Þjóðviljinn - 18.12.1955, Side 9
Sunnudagur '18. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
v.■■■■■■■■»-•;
Flatneskjiileg ferðabók
ÞaS sem vmdurinn sagði
Stefán Jónsson: HLUSTAÐ
Á VINDINN. Tólf sögur. —
221 blaðsíða. — Isafoldar-
prentsmiðja 1935.
Hverju hvíslar blásandi
vindurinn i eyra skáldsins?
Þar er fremst Skugginn,
sagan af hinu undarlega
'háttemi lítils drengs sem
finnur á sér að eitthvað ein-
fkennilegt hefur gerzt í bænum:
amma hans var að deyja — og
sagan af baráttu föður og
stjúpu, innbyrðis og um
drenginn. Þar er sagan Dans,
af drengnum sem verður viti
sínu fjær af afbrýði og hefur
styrjöld gegn næsta umhverfi
sínu og sjálfum sér. Þar er
Eftirmáli, sagan af ríka mann-
inum volduga sem kemur
heim í gamla þorpið sitt eftir
hálrrar aldar uppgang í út-
landinu, heldur að hann sé
mikill maður, enda allir boðn-
of og búnir að vegsama hann,
en kemst að raun um sann-
leikann á fundi gamallar konu
sem hann þekkti unga stúlku.
Lágt mælir vindurinn, og
ekki er öllum gefið að skilja
mál hans. Og lágt talar Stef-
án Jónsson: maður þarf að
leggja eyrun við til að missa
ekki af neinu. Sögur hans
eru ekki fremur en fyrri dag-
inn af voveiflegum atburðum,
eða þeim tíðindum sem grein-
ir frá í blöðum, eða þeim mál-
um sem rædd eru á Alþingi.
Sögur hans eru af sálinni:
viðbrögðum hjartans, sefans
sorg. Misjafnar eru þessar
sögur, og þó er ég ekki til
þess kjörinn að gefa þeim
einkunnir, hverri um sig. En
hins skyldi spurt: hver ís-
lenzkur höfundur er nær-
færnari um sálina en Stefán
Jónsson- Eru aðrir öllu rat-
vísari heimagangar í hugskot-
unum og launkofunum?
Þar er ein saga sem heitir
Vitið sigrar. Það er gaman-
saga, nærri því skrítla, og
verður í heild ekki talin þung
á metunum. En bygging sög-
unnar er alger; og þó hún
sé gamansaga eru í henni hár-
nákvæmar lýsingar á andlegu
ásigkomulagi tveggja pilta sem
ung stúlka héfur heimsótt.
Það er aðeins á færi skyggnra
listamanna að skrifa samtöl
eins og þau sem fara fram
milli drengjanna í tjaldinu.
Lok sögunnar eru einnig dæmi
um hina undirfurðulegu stíl-
gáfu höfundar. Sá sem í sögu-
lok man loforðið á blaðsíðu
47 skilur snilld síðustu setn-
ingarinnar; sá sem hefur
gleymt því veit ekki hvaðan
á sig stendur veðrið: þannig
þarf ætíð að lesa þessar sög-
ur með mikilli gát. Þær leyna
á sér. Það er einmitt eitt
helzta stíleinkenni höfundar
að skírskota á síðari blaðsíðu
til einhvers sem segir á hinni
fyrri. Annað einkenni stílsins
er hin óbeina framsetning, í
ætt við útilokunaraðferð rök-
fræðinnar. Um það er upphaf
einnar sögunnar skýrt dæmi:
„Þegar ekkert annað var að
gera, sat hún við gluggann
og horfði á fólkið á götunni
fyrir neðan.vÞað var oft ekk-
ert annað að gera.“ Og hvað
er þetta annað en stílsnilld:
„— Segðu mér eitt, Snorri.
Segðu mér alveg eins og er.
Er ég lagleg ?
Hann sagði henni eins og
var.“
Hitt getur komið fyrir að
lesandanum finnist sagan ekki
án .Joíisson
öll, þegar höfundur setur
endapunktinn — hún sé ekki
sjálfstæð listheild. Þannig fæ
ég ekki skilið dýpri merkingu
þeirra orða sem eiginmaðurinn
mælir seinast á öftustu síðu
bókarinnar; — er ekki sagan
hespuð af án þess efni hennar
séu gerð full skil? Á sama
hátt kann ég ekki að meta
niðurlag Eftirmála; yfirleitt
er heldur óþægilegt að láta
karlmenn gráta í skáldskap.
Tvær sögur í þessu safni
eru skrifaðar öllu hvassari
penna og meinlegra háði en
Stefán Jónsson hefur áður
beitt, svo ég muni: hin póli-
tíska saga Svar við bréfi og
hin miskunnarlausa húðf letting
unga mannsins sem ætlar sér
að komast áfram, í lengstu
sögunni: Eitt par fram ....
í öllum sögum Stefáns
Jónssonar eru verðmætir hlut-
ir, er bera skáldskapargáfu
hans trútt vitni. Jafnvel í
þeim sögum hans, sem kunna
að teljast vanheppnaðar sem
heild, glitrar hvarvetna á
gullið: mannþekkingu, sál-
skynjun, mannlegan sannleik.
Hitt er vafalaust að þjóð
hans hefur ekki ennþá lærzt
að meta þetta skáld sitt að
verðleikum. Ástæðan mun sú
ein að það er meiri vandi að
lesa Stefán Jónsson en aðra
höfunda flesta. Mönnum er
vist ekki sérlega lagið nú á
dögum að stilla strengi hjarta
síns til samræmis við hinn
lága, innilega og sannmann-
lega klið sem einkennir verk
hans. Sá kliður mun þó halda
áfram að dýpka og skírast
þegar hljóðnað 'liefur um
ýmsa þá sem nú láta hærra.
B. B.
FRÉTTIR AF EKSKUM BÖKAMARKABI
csga um sogu
MAN ON HIS PAST The
Study of the History of Hisfc-
orical Scholarship. By Herbert
Buttcrfield. Cambridge Uni-
versity Press. 22s. 6d.
------------------- ÁT
Settur hefur verið á stofn
sjóður við Queen’s-háskólann
í Belfast, sem verja skal til
að standa undir. kostnaði af
árlegum fyrirlestrum um
sagnfræði. Þá fyrstu flutti
Herbert Butterfield, prófessor
í Cambridge, en hann þykir
einn færasti sagnfræðingur
Bretlands, þótt hann hafi get-
ið sér meira orð fyrir gagn-
rýni á verkum annarra sagn-
fræðinga og almennar sögu-
legar ritgerðir en sem sögu-
ritari.
Fyrirlestraflokkur Butter-
fields hefur nú verið gefinn
út í bókarformi. Butterfield
ræðir um þiróun sagnfræðinn-
ar síðustu tvær aldirnar. 1
ritdómi í Obgerver 13. nóvem-
ber 1955 segir Arnold Toyn-
bee að skilgreina megi efni
fyrirlestranna sem: „Álit
Vesturlandamannsins á síðari
hluta Nýju aldarinnar á for-
tíð sinni: Athugun á sögu
sagnfræðinnar við Háskólann
í Göttingen og aðra háskóla
á Vesturlöndum frá því um
það bil 1760 að kristnu tíma-
tali“.
Butterfield heldur því fram
að sagnfræðin hafi ekki að
öllu leyti tekið framförum á
þessu tímabili. Sérgreining og
sérhæfing hafa færzt i vöxt
með þeim afleiðingum að þeir,
sem stundað hafa sagnfræði-
nám, líta á sig sem sérfræð-
inga, aðra sem einungis „á-
hugamenn". Vaxandi alúð við
rannsókn og gagnrýni heim-
ilda, þessi tvö skilyrði hald-
góðrar söguritunar, eru oft
naumast lengur tæki í hönd-
um söguritarans, heldur hafa
í stað þess hafizt til öndvegis,
eru orðin markmið í sjálfu
sér. Trén skyggja á skóginn.
Og skráning sögunnar hefur
smám saman komizt í hendur
manna, sem hafa reynslu af
litlu öðru en fræðum sínum.
Sagan sýnir aftur á móti,
að meðal þeirra sem bezt hafa
skráð söguna eru menn, er
þekkt hafa af eigin raun þjóð-
mál einhvers konar. Og enn-
fremur, að mörgum sagnfræð-
ingum nútímans hættir til í
umönnun um tækni sína að
gleyma megin viðfangsefni
sagnfræðinnar, hreyfingarlög-
málum sögunnar, framvindu
og þiróun: „Þegar öllu er á
botninn hvolft, fást skáld,
spámenn, höfundar skáldsagna
og leikrita við æðri verkefni
en ,tæknilegir‘ sagnfræðingar,
þar sem þeir endurskapa lífið
í heild sinni“. — alterego.
Vilbergur Júlíusson. Austur
til Ástralíu. Ferðasaga. —
Setberg. 286 blaðsíður.
Því verður víst ekki móti
mælt, að Vilbergur Júlíusson
hafi komið til Ástralíu, en
þess sér raunalega lítil merki
í þeim helmingi bókar hans
sem um landið fjallar. Flesta
kaflana um hið fjarlæga land
hefði hann eins vel getað sam-
ið með sæmilegan bókakost
. við höndina, án þess að yfir-
gefa ísland nokkru sinni.
Þarna er saman kominn ýmis-
legur fróðleikur um Ástralíu,
af því tagi sem finna má í
hverri góðri alfræðibók. Skýrt
er frá fundi landsins, land-
námi, atvinnuvegum, menn-
ingarlífi, frumbyggjunum,
ástralskri náttúru og ýmsu
öðru.
Til ferðabókar verður að
gera meiri kröfur en að þar
sé hrúgað saman sundurlaus-
um fróðleiksmolum. Lesand-
inn ætlast til þess af höf-
undinum að hann fái fyrir
milligöngu hans að lifa með
nokkrum hætti framandi veru-
leika. Vilbergur Júlíusson er
ekki gæddur þeirri gáfu góðs
ferðabókahöfundar að þeim
sem skyggnist undir hönd
hans gefi sýn í gegnum holt
og hæðir og hnöttinn okkar.
Þeir sem bók hans lesa fræð-
ast vafalaust flestir um ýmis-
legt sem þeir vissu ekki áður,
en það er að mestu þurr fróð-
leikur, lýsing utanfrá en ekki
lifandi reynsla innanfrá.
Helmingur bókarinnar fjall-
ar um ferð höfundar frá
London til Ástralíu, og þar
reynir hann víða að gefa frá-
sögninni líf og reisn, skapa
lifandi myndir af samferða-
fólkinu og lífinu um borð í
stórskipinu. Því miður verður
það lítið annað en tilferðin
Frásögnin er sundurlaus, víð
ast flatneskjuleg og sumstað-
ar afkáraleg. Hér skulu til-
færð örfá dæmi af mörgum
Strax á fyrstu síðunni talar
höfundur um það, hvernig
garðyrkjumenn „rétta við
hinn beinabera gróður" eftir
vorhret í London. Hann get-
ur þess að á skipinu hafi ver-
ið „seldir áfengir drykkir og
bjór“. Fyrr má nú vera svol-
inn, sem ekki telur bjór til
áfengra drykkja. Þá ræðir
hann um að „Nelson ......
sendi sitt fræga skeyti“, nærri
öld áður en loftskeytin komu
til sögunnar. Úlfaldann kallar
hann „bjargvætt eyðimerkur-
innar“. Hann telur Nýja Sjá-
land „á sömu breiddargráðu
og Frakkland". Fólkið í
Ástralíu er að dómi höfundar
„blátt áfram og opið við
fyrstu kynni“. Lesendur
hljóta að taka undir þegar
þeir rekast á þessa snjöllu
setningu: „Það setti óhug að
okkur við að heyra svona óg-
urlegar hugsanir."
Það versta við bókina er
þó enn ótalið, mállýtin og
málvillurnar. Vilbergur Júlíus-
OG
BÆKURNAR
FÁST í
Bókabúð Máls og menningar
son er kennari og mikilyirkur
barnabókahöfundur, en i eftir
Austur til Ástralíu að dæma
getur hann varla talizt sendi-
bréfsfær. Bókin úir og grúir
af slettum úr ensku og
dönsku. „Stúlka um tvítugt
hafði alveg brotnað saman“,
segir hann í lýsingu á brott-
förinni :"rá London. Honum
verður tíðrætt um „mann-
skapinn“, kvartar yfir að eng-
inn kunningja sinna um borð
hafi „slegið til“, talar um að
„finna út hvað leyfilegt er“
og hneykslast á þeim sem
„hella í sig fleiri lítrum af
bjór.“ Sumar sletturnár eru
óskiljanlegar, svo sem þegar
sagt er að háskóli sé „eini
fríi háskólinn I Ástralíu“.
Þessi uppfræðari æskulýðsins
veit ekki hvers kyns orðið fót-
ur er („hafa framfætur svo
að segja jafnlangar afturfót-
unum“) og ruglaát í fölltrm
í einföldustu orðasamböndúm
(„Háum upphæðum er veitt
til verðlauna“).
Pi’ýði þessarar bókar eru
góðar og vel prentaðar mynd-
ir. I þeim hópi er ein höf-
undi til lítils sóma. Ilann læt-
ur oft í ljós samúð sína með
fátækri og lítilsvirtri ’ alþýðu
landanna sem hann fer um,
en hefur þó geð í sér til að
láta. afdurhniginn Ceylonbúa,
horaðan og tötralegan, d.raga
sinn unga og sællega búk á
sjálfum sér um götur Gblom-
bo í tvíhjóla vagni, láta t.aka
af sér mynd í þessu farar-
tæki og birta hana síðan í
bókinni.
Þau undur hafa gerzt ,að
einn mikilvirkasti ritdómari
Vilberg'Ui• Júiíusson
hérlendis birti ritdóm um
Austur til Ástralíu í fíokks-
blaði höfundar og hóf bókiaa
þar til skýjanna. Hún „heíur
bókmenntalegt gildi auk þess
sem hún er stórfróðleg og
skemmtileg", höfundur „myndi
áreiðanlega frægur orðinn og
ríkur, ef hann hefði ritað
þessa bók á tungu stórþjóð-
ar“ og hann hefur áuðgað
bókmenntir með „gagnmerkri
ferðasögu sem lengi mun vlð
brugðið“. Slíkt fleipur' sem
þetta sætir furðu, ekki sízt
vegna þess að ritdómárinn
kveður oít upp stranga og
jafnvel óbilgjarna dóma um
góð verk hinna snjöllustu og
vandvirkustu liöfunda. Vægi-
legasta skýringin á skrifi
hans um bók Vilbergs er sú,
að hann hafi ekki gefið sér
tíma til að lesa hana eh"farið
eftir sögusögnum óhlutýándra
. :.manna. — M. T. Ó. ' m[‘