Þjóðviljinn - 07.01.1956, Síða 7
Laugardagur 7. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
É
g vil taka það fram í upp-
tiafi þessarar greinar, að á-
stæðan fyrir því, að ég fór að
skrifa gegn tillögunni um ráð-
íhús við Tjarnarendann, var
ekki sú að ég áliti mig geta
toent á neinn annan stað, sem
væri óumdeilanlega tilvalinn,
-— heldur hin, að líkt og fjöl-
margir aðrir Reykvíkingar tel
ég mikla vankanta á því að
reisa það við Vonarstræti. Bar
ég fram ýmis rök fyrir þeirri
skoðun í fyrri grein minni, sem
ekki verða endurtekin hér, en
hef þó áreiðanlega ekki talið
upp allt, sem út á það staðar-
val mætti setja. Hinsvegar
leyfi ég mér að vekja nú at-
því, að hún væri allrar athygli
verð, og jafnvel fundizt hún
góð, eftir því sem þeir hug-
leiddu málið betur. Nú er vit-
að mál, að allur almenningur
tekur ekki til greina ýmis atr-
iði, sem lærðir menn í skipu-
lagningu og húsagerðarlist a.
m.k. ættu að byggja afstöðu
sína á. Og sjál um er mér
ljóst, að ég hlýt að vera með
því alþýðlega marki brenndur
að sjást yfir sitthvað, enda
leyfi ég mér hér að fjalla um
hlut, sem fræðilega er utan
míns verkahrings. — En al-
mennasta mótbáran gegn Arn-
arhóli hefur rnér virzt vera
þessi: að ekki megi „eyði-
að útskýra nánar hér á eftir,
skilst mér að koma megi fyrir
á Amarhóli stórbyggingu, sem
sé að rúmmáli a.m.k. jafnstór
fyrirhuguðu húsi í Tjarnar-
vikinu. Styðst ég þar fyrst og
fremst við samanburð á stærð
þessara tveggja lóða eins og
þær líta út á Reykjavíkurkorti,
enda þótt ólíkar séu að lög-
un.
Þriðja algenga mótbáran er sú,
að á Amarhóli verði of þröngt
um húsið vegna nærliggjandi
bygginga. Það yrði samt ekki
svo. Ég mun hér á eftir skýra
frá því, hvernig ég teldi bygg-
ingunni einna bezt fyrirkomið
með hliðsjón af nálægum hús-
ELIAS
MAR
II
Rnðbús-í stnð
Srnnrbóls
hygli á gamalli tillögu, sem
fyrst mun hafa komið fram
árið 1918, en he ur nú um
nokkur ár verið talin fráleit
að þvi er virðist. Hún er sú,
að ráðhús verði reist þar sem
nú er Arnarhóll.
Þeir staðir í miðbænum eru
víst ekki færri en fimm, sem
nefndir hafa verið í sambandi
ráðhúsbyggingu: Tjarnarvikið
(nú samþykkt), Grjótaþorpið
(kemur ekki lengur til mála,
m.a. sökum þegar hafinna
framkvæmda þar), Arnarhóll
(sem er óbyggð lóð í eigu hins
opinbera), Mæðragarðurinn
og umhverfi hans, og loks lóð-
in suðvestan við Tjörnina, þar
sem Isbjörninn er. Báða síð-
astnefndu staðina tel ég álit-
legasta í miðbænum, að und-
anteknum Arnarhól, eða a.m.k.
skynsamlegri en Tjarnarvik-
ið.
Því miður minnist ég þess ekki
lengur, hvað skipulagsnefnd
hafði út á Arnarhól að setja á
sínum tíma í úrdrætti þeim
af greinargerð sem birtur var
í blöðum fyrir nokkrum ár-
um — ef það var þá yíirleitt
nefnt. En tvennt er nú komið
á daginn, sem bendir til þess
að Amarhóll geti talizt hugs-
anlegur staður áfram, þótt
möxmum hafi ekki fundizt svo
um skeið. Það fyrra er, að nú
virðist alls ekki óhugsandi
lengur að hafa -ráðhúsið í
gamla bænum eða nágrenni
hans ; og í öðru lagi: hallazt
hefur verið að því að hafa
ráðhúsið allt að því helmingi
minna ummáls en ráðgert var
fyrir 10-12 árum. Um það er
heldur ekki nema gott eitt að
segja, með tilliti til breyttra
aöstæðna.
jEg mun nú leitast við að gera
grein fyrir tillögu minni um
fyrirkomulag ráðhúss á Am-
arhóli, og verður þá fyrst fyrir
mér það, sem í fljótu bragði
mælir gegn því, að sá staður
verði valinn,
★ ★
Þegar ég hef borið hugmynd
þessa undir fólk — úr ýmsum
starfsgreinum og á ólíkum
aldri — hafa undirtektirnar
að vísu verið misjafnar, en þó
hafa líklega fleiri hallazt að
leggja" hólinn.
Nú munu Tjamarráðhússmenn
brosa í kampinn og segja sem
svo: Þeir sem ekki vilja eyði-
leggja Arnarhól hafa alveg
eins fullgilda ástæðu til að
halda tryggð við hann, eins
og þið haldið tryggð við Tjörn-
ina og útsýnið frá Vonar-
stræti, sem ekki viljið láta
byggja þar! — En ég slæ var-
nagla við þeirri mótbára þegar
í stað: Hér er ólíku saman að
jafna. Berið saman röksemdir
fyrri greinar minnar gegn
Tjamarhugmyndinni, og þið
munuð sjá, að engar þeirra
gætu staðizt gegn ráðhúsi á
Arnarhóli.
Ég hef áður, í blaðagrein fyr-
ir nokkrum ámm, bryddað á
þessari hugmynd, mjög laus-
lega þó. Þar gaf ég svar við
þeirri útbreiddu skoðun, að
ekki sé vert að eyðileggja hól-
inn, og ég mun endurtaka það
hér. Það er þetta: í framtíð-
inni verður áreiðanlega reist
stórhýsi þar sem nú er þessi
hóll; og ef ekki verður reist
þar ráðhús, er í ullt eins senni-
legt að þar verði reist eitthvert
annað hús, sem ýmissa hluta
vegna ætti jafnvel miklu síð-
ur að vera þar (Ég veit ekki
betur en að nú þegar sé ákveð-
ið að byggja lögreglustöð
nyrzt á Arnarhólslóð, útvið
Sölvhólsgötu). Það er því með
öllu tilganslaust að ætla, að
komandi kynslóðir láti þennan
blett miðbæjarins standa verr
en ónotaðan. Eftir því sem
stórbyggingum fjölgar í mið-
bænum verður æ minna að
sjá frá þeim stað, fyrir þá
sem vilja njóta útsýnis. Aftur
á móti yrði mjög víðsýnt úr
gluggum og af þaki stórbygg-
ingar, sem þar yrði reist.
Gleymið ekki því góðir hálsar.
★ ★
E,
um og götum. Að sjálfsögðu
verður aldrei reist stórhýsi í
neinni borg eða bæ svo v-ol
fari, án þess að hafa þau atriði
í huga. — Og það er einmitt
þess vegna sem svo margur
undrast fljótfærni bæjar-
stjórnar í samþykkt sinni á
Tjamarhugmyndinni — áður
en nokkurt heildarskipulag
miðbæjarins hefur verið á-
kveðið. Öllum ætti þó að vera
ljóst, að Tjömin og umhverfi
hennar er miklu „viðkvæmari"
staður, frá skipulagssjónar-
miði, heldur en Arnarhóll t.d.,
eða jafnvel nokkur annar
staður í allri Reykjavík. —
Nei, það yrði ekki of þröngt
um stórbyggingu á Arnarhóli
vegna annarra húsa. Á því
þarf ekki að vera nein hætta,
ef einkahagsmunas jónarmið
eða annarskonar þröngsýni
verða ekki einráð um framtíð-
arskipulag miðbæjaríns.
Fjórða mótbáran er sú, að þar
myndi verða óhentugt um bíla-
stæði, og hæpið samband ráð-
hússins við samgönguæðar. —
Við þessum atriðum er erfitt
að gefa svar svo fullnægjandi
sé. Hér er um eitthvert flókn-
asta og erfiðasta atriði að
ræða í skipulagi nútímaborga.
Ég fæ þó alls ekki skilið, að
verri aðstæður varðandi þessi
atriði séu við Arnarhól, held-
ur en á hinum fyrirhugaða
stað við Tjörnina — nema síð-
ur sé. A.m.k. einn möguleild
til að leysa bílastæðisvand-
ann er þó fyrir hendi á fyrr-
nefnda staðnum, sem óhugs-
andi er á hinum síðarnefnda.
Kem ég nánar að því síðar.
Fimmta og síðasta mótbáran
sem ég man eftir í svipinn
er sú, að stórhýsi á Arnarhóli
myndi þrengja að öðrum hús-
um: Safnhúsinu, Þjóðleikhús-
inu ofl. — Ég viðurkenni, að
þetta eru einu andmælin, sem
ég hef fram til þessa tekið
gild, og þó ekki nema að mjög
takmörkuðu leyti. Ekki myndi
hús á Arnarhóli skyggja á for-
hlið nein annars húss — nema
þá e.t.v. Arnarhvols sem
reyndar er eitthvert viðkunn-
anlegasta hús í miðbænum,
þótt ekki sé það rismikið. —
Aftur á móti finnst mér og
fleirum sem Arnarhóll sjálfur,
í sinni núverandi mynd, sé
frekar til þ<ess fallinn að draga
úr fomifestu og svip þeirra
bygginga, sem hann ber í.
Hann er síður en svo löguleg-
ur, séður frá Lækjartorgi t.d.,
þrátt fyrir sinn listræna (?)
topp méð Ingólfsstyttunni.
Hitt er annað mál, að við
Reykvíkingar hö um vanizt
honum. Það sem meira er: við
erum flestir blindir á það, að
hann er beinlínis til óþrýði.
Nú mun ýmsum finnast ég
taka of djúpt í árinni, og saka
mig um slæman smekk. En
þannig er þetta. Ég gæti ekki
hugsað mér áþekkan hól, sízt
með ýmsu því sem honum til-
heyrir, t.d. upp af Trafalgar
square í London eða til hlið-
ar við Sigurbogann í París. Ég
hef heyrt velviljaða en smekk-
vísa ferðamenn tala af undr-
un um þetta fyrirbæri í hjarta
Reykjavíkur, einkum útlend-
inga. Ég hef verið spurður að
því, hvort haldið væri upp á
þennan hól sökum einhverrar
söguhelgi eða hjátrúar, en ég
hef ekki getað svarað því já-
kvætt. Það býst ég heldur
ekki við, að neinn geti.
Ég mun nú ekki dveljast ieng-
ur við þau atriði, sem ég man
að fundin hafa verið Arnarhóli
til foráttu sem stað fyrir ráð-
hús, heldur gera í u uttu máli
grein fyrir tillögu minni, eftir
því sem kostur er í biaðagrein
— með fvrirfram ai'sökunar-
beiðni á því, sem misrétt eða
vanhugsað kann að verða í
þeim fræðum af minni hálfu.
m ★ ★
að vill svo til, að fyrirkomu- «
lag ráðhúss á á Arnarhóli gæti <
hugsazt á fleiri en einn veg.
I öllu falli yrði að taka tiliit
til þess, hvernig skipulags-
nefnd hefði hugsað sér mið-
bæinn fyrir vestan Kaikofns-
veg og norðan Austurstræti
allt vestur að Eimskipafélags- ■
húsinu. Ég hef heyrt, að íyrir-
hugað sé að leggja niður Hafn-
arstræti austan Pósthússtræt-
is, en tengja hinsvegar Hverf-
isgötu við Tryggvagötu, og
fyndist mér slík tilhögun mjög '
góð. — En hvað verður þá
gert við svæðið norðan hinn-
ar væntanlegu Tryggvagötu-
framlengingar og vestan við
Kalkofnsveg ? Væri óhugsan-
legt að hafa það óbyggt og
gera þar torg ? — Þetta er
fremur spuming en tillaga. —
En ef það ráð yrði tekið að:
hafa þar opið svæði, mýndi;
forhlið ráðhúss á Arnarhóli
geta snúið þangað, og færi;
vel á því. Vitað mál er þa.ð, að
kolakraninn og tilheyrandi
geymslulóðir hverfa. Ráðgert
mun vera, að ferming og af-
ferming vömflutningaskipa
fari fram í nýrri aðalhöfn inni
í Laugamesi, ef ég man rétt.
Sú höfn, sem nú er, mvndi <
þá verða notuð fyrir farþega-
skip og önnur smærri, líkt og
sá hluti Óslóhafnar sem næst-
ur er ráðhúsinu þar.
En ef nú ekki verður um að
ræða rýmkvun lóða á þessum
i 1(í c:irSlí
i n svo ég haldi mér við mót-
bámrnar.
Lengi vel sögðu menn, að
þama væri of lítið svæði fyrir
gmnnflöt ráðhúss. Má vera,
að svo hafi verið á meðan ráð-
gert var 40-50 þúsund rúm-
metra hús. En nú hefur verið
horfið frá því, sem kunnugt
er; og eins og ég mun reyna
/ fyrradag birtist hér í blaöinu grein, par sem Elías Mar gagnrýndi pá ákvöröun
bœjarstjórnar að vélja ráöhúsinu stað viö norðurenda tjarnarinnar. Hér gerir Elías
grein fyrir tillögu sinni: aö byggja ráöhúsið á Arnarhóli, og sýnir wppdrátturinn
hvernig hann hugsar sér aö húsinu vei-öi komiö fyrir par.