Þjóðviljinn - 07.01.1956, Qupperneq 3
Laugardagur 7. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Hasting er ákaflega vingjarn-
leg borg, á stærð við Reykjavík.
Hún stendur á suðurströnd Eng-
lands, og teygir sig eins og mjótt
strik meðfram sendinni strönd-
inni. íbúarnir virðast aðallega
bygja afkomu sína á ferðamönn-
um, sem leggja leið sína þangað
í stórum hópum, enda eru þar
um 10 stór hótel og fjöldinn all-
ur af minniháttar gistihúsum.
Við búum á stærsta hótelinu, en
það nefnist Queen’s hótel. Allur
aðbúnaðUr er hinn bezti enda
hafa veðurguðirnir sýnt okkur
sérstaka gestrisni. Mótinu hefur
verið fundinn staður í stórhýsi
sem nefnist Sun Lounge, og þar
var það sett þann 28. des. með
ræðu borgarstjóra og ambassa-
dors Rússa í Englandi, herra J.
Malik. I. umferð byrjaði með
því að Malik lék fyrsta leiknum
í skák þeirra Korstnoj og Corrai
við mikinn fögnuð áhorfenda, og
varð hann 'að margendurtaka
þetta atriði fyrir ljósmyndara.
Ingi R. Jóhannsson:
1. umferð
Strax í fyrstu umferð varð
Friðrik að leggja á brattann, og
tefla við Rússann Tajmanoff,
sem að flestum er álitinn sigur-
stranglegastur. Friðrik hafði
hvítt og lék c4 í fyrsta leik, sem
Tajmanoff svaraði á sama hátt.
1 10. leik var komin upp staða
sem Tajmanoff fékk á hvítt gegn
Bilik í skákþingi USSR 1952. Þá
venti Rússinn sínu kvæði í kross
og bókarinnar naut ekki lengur
við. í miðtaflinu lék Tajmanoff
vafasömum peðsleik, sem engu
að síður leit mjög vel út, en
Friðrik hafði skyggnzt dýpra í
stöðuna og hafði svar á reiðum
höndum. Stuttu síðar vann Frið-
rik peð, sem -virtist þó vera
vafasamt að taka, því Tajmanoff
hóf mikla liðsflutninga yfir á
kóngsvænginn, og virtist^ ekki
blása byrlega fyrir yngsta kepp-
andanum. En hann reyndist vand-
anum vaxinn og varðist snilldar-
lega. Eftir nokkurn undirbúning
hóf Friðrik sókn á miðborðinu,
og virtist Tajmanoff ekki eiga
fullnægjandi svar við þvi, hann
eyddi meiri og meiri tíma í við-
leitni sinni við að finna svar við
leikjum Friðriks, Og að lokum
greip hann til þess ráðs að fórna
2 riddurum í þeirri von að geta
rutt frelsingja braut upp í borð,
en allar tilraunir hans í þá átt
ströndúðu á skeleggri vörn íslend-
ingsins. Þegar .Tajmanoff lék 34.
leiknum féll örin á klukkunni, óg
Friðrik stóð upp sem sigurvegari
yfir einum af sterkusf.u skák-
mönnum heimsins. Eg fylltist
Stolti yfir að vera íslendingur,
þegar Tajmanoíf felldi kóng sinn
fil merkis um ósigur sinn
Persitz svaraði kóngspeðsleik
Fullers með d5, og brátt sveigði
skákin yfir í velþekkt afbrigði af
Panoff-Botvinnik árásinni í
Caro-Can vörn. Skákin varð
jafnteflisdauðanurn að bráð eftir
Stutta en snarpa viðureign.
Golombek stjórnaði hvítu
mönnunum gegn Ivkoff. Ivkoff
beitti kóngs-indverskri vöm, en
Golombek fór sér að engu óðs-
lega og skipti upp drottningunum
með nokkrum hagnaði, sem hann
hélt ekki sem bezt á Eftir rúma
20 leiki hafði Júgóslavinn jafnað
taflið og jafntefli var samið.
Corral lék e4 gegn Korstnoj,
Sem svaraði með c5. Teflt var
svonefnt Richter-afbrigði af Sik-
ileyjarvörn, en Korstnoj hafði
nýjung í pokahorninu, sem Corr-
al auðsýnilega ekki þekkti og
Fyrstu fjóror loturu
nr í HostinAS
hóf ótímabæra sókn á kóngs-
væng. I miðtaflinu virtist Korst-
noj vera með pálmann í höndun-
um, en Spánverjinn varðist vel
og komst með skákina í bið með
jöfnum mönnum og peðum. En
til þess að Korstnoj gæti unnið
varð Corral að leika af sér, sem
hann og gerði.
Darga valdi einnig Sikileyjar-
vörn í skák sinni við Penrose,
sem fórnaði peði án sýnilegs
árangurs,- Þjóðverjanum veittist
þó erfitt að notfæra sér peös-
vinninginn, og í tímaþröriginni,
sem báðir komust i snertingu
við, tókst Penrose að bjarga sér
út í endatafl með mislitum bisk-
upum, en einu peði minna. Skák-
in var síðan tefld kl. 3J/2, og
í þeirri setu tókst Darga að
vinna annað peð áður en skákin
fór í bið í annað sinn. Gera má
má því ráð fyrir að Darga tak-
ist að vinna.
Skák Friðriks og
Tajmanoffs
I. umferð. Hvítt: Friðrik Ólafs-
son. Svart: M. Tajmanoff USSR.
Enski leikurinn.
1. c4, Rf6 2. Rc3, c5 3. Rf3,
Rc6 4. g3, d5 5. cxd5, Rxd5 6.
Bg2, Rc7 7. b3, e5 8. Bb2, Be7
9. Hcl, f6 10. Ra4, Ra6 (í skák
þeirra Tajmanoffs og Biliks á
skákþingi USSR 1952 lék svartur
10. — — b6, en eftir 11. Rh4,
Bd7 12. a3! fékk hvítur betra tafl
vegna hótunarinnar b4). 11. 0—0,
0—0 12. Rel, (Eðlilegra virðist
d3, en Friðrik hefur sérstaka á-
ætlun á prjónunum, nefnilega að
þrýsta á c-peð svarts). 12.-----,
Bg4! (Góður leikur, sem kemur
í veg fyrir Rd3, og setur hvít
í nokkurn vanda). 13. h3! (Nauð-
synlegur millileikur, sem síðar
sést). 13. — Bh5 14. Ba3, Da5
15. Rd3, c4 (Öruggara hefði ver-
ig 15.-----Had8 en þessi leikur
lítur mjög vel út). 16. Bxe7,
cxd3 17. g4, Rxe7 (Ef 17.-------
Bxg4 þá 18. b4! dxe2 19. Db3t
og vinnur). 18. gxh5, Had8
(Tajmanoff álítur sig standa bet-
ur en raun ber vitni. Öruggara
hefði verið 18. — — Hab8). 19.
Bxb7! (Tajmanoff taldi að þetta
peð væri éitrað). 19.------Db5
(Með þessum leik hyggst svartur
sanna réttmæti peðsfórriarinnar.
Betra hefði verið 19.------Rd5,
en það er enganveginn fullnægj-
andi svarleikur). 20. Bf3! (Fal-
lega leikið). 20.----e4 21. Rc3,
(Riddarinn kemur á réttu augna-
bliki). 21.------Dg5t 22. Bg2,
f5 (Ef 22. — — dxe2 þá 23.
Dxe2 og riddarinn á a6 og peðið
á e4 eru í uppnámi). 23. e3!
(Góður leikur, sem ,,blokkerar“
svörtu peðin á miðborðinu og
gerir hvítum þannig kleift að
sprengja brúarsporð svörtu peð-
anna á miðborðinu).23. — —
! Hd6 24. f3, Hh6 (Tajmanoff hef-
ur gefizt upp við að halda jafn-
vægi á miðborðinu, og hyggst
nú ráðast til atlögu á h-líounni).
25. fxe4, Hxh5 26. Df3, Rb4 27.
exf5, Rxf5 (Tapar manni, en
hvað svartur til bragðs að
tákaV). 28. e4, Dxd2 (Örvænt-
ing). 29. exf5! (Sjálfsagt ef hann
tekur hrókinn þá er drottningin
illa staðsett á h5). 29. — —
Hhxf5 30. De4, Hf4 31. Hxf4,
Dxcl 32. Hfl, d2 33. Dxb4, Hc8
34. Rdl, h6. Þetta var síðasti
leikur svarts í tímaþrönginni, því
hann átti að leika 34 á 2 tímum.
UgiJgjð og hann lék leiknum féll
örin og skákin þar með töpuð,
anda á hann tveimur mönnum
minna.
Skýringar eftir Friðrik Ólafsson
og Inga R. Jóhannsson
2. umferð
I. annarri umferð urðu allar
skákirnar jafntefli. Þó mega
menn ekki álíta að ekkert hafi
inni og þrengdi að ísraelsmann-
inum með framsókn peða á mið-
borðinu. Persitz varðist öllum
stóráföllum, en svo fór að lok-
um að hann gat ekki varið
mannstap, og öll von virtist úti
um björgun. Þá skeði undrið.
Korstnoj sem hafði teflt mjög
vel fram til þessa sást yfir 3
leikja fléttu og varð af manns-
vinningnum. Skákin fór í bið, en
varð síðan jafntefli án frekari
taflmennsku.
Ivkoff, sem einnig er nefndur
Capablanka vorra tíma sökum
þess hve öruggur hann er og
einnig vegna stílsins, sem svipar
mjög til stíls Kúbumannsins hafði
hvítt gegn Fuller. Fuller varðist
e4 með c5, en það reyndist ekki
vel því með undraverðum hraða
og nákvæmni yfirspilaði Ivkoff
andstæðing sinn. En þegar neyð-
in er stærst er hjálpin næst og
og tapaði strax eftir skiptamuns-
fórnina. , ,
Penrose hafði hvítt gegn
Korstnoj og varð hann einnig að
berjast gegn sikileyjarvörninni,
sem Korstnoj tefldi af mikilli
leikni og kunnáttu. Skákin varð
mjög flókin og komust báðir
keppendur í mikið tímahrak, en
bar bar stórmeistai'inn af, og
oegar skákin fór í bið hafði
Korstnoj unna stöðu, enda gafst
Penrose upp þegar hann átti að
efla skákina síðar um daginn.
í skák Fullers og Tajmanoffs
var einnig tefld sikileyjarvörn.
Fajmanoff veittist létt að snúa
x Englendinginn og vann af hon-
um skiptamun, auk þess sem
hann hafði tvö sterk miðborðs-
oeð, en Fuller varðist af mikilli
seiglu og gafst ekki upp fyrr en
eftir 6 klst. baráttu.
Golombek svaraði kóngsind-
verja Darga með f3-afbrigðinu
og hóf sókn á kóngsvæng með
því að leika g4, og h4, en honum
varð aldrei neitt ágengt, því
Darga tókst að „blokkera" upp
kóngsvænginn og hefja sókn
gegn drottningarvæng hvíts.
Smám saman hallaði á brezka
meistarann, og þegar skákin fór
í bið í fyrsta sinn voru horf-
urnar slæmar hjá Golombek. Síð-
an var skákin tefld í 4 tíma i
viðbót. Þá hafði Darga fórnað
peði, en við það að taka peðið
Virðist afarerfitt að bjarga stöðu
Golombeks, en skákin fór í bið
í annað sinn.
Ivkoff lék einum ónákvæmum i komst hvíti kóngurinn á vergang,
leik, sem veitti Fuller sterkt mót-
spil. Þegar skákin fór í bið hafði
Fuller ívið betri stöðu, en ekki
nægilega mikið til þess að það
j réði úrslitum, og þeir sömdu því
jafntefli.
Penrose hafði svart gegn
Corral, og komst hann ekkert
áleiðis. Mannakaup fóru fram
með miklum hraða, og jafnteflið
varð ekki umflúið.
Ingi R. Jóhannsson
verið barizt, því Rússarnir og
Júgóslavinn voru ákveðnir í að
vinna. Það sá ég á svipnum á
þeim, enda áttu þeir ekki við
ýkjasterka andstæðinga að etja.
En járnkarlamir urðu að láta
undan ensku seigluni og semja
jafntefli, þó það væri þeim bvert
um geð.
Darga lék d4 gegn Fríðrik, sem
svaraði með drottningar-ind-
verskri vörn. Friðrik tefldi byrj-
unina ágæta vel, og Darga komst
ekkert áleiðis. Darga opnaði c-
línuna, með þeim afleiðingum
að flestir mennirnir skiptust upp,
og jafntefli var lausnarorðið. Þó
mun Friðrik hafa sézt yfir peðs-
vinning skömmu fyrir uppskipt-
in, en vafasamt þó að það nægði
til vinnings.
Golombek be-tti fyrii sig vörn
Grúnfelds og skópust miklar
flækjur í miðtaflinu, sem stór-
meistarinn Tajmanoff reyndi að
auka af fremsta megni, en Gol-
ombek varðist fimlega og eftir 4
tíma baráttu hafði hann eytt öll-
um flækjum, og jafnteflið blasti
við. Golombek, sem er elzti kepp-
andinn, 44 ára, hefur nú gert
jafntefli við tvo stórmeistara, og
eru Englendingar ákaflega á-
nægðir með frammistöðu hans.
Persitz hafði svart gegn
Korstnoj, og var Nimzo-indverj-
inn vopn hans í þessari skák.
Korstnoj náði fljótlega yfirhönd-
Friðrik 1%, Darga 1%, Korst-
noj IV2. Persitz, Golombek, Full-
er, Ivkoff 1. Penrose, Tajmanoff
og Corral Vz.
3. umferð
Frammistaða Friðriks hefur
vakið mikla athygli hér í Hast-
ings, og sum blaðanna álíta
hann eiga góða möguleika á því
að vinna mótið. Annars hefur
Friðrik teflt afburðavel, og ekki
er laust við að Ivkoff og Korst-
noj líti á hann með óttabland-
inni virðingu.
Friðrik hafði hvítt gegn Corral
4. umferð
Penrose, sem virðist hafa feng-
ið nóg af Sikileyjarvörninni, lék
nú d4 gegn Friðrik, sem beittí
mótbragði Ben-oni, eins og það-
hefur verið teflt í seinni tíð.
Skákin varð snemma flókin og
vandasöm, því mannakaup fóru
ekki fram fyrr en mjög seint. í
miðtaflinu fórnaði Friðrik peði
fyrir sóknarmöguleika, en fór
rangt í áframhaldið og sóknin
stöðvaðist. Þrátt fyrir peðsvinn-
inginn reyndist Penrose erfitt að -
baka svörtum óþægindi og jafn-
tefli virtist eðlileg niðurstaða.
En í 40. leik lék Friðrik röngum
riddaraleik, sem kostaði hann
skiptamun. í athugun á biðskák-
arstöðunni kom í ljós, að Pen-
rose hafði unna stöðu og aðeins
afleikur frá hans hendi gat
bjargað Friðrik. Borgarstjórinn
og lék kóngspeðinu fram um tvo Hastings hafði boð inni fyrir
þátttakendur í mótinu einum
reiti. Spánverjinn lék e6, sem er
fremur lítið teflt í þessu augna-
blikinu. Friðrik taldi að Corral
hefði búið sig sérstaklega undir
að mæta e4 með e6 og þessvegna
lék hann d3! í öðrum leik. Eftir
12 leiki var komið fram afbrigði
úr kóngindverskri vörn þar sem
hvítur var leik á undan. Corral,
sem sýnilega kann bezt við sig
í flóknum árásarstöðum, tókst
ekki að meta þessa rólegu stöðu
á réttan hátt, og gerði ranga
hernaðaráætlun sem Friðrik not-
færði sér á lærdómsríkan hátt.
í 21. leik fórnaði Friðrik manni,
sem hann fékk litlu siðar, auk
peðs og betri stöðu. Með tækni,
sem aðeins stórmeistarar ráða
yfir, gerði Friðrik út um skák-
ina í örfáum leikjum.
Ivkoff beitti Sikileyjarvörn
gegn Persitz og náði Júgóslav-
inn fljótlega yfirhöndinni og
fórnaði skiptamun til að flýta
fyrir sókninni, sem hann hafði
byggt upp á drottingarvæng.
Persitz fann ekki beztu vörnina'
klukkutíma áður en skákin
skyldi tefld í annað sinn. Við
Friðrik fórum þangað í þeirri
öruggu trú að skákin væri glötuð
og reyndum að bera okkur sem
bezt yfir hinum hálfnaða ósigri.
En Penrose gaf sér ekki tíma til
að þekkjast boð borgarstjórans,
því hann var að rannsaka bið-
skákina, var okkur tjáð. Kl. 5
hófst skákin á ný, og þræddí
Penrose vinningsleiðina þar til
hann skyndilega gaf Friðrik færi
á hróksfóm, sem færði honum tvö
peð, því Penrose þáði ekki fórn-
ina, enda leiddu rannsóknir í ljós
að í henni fólust margvíslegar
hættur. Þrátt fyrir að hvítur
hefði hrók á móti biskupi varð
sú raunin á að hann mátti þakka
fyrir jafntefli.
Golombek hafði svart gegn
Corral og beitti eftirlætisvörn
sinni: „Caro-Can“. Spánverjinn
fórnaði peði til að koma riddara
niður á d6. Síðan kom hann
Framhald á 10. síðu.