við áramótin 1947-1948, er Sig- urður Guðmundsson lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þórarinn Björnsson er kvænt- ur Margréti Eiríksdóttur píanóleikara, og eiga þau tvö börn. Við, sem sátum í 5. og 6. bekk máladeildar í MA frá hausti 1942 til vors 1944, lærðum latínu og frönsku hjá Þórarni Bjömssyni. Hann var kennarí af þeirri náð sem jafnan er kennd til guðs: hann var skýr í hugsun og Ijós í framsetningu, hann kunni kennslugreinarnar upp á sína tíu fingur, hann var skemmtilegur og margvís, frjáls af bókstafnum er svo vildi verkast, talaði gjarnan um skáldskap og skrítileik lífsins — brosmildur og kvik- ur: lifandi. En þrátt fyrir elskusemi kennarans var nem- endum ekki um það gefið að gata hjá honum. Munu engar kennslugreinar hafa verið eins kostgæfilega stundaðar í MA og latína og franska í bekkj- um Þórarins Björnssonar. Höfuðástæða þess að við vildum enn síður standa á gati hjá Þórami Björnssyni en nokkrum öðmm kennara var harla einkennileg. Okkur er minnisstætt hve einstaka kennarar undu sér stundum konunglega þegar allt stóð í okkur ■— hvemig þeir nutu þess að draga fávizku okkar sundur og saman í háði, hví- lík hugsvölun þeim sýndist vera að fá þekkingaryfirburði sína staðfesta öðru hvom svo órækum hætti. Það gat verið greiði við þá að gata hjá þeim. Aðrir áttu til að reið- ast, en þá var fjandinn laus: nemandinn reiddist á móti, og hugði það jafnvel hefnd að koma ólesinn í næsta tíma. 1 báðum tilfellum átti hann samúð bekkjarsystkina vísa. En þegar gatað var hjá Þór- arni Björnssyni varð allt ann- að uppi á teningnum. Það var ekki háð, ekki snuprur, ekki reiði — það var þjáning. Og sá sem þjáðist, það var kenn- arinn sjálfur. Loftið í kennslu- stofunni hlóðst rafmagni, gólfið undir fótum manns leystist upp í titrandi tauga- sambönd — en uppi í kadett- unni stóð kennarinn og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann var gereyðilagður maður um stundarsakir; ég get ekki lýst því betur í öðrum orðum jafnfáum. Og gatistinn hafði bekksögnina upp á móti sér: hversvegna ferðu svona með okkar góða kennara ? Það gerði sér enginn leik að því að gata nema einu sinni hjá Þórarni Björnssyni. Því hef ég fjölyrt svo um þessa minningu að hún er ljóst dæmi um tauganæmi þessa manns, en það er hins- vegar skýrast persónueinkenni hans; enginn sá skilur hann sem ekki gerir sér grein fyr- ir því. Þessi glaðlyndi og sí- kviki kennari var eins og opin und gagnvart öllu sem hon- um féll miður, stóru og smáu, en hann gladdist líka af litlu ekki síður en hinu mikla; hinn fjörgáfaði lærdómsmaður átti ■barnslund sína heila á húfi — hann kunni ekki að dyljast fremur en hrekklaust barnið. Vafalaust var hann okkur Sigurður Guðnason ekkert, við skulum bara hafa fulla vísitölu. Mér er alveg sama, hvað mikil peningaráð ríkið hefur. Þetta er vitlaust að farið. Og mér finnst, þegar Bandalag starfsmanna ríkis og bæja leggur fram sínar kröfur, þá sé það alveg fráleitt, að beita þessari aðferð. Það er alveg víst, að þótt maður sé búinn að læra lengi Framhald á 14. síðu kærastur fyrir það hve við- kvæmni hans var frjáls, til- finningar hans óháðar íormi og siðvenju. Slíku lyndi fylgja þó ekki heilladísir einar. Skólameistarinn á Akureyri mundi að öllum líkindum kall- aður áhrifagjarn maður; sá sem tæki sér fyrir hendur að teija upp sterkar hliðar hans mundi vart nefna í fyrsta lagi sjálfstæðar skoðanir, grund- vallaðar á nákvæmri rök- semdaleiðslu eða kyrrlátri yfirvegun. Þórarinn Björnsson var hægri hönd skólameistara í málefnum skðtáns öll þau ár sem stúdentar lýðveldisvors- ins sátu þar á skólabekk. Fyr- ir því kynntist hann fjölmörg- um nemendum mildu nánar en aðrir kennarar. Þar kom þó einnig til mannlegur áhugi hans; hann hafði satt yndi af því að gera sér grein fyrir fólki, þreifa fyrir sér um hæfileika og hugðarefni nem- enda — komast að raun um hvað í þá væri spunnið. Hann varð á ýmsa lund félagi og ráðunautur margra okltar. - Hánn hafði með höndum vörzlu slcólabókasafnsins; var honum það ljúft verk, enda naut hann þar aðstöðu til að dveljast með nemendum og halda að þeim góðum bók- menntum, sem hann ber manna næmast skyn á. Þór- arinn Bjömsson á ríkan þátt í ótalmörgum nemendum MA, þeim sem hneigzt hafa til and- legrar ástundunar. Nú er liðið hálft tólfta ár síðan við kvöddum MA, og leiðir Þórarins Björnssonar og undirritaðs hafa sjaldan komið saman á þessum tíma. Sumir mundu enda segja að þær hafi í vissum skilningi ekki legið öldungis í sömu áttina. Hin stóm mál, er um þessar mundir skipta mönnum í flokka á Islandi, skulu þó liggja milli hluta þessu sinni. Ég vildi aðeins fyrir munn margra og af gefnu til- efni, rifja upp örfáum orðum dýrmæt kynni af ógleyman- legum kennara og lifandi manni. B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.