Þjóðviljinn - 24.12.1955, Side 1

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Side 1
Jólasaga eftir KATRÍNU PÁLSDÓTTUR jSgstkioin n jSeli Þessi jólasaga eftir Katrínu heitna Pálsdóttur birtist upp- haflega í tímaritinu Ungherj- anum 1936. Teikningarnar eru eftir Björn heitinn Björnsson, teiknikennara. Systkinin á Seli þekktu engin slík þægindi, sem mörg nútímabörn þekkja, t.d. að ekki þurfi ann- að en þrýsta á hnapp til þess að ljós ljómi um alla baðstof- una. Ég er viss um, að börnin þar hefðu haldið, að slíkt gæti aldrei átt sér stað, nema í töfrum æfintýranna og svo hjá galdranornunum, sem þau hugsuðu sér að gætu allt. Það var að vísu olíulampi í bað- stofunni á Seli, en olíuna þurfti að spara, svo ljósið var bæði lítið og látið loga sem allra stytzt á lampanum í einu Þau voru ljóselsk, Sels- systkinin, eins og önnur börn — þau hlökkuðu því til jól- anna með alveg sérstakri eftir- væntingu, allra mest vegna þess, að þá fengu þau alltaf kerti, sem þau máttu láta loga á, hvenær sem þau langaði til, svo lengi sem kertin entust. Það var ekki alltaf eins og það hefði átt að vera, sam- komulagið hjá systkinunum. Veiga, sem var 10 ára og elzt áf hóþnum, eri þau voru 4 alls, lét oft þá skoðun í ljósi, að leiðinlegri skepnur væru ekki til á jörðunni en þessir bræður hennar; sérstaklega Bjössi, elzti bróáir hennar, sem var tæplega ári vngri en hún. Og hún meinti þetta innilega þá stundina, sem hún sagði það. Bjössi var ákaflega stríðinn. en Veiga var örgeðja, svo bað var ekki nema eðlilegt, þó upp úr syði stundum. En þennan aðfangadags- morgun, sem hér um ræðir, voru þau öll sameinuð í sorg og sársauka. Þau töluðu reynd- ar ekki margt, en þau hugs- uðu öll um það sama. Mamma þeirra hafði sagt þeim það. að í þetta sinn gætu þau ekki fengið nein kerti um jólin. Hún yrði að reyna að spara tólg- armolann, sem til væri svo að hann entist með kökubitanum þeirra þangað til Huppa bæri. — Ef við hefðum verið svo lánsöm, að Huppa hefði getað borið fyrir jólin, en það þýðir ekki að gera sér rellu út af því, börnin mín, sagði mamma. — Ef guð gefur okkur öll- um líf og heilsu á jólunum og við höfum nægilegt að borða, getum við verið glöð og ánægð. En Veiga vissi, að það voru engin jól, ef engin jólakerti voru. Það voru Ijósin, sem komu með hátíðina. Öðru hvoru skaut upp í huga henn- ar ofurlitlum vonarglampa, um að eitthvað alveg óvænt gerð- ist, t.d. að kerti kæmu niður um eldhússtrompinn eða að allt í einu kæmi hönd, sem rétti þeim stóran pakka inn fyrir dyrastafinn. I pakkanum væru kannske kerti og spil og svo sælgæti. Hún hafði lesið um svipað í æfintýrum og sög- um. Og svo hafði hún líka okk- ar á milli sagt, ofurlitla von um að guð gerði kraftaverk, til þess að gleðja þau. Hún hafði beðið g-uð að gefa það, að þau fengju kerti, og af því að hún vissi, að guð var svo ríkur og gat allt, þá hafði hún í allri auðmýkt bætt því við bænina um kertin, að sig langaði svo ósköp mikið að fá spil líka og svo langaði mömmu sína svo mikið til að Huppa bæri fyrir jólin. Hún endurtók bænina stöðugt í hjarta sinu, því hún hafði heyrt það í lestrinum, að guð léti undan þrábeiðni. Og sannast að segja, þá fannst henni með sjálfri sér, að hún gæti vel átt það skilið, að guð bænheyrði hana. Hún hafði keppzt við að prjóna leppa með fallegum röndum handa öllum bræðrum sínum, til þess að gleðja þá á jólunum og það meira að segja handa Bjcssa, sem þó hafði eyðilagt brúðuna hennar af eintómri stríðni. Þet.ta, að Bjössi liafði brotið og eyðilagt brúðuna hennar, stakk hana svo í hvert skipti sem hún hugsaði um það að hana langaði til þess að berja Bjössa eins og hún þoldi. En hún varð að reyna að gleyma og fyrirgefa, annars var engin von um kraftaverk- ið. Pabbi var úti að gegna og mamma var frammi í eldhúsi, Veiga litla var að pukrast með að skoða eina leppana við skímuna, sem lagði inn um hrímaðan gluggann. Strákarn- ir voru enn í rúminu. Veiga stakk leppunum laumuiega undir koddann. Svo sneri liún sér að bræðrum sínum. — Snáfið þið og farið að klæða ykkur, svo ég geti breitt yfir rúmin áður en mamma kemur með bitann okkar. Veiga var myndugleg í rómn- um, eins og húsmóðir. Bjössa hefði ekki dottið í hug að gegna þessum látum í stelpunni, ef ekki hefði staðið svona á. En hann var annars hugar. Hann silaðist letilega fram á rúmstokkinn og hissaði upp um sig nærbrækurnar. — Mér er svo sem alveg sama, hvort ég fæ kerti eða ekki, sagði hann allt í einu, án þess að nokkur hefði minnzt á kerti. Rómurinn var kæru- leysislegur og átti að sanna, að þetta rneinti hann innilega. En svo bætti hann við rétt á eftir: — En mér finnst nú samt, að hún mamma hefði vel getað búið til kerti, eins og hún er vön. Hún á stóran tólgarmola ofan í búrkistu. — Hún ætlar að hafa það við handa okkur, þangað til Huppa er borin. — Ég held við þui'fum ekki tólg við kökunni. Sama er mér, þó ég borði hana þurra. Nú rann upp ljós fyrir Veigu: — Eigum við að búa til kerti úr tólginni, sem við fáum með bitanum okkar núna? — Ja-há, sögðu öll börnin einum rómi. En hvemig þau áttu að fara að því, var þeim enn ekki ljóst. Að steypa kerti, og helzt 4 kerti úr svo litlu. eins og þetta yrði, hélt Veiga að ekki væri hægt. Þau bollalögðu fram og aftur í mesta bróðerni, eins og aldrei hefði neinn ágrein- ingur verið milli þeirra. — Hvaða „rak“ liöfum við, spurði Siggi spekingslega, til þess að lá.ta sjá, að hann hefði vit á, hvað þyrfti til svona hluta. — OÉg get haft vefjargam, sagði Veiga. — Ég veit af Sosíalistafélag Reykjavíkur Gleðlleg jól! Æskulýðsfylkmgin — samband ungra sósíalista Gleðileg jól! Kvenfélag sósíalista Framhald á 19. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.