Þjóðviljinn - 07.01.1956, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1956, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 7. janúar 1956 (Jearge Enescu Hinn kunni rúmenski tónlist- armaður George Enescu and- aðist í París hinn mjórða maí í vor, en hann var einn fremsti fiðluleikari og tónskáld vorra tíma. Hann var alla tíð nátengd ur heimalandi sínu og þjóð. í veikindum sínum sendi hann starfsbróður í Rúmeníu bréf þar sem hann segir: „Mér verð- ur sífellt hugsað til lands míns. Ég á aðeins eina ósk, að kom- ast heim strax og mér batnar“. Þessi ósk hans átti þó ekki eft- ir að rætast. Enescu var braut- ryðjandi í rúmenskri tónlist og verk hans benda á þá leið, sem síðan hefur verið farin í þróun þjóðlegrar stefnu, að móta óþrjótandi auð þjóðlag- anna í form fullkomnustu list- ar. Enescu sem fæddur er í Liveni í Norður-Moldava hinn sjöunda ágúst árið 1881, sýndi furðulega snemmþroskaða tón- íistargáf u, var aðeins f jögra ára þegar hann fór að leika á fiðlu og skömmu seinna tók hann að semja lög. Mikinn þátt í þróun sköpunarhneigð- ar hans átti viturleg hand- ieiðsla Eduardo Caudella En- escu stundaði frá 7 ára aldri nám við tónlistarháskólann í Vínarborg á fiðlu hjá Hallen- esberger en í tónsmíði hjá R. Fuchs. Frá árinu 1892 stund- aði hann nám við tónlistarhá- skólann í París. Þar var kenn- ari hans snillingurinn Martin P. J. Marsick í fiðluleik en i tónsmíði þau tónskáldin Mass- enet og Fauré. „Rúmenskt ljóð“ nefndi Enescu eitt fyrsta sin- fóníska verkið sem leikið var eftir hann, þá aðeins sextán ára gamall. Þegar í fyrstu tónsmíðum sínum sýndi hann náin tengsl við gamlar sögur og Ijóð heimalands síns. Þessi ást hans á sögum, ljóðum og þjóðtrú iands síns var síðan leiðar- stjarnan i tónskáldskap hans; hefur hann samið hvert verk- ið öðru fegurra, gimsteina í fjársjóð rúmenskrar tóniistar. Alþekkt eru verk eins og rapsó- díurnar þrjár sem mikils eru metnar víða um heim, Sónata nr. 3 fyrir fiðlu og píanó í rúmenskum stíl,- Þorpssvítan fyrir hljómsveit, Bernskumynd- ir, svíta fyrir fiðlu og píanó, Óvertúra með rúmensk þemu og mörg fleiri. Allt það feg- ursta í rúmenskri þjóðarsál sameinast í verkum Enescus. Hann var mjög áhugasamur hvatamaður að þjóðlegri stefnu í rúmenskri tónlist og stofnaði árið 1912 til árlegra verðlauna- yeitinga til ungra tónskálda í Rúmeníu. Ráð hans og fordæmi íiafa lyft sjónhring allra skap- andi listamanna Rúmeniu Sem túlkandi listamaður á- vann Enescu sér frægð um heim allan, einkum með fiðlu- leik sínum. Hann var almennt viðurkenndur einn fremsti Bach-túlkandi vorra tima. Sér- kennilegast við listtúlkun En- escus var óviðjafnanleg göfgi og með afbrigðum skáldlegt viðbragð. Hann ól upp kynskóð fónlistarmanna, og margir þeirra hafa orðið heimsfræg- £r snillingar. Enescu hafði tileinkað sér djúpa þekkingu á verkum klassisku meistarana og sýndi það greinilega við túlkun þeirra. Ríkasti þátturinn í listhneigð hans var ástin á þjóðlegri listsköpun, og kynnti hann látlaust þessa tónlist jafnt innanlands sem utan. Eft- George Eneseu ir þjóðfrelsisdaginn (23. ágúst 1944) varð hann fyrstur manna til þess að túlka tónlist Sovét- ríkjanna, meðal annars sjöundu sinfóníuna eftir Sjóstakovitsj (Leningrad) og þriðja konsert Katsjatúrians. Enescu var einn af stofnend- um akademíu rúmenska al- þýðulýðveldisins, virtur þar og dáður fyrir óvenju fjölhæfar gáfur, sem hann notaði til þess að lyfta hinni nýju menningu heimalands síns á hærra stig. Látlaust starf Enescu í meira HÚSMÓÐIR í Austurbænum skrifar: — „Kæri bæjarpóstur. — Gleðilegt nýár og þökk fyrir það liðna. Mig langar að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig spurningu til réttra aðila. Svo er mál með vexti að ég kaupi oft ný fiskflök — helzt eru það þorskflök sem eru á boðstólum — en sá stóri galli er að minu áliti á þessari fæðu- tegund, að liún er oftast nær morandi í hringormum. Eg hef einhvem tíma heyrt að þau fiskflök sem seld eru til Banda- ríkjanna og Ráðstjórnarríkj- anna séu gegnumlýst áður en þau eru send af stað, og þá líklega til þess að ekki slæðist með fiskflök með hringormi eða öðrum óþverra. Og nú er spurn- ing mín sú: Af hverju fáum við íslenzkir fiskneytendur Verri fisk en þeir útlendu? Eða er þetta annars eða þriðja flokk-s fiskur sem okkur er seldur á lægra verði? — Beztu kveðjur. Húsmóðir í Austurbænum." ÞAB MUN VERA RÉTT, að flök, sem ætluð eru til út- *flutnings séu gegnumlýst, a. m. en hálfa öld fyrir þroska þjóð- ar sinnar og eflingu menning- ar hennar, sýndi fölskvalausa ást hans á ættlandi sínu. Til þess hvarflaði hugur hans á hinztu stund. Hann gerði hið þrotlausa starf að æðstu skyldu listamannsins. Verk hans og hljóðfæraleikur, frægur um all- an heim, bera glæsilega vitni listhneigð þjóðar hans. Líf En- escu og starf, hógværð hans og samkvæmni, hlýtur að verða fyrirmynd hverjum listamanni sem til hlítar er Ijós köllun sín. Verk Enescus munu halda áfram að fæða af sér og hlúa. að tóngróðri Rúmeníu, og fram- lag hans í almennan fjársjóð listarinnar mun sífellt stækka með aukinni þekkingu á Bvgj;l>.- um hans. Forseti þjóðþingsins liefur heiðrað minningu Georges Enescu margvíslega. Ríkissin- fóníusveitin heitir héðan i frá George Enescu sinfóníusveit ríkisins og fæðingarþorp hans Liveni heitir George Enescu, ein breiðgata í Búkarest nefn- ist Strada George Eneseu. Rík- isstjórnin heíur stofnað til al- þjóðlegrar samkeppni og verð- launaveiíinga fyrir unga hljóð- færaleikara í nafni hans, er fram fara þriðja hvert ár í Búkarest. Efnt verður til sam- keppni um höggmynd af En- escu. Húsið sem hann fædd- ist í verður varðveitt sem safn, og fimm Enescu-námsstyrkir vehtir við tónlistarháskólann. (Úr tímaritinu Rúmenía í dag). k. var það svo fyrir nokkru síðan, þegar Pósturinn vann í fiskiðjuveri. Þá gegnumlýstu stúlkurnar flökin af mestu ná- kvæmni, og kvörtuðu sérlega undan þeim flökum, sem bár- ust frá Póstinum, töldu að í þeim væru iðulega bein, sem alls ekki ættu þar að vera, enda skal það viðurkennt, að Pósturinn var í meira lagi klaufskur flakari. — Annars hafa fleiri en þessi húsmóðir kvartað yfir þorskflökunum og yfirleitt fiskmetinu, sem okkur er boðið upp á, t. d. kvarta ýmsir um óþolandi subbuskap í fiskbúðunum. Án efa er um- gengnin þar misjöfn, en Póst- inum er þó kunnugt um, að sumir fisksaiar liafa lagt sig í framkróka með að ná í sem bezta vöru og reyna að með- höndla hana eins snyrtilega og auðið er. Á það er og rétt að benda, að oft er lítið um nýjan og góðan fisk á markaðinum hér, getur það t. d. staíað af gæftaleysi og ýmsu öðru. —- En hvað um það, ég vona að réttir aðiljar leysi skilmerki- lega úr spurningum húsmóður- H. Jak. Fyrirspumir írá húsmóður — Hringoraiar í þorsk- ílökum — Réttir aðilar beðnir að svara skilmerki- lega. — Fyrirspurn um bækur H. K. Laxness FRÉTTIR AF ENSKUM BÓKAMARKAÐI Skáld brezka heimsveldisins Rudyard Kipling: His Life and Work. By Charles Carrington. Macmillan 25 s. Þegar Plain Tales from the HiHs birtist 1890, varð Kipling á augabragði frægur maður og fjáður. Þess eru engin dæmi í enskri bókmenntasögu, að fyrsta bók ungs rithöfundar hafi hlotið þvílíkar viðtökur, nema ef vera kynni Childe Hareld Byrons. Það var sem bók þessi fyllti skarð. Um þær mundir var ekki um auðugan garð að gresja í enskum bókmenntum. Leikrit Wildes og Shaw heyrðu enn framtíðinni til og Hardy hafði enn ekki náð fullum vexti. Viðhorf sagnanna, aðdáun á - athöfnum, andúð á. íhygli og gagnrýni, féll í frjóan jarðveg á því skeiði, er heimsvalda- stefnan var í uppgangi og tekið var að draga til þeirra atburða, sem náðu hámarki með heims- styrjöidinni 1914. — Um alda- mótin var Kipling eftirlæti stórs hluta brezku þjóðarinnar, skáldið, sem af list sinni hafði látið tíðarandann lcrystallazt í sögum og ljóðum. Hann gat tekið því með jafnaðargeði, að gagnrýnendur tóku ritum hans fálegar en áður. — Áratug síð- ar, 1910, átti Kipling ekki leng- ur leið með samtíð sinni og var orðinn bitur í lund. Hann hat- aði og hæddi ríkisstjórnina, leiðtoga Frjálslynda flokksins, og umbótastefnu hennar. — Síðustu æviár sín, — hann dó 1936, — hafði Kipling nær alveg dregið sig inn í skel sína. frábitinn vafstri heimsins, og innar. —Þá er hér annað bréf, sem fjallar um allt annað efni, eða nánar tilgreint andlegu [ fæðuna. BÓKAMABUR skrifp- „Getur! þú, Bæjarpóstur góður, gefið mér uplýsingar um það, hve miklu munar á verði að fá verk H. K. Laxness með á- skriftarverði eða búðarverði? Einnig þætti mér gott að fá vitneskju um, hvort öll verk hans eru fáanleg núna hjá for- laginu í samstæðri útgáfu. Eg hef lengi ætlað mér að fá öll verk Laxness, en það hefur dregizt úr hömlu hjá mér að koma því í kring.“ (Það skal tekið fram, að „bókavinur“ er ekki búsettur í Rvík). Eftir því sem Bæjarpósturinn hefur komizt næst, munar um það bil 20% á áskriftarverði og búðarverði, þannig, að þeir sem ætla að eignast öll verk Kiljans græða trúlega nokkur hundruð króna á því að fá þau frekar á áskriftarverðinu en hinu. Núna um áramótin' fengust ekki nserri öll verk Kiljans hjá forlaginu (Helga- felli), en þau, sem fengust voru: Ljósvíkingurinn, Sjálf- stætt fólk, Gerpla, Heiman ek fór, Silfurtúnglið, Þættir (það eru allar smásögur Kiljans) og Dagur í senn; og væntanleg innan skamms voru Alþýðubók- in og Kvæðakver. — Annars væri bezt fyrir bréfritara að snúa sér beint til Helgafells- útgáfunnar á Veghúsastíg 7, þar sem hann fengi án efa greinargóðar upplýsingar. deildi aðeins skapi við fáeina vini. (Sér til dundurs leitaði hann uppi reyfara eftir Wallace handa Georg V., sem skrifaði R.K, á saurblaðið, las þá vand- lega og skilaði). En bækur Kiplings seldust betur heldur en bækur nokkurs annars brezks höfundar. Kipling var sögumaður góð- ur. Frósagnargleði hans, skarp- skygni á menn og atburði, stíl- fimi fara ekki milli mála. Lítil ástæða er þó til að draga fjöð- ur yfir aðra síðri þætti í rit- um hans, dálæti á líkamskvöl- um sem leið til skírnar hugans og allt að því grimmd sums staðar. í smásögu einni, The Wishing House, lætur hann gamla konu óska sér krabba- meins í’ því skyni að firra ástmög sinn veikindum. Al- ræmt er kvæði hans um Þýzka- landskeisara í fyrri lieimsstyrj- öldinni, ort er sá orðrómur komst á kreik, að keisarinn þjáðist af krabbameini. Skoðanir gagnrýnenda á rit- um Kiplings eru ekki eins Rudyard Kipling skiptar og ætla mætti. Skáld- sögur hans þykja hafa elzt illa að undantekinni Kim, beztu sögu hans að margra dómi. Þótt ljóð hans séu vel kveðin, er hann ekki talinn í hópi mik- illa enskra skálda. Eliot metur ljóð hans þó öðrum meir. Smá- sögur hans munu hafa haldið sér bezt verka hans. Somerset Maugham segir hann beztan smásagnaliöfund á enska tungu. Það verður af ýmsu ráðið, að verið sé að reyna að vekja upp aftur áhuga á Kipling og verk- um hans í Bretlandi, Það kem- ur ekki á óvænt, því að liægri stefnu í menningarmálum Eng- ilsaxa hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu ár. Og það er ekki óeðlilegt fyrirbrigði, þótt standi í mótsögn við rnegin- straum samtíðarinnar. aiter ego. Óskar Þ. Þórðarson, læknir, tekur framvegis á móti sjúklingum í Ingólfs- stræti 8 á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum frá ki. 2 til 3. Á öðrum tím- um eftir samkomulagi. mifllllllllllllllHIIMiHHUHIIIIIIIHUI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.