Þjóðviljinn - 07.01.1956, Qupperneq 1
iréf fri
litga
Laugardagur 7. janúar 1956 — 21. árgangur — 5. tölublað
Svíkur stjórnin í landhelgismálinu?
Stendur í makki vlð Ilreíst en Iiefiir sviktzt mmatl svara
fyrirspiirnitm um landlielgismálið á auuau mánnð
Það er nú að verða föst regla, að ríkisstjórnin neiti aö
ræða við þingmenn um brýnustu hagsmunamál þjóöar-
innar og þau fást ekki rædd nema utan dagskrár. Þrír
þingm. stjórnarandstöðunnar kröfðu stjórnina í gær um
upplýsingar um það sem væri að gerast í landhelgismál-
inu. En ráðherrarnir þögöu sem fastast.
Hannibal Va' limarsson
kvaddi sér hljóðs utan da.gskrár
á fundi neðri deildar Alþingis í
gær og bar fram fyrirspurnir
til .ríkisstjórnarinnar vegna
frétta sem aðalblöð stjómarinn
ar, Morgunblaðið og Tíminn,
AHt er falt: jafnt Iand sem
landhelgi.
fluttu í gær um svokailaða sam-
komulagstillögu í deilumáiinu
um friðunarlínuna. Spurði hann
ríkisstjórnina hvao hér værí á
seyði. Minnti hann á tillögur
sem hann og fleiri þingmenn
flytja um útfærslu friðunarlín-
unnai-. Tillögur þær væni born-
ar fram vegna lífsnauðsynjar
landsmanna. Nú væri áríðandi
að ríkisstjórnin lýsti yfir af-
stöðu sinni og gæfi þinginu
fyllstu upplýsingar um málið.
Fyrirspurnum ósvarað á annan
mánuð, þrátt fyrir lagaskyldu
Einar Olgeirsson tók einnig
til máls. Kvað hann óvænlegn
horfa þegar ekkert virtist duga
til að fá ríkisstjómina til að
gefa upplýsingar um þetta mál.
Minnti hann á það, að hann
hefði 1 lok nóvember borið fram
| fyrirspurn einmitt um þetta.
| en henni hefði ekki ennþá feng-
lizt svarað, þrátt fvrir laga-
skyldu. Ríkisstjómin hefði
þverbrotið lög til að komast hjá
því að ræða málið. Benti hann
á ummæli Ólafs Thors í sam-
bandi við stöðvun fiskiflotans,
! að þingmenn ættu að bíða þar
! til stjórnin væri búin að finna
sína lausn, þá gætu þeir ráðiz+
á hana. Á þetta að vera reglan?
Á ríkisstjórain að fá að gera þá
samninga, sem henni sýnist, og
síðan þegar Alþingi standi
frammi fyrir orðnum hlut, þá
séu stjómarþingmenuirnir
neyddir til að samþykkja. Þetta
eru algjörlega óviðunandi
vinnubrögð.
Hefur verið Ijáð máls á því,
spurði Einar, að íslenzka ríkis-
stjórnin láti Breta fyrirskipa
um það, hvaða lög séu sett á
Alþingi? Hefur nokkur íslenzk-
ur sendiherra tekið þátt í samn-
ingum um þetta í umboði rík-
isstjórnarinuar? Utanríldsráð-
herrann, sem hér er viðstadd-
ur, getur gefið upplýsingar um
Framb á 10. síflu
Sósíalistafélagið heldur
fund á mánudag
Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur almennan fé-
lagsfund í Tjarnargötu 20 á mámidagskvöldiö
kemur og hefst hann kl. 8.30.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. Sjávarútvegurinn og efnahagsmálin.
Framsögumaður: Lúðvík Jósefsson.
Féiagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
■ Ingi R. Jóhannsson var bæði E
■ aðstoðarmaður Friðriks ÓI- |
■ afssonar á mótinu í Hast- •
| ings og fréttaritari útvarps á
[ og blaða. Flugvél sú frá»
[ Flugfélagi fslands, sem fór S
j til Bretlands um s.l. helgi, 5
j komst ekki til baka fyrr en S
: í gærkvöld, og hafa ill veð- s
: ur valdið því. Bréf frá Inga s
| hafa því ekki borizt fyrr en ii
■ nú, en á 3. síðu blaðsins I
5 n
■ birtist frásögn hans af f jór- S
[ um fyrstu xunferðunum.
Beðið um liðsauka
Herstjórn Frakka í Alsír
hefur enn beðið um liðsauka fra
Frakklandi og vill fá 54.000
manna herlið til viðbótar þeim.
85.000 mönnum sem þegar hafa
verið sendir suður þangað.
í gær bárust fréttir af nýjum
átökum í Alsír og sögðust
Frakkar hafa fellt 26 skæruliða
á einum sólarhring.
Tafla sem sýnii
úrslit allra skák:
á Hastingsmót
og röð keppenda. g
(
1 2 3 4 5 6 1 8 9 to . XZ;, 2 0 ,cv. *&*>■ * *
1 OEL CORREL m /4 0 / 7 .0 0 G 7* 0 .5 | : ...
2 PENROSE Zi 0 'Zx / 'Zx: O 0 o- O 0 ú ' O
3 FRIÐRIK f i:: 0 7 7 ■/ i. / % ’/z r
4 GOLOMBEK 0 0 0 m 0 m j- .% 0 O. :/ (O
5. FULLER 0 % 0 1 0 ’íz 'fx 0 Zx Yz M
6 PERSITZ 1 f 0 Vz 'il m O 0. 0 '4 yk 077
7 IVKOFE í t /2 'fx Zx ! m / / 0 /k
Q~L TA IMÁNOFF t, 1 0 fx l f 0 m / Í io ’7-
9 DARGA % f fx / 1 ! 0 0 # 0 75
IO KORSTNOl n f 'lx 7 74 'fz 7 tx ! m 1 1:2.
Líkur á franskri vinstristióm
með stuðningi kommúnista
Kommúnistar munu styðja stjórn sem
leysir Alsírmálið og gerir ráðstafanir til
að bæta kjör almennings
Ekki er talið ólíklegt í París, að Lýöveldisfylkingu sósí-
aldemókrata og róttækra muni takast að fá þingmeiri-
hluta til stj órnarmyndunar, þar sem hugsanlegt er aö
kommúnistar muni styðja stjórn þeirra, þó þeir taki
ekki þátt í henni.
Það hefur vakið töluverða at-
hygli í París, að þeir Guy
Mollet og Mendes-France, leið-
togar Lýðveldisfylkingar sósíal-
demókrata og rótækra, sem
hafa krafizt að þeim verði fal-
in stjómarmýndun þegar þing
kemur saman skuli ekki hafa
hafnað algerlega því samvinnu-
boði sem miðstjóm Kommún-
istaflokksins hefur gert þeim.
Þeir hafa á hinn bóginn hafn-
að tillötm Faure forsætisráð-
herra um samsteypustjóm ailra
flokka nema kommúnista og
poujadista og erfitt að sjá
hvaðan þeim á að koma nægi-
legt þingfylgi ef þeir þiggja ekki
stuðning kommúnista.
Fréttamenn í París telja að
ekki sé ólíklegt að Mollet og
Mendes-France geti reitt sig á
stuðning kommúnista ef ríkis-
stjórn sem þeir myndu mynda
gerði ráðstafanir til að binda
Framhald á 5. síðu.
Friðrik og Korstnoj urðu
jðfnir efstir \ Hastings
Gerðu báSir jafntefli i lokaumferSinni,
Ivkoff þriðji, Tajmanoff fjórði
Skákmótinu í Hastings lauk meö því aö Friðrik Ólafs- 1 - -
son og- Korstnoj urðu jafnir og efstir með sjö viiminga
hvor. Gerðu þeir báðir jafntefli í síðustu umferðinni;
Friðrik við júgóslavneska stórmeistarann Ivkoff og Kor-
stnoj viðBretann Fuller. Er sigur Friðriks á mótinu mik-
ill og sannar að hann er enn í örum vexti sem skák-
maður og þó þegar kominn í fremstu röð..
Aðra.r skákir í síðustu umferð
fóru þanrtig að Tajmanoff vann
Penrose, Golombek gerði jafn-
tefli við Persitz og Darga gerði
jafntefli við Del Corral.
Röð keppenda á mótinu er því
þessi:
1-2 Friðrik Ólafsson og Kor-
stnoj, 7 vinningar.
3 Ivkoff, 6V2 vinningur.
4 Tajmanoff, 6 vinningar.
5 Darga 4y2 vinningur.
6-7 Fuller og Persitz, 3% v.
8 Del Corral, 3 vinningar.
9 Penrose, 2^/2 vinningur.
10 Golombek, V/> vinningur.
Geysilegur áhugi var hjá al-
menningi í gær að fylgjast með
urslitunum og mikill fögnuður
er þau bámst. Meðal skeyta
sem Friðriki vom send var eitt
frá menntamálaráðherra.
Þjóðviljinn hefur beðið Guð-
mund Arnlaugsson um að gera
grein fyrir niðurstöðum móts-
ins og fara ummæli hans hér á
eftir:
„Það var dálítill vandi að
meta sigur Friðriks Ólafssonar
í einvíginu við argentíska tafl-
meistarann Herman Pilnik. Að
vísu tefldi Friðrik þar ágæta
vel, en sannast að segja var
lítill stórmeistarahragur á tafl-
mennsku gestsins. Átti maður
að trúa -því, að Friðrik hefði á
ný bætt við sig svo að um mun-
aðí, eða lá skýringin í því, að
Hann er þegar komlnii i
fremstu röð skákmanna heims
stórmeistarinn væri ekki nema
skuggi sjálfs sín? Nú hefuc
Framhald á 10. síðtu