Þjóðviljinn - 18.12.1955, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.12.1955, Blaðsíða 16
reyrarflugvöllur Kostnaður við íiugvallargerðina nemur nú um háifri sjöítu miHjón króna í fyrrakvöld lenti fjögurra hreyfla flugvél í fyrsta skipti á Akureyrarflugvelli, eins og skýrt var frá í blað- inu í gær. Var það Sólfaxi, önnur af millilandaflugvélum Flugfélags íslands, en flugstjóri var Jóhannes Snorrason. Flogið var frá Reykjavik kl. 18.30 og lent á flugvellinum fyrir norðan klukkustundu síð- ar. Gekk léndingin eins og bezt varð á kosið, svo og flugtakið, er haldið var suður aftur um ki. 23.30. Ber flugmönnum saman um að flugbraut Akur- eyrarvallar sé mjög góð, en hún er nú um 1400 metra löng og búin fullkomnu ljósakerfi. Er iiið mesta öryggi af flug- vellinum í sambandi við milli- landaflugið. Flugfélagið bauð allmörgum gestum norðíir með Sólfaxa í fyrrakvöld, þ.á.m. flugmálaráð- herra, tveim þingmönnum, flug- málastjóra, flugráðsmönnum o.fl. Bæjarstjórn Akureyrar hélt gestunum kvöldverðarboð í Gildaskála. KEA og fluttu þar ræður 'Steinn Steinsen bæjar- -stjóri, Ingólfur Jónsson ráð- herra, Jónas Rafnar þingm. Akureyrarkaupstaðar, Magnús Jónsson annar þingmaður Ey- MELAÐBILÐ lieldur fund á morgun kl. 2 e.h. í Kamp Knox G9. Áríðandi að allir félagar mæti. HHPPORÍETTl PJOÐUILJRnS J5ex ? dagar eftir par til dregið verður t dag höfum vlð skiladag'. Tekið er á móti skilum frá kl. 2-6 e.l». i skrifstofu Sósíalistafélagsins Tjarnargötu 20, og afgreiðslu Þjóð- viljans. Nú er spenningurinn far- inn að aukast; fimm deildir eru nú komnar upp fyrir 70% og sækja ört á. Mjótt er á mununum niilli deildanna sem efstar eru og ómögulegt er að spá fyrir um hver efst verður næst þegar við birt.um samkeppnlna, en nú fer tímlnn óðmn að styttast og ættu þær deildir sem enn eru eldíi konmar af stað að láta heyra til sín í dag. Notum öll helgina vel. Gerið skil. — Röð deildanna er nú þanuig: ★ 1 miðadeild ..............77,9 % 2 Bústaðadeild .......... 77,3 — 3 Sunnuhvolsdeild ........74,3 — 4 Þingiioltsdeild......... 70,5 —- 6 Bolladeild .............. 70 1 — 6 Skerjafjarðardeild......66,9 —- 7 Hateigsdeild! . ....... 66,9 — 8 Hiafnn.rdeild ......... 64,6 — 9 Sogadeild ...............64 — 10 Laugarnesdeiid ........ 63,6 — 11 Skuggnhverfisdeild .... 63,5 — 12 Njarðardeild............ 63 3 — 13 ICleppsholtsdeild.......63,2 — 14 Túnadeild ............. 62,7 — 15 Múladeild ............. 63,3 — 16 Langholtsdeild ........ 62,1 — 17 Nesdeild................61,3 — 18 Vesturdeild ........... 61,2 — 19 Me!adeild ............. 61.1 —■ 20 Valladeild ............ 60,8 — 21 Skóladeild ........^.....60 — 21 Barónsdeild ............ 60 — 21 Vogadeild ...............60 — KhiUkan 4 síðdegis í dag verður kveikt á norska. jóla- trénu á Austurvelli. María Möll- er kveikir á trénu, einnig verða ávörp flutt, lúðrablástur og fiöngur. firðinga, Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri og Jakob Frí- mannsson forstjóri. í ræðu sinni sagði ráðherra að miklu fé hefði verið varið til flugmáLanna hér á landi á undanförnum árum og væru nú t.d. komnar um 5.5 millj. króna í framkvæmdir við Akureyrar- flugvöll einan. Óskaði hann Ak- ureyringnm og landsmönnum Framhald á 14. síðu. Norðmenn gefa austurlenzkan llstvefnað Þjóðminjasafninu hefur borizt góð gjöf frá Noregi, austurlenzk- ur vefnaður og heíur verið opnuð sýningj á gripunum í Bogasal safnsins. Gjöf þessi, sem er samtals 70 gripir, er austurlenzkur vefnaður og útsaumur. Það er norska list- iðnaðarsafnið sem gjöfina sendir og átti forstöðumaður þess, Thor B. Kielland frumkvæðið að því að gjöfin var hinga send. Sýningin verður opin í alian dag, en síðan á venjulegum sýn- ingartimum safnsins eitthvað fram yfir áramótin. Vefnaðurinn sem þarna er sýndur er hinn á- gætasti, einkum mun hannyrða- konum hugleikið að sjá hann. Jólagjafi* íhaldsins: | Hækkuð útsvör, vaxandi f jár- bruðl og f jandskapur við hagsmunamál almennings Ihaldið hefur rétt Reykvíkingum sínar venjulegu jóla- gjafir — og er með rausnarlegasta móti að þessu sinni. fhaldið hefur ákveðið að hækka útsvarsupphæðina á Reykvíkingum úr 101.4 millj. í 144.3 millj. kr. — eða um 43%. En um leið og íhaldið samþykkti að hækka útsvörin um 43% ákvað það að skera framlag bæjarins til íbúða- bygginga niður um 19% frá því sem var í fjárliagsáætl- un yfirstandandi árs. Það er jólagjöf íhaldsins til hús- næðisleysingjanna, jólaglaðningur þess til íbúa bragg- anna, skúranna og anarra álíka vistarvera sem íhaldið telur hæfa fátæklingunum í Reykjavík. íhaldið felldi allar tillögur vinstri flokkanna um sparn- að á skrifstofubákni bæjarins, bifreiðakostnaði og al- gjörlega óþörfum útgjöldum. Það ákvað m.a. að hækita skrifstofukostnað bæjarskrifstofanna nm 26%, skrifstofu fræðslufulltrúa um 40% o.s.frv. Sem dæmi um hækkun- aræði íhaldsins má nefna að kostnaður við skjalasafu bæjarins á að hækka um 150% á einu ári! Hins vegar feiidi íhaidið að hækka nokkuð framlag til verkamannabústaða, felldi að heimila lántöku til í- búðabygginga sem reistar væru í stað braga og annars heilsuspillandi húsnæðis. íhaldið felldi að hækka fram- lag til nýrra leikvalla. Slíkur er áhugi þess fyrir að bjarga reykvískum börnum frá lífshættu götunnar og umferðaröngþveitisins. Ihaldið felldi einnig að hækka nokkuð framlag til byggingar verkamannahúss við Reykjavíkurhöfn. íhaldinu þykir gamli þægindalausi timburhjallurinn hæfilegur reykvískum hafnarverka- mönnum. ihaldið felldi að leggja nokkra fjárupphæð til bygg- ingar félags- og tómstundaheimila fyrir æsku bæjarins. Frá sjónarmiði íhaldsins eru bíóin, með amerískum glæpa- myndum, og „sjoppur“ íhaldsgæðinganna hin réttu upp- eldistæki og „menningarstofnanir" við hæfi æskulýðsins. Ihaldið felldi að ætla nokkra fjárupphæð til byggingar biðskýla á strætisvagnaleiðum. íhaldið þenur út byggð- ina í Reykjavík með skammsýni sinni og skipulagsleysi en neitar að taka afleiðingunum og telur farþega stræt- isvagnanna ekki of góða til að hrekjast á bersvæði í vetrarhörkum, þegar bíða þarf oft langtímum saman eftir hinum óvissu ferðum strætisvagnanna. Þannig mætti lengi telja. Ihaldið hefur afgreitt sínar jólagjafir til reykvísks almennings. Jólagjafir þess eru drápsklyfjar stórhækkaðra útsvara, nýjar miIÞ'ónafúlg- ur í skrifstofubáknið og bitlingahítina en harðvítug and- staða gegn framfaramálunum sem mest er aðkr, Hr>udi að hrinda í framkvæmd. l&É&föÍ Skódeild verzlunar SIS í Austurstrœti Frá því kjörbúð S.I.S. var opnuð í Austurstræti hefur verzlunin þar gengið mjög vel. Virðist hafa komið í Ijós að fólk hér sé fljótara að tileinka sér hið nýja afgreiðslufyrir- komulag en á hinum Norður- löndunum. Á hádegi í gær voru opnaðar 3 nýjar deildir í verzlun S.Í.S. í Austurstræt.i, eru það fata- og skódeildir, á annarri hæð húss- ins. Deildir verzlunarinnar eru þá orðnar 10 talsins. Ein nýung þarna að farið er að selja amerísk snið og verða þar veitt- ar leiðbeinipgar um val sniða og efna. Sinfóníuhljómsveítin fœr 400 þúsund kr. úr bœjarsjóði Aðeins 2 íhaldsfulltrúar fylgjandi f járveit- ingu til hljómsveitarinnai! Bæjarsjóður Reykjavíkur leggur á næsta ári fram 400 þúsund krónur til reksturs Sinióníuhljómsveitarinnar _ Er þar um helmings hækkun að ræða frá því sem ákveðið var í síðustu fjárhagsáætlun. Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkur fluttu þeir Gunn- ar Thoroddsen, Sigurður Sigurðs- son, Guðmundur Vigfússon, Gils Guðmundsson, Alfreð Gíslason og Óskar Hallgrímsson tillögu um að veita 400 þúsund króna fram- lag til Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Er ætlunin að Þjóðleikhúsið leggi fram aðrar 400 þúsundir og og loks Ríkisútvarpið sjálft 900 þúsund krónur og á þá rekstur hljómsveitarinnar að vera tryggð- ur. Þegar atkvæöagreiðsla fór fram um tillöguna kom það í ljós að einungis einn íhaldsmaður greiddi henni atkvæði, auk borg- arstjóra. Var tillagan samþykkt með 8 atkv. gegn 2, en 5 sátu hjá. Féllu atkvæði þannig að viðhöfðu nafnakalli að já sögðu: Alfreð Gíslason, Gils Guðmunds- son, Geir Hallgrímsson, Guð- mundur Vigfússon, Gunnar Thor- oddsen, Ingi R. Helgason, Óskar Hallgrímsson, Einar Ögmunds- son. Nei sögðu: Ragnar Lárusson og Guðbjartur Ólafsson. Hjá sátu: Auður Auðuns. Einar Thorodd- sen, Guðm. H. Guðmundsson, Gróa Pétursdóttir, Þórður Björns son. Slíkur reyndist menningaráhugi íhaldsins. Það varð hlutverk and- stæðinga þess að bjarga Reykja- vík frá þeirri smán að néit.a hlut- deild að því að skapa Sinfóhíu- hljómsveitinni nauðsynleg stárfs- skilyrði. Kertasniklr flýgiir til Ak- iireyrar í dag I dag býður Flugfélag Is- lands jólasveininum Kertasniki að fl júga til Akureyrar og heimsækja börnin þar. Mun flugvélin lenda á Akureyrar- flugvelli laust eftir hádegi en þaðan ekur jólasveinninn á skrautsleða að Ráðhústorgi, þar sem efnt verður ti) skemmtun- ar. Syngur jóla.sveinninn fyrir börnin nokkur lög, segir þeim sögur o.fl., Bragi Hlíðberg leik- ur á harmoniku og barnakór syngur. Eitthvað mun Kerta- sníkir hafa meðferðis í poka- horninu og skipta gjöfunum milli krakkanna. Að lokinni skemmtuninni á Ráðhústorgi heimsækir hann yngstu sjúk- lingana á Akureyrarspítala spjallar við þá og gefur þeim gjafir. Allir dagar eru skiladagar. Skilastaðir Skólavörðustígur 19 og Tjarnargata 20.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.