Þjóðviljinn - 18.12.1955, Blaðsíða 13
A ÍÞRÓTTIR
RÍTSTJÓRI FRÍMANN HELGASOS
Suiunidagiir 18. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (13
KR-ingar unnu 11 af 15 knattspyrnumótum árs-
ins ng fengu 14 Islandsmeistara í frjálsíþróttum
Edettditf Ú. Péturssen endtiKkesinn íonnaður félagsins
Aðalfundur Knattspyrnufé-
lags Reykjavíkur var haldinn í
félagsheimili KR 30. nóv. s.I.
Fundinn sátu fulltrúar deilda
félagsins og ýmsir af fulltrúum
KR í ráðum og samböndum í-
þróttahreyfingarinnar.
Aðalstjórn KR gaf skýrslu
um starfsemi félagsins sl. starfs
ár, sem var eitt hið allra sigur-
sælasta í sögu þess.
Af því sem fram kom í skýrsl
um deildanna má geta þess að
alls léku flokkar KR 68 leiki
í knattspyrnumótum sumarsins,
unnust 45, 14 enduðu með jafn-
tefli og 9 töpuðust. KR-ingar
skoruðu 150 mörk en 54 mörk
voru skoruð hjá KR.
Af 15 knattspyrnumótum,
sem lokið var við á árinu vann
KR '11. Meistaraflokkur KR í
knattspyrnii fór uta'h tit keppni
í Svíþjóð og Knattspyrnudeild
KR fékk til Reykjavíkur 2
knattspyrnuflokka frá Bags-
værd Idrætsforening og einn
frá Hácken Svíþjóð.
Ensk knafíspyrna
í erlendum blöðum má oft
sjá umræður um enska knatt-
spyrnu og ástand hennar i dag.
Margir telja að fækkandi á-
horfendur að enskri knattspyrnu
tali sínu máli. Á tveim árum
hefur áhorfendum fækkað um
tvær milljónir. Veldur þetta
Bretum miklum áhyggjum. Hin
nokkuð almenna skoðun í Bret-
landi er sú að ástæðan til þessa
sé sú, að fólkið vilji sjá góða
knattspyrnu, en það telur að hún
standi í stað og að brezkir knatt-
spyrnumenn séu komnir aftur
úr. Bretar séu ekki lengur for-
ustuþjóð í knattspyrnu og það
útaf fyrir sig dragi úr áhug-
anum.
Framkvæmdastjóri Newcastle
hefur nýlega kveðið sér hljóðs
í Sunday Express, og er ekki
myrkur í máli. Hann byrjar
grein sína með því að geta
þess að áhorfendum hafi fækkað
um tvær milljónir á s. 1. tveim
árum. Leikmenn geri uppreisn
gegn því sem þeir kalla knatt-
spyrnuþrældóm.
Knattspyrnunni hefur farið
aftur. Hvers vegna? Það hljóta
að vera orsakir til þess. Hvern
á svo að ásaka fyrir þetta ömur-
lega ástand?
Ég ákæri knattspyrnu-,,líguna“
(stjórn atvinnufélaganna), ásaka
hana fyrir að hafa svikið höf-
uð tilgang sinn, þ. e. að varð-
veita áhuga félaga og leikmanna.
Ég ásaka ,,líguna“ fyrir að þeir
neita að sjá kosti þess að láta
leiki fara fram við rafmagns-
ijós, eins og lagt hefur verið
til. Ég ásaka þá fyrir að skríða
fyrir knattspyrnusambandinu.
Og Stan Seymour, en svo heit-
ir hinn orðhvati maður, segir
ennfremur: Við skulum minnast
þess að það er maðurinn á á-
horfendapöllunum sem gefur
okkur lifibrauðið. Við geturn
ekki haldið áfram án hans. En
hvað höfum við gert til þess að
fá hann til að koma til leikj-
anna hvern laugardag? Ekkert.
Það virðist sem stjórn „lígunnar"
loki augunum algjörlega fyrir
því að áhorfendur vilji fá eitt-
hvað fyrir aðgangseyri sinn, þ.
c. góða knattspyrnu, og góða að-
•stöðu til að horfa á hana.
Þeir dagar eru liðnir, þegar
hinir áhugasömu félagaáhang-
endur stóðu í hellirigningu. Nú
er margt annað sem hægt er
að veita sér, svo maðurinn á
götunni er ekki hrifinn af á-
horfendasvæði án yfirbyggingar,
þegar rignir.
Félögin sjálf eru sannfærð
um að það verði að fá hinn
almenna áhorfanda aftur á pall-
ana. Við þörfnumst kröftugra
stjórnenda. Forseti „lígunnar"
Arthur Oakley er 78 ára og stað-
an er laun fyrir gott og langt
starf í þjónustu knattspyrnunn-
ar. En hann er enginn baráttu-
maður lengur. Við þörfnumst
forustu sem vill „berjast“, ungan
mann með nýjar hugsjónir.
Stjórnendur „lígunnar“ kjósa
heldur að vera á sama máli og
knattspyrnusambandið. Margir
þeirra eru í stjórnum beggja
sambandanna en þeir geta ekki
hindrað að áætlanir knattspyrnu-
sambandsins séu reknar ofaní
stjórn „lígunnar". Það hefur verið
ið rætt um í samtökum knatt-
spyrnumannanna sjálfra að þeir
væru þrælar, en Seymour seg-
ir: „Við framkvæmdastjórar í
knattspyrnu erum þrælar —
þrælar knattspyrnusambandsins.
Þegar ég ferðast um landið segi
ég skoðanir mínar við stjórnir
og framkvæmdastjóra og allir
segja þeir: „Þetta ér rétt, Stan,
við verðum að gera eitthvað".
Hversvegna er ekkert gert?“ —
,,Ég legg til“, segir Seymour
„að stjórnendur félaganna hitt-
ist oftar og þvingi skoðanir
sínar inn í framkvæmdanefnd
„lígunnar". Það erum við sem
erum „líga'n" og við ættum
vegna félaga okkar að hafa
mest að segja í þessum málum“
Þannig heldur Seymour áfram
og bendir á gallana og að lokum
ræðir hann laun leikmanna sem
honum finnst of lág. Og hann
telur að leikmenn ættu að hafa
mishá laun.
Hann kveðst mundi borga
leikmönnum Newcastle meira ef
það væri heimilt og löglegt.
Leikmenn eiga líka að fá greitt
eftirvinnukaup fyrir alla auka-
leiki.
KR fékk 14 íslandsmeistara
á meistaramóti íslands í frjáls-
um íþróttum. 14 frjáisíþrótta-
menn úr KR fóru í keppnisferð
til Noregs, auk þess sem 2 KR-
ingar kepptu í Dresden í Þýzka-
landi og aðrir 2 í Búkarest, þá
keppti og einn KR-ingur í Kaup-
mannahöfn og Amsterdam. KR-
ingar settu 5 ísl. met á árinu.
Fimleikar voru iðkaðir af
kappi en engin sýning var hald-
in á árinu en KR var aðili að
boði norskra fimleikamanna frá
Osló Turnforening sem komu til
sýninga hér í sumar í tilefni
100 ára afmælis hins norslta fé-
lags.
Handknattleiksstúlkur KR
urðu íslandsmeistarar bæði úti
og inni í meistaraflokki. Enn-
fremur unnu KR-stúlkurnar
norska kvennaliðið „Grefsen"
sem hingað kom til keppni í
sumar, og var það eini leikur-
inn sem hið norska lið tapaði
hér á landi.
KR-ingar settu 7 Islandsmet
sundi á árinu og félagið fékk
3 íslandsmeistara á Sundmeist-
aramóti Islands.
í ani’íl s.l. brann skíðaskáli
KR í Skálafelli en skipuð hefur
verið nefnd til að sjá um ný-
byggingu skíðaskála fyrir fé-
lagið og hefur nefndin þegas
mikið unnið að undirbúningt
byggingaframkvæmda. Formao-
ur skíðaskálabyggingamefndar
er Georg Lúðvíksson. Um ný-
byggingar á íþróttasvæði fé-
lagsins hefur ekki verið að ræða
s.l. ár. Hinsvegar hefur veriá
unnið mikið að lagfæringum ás
búningsherbergjum og ennfrem-
ur hefur verið sett járn á þak;
íþróttaskálans.
Formaður KR Erlendur Pét-
ursson hefur legið rúmfastur
síðan í ágúst sl. og er það mik-
il ógæfa fyrir KR að haxm
skuli vera frá störfum fyrir fé-
lagið, en það er von og trú KR-
inga að hann mæti innam
skamms heill heilsu til félags-
starfa, og var hann einróm;.
kjörinn formaður á aðalfundin-
um. Aðrir í stjórn voru kjörnir
Einar Sæmundsson varaform
Gunnar Sigurðsson, ritari, Þórð-
Framh. á 14. síðu
BÆKUR SEM EIGA AÐ VERA TIL Á HVERIU ISLENZKU HEIMIU
Sigiús Sigushjaitaison:
SigMrbraiit félksists
ast“.
Þessar greinar og ræ'öur Sigfúsar Sigur-
hjartarsonar eiga erindi til hvers einasta al-
þýöuheimilis, hvers góös íslendings. Þær fjalla
um öll hagsmunamál alþýöunnar, öll hugöar-
mál verkalýöshreyfingarinnar, um sjálfstæöis-
mál þjóöarinnar. Þarna er m.a. aö finna orö-
rétta hina sígildu ræöu hans á útifundinum
16. maí 1951 og síöasta erindi hans, fyrirlest-
urinn um Sovétríkin: „Draumurinn er aö ræt-
Auk þess fjölmargar af hans snjöllustu greinum.
Brynjóllur Bjamason:
Forn og itý vandsantál
Vei'kalý'öshreyfing nútímans er ekki a'ö-
eins uppreisn alþýöunnar gegn aldagömlu oki
yfirstéttanna. Hún er og tákn þess aö vinn-
andi stéttirnar taka andlega forustu í leit
mannkynsins aö sannleikanum, í þróun þess
til meiri og meiri fullkomnunar. í þessari
bók glímir Brynjólfur Bjarnason viö hin örö-
ugustu viöfangsefni, sem mennirnir svo lengi
hafa brotiö heilann um; Efni og orku, um
rúm og tíma og óendanleika, um viljafrelsi,
um gott og illt. Málin eru tekin frá sjónarmiöi
marxismans, en um leiö hugsuö sjálfstætt og
persónulega. Hér er á ferðinni íslenzkt brautryöjendarit í heimspeki.
Einar Olgeirsson:
»--------.---- -—w
ÆtÉasantíélag og i*íkis-
vald i þ|oével«li
Isleitdinga
íslenzk alþýöa berst nú um þa'ö aö taka
forustu fyrir þjóðinni, bjarga henni úr greip-
urn amerísks og íslenzks auövalds og hervalds
Alþýöan þarf aö átta sig til fulls á sínu mikla
sögulega hlutverki. Einn þáttur í því andlega
starfi hennar er aö tileinka sér og fullkomna
hinn sögulega arf þjó'öar vorrar. Skilningur
á þjóöfélagslegum grundvelli þjóöveldisins og
stjórnmála- og menningararfi þess er því ís-
lenzkri alþýöu nauösyn. Þessi bók eykur þann
skilning. Hún hefur mikinnn boöskap aö færa öllum íslendingum.
HEIMSKRINGLA
Skólavör öustíg 21
e
.3
m
3
5
m
I
■
■
M
!
m
:>Íb-
m