Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (25 Ti-íj>ólíbíó sýnir Robinson Krúsó, nýja bandaríska kvik- mynd, sem byggð er á hinni heimsfrægu skáldsögu Daniels Defoe. Ekki er ástæða til að rekja efni sögunnar hér, hana liafa vafalaust flestir lesið ein- hvern tíma í íslenzkri þýðingu og fylgzt af áhuga með langri vist og lífsbaráttu Krúsós á eyðieyjunni. Dan O’Herlihy hlaut á sínum tíma bandarísku Oscar-verð- launin fyrir leik sinn í aðal- hlutverkinu, en áður var þessi írskættaði leikari með nær öllu óþekktur, hafði aðeins far- fð með minniháttar hlutverk Tony Curtis í hlutverki sínu (Hafnarbíó) Hafnarbíó Svarta skjaldanuerkið heitir jólamynd Hafnarbíós, banda- rísk litmynd, sem gerð er eft- ir skáldsögunni Men of Iron eftir Howard Pyle. Gerist sag- an i Englandi á stjórnarárum Hinriks fjórða, en þá voru miklir flokkadrættir í landinu og ákaft barizt um völdin. í þessum átökum er jarl einn svikinn, síðan kærður fyrir landráð og tekinn af lífi ásamt fjölskyldu sinni allri, nema hvað hlíft er syni hans og dóttur. Lýsir sagan og myndin baráttu sonarins fyrir endur- heimt réttar sins og ættar- heiðurs — og er atburðarásin margslungin og hröð. Tony Curtis, Janet Leigh og David Farrar fara með að- alhlutverkin. Af öðrum lelkend- um má geta Herberts Mar- shalls óg Barböru Rush. Leik- stjóri er Rudolph Mate. Róbinson Krúsó (Dan O’- Herlihy) gáir að skipaferð- um. (Trípólíbíó) <1 nokkrum myndum, t. d. jóla- mynd Hafnarbíós. í hlutverki Erjádags er Jamae Femandez, en leikstjóri er Luis Bunuel. Llyndin er í litum. Félagana tvo leika þeir Bing Crosby og Danny Kaye en með hlutverk vinkonanna fara Rosemery Clooney og Vera- Ellen. Tónlistin í myndinni er eftir hinn fræga dægurlaga- höfund Irving Berlin, en leik- stjórinn er Michael Curtis. Myndin er tekin með hinni svokallaðri Vista Vision að- ferð. Úr Fimm þúsund fingur (Stjörnubíó). Gamla bíó Jólamynd Gamla bíós heitir Lili, bandarísk söngvamynd í litum, þar sem sagt er frá ungri stúlku, ástarraunum Hann reynist þó, er til kemur, flaðrari einn sem ekki er að treysta, og framtíðardraumur hennar er þar með úr sögunni. En þá kemur traustari maður til, leikbrúðustjórnandi, og Hafnarfjarðarbíó Regina Amstetten er jóla- mynd Hafnarfjarðarbíós. Það er þýzk mynd og mun vera alveg ný af nálinni. Lýsir myndin lífi konunnar Regmu, 'sem. misst hefur mann sinn fyi'ir löngu en verður nú á ný ástfangin, komin á fimm- tugsaidurinn. Þess er getið, að málaferli hafa risið út af mynd þessari í Þýzkalandi: Sýndi kona ein fram á að æviferili söguhetjunnar minnti mjög á sinn eigin lífsferil og benti þvi til sönnunar á ýms sam- bærileg atriði í mynd og raun- veruleika. Til þess að koma í veg fyrir frekari vandræði ákvað kvikmyndafélagið að greiða konunni nokkra fjár- hæð (15 þús. mörk) sem miska- bætur og féllst hún á þau málalok. Ein af frægustu leikkonum Þýzkalands, Luise Ullrich, fer með hlutverk Regínu Amstett- en. Þessi ágæta leikkona hefui* áður sést í myndum, sem sýnd- ar hafa verið hér á landi, síð- ast í myndinni Gieymið ekki eiginkonunni, er Hafnarfjarð- arbíó sýndi fyrr á árinu. Með- al leikenda eru Carl Raddatz, Paul Hartmann og Willy Eich- berger. Leikstjóri er Kurt Neu- mann. Sfjörnubíó Fimm þiisund fingur er nafn~ ið á jólamynd Stjörnubíós. Það er bandarísk ævintýramynd í litum, og segir á kápu leik- Leslie Caron og Mel Ferrer (Gamla bíó). hennar og hamingju. Stúlka þessi er heimilislaus og vina- fá, þegar hún kemst í samband við franskan umferðaleikflokk. Þar fær hún athvarf, kynnist laglegúm sjönhverfingamanni og fellir til hans ástarhug. Tjarnarbíó Tjamarbíó sýnir bandaríska mynd, sem nefnist Hvít jól (White Christmas) og notið hefur mikilla vinsælda þar sem hún hefur verið sýnd. Fjallar myndin um tvo náunga, sem kynnzt hafa í hernum en síðan starfað saman að vinsælum skemmtiþætti í Bandaríkjunum, og tvær dans- og söngkonur, er þeir ganga að eiga í myndarlok og eft- ir margskonar misskilning. stúlkan öðlast hamingju sina aftur. Stúlkan Lili er leikin af Leslie Caron, dansmeynni sem margir muna sjáífsagt eftir úr myndinni Ameríkumaður í París. Franski leikarinn frægi Jean Pierre Aumont leiikur sjónhverfingamanninn, en Mel Ferrer leikbrúðustjórnandann. Enn má geta þess að Zsa Zsa Gabor fer með hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Charles Walters. Lokaatriði Hvítra jóla (Tjarnarbíó). Vinstra megin við jólatréð standa Rosemary Clooney og Danny Kay, en hinum megin Bing Crosby og Vera-Ellen skrárinnar að hún sé af kvik- . myndagagnrýnendum talin ein af beztu unglingamyndunum — ásamt Heiðu. Myndin seg- ir frá litlum 9 ára gömlum snáða, sem er að læra píanó- leik hjá ströngum kennara og skilningslausum. Veitir kennar- inn drengnum harðar áminn- igar fyrir að taka illa eftir í tímum en út yfir tekur þegar hann fer að dreyma hina furðulegustu hluti. — Myndin fylgir drengnum eftir um ævintýraheima draumsins: 500 drengir spila þar samtímis á heljarstórt píanó og annað er eftir því. - Aðalleikendurnir í myndinni heita Peter Lind Hayes, Mary Healy, Tommy Retting ogr Hans Coried. Leikstjóri er Rojf Rowland.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.