Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1955, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (29 Mamma mamma, sérðu! Hvað á ég að sjá? sagði móðirin. Komdu héma að glugganum til mín mamma, sko, jólasnjór- inn er kominn! Þetta sagði lítil stúlka, um ]bað bil fjögra ára gömul. Hrifningin geislaði í rödd liennar, og hún klappaði sam- an lófunum af einskærri gleði. Móðirin gekk til litlu stúlk- unnar, og strauk yfir kollinn á henni. Henni varð litið út um gluggann á snjókornin, fyrstu snjókorn vetrarins, sem urðu þéttari og þéttari, unz bað var eins og hvít, gegnsæ hula skyggði fyrir gluggann. Og sérðu fallegu stjörnurnar, flýtti móðirin sér að sækja jólagjöf telpunnar, ef henni tækist með því að dreifa hug hennar. Telpan opnaði pakk- ann, og gleðióp kom frá vör- um hennar, þegar hún leit stóra brúðu með ljósgult hár, og hreyfanleg augu. Ö, mamma mín! Þú hefur keypt dýru brúðuna, sem við sáum í búðarglugganum í gær. Og hún lagði handlegginn um hálsinn á móður sinni, og kyssti hana innilega. En hvar er jólagjöfin þín, mamma, færð þú ekkert? spui-ði litla stúlkan, eins og hún áttaði sig allt í einu á, að mamma hennar hafði ekki fengið neitt. Hafðu ekki áhyggjur af því, elskan mín, mælti móðirin Villur vegar sem glampar á milli snjó- konianna, mamma? hélt litla stúlkan áfram. Já ástin mín, sagði móðirin ástúðlega og lét blítt að telp- unni. Nú fara jólin að koma, er það ekki? sagði hún, og horfði á móður sína eftirvæntingarfull- um spurnaraugum. Jú-ú, en við skulum vera þol- inmóðar, pabbi er ekki kom- inn. En hann kemur bráðum, er það ekki, mamma? Jú jú, hann kemur beint heim úr vinnunni elskan mín, svar- aði móðirin með grunsamleg- um flýti í röddinni. Já, ég er viss um það, því hann lofaði mér í hádeginu, að koma snemma heim, og koma með jólatréð með sér. Traustið á föðurnum lýsti sér í rödd telpunnar. Já elskan mín, hann mun ekki svíkja litlu stúlkuna sína. En þó var einhver efi í rödd móð- urinnar, og hún andvarpaði. Komdu nú, elskan mín, nú skulum við þvo okkur, og fara í önnur föt, klukkan er bráð- um sex, svo við getum verið tilbúnar þegar pabbi kemur. Jú, mamma, sagði sú litla glaðlega, og sté niður af stólnum. Móðirin kveikti nú ljós í stof- unni, og fór að sinna telpunni, en hún hoppaði og skrikti af tilhlökkun, svo hún átti fullt í fangi með að hafa hemil á henni. Pabbi kemur bráðum, pabbi kemur bráðum, sönglaði litla stúlkan, meðan móðirin var að þvo henni og klæða hana. Hún leit af og til kvíðin á eldhúsklukkuna, sem nú var alveg að verða sex. Litlu síð- ar kveikti móðirin á viðtæk- inu, og innan skamms hljóm- aði söngur kirkjukórsins. Litla stúlkan settist fyrir framan viðtækið, og hlustaði hugfangin á sönginn. Og litlu síðar tók skær barnsrödd und- ir, og mjúk móðurröddin blandaðist henni. Meðan litlst stúlkan söng jóla- sálminn, hvörfluðu augu henn- ar áköf til dyranna, milli þess sem þau litu í spum til móð- urinnar, sem reyndi að sýnast glaðleg og áhyggjulaus í yfir- bragði, þrátt fyrir dapurleik- ann, sem bjó með henni hið innra, hryggð vegna föður litlu stúlkunnar, — enn var hann ókominn. Jyctrrpy angurvær, og raunalegt bros færðist á varir hennar. Pabbi kemur með jólagjöfina mína. Og nú skulum við bara byrja að borða jólamatinn okkar, þótt pabbi sé ekki kominn, þú ert orðin svöng. Jélasaga efitlr Guérímii Jaeobseu Og hún losaði sig blíðlega úr örmum litlu stúlkunnar og fór að leggja á borðið. Mæðgurnar snæddu matinn í þögn, meðan presturinn talaði í viðtækinu, en við hvert aukahljóð, sem barst að eyr- um þeirra, litu þær báðar samtímis til dyranna. Litla stúlkan varð sífellt dauf- ari í bragði, hún sagði að lokum kjökrandi: Pabbi ætlar ekki að koma, mamma. Jú, hann kemur, svaraði móð- irin, og klappaði henni hugg- andi á kinnina, hann hefur bara tafizt eitthvað smá- vegis. Og við fáum ekki jólatréð fyrr en svo seint. Og nú kom skeifa á varir litlu stúlkunn- ar. Það stendur við rúmstokkinn þinn á morgun, elskan min; og um leið og þú opnar aug- un, skal ég kveikja á því. Má ég ekki heldur vaka eftir pabba, svo ég geti séð jóla- tréð strax í kvöld ? spurði litla stúlkan, og horfði áköf á móður sína. Nei, vina mín, það er allt í óvissu með það hvenær pabbi kemur, og nú er kominn háttatími fyrir lítil börn. En þá get ég ekki boðið hon- um gleðileg jól, sagði litla stúlkan raunamædd. Þú gerir það á morgun, elsk- an mín, það eru líka jól á morgun. Og móðirin byrjaði að afklæða hana. Hún hlúði henni á meðan hún fór með hænirnar sínar, sem enduðu á þessum orðum: Og góði guð! Fassaðu hann pabba minn, og gefðu að hann rati heim, ef hann hefur villzt af réttri leið. Amen. Móðirin kyssti telpuna og bauð henni góða nótt. Svo fór hún einnig að hátta, hrygg í bragði, og hugsanir hennar snerust um manninn, föður litlu stúlkunnar, sem nú orðið var allur á valdi áfengisins. Það var þó í fýrsta skipti sem hann var ekki heima sjálft jólakvöldið. Sárast tók hana til litlu telpunnar, sem var orðin því vön að horfa upp á föður sinn koma drukkinn heim, hávaðasaman, drafandi í máli — en önugan og fá- skiptinn, þegar hann var ó- drukkinn. Hún vakti lengi fram eftir, og hlustaði eftir hverju hljóði, unz svefninum tókst loks að yfirbuga hana. Litla stúlkan bylti sér varlega til í rúminu, henni gekk líka illa að sofna, því hún hugsaði líka, þó lítil væri, og hugs- anir hennar fjölluðu um pabba, sem ráfaði nú kannski einn og yfirgefinn í myrkrinu, og væri villtur í hríðinni. Og nú var ekkert ljós í húsinu, sem gæti lýst honum veginn heim. Og allt í einu tók hún ákvörðun. Hún reis ofurvar- lega upp úr rúminu, og berir fætumir tipluðu hægt og hægt út úr herberginu, fram í stof- una, og lítil hönd þreifaði fyrir sér eftir kveikjaranum. Ljósið flæddi um stofuna, og litla stúlkan greip hendi fyrir augun, þegar það blindaði hana Svo gekk hún að stóln- um við gluggann, settist í hann og horfði út. Svona sat hún hreyfingarlaus dálitla stund. Þvínæst tiplaði hún fram í dymar til að gá, hvort pabba brygði nú hvergi fyrir. Hún kveikti ljós í forstofunni, opnaði útidyrnar og leit út. Það var stytt upp, en það glitraði á nýfallinn snjóinn í myrkrínu. Litla stúlkan sópaði burt snjónum af dyrahellunni, sett- ist svo niður og breiddi úr náttkjólnum yfir bera fæt- uma. Brátt var hún farin að skjálfa vegna kuldans — ósköp ætlaði pabba að ganga illa að rata heim. Æ, hvað hún var orðin syfjuð, hún ætti kannski að reyna að syngja eitthvað til að halda sér vakandi. Hún rifjaði upp í huga sínum fallegt lag og ljóð, sem hún var búin að læra, og söng oft í einrúmi, þegar hún horfði á eftir föður sínum út í kvöld húmið. Hún hóf sönginn, þótt hún gæti vart hreyft varirnar fyrir kulda: ’. C' Við hliðið stend ég eftir ein, ó, elsku pabbi minn, og tárin mín svo heit og hrein þau hniga á gangstiginn. En höndin veiflar, veifar ótt, — þú veizt ég sakna þin. Æ, komdu aftur, komdu fljótt, æ, komdu þá til mín. Telpan var nýbyrjuð að syngja, þegar maður nálgað- ist húsið. Hann staulaðist á- fram, óstyrkur á fótunum. Hann hélt á jólatré undir ann- arri hendinni, og lagði sig sýnilega fram um að það yrði ekki fyrir neinu hnjaski. Mað- urinn staðnæmdist andspænis litlu telpunni og hlustaði and- artak á söng hennar. Þá brá hann við, hljóp í áttina til hennar, og ætlaði að grípa Gleðileg jól! Fata- og sportvörubúðin, Laugavegi 10, Gleðileg jól! Hilniarsbúð, Njálsgötu 26, Þórsgötu 15, Gleðileg jól! Skóverzlun Póturs Andréssonar, Laugavegi 17, Framnesvegi 2 ileg jól! Raf lögn s.f., Hafnarstræti 20. Gleðileg jól! Skóbúðin Spítalastíg 10 i/i’-'S,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.